Dagur - 27.01.1960, Blaðsíða 2

Dagur - 27.01.1960, Blaðsíða 2
D A G U R Miðvikudaginn 27. janúar 1960 Um vafnsrennslistrullanirnar í Laxá - Yfirlit um íþróttamálin Rennslistruflanirnar ei«a sér einkum 2 orsakir •l.-Þegar hvöss suðvestan átt er me'ð frost og veðrið stendur á móti straumnum í kvíslunum við Mývatn, þá myndast grunnstöng- ull í þeim á þann hátt að krapa- lag safnast á botninn og hækkar það smám saman þar til það lok- ar fyrir rennslið úr vatninu. 2. í norðvestan stórhríðum fennir oft svo mikið í ána, að rennshð stöðvast að miklu leyti á þeim. stöðum, þar sem straum- urinn er. Sérstaklega er hætt við þéssu hjá Helluvaði, þar sem áin rénnur í mörgum kvíslum. Bólgnar áin þá upp og breiðir úr sér, og vatnið á erfitt með að brjótast fram. Þessar stíflur myndast oft á fleiri kílómetra löngum kafla. Er m'jög erfitt fyrir þá, sem hafa eft- irlit með ánni, að sprengja svona stíflur, enda oftast aftaka veður, þegar svona stendur á, og ekki hægt að átta sig á hvar á að sprengja, fyrr en veðrinu slotar. Þegar stíflur hafa myndast og vatnsrennslið þar af leiðandi minnkað, verður þess ekki vart í orkuverinu fyrr en eftir 8 til 10 klst. Orkuverið tilkynnir þá strax til skrifstofu rafveiíunnar, að útlit sé fyrir að vatnstruflun sé í aðsigi, svo að hægt sé að að- vara notendur. Mjög oft fer það svo, að vatnið í ánni minnkar svo snögglega að taka verður rafmagnið af hluta orkuveitusvæðisins áður en timi vinnst til að koma tilkynningu um það til notenda gegnum út- varpið. Er þetta nauðsynlegt til að fyrirbyggja að spennan á orkuveitusvæðinu lækki snögg- lega svo mikið að ýmis tæki, bæði hreyflar og heimilistæki eyðleggist. Hve stór hluti af orkuveitu- svæðinu verður rafmagnslaus á þennan hátt, fer auðvitað eftir því hve slæmt ástandið er á hverjum tíma, og er því ógjörn- ingur að ákveða nokkuð um það fyrirfram. Sömuleiðis er vitan- lega ómögulegt að segja um það fyrirfram hve lengi verður vatns- skortur í ánni. En þegar svona ástand skapast, er reynt að miðla því rafmagni, sem fæst frá orku- verinu, sem réttast eftir beztu getu. Tilkynning um truflunina 18. jan. sl. kom frá orkuverinu kl. 14,30. Vatnsrennslið var minnk- andi og mikið krap í ánni. Þá var send tilkynning til Ríkisútvarps- ins um að vatnsskortur vær yfir- vofandi. Nú fór svo, að rennslið minnkaði svo ört næstu klukku- Vísitala framfærslu- kostnaðar Kauplagsnefnd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar í Reykjavík í byjrun janúar 1960 og reyndist hún vera 100 stig eða óbreytt frá grunnvísitölunni 1. marz 1959. Hagstofa íslands, 23. janúar 1960. tíma, að taka þurfti straum af hluta af orkuveitusvæðinu fyrir- varalaust, áður en tilkynningin var lesin fyrir kvöldfréttir og heyrðu þess vegna ekki allir not- endur þá tilkynningu. En daginn eftir var tilkynning um skömmt- unina lesin bæði í hádegis- og miðdegsútvarp, til þess að allir notendur fengju vitneskju um skömmtunina. Orkuveitusvæðinu er skipt nið- ur í 7 hverfi, þannig: 1. Neðri hluti Oddeyrar. 2. Efri hluti Oddeyrar. 3. Ytri brekkan. 4. Syðri brekkan og Innbærinn. 5. Miðbærinn. 6. Húsavík og Aðaldalur. 7. Eyjafjarðarveita. Þegar taka verður rafmagnið af fyrirvaralaust verður að byrja á hverfum nr. 2, 3, 5 og 6, vegna þess að ekki má taka rafmagn fyrirvaralaust, ef mögulegt ér að komast hjá því, af hverfum nr. 1, 4 og 7, vegna þess að á þeim eru frystihúsin, sjúkrahúsið og Elliheimilið í Skjaldarvík. Nú getur það komið fyrir, að ekki sé hægt að standa við aug- lýsta skömmtun á rafmagni vegna ófyrirsjáanlegra óhappa, t, d. þegar krapið sogast inn í vél- arnar í orkuverinu og dregur enn meir úr framleiðslugetu þeirra. Glerárstöðin. í henni eru tvær vatnsvélar og ein dieselvél, samtals 300 kw. Á veturna er ekki hægt að fram- leiða meira en 150—175 kw. vegna þess að rennslið í Glerá er lítið og er stöðin eingöngu notuð fyrir sjúkrahúsið og fi-ystihúsin, þegar rafmagn frá Laxárvirkjun bregzt. Hjalteyrarstöðin hefur ca. 300 kw. til umráða, og af því getur rafveitan fengið um 200 kw. til hjálpar, þegar þess gerist þörf. Varastöð fyrir bæinn. Stjórn Laxárvirkjunarinnar hefur ákveðið að fela hr. Eiríki Briem, sem tæknilegum ráðu- naut virkjunarinnar, að gera áætlun um byggingu ^000 kw. dieselrafstöðvar og reksturs- kostnað hennar. Framkvæmdir við Mývatn eru það langt komnar, að aðalverkinu mun verða lokið næsta sumar, þ. e. a. s. að ganga frá og breikka og dýpka efri hlutann af Geira- staðakvíslinni og gera stíflu í miðkvíslina. Búið er að setja niður lokur, sem verða notaðar til þess að hleypa meira vatni niður í Laxá, þegar hætta er á krapastíflum og grunnstöngli. í áætluninni er gert ráð fyrir allmiklum uppmokstri úr Geira- staðakvíslinni út í Mývatn til þess að fá meiri straumþunga beina leið í kvíslina, sem verður eingöngu notuð sem frárennsli vatnsins á veturna. Framkvæmd- um þessum verður þó frestað þangað til reynsla hefur fengist af þeim mannvirkjum, sem nú er verið að gera. MIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlKli; \ Blaðið snéri sér til herra = l Knuts Ottterstedt rafveitu-1 E stjóra á Akureyri og fór þess \ \ á leit, að liann skýrði í stórum i l dráttiun þær truflanir, sem oft 1 \ verða á orkuveitusvæði Lax- = i ár. Varð liann vel við þcim til- i \ mælum og ritaði grein þá, sem \ i hér birtist, er mörgurn mun i i eflaust verða til glöggvunar. i l Kann blaðið honum þakkir i i fyrir. i MIBIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIM* Athugasemd. í Morgunblaðinu þann 21. jan. sl. er grein frá fréttaritara yðar á Húsavík með fyrirsögninni: „Slæmur frágangur við Mývatn talinn orsaka truflunina.“ Mannvirki því við Mývatnsósa, sem unnið hefur verið að nokkur undanfarin ár, er ekki lokið, svo að það er ekki hægt að tala um slæman frágang ennþá. Um truflun á rennsli í Laxá vegna þess að kvíslin, sem verið er að breikka og dýpka, sé lokuð (að undanteknu rennsli, sem þarf fyrir rafstöð á Geirastöðum) er þetta að segja: Áður en byrjað var á þessum framkvæmdum, árið 1953, kom það oft fyrir að þessi kvísl stífl- aðist á veturna af krapi og grunnstöngli alveg eins og hinar tvær kvíslarnar. Frá árinu 1936 eru í vörzlu Laxárvirkjunarinnar umsagnir bænda, sem búa við Mývatnsósa og Laxá, um rennsli í Laxá. Sam- kvæmt þeirh umsögnum hefur það komið fyrir að stíflur hafa myndast í kvíslunum tvisvar til þrisvar sinnum yfir veturinn, allt eftir tíðarfari. Nokkrum sinnum hefur Laxá gjörstiflast á undan- förnum áratugum og þessi um- rædda kvísl, Geirastaðakvíslin, hefur stíflast allt frá nokkrum klukkustundum og upp í 8 daga samfleytt. Allt tal um að ;tfiannvirkin við Geirastaðakvíslina orsaki rennsl- istruflun í Laxá mun vera byggt á röngum upplýsingum og er ekki rétt. Framhald af 1. siðu. Knattspyma. Mikil starfsemi var hjá knatt- spyrnumönnum á árinu. Þeir urðu sigurvegarar í íslandsmóti I. deildar og unnu sér þar með rétt til þátttöku í I. deildar keppni íslandsmótsins á þessu ári. Margir knattspyrnuflokkar frá Reykjavík og víðar að komu og kepptu við Akureyringa og urðu Akureyringar sigursælir. Frjálsar íþróttir. í frjálsum íþróttum náðu Ak- ureyringar einnig ’ mjög góðum árangri í sumar. Þeir tóku meðal annars þátt í veglegasta íþrótta- móti ársins, vígslumóti Laugar- dalsvallarins í Reykjavík. Akur- eyringar og Eyfirðingar áttu verulegan þátt í yfirburðasigri utanbæjarmanna í viðureigninni við B-lið Reykjavíkur. íþrótta- bandalagi Akureyrar var boðið að senda fulltrúa á þetta mót og var Haraldur Sigurðsson, for- maður frjálsíþróttaráðs, fulltrúi bandalagsins á mótinu og farar- stjóri þátttakenda frá í. B .A. í fjögurra bandalagakeppninni. sem að þessu sinni fór fram á Kjalarnesi, náðu Eyfirðingar 1. sæti og Akureyringar 2. Ovenju mikil þátttaka var í Norðurlands- mótinu, sem fór fram á Akureyri. Sund. Sundráðið hefur einnig haldið uppi verulegri starfsemi og stað- ið fyrir sundnámskeiðum og mót- um. Nokkrir ungli.ngar hafa. náð frábærum árangri i sundkeppni, bæði á Sundmóti íslands sl. vor í Reykjavík og Norðurlandsmót- inu á Akureyri í sumar. Róðrarfélag. Róðrarfélag Æ. F. A. K. vann glæsilegan sigur á Róðrarmóti ís- lands við Skerjafjörð hjá Reykja- vík. Róðrarsveit þess hlaut nú öðru sinni íslandsmeistarapafn- bótina. Keppt var á tveimur vegalengdum á mótinu og sigr- uðu þeir í bæði skiptin með verulegum tímamun. Ofanrituð athugasemd er send Morgunblaðinu til birtingar, en á einnig heima hér, sem viðbótar- skýring. Golf. Golfmót íslands fór fram í Vestmannaeyjum í sumar. Þar kepptu Akureyringar og var HUSBYGGJENDUR, ATHUGIÐ Oddvitum sveitarfélaga hafa nú verið send skýrslueyðublöð, er skrá skal á alla þá, sem ætla að byggja íbúðarhús, eða útihús, á þessu ári. Á skýrsluformunum er athygli húsbyggjenda sérstaklega vakin á eftirfarandi: 1. Taka þarf fram, hvort teikning sé fengin. 2. Sé um útihús að ræða, þarf að taka fram, hve húsin eiga að rúma mörg húsdýr, eða hey- hesta. 3. Ekki sé ráðlegt að byggja nema brýn þörf krefji. 4. Allar ráðstafanir vegna bygg- inga geri hver einstaklingur á eigin ábyrgð. 5. Það sé fullkomin óvissa um allar lánveitingar á árinu. 6. Skilyrði fyrir láni er, að hús séu byggð eftir samþykktum uppdrætti og ekki breytt frá honum án samþykkis bygg- ingafulltrúa. 7. Öll hús verða að vera staðsett af byggingafulltrúa og bygg- inganefnd. Þar sem oddvitar verða að senda umrædda skýrslu frá sér fyrir 1. marz, er sjálfsagt fyrir alla þá, er ætla að byggja, að láta ekki undir höfuð leggjast að til- kynna það viðkomandi oddvita og gefa tilskildar upplýsingar, nokkru fyrir febrúarlok. Garðar Halldórsson. frammistaða þeirra í golfkeppn- inni mjög góð eins og oft áður. Auk þessa hafa íþróttafélögin á Akureyri farið hópferðir til Suð- urlands og víðar og keppt við önnur félög í knattleikjum o. fl. íþróttamannvirki. Nokkuð hefur verið unnið að íþróttamannvirkjum á Akureyri í sumar, en mesta átakið er þó nýbygging við íþróttaleikvang- inn. Það er naumast hægt að segja, að hún sé komin undir þak. Þó tókst að ganga frá upp- slætti undir þakið og loka bygg- ingunni, en eftir er að steypa þakið. Ætti þarna að geta orðið ágæt aðstaða fyrir íþróttamenn og áhorfendur, þegar bygging þessi er fullgerð. Á öllu þaki byggingarinnar eiga að vera sæti fyrir áhorfendur. Gera má ráð fyrir árlega vaxandi notkun leikvangsins, eigi aðeins fyrir Ak- ureyringa, heldur einnig fyrir € aðra landsmenn og jafnvel er- lenda íþróttamenn. Margir kappleikir. Næsta sumar er gert ráð fyrir 5 leikjum á Akureyri í íslands- móti I. deildar í knattspyrnu. Þar sem keppnin -verður í tveimur umferðum og hvert félag fær að leika að hálfu á heimavelli, þá verður t. d." kepþiWn' Við 'í. A.. þannig, að annar"leikuíinn verð-; ur á Akranesi, en'Tiiiin 'á Ákúr-i eyri. > >)-—j Skíðaskálinn. . . Nokkuð hefur verið unnið að Skíðaskálanum í Hlíðarfjalli á árinu og má segja að hann sé nokkurn veginn fullgerður að ut- an. Eru líkur fyrir, að Ferða- málafélag Akureyrar fái það mikið fjárframiag til þessa mannvirkis á næstu árum, að þess verði skammt að bíða, að hægt verði að taka það til afnota. Smávegis endurbætur hafa verið gerðar á íþróttahúsinu og Sundlauginni. Malarvöllur. Þó að töluvert hafi áunnizt, er enn mikið ógert til þess að bæta aðstöðu í bænum .til íþróttaiðk- ana. En íþróttafélögin eru eigna- laus og tekjulítil og bæjarfélagið hefur í mörg horn að líta. Meðal þess, sem íþróttamenn leggja mest kapp á að fá nú — og þurfa að fá strax á næsta vori — er malarvöllur til knattspyrnuæf- inga á sæmilega hentugum stað. Báða malarvellina á Oddeyrinni hefur bærinn orðið að taka undir húsabyggingar og enn er eftir að leysa þann vanda, hvað getur komið í staðinn. Undanfarið hef- ur verið unnið að því, í samráði við bæjarráð, að finna lausn á þessu, en endanleg niðurstaða hefur ekki fengist enn. Ársþing í. B. A. mun hefjast í marz, eins og venjulega. Á þing- inu verða gerðar helztu áætlanir um íþróttamót og aðra starfsemi á þessu ári. íþróttabandalag Akureyrar hef- ur nú starfað í 15 ár. Ármann Dalmannsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.