Dagur - 27.01.1960, Blaðsíða 1

Dagur - 27.01.1960, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagur DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 3. febrúar. XLIII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 27. janúar 1960 4. tbl. Yfirlil um íþrótlamálin í bænum 1959 Þessi mynd var tekin á Jónasarhátíðinni í Öxnadal, er skáldið flutti eina af sínum ógleymanlegu ræðum. — (Ljósmynd: E. D.). Davíð Steíánsson frá Fagraskói varð 65 ára síðastliðinn fimmtudag í tilefni afmælisins kom út hjá Helgafelli sænsk útgáfa af leik- ritinu Gullna hliðinu, sem Anna Z. Osterman hefur þýtt og ber þar nafnið: „Den Gullne Porter“. Þá gaf ísafoldarprentsmiðja út litla en sérstæða bók, svonefnda jólabók útgáfunnar. Hún hefur að geyma tvær ritgerðir skálds- ins. í annarri rekur það kynni sm af séra Matthíasi og í hmni er aeta beir lyft manninum upD úr andlegri fá- fjallað um Davíð Þorvaldsson. o 1 J 11 o tækt, sagði Gunnar Bjarnason, ráðunautur Þá hlaut Davíð Stefánsson íyrstu heiðursverðlaun úr gulli úr heiðursverðlaunasjóði Daða Hjörvar og Ríkisútvarpið minnt- ist hans. Fyrsta ljóðabók Davíðs Stef- ánssonar, Svartar fjaðrir, kom út 1919 og náði miklum vinsældum, sem þó jukust mjög næstu ára- tugi. Síðan rak hver ljóðabókin aðra, auk fjögurra leikrita og skáldsögu. Ljóðasafn hans hefur tvisvar verið gefið út og heiðurs- útgáfa verka hans hefur einnig tvívegis verið gefin út. Bækur Davíðs Stefánssonar hafa selzt í stærri upplögum en annarra ljóð- skálda. Og enn er von nýrrar Ijóðabókar, sem e. t. v. kemur út íyrir næstu jól. Skáldið dvelur um þessar Fór vel af stað Þriggja kvölda spilakeppni Framsóknarmanna á Akureyri hófst á föstudaginn, var mjög fjölsótt og fór hið bezta fram. — Næsta spilakvöld er föstudaginn 5. febrúar og er búizt við mjög mikilli aðsókn. M Y N Ð I R Margs konar þjóðhetjur, and- ans snillingar og yfirburða af- reksmenn á sviði hvers konar vísinda og lista, jafnvel líkam- legir atgervismenn og konur sjást oft á blaðamyndum. — En töluvert misjafn er smekkur blaðamanna, þegar valið er og hafnaði í myndasafninu. Alþýðublaðið birti á sunnudag- inn 8 myndir af Hallbjörgu Bjarnadóttur og tóku 2 myndir á forsíðu allt rúm þar, að 11 les- málslínum undanskildum, og sem svarar einni síðu á öðrum stað í blaðinu. Blaðinu þótti þó ekki nóg að gert til að þjóna fróðleiks- fýsn lesenda um Hallbjörgu þessa og birti eina mynd af henni mundir á heimili sínu, Bjarkar-. Í ,n?esta blaði. 'stíg 6 á Akureyri. Blaðið sendir þjóðskáldinu innilegar hamingjuóskir í tilefni afmælsins. Alþýðublaðið heldur mjög á lofti „Alþýðublaðsmyndum" sín- um. Smekkur blaðsins birtist þar einnig. ®Skautafélagið. Á Akureyri hófust íþróttavið- burðir ársins 1959 með afmælis- móti Skautafélags Akureyrar. — Fór þá fram keppni í skauta- hlaupi. Einnig má neína álfa- dansa íþróttafélagsins Þór í sam- bandi við þrettándabrennu. Veð- ur var mjög hagstætt. Fjölmenn- ur flokkur sýndi dansana, sem voru vel og skemmtilega útfærðir undir stjórn ungfrú _ Þóreyjar Guðmundsdóttur fimleikakenn- ara. íþróttabandalag Akureyrar lét halda við skautasvelli á æf- ingavelli íþróttaleikvangsins í janúar, meðan tök voru á. Sótti það fjöldi manns, einkum börn og unglingar. Var svellið opið fyrir almenning frá kl. 14—16 og frá kl. 20—22, en frá kl. 18—19 voru kennslutímar á vegum Skautafél. Ak. og frá kl. 19—20 æfingatímar hjá Skautafélaginu. Félagið hagfði einnig íshockey- keppni á svellinu og sérstaka keppni í skautahlaupi fyrir yngri flokk drengja. Svellið var upp- lýst á kvöldin og útvarpað þang- að hljómlist af segilbandi. Skíðanámskeið. Á svipuðum tíma fóru einnig fram skíðanámskeið, aðallega á vegum K. A., og fór nokkur hluti þeirra fram í brekkunni við íþróttaleikvanginn. Var brekkan Þeir lyflu manninum upp úr slrifinu Fyrsti Bændaklúbbsfundur árs- ins var haldinn að Hótel KEA á mánudaginn og sóttu hann nær 90 manns. Frummælandi var Gunnar Bjarnason ráðunautur, en fundarstjóri Árni Jónsson til- raunastjóri. — Fundarefni var hrossarækt. Nýtí hluíverk. Framsögumaður rakti í stórum dráttum sögu hrossaræktar hér á landi frá síðustu aldamótum. Á fyrri hluta þessa tímabils var litið á hestinn, sem nauðsynlegt vinnuafl við landbúnaðinn, en síðan hefur vélvæðingin vikið honum til hliðar. Ráðunauturinn minnti á, að ÍÍ 0 S0 "<-•& -4-0 '''Sfc -4-0 w.'ir 0 -4- é f ¥ & I í I <:•) f 2fc ? I t I t f t ■3 f f I- i I Allar góðar kveöjur, sern mér bárust á sextugasta og fimmta afmælisdegi mín- um, þakka ég af heilum hug. DavíÖ Stefánsson. hesturinn hefði lyft manninum upp úr stritinu og þrældómnum. Nú hefði hesturinn nýju hlut- verki að gegni: lyfta manninum upp úr andlegri fátækt. Aðeins á íslandi. Þá rakti Gunnar Bjarnason einstakar ættir góðhesta og gat þess í sambandi við hesta- mennskuna, að bágt væri til þess að vita, að til væru þeir ungir rhenn í sveitum landsins, sem litu á reiðmennskuna sem hálf- gerðan fíflskap. Þeir menn myndu tala dönsku ef hér væru danskir kaupmenn nú. Hinn fjöl- hæfa gang íslenzkra hesta væri hvergi annars staðar að finna í heiminum en á íslandi, íþróttin að temja hesta og ríða út væri hin þjóðlegasta, sem sveitunum bæri skylda til að varðveita og halda í heiðri, og þessi íþrótt væri líka ótæmandi uppspretta dýpstu gleði. Eggjaði hann bænd- ur mjög fast á, að sinna þessum þætti meira en nú er, og var raeða hans á köflum hin öflugasta hvatning. Ellefu tamningastöðvar eru starfræktar í landinu í vetur. Fjörugar umræður. Umræður urðu hinar fjörug- ustu að framsögu lokinni. Til máls tóku: Jón Bjarnason, Ágúst Jónsson, Hofi í Vatnsdal, Árni Magnússon, Benedikt Júlíusson, Guðmundur Snorrason, Aðal- steinn Guðmundsson, Jónas Hall- dórsson, Ólafur Jónsson, Stefán Halldórsson og Ólafur Skaftason. einnig upplýst á kvöldin og mikil þátttaka í námskeiðunum. í lok janúar brá til sunnanáttar og hlýviðra og varð þá að leggja þessa starfscmi niður. Skíðamót. Seinni hluta vetrar fóru fram hin árlegu skíðamót, og mót það, sem lialdið var um páskana á Akureyri, sóttu ýmsir af beztu skíðamönnum landsins mótið. — Skíðamót íslands, sem halda átti á Siglufirði, féll niður vegna in- flúenzu og Skautamót íslands, sem átti að vera á Akureyri, féll einnig niður vegna óhagstæðrar veðráttu. Matthías Gestsson, K. A., fór til útlanda í ársbyrjun, sótti skíðanámskeið og stundaði æf- ingar með skíðamönnum á Norð- urlöndum. Knattleikur. Innanhússmót voru í marz og apríl, bæði í körfuknattleik og „badminton". Sérráð voru stofn- uð á árinu í báðum þessum íþróttagreinum. Körfuknattleik- ur hefur átt mjög vaxandi fylgi að fagna síðustu árin og hafa Akureyringar nú á að skipa mjög góðu liði í körfuknattleik. í febr. voru 2 Akureyringar valdir í B- landslið gegn amerísku körfu- knattleiksliði. Auk fimleika voru æfðar í íþróttahúsinu mestallan veturinn flestar greinar knattleikja, frjáls- ar íþróttir o. fl. Framhald á 2. siðu. Iíoma til að semja f gær kom til landsins sendi- nefnd frá Fiskimannafélagi Fær- eyja til að semja um kaup og kjör færeyskra sjómanna. For- maður nefndarinnar er hinn kunni Erlendur Patursson, form. Fiskimannafélagsins. Skíðamennirnir farnir vesfur Fararstjóri þeirra er Hermaiin Stefánsson Þátttaka íslendinga í Vetrar- Olympíuleikunum 1960 hefur verið ákveðin og munu 4 íslend- ingar taka þátt í skíðakeppni ó leikunum, einn stökkmaður og þrír svigmenn. Tveir af svig- mönnunum, þeir Eysteinn Þórð- arson frá Reykjavík og Kristinn Benediktsson frá ísafirði, eru ný- komnir heim frá Þýzkalandi eftir að hafa æft méð skíðamönnum Alpafjalla og tekið þátt í skíða- mótum meðal um hundrað þátt- takenda. Eru þeir nú á förum til Bandaríkjanna ásamt formanni Skíðasambands íslands, Her- manni Stefánssyni íþróttakenn- ara Menntaskólans á Akureyri sem verður farastjóri þátttak- enda frá íslandi. Þriðji svigmað- urinn, Jóhann Vilbergsson frá Siglufirði, og stökkmaðurinn Skarphéðinn Guðmundsson frá Siglufirði, eru fyrir nokkru farn- ir til Bandaríkjanna til æfinga. Vetrar-Olympíuleikarnir verða að þessu sinni í Squaw Valley í Bandaríkjunum og hefjast um miðjan næsta mánuð. Mikið er nú um undirbúnings- þjálfun og stórmót hjá flestum þjóðum, sem þátttakendur senda til Olympiuleikanna. Ævintýri á gönguför var frum- sýnt í Samkomuhúsinu á Akur- eyri í gærkvöldi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.