Dagur - 27.01.1960, Blaðsíða 4

Dagur - 27.01.1960, Blaðsíða 4
4 D AGUK Miðvikudaginn 27. janúar 1960 Skrifstoín i Haítiarstræti 'XI — Síint H66 Krrsrjóui: ERLÍ N G U U I) A V í 1) S S () X Atlglýsingastjóri: J Ó N S \ M í! ELSSON Árgangniiiin koslar kr. 75,00 KlatSitS kt-miir <it ú nilAvikiitlögnm og laugartltíguni, þcgar cfui standa til Cjaltldagi t-r I. jiilí PRENTVr.UK <)DI»S BJÖRNSSONAR HJF. Hvers eiga bændur að gjalda? I OFT GLEYMAST þau sanninili, að sam- kvæmt reynslu þjóðanna í gegnum aldimar, hefur aldrei tekizt til lengdar að halda uppi þjóðmenningu án þess að yrkja landið og ala upp verulegan liluta kynslóðanna á gróandi jörð. Nú er svo komið á landi hér, sem ein- göngu var byggt bændum fram til síðustu ára- tuga, að farið er að brydda á lítilsvirðingu á bændastéttinni hjá ýmsum, jafnvel leiðandi mönnum þéttbýlisins. Þetta er liáskalegur liugsunarháttur og ómaklegur, af því að hann örfar þann óheillastraum, sem legið hefur undan brekkunni eins og fleiri <»heilla- vegir til þéttbýlisins á undanförnum árum. Þótt sleppt sé þeim íhaldstillögum, að „fækka bændum um helming“ og öðrum lík- um, fela þær þó í sér svo takmarkalausa fyrir- litningu á því fólki, sem ræktar og byggir I landið og framleiðir hinar mikilsverðustu fæðutegundir fyrir alla þjóðina, að furðu sætir. Slíkur munnsöfnuður sýnir einnig tak- markalausa vanþekkingu á þeim menningar- legum þjóðarverðmætum, sem dreifbýlið eitt ! varðveitir trúlega og ekki verður í einingum I talin. | Gjaldeyrisverðmæti er eins konar lausnar- orð í efnahagslífinu. Útvegurinn skapar þau I verðmæti, iðnaðurinn sparar gjaldeyri en landbúnaðurinn framleiðir lífsviðurværi , þj<»ðarinnar. Ekki þarf það að skyggja á mik- ilvægi annarra atvinnuvega, [»ótt á það sé bent, að landbúnaðurinn framleiðir fyrir 800 I —900 millj. króna á ári hverju, þótt hans sé I oftast að litlu getið. I Síðan á dögum nýsköpunarstjórnarinnar j og fram til ársloka 1958 hefur ríkisstjórn og j Alþingi jafnan séð svo um, að hægt væri að ; veita lán úr Byggingarsjóði Búnaðarbankans 1 og Ræktunarsjóði, samkvæmt settum reglum um framkvæmdir. Greiðsluafgangi ríkissjóðs ' hefur verið varið til þessa fyrst og fremst. | Lánveitingar hafa einkum farið fram í lok nóvembermánaðar eða byrjun desember. En | nú er breyting á orðin og verður mörgum á að spyrja: hvers eiga bændur að gjalda? Enn er óveitt mikið af Ræktunarsjóðslánum, sem tilheyra árinu 1959. Og úr Byggingar- ! sjóði Búnaðarbankans voru engin ný lán veitt á því ári, nema e. t. v. aðeins smávægi- ! legar upphæðir. Á árinu var aðeins haldið áfram útborgun íbúðarlána, sem veitt voru j 1958 eða fyrr. í vetur taldi þó Ingólfur ráðlierra, að nefnd lánastarfsemi yrði eins og áður, og eru þetta efndirnar hingað til. I lánamálum hef- ur því ríkisstjórnin bætt enn einni stjörnu á fána sinn og horfa bændur á hana mjög ugg- andi, og eru þeir þó ýmsu vanir frá liendi stjórnarvaldanna hin allra síðustu missirin. Alþingi kemur saman lil funda á morgun. Yerður væntanlega skammt að bíða liinna nýju efnaliagsráðstafana stjórnarinnar. Um þær hefur verið fjallað manna á meðal uncl- anfarnar vikur. Að sjálfsögðu verða þær gerðar að um- ræðuefni hér, en ekki fyrr en þær eru fram ! komnar og liggja opinberlega fyrir. Meistaramót Norður- lands í körfuknattleik stendur yfir um þessar mundir. Fimm lið taka þátt í mótinu: 2 frá KA, 2 frá Þór og 1 frá ÍMA. Keppt er um styttu af körfu- knattleiksmanni, sem Körfu- knattleiksfélag Reykjavíkur gaf sl. ár er það var hér í keppnis- ferð. KA, A-lið, vann styttuna 1959. — Urslit í þeim leikjum, sem lokið er, urðu: KA, A-lið, vann KA B-lið 102 —46. — Þór, A-lið, vann Þór B-lið 89—44 stig. — í gærkvöldi léku KA A-lið við A-lið Þórs og Þór B-lið við B-lið KA, Og í kvöld leika KA A-lið við fMA í íþróttahúsi MA. Dagsbrúnarkosningar Stjórnarkosning í Dagsbrún í Reykjavík og kosning í trúnaðar- mannaráð fór fram um helgina. Úrslita var beðið með nokkurri eftirvæntingu. Kosningarnar sýna andúð á núverandi ríkisstjórn. Atkvæði féllu þannig, að listi stjórnar félagsins hlaut 1369 at- kvæði og alla menn kjörna, en B-listi 627 atkvæði. Göngustafur tapaðist fyrir jólin, svartur, með fílabeinshaldi og gullhólk, merktur Árni Kristjánsson. Góð fundarlaun. Afgr. vfsar á. Nokkrar karlm.peysur til sölu í Rauðmýri 3. MOLASYKUR GRÓFUR STRÁSYKUR FÍNN FLÓRSYKUR Nýja-Kjötbúðin Þor ramatur HÁKARL (frá Vopnafirði) H ARÐFISKUR RIKLINGUR SÚR HVALUR REYKTUR LAX Nýja-Kjötbúðin APPELSÍNUR JAFFA EPLI AMERÍSK CÍTRÓNUR Nýja-Kjötbúðin Myndarlegt þorrablót Á laugardaginn var myndarlegt aorrablót haldið að Freyvangi í Ongulsstaðahreppi. Þar sátu hreppsbúar og gestir þeirra, sam- tals nokkuð á þriðja hundrað manns, að gnægðum matar og drykkjar, nutu margra skemmti- atriða, en stigu að lokum dans lengi nætur. Óttar Björnsson stjórnaði sam- komunni, séra Benjamín Krist- jánsson flutti fræðilegt erindi, gamanleikur var sýndur undir stjórn frú Kristínar Konráðsdótt- ur, Sigurður Svanbergsson og Jóhann Guðmundsson sungu við undirleik Árna Ingimundarsonar, Haraldur Þórarinsson skólastjóri minntist 100 ára afmælis Lestrar- félags Munkaþverársóknar, Bald- ur Eiríksson, Jón Bjarnason og Óttar Björnsson fluttu stuðluð gamanmál og Haukur og Kalli léku fyrir dansinum. ÚTSALA Mánudagimi 1. febrúar. Mikill afsláttur af peysum og pilsum, nærfatnaði karlmanna og fleiri vörum. Pappírsvörur! Bréfabindi (ordnarar) Vélritunarpappír Afritunarpappír Prófarkapappír Kalkipappír Frumbækur Kvittanahefti Reikningsform Kúlupennar Fyllingar Pelíkan skólapenni, bezti sem völ er á. Alls konar skólavörur JÁRN- OG GLERVÖRUDEILD Búsáhöld ■ ■ Rafpottar Katlar Pönnur Hnífapör í gjafakössum Hitakönnur Búrvogir M j ólkurbr úsar Hnífaparakassar Desilítramál Blikkfötur Þvottabalar VÉLA- OG BÚSAHALDADEILD Telja hlu! verkamanna í hjóðartekjum of lítinn Aðalfundur Verkamannafélags Akureyrarkaup- staðar var haldinn sunnudaginn 24. janúar. For- maður félagsins flutti skýrslu stjórnarinnar. Félags- menn voru um síðustu áramót 463 talsins. Félagið sagði upp kaup- og kjarasamningum sínum á árinu, en nýir hafa ekki verið gerðir. Hrein eign félagsins var um síðustu ái'amót kr. 219.386.00 og hafði vaxið um rösklega 30 þús. kr. á árínu. Snemma í janúar auglýsti félagið eftir listum til stjórnarkjörs, en aðeins einn listi barst, og varð hann því sjálfkjörinn. Stjórn félagsins skipa nú: Formaður Björn Jónsson, varaformaður Þórir Daníelsson, ritari Aðalsteinn Halldórsson, gjaldkeri Ólafur Aðalsteinsson, varagjaldkeri Sigurður Bene- diktsson, meðstjórnendur Björn Gunnarsson og Ingólfur Árnason. Aðalfundurinn samþykkti með samhljóða atkvæð- um eftirfarandi ályktun um kjaramál: „Aðalfundur Verkamannafélags Akureyrarkaup- staðar, haldinn 24. janúar 1960, telur, að hlutur verkamanna í vaxandi þjóðartekjum sé orðinn óviðunandi og því brýn þörf endurskoðunar á kjarasamningum. Fundurinn lítur svo á, að gegndarlausum áróðrl fyrir frekari kjaraskerðingu láglaunamannanna og fyrirætlunum í þá átt beri að svara með eindreginni samstöðu allrar verkalýðshreyfingarinnar um verndun lífskjaranna.“ Þá var ennfremur samþykkt svohljóðandi tillaga varðandi Tunnuverksmiðju ríkisins á Akureyri: „Aðalfundur Verkamannafélags Akureyrarkaup- staðar, haldinn 24. jan. 1960, lýsir eindreginni and- stöðu við hugsanlegan flutning Tunnuverkstniðju ríkisins brott frá Akureyri til Dagverðareyrar. Felur fundurinn stjórn félagsins að kynna Síldar- útvegsnefnd þessa skoðun félagsins og þau rök, sem til hennar liggja. Einnig heitir fundurinn á bæjar- stjórn Akureyrar að vera vel á verði um hagsmuni bæjarins þetta varðandi." Fundurinn var fjölsóttur. (Frá Verkamannafélagi Akureyrarkaupstaðar.) ÞANKAR OG ÞYÐINGAR Það er venjulega hægt að þekkja þá úr, sem ný- komnir eru úr sumarleyfi. Þeir virðast þurfa hvíld. Sjálfsefjun. Franski læknirinn og sálfræðingurinn Émile Coué (1857—1926) hélt mjög fram lækningamætti sjálfsefjunar. Hann vildi að sjúklingarnir segðu við sjálfa sig: „Mér líður betur í dag, mér líður betur í dag, betur í dag... . “ í fyrirlestri, sem Coué hélt fyrir hjúkrunarkon- urnar á heilsuhæli því, er hann stjórnaði, beindi hann til þeirra þeim endregnu tilmælum að koma aldrei til sín og segja, að einhverjum sjúklingi hefði versnað, heldur skyldu þær segja, að sjúklingurinn héldi, að sér hefði versnað. Nokkrum dögum seinna kom ein hjúkrunarkon- an til hans og sagði: , „Sjúklingur nr. 107 á stofu 11 heldur að hann sé dáinn. , Botnlanginn. Thorkild Rovsing (1862—1927) var í mörg ár prófessor í skurðlækningum við Hafnarháskóla og yfirskurðlæknir við Ríkisspítalann. Eitt sinn, skömmu á undan skurðaðgerð, spurði sjúklingurinn Rovsing að því, hvort menn gætu nú eiginlega ekki lifað góðu og heilbrigðu líf án nokk- urs botnlanga. — Jú, jú, flestir geta það nú, svaraði Rovsing, en. þó eru til þeir menn, sem myndu hafa af því ákaf- lega mikinn og óbætanlegan skaða, ef enginn væri botnlanginn. — Er eg einn af þeim? spurði sjúklingurinn ótta- sleginn. Nei, vissulega eruð þér ekki einn þeirra, sagði Rovsing. Þetta eru aðeins skurðlæknarnir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.