Dagur - 28.05.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 28.05.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 28. maí 1986 —viðtal dagsins. ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi simi 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ueiðari._______________________________ Hverju móðguðust alþýðubandalags- og sjálfstæðismenn? Skoðanakönnun sú sem Dagur gerði um fylgi stjórnmálaflokkanna á Akureyri fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar á laugardaginn hefur farið mjög fyrir brjóstið á forystumönnum tveggja þessara stjórnmálaafla, Alþýðu- bandalags og Sjálfstæðisflokks. Ástæðan er auðvitað augljós: Báðir þessir flokkar fá minna fylgi samkvæmt þessari könnun heldur en þeir gerðu sér vonir um að fá í kosningunum sjálfum. Þessi gremja er e.t.v. eðlileg þar sem skoðanakannanir á Akureyri eru nýmæli en þegar dagblöð í Reykjavík byrjuðu með skoðanakannanir fyrt- ust þeir gjarnan við sem fengu lélega útkomu. Nú eru stjórnmálaleiðtogar hins vegar orðnir vanir þessu og hættir að móðgast við niðurstöðum skoðanakannana, nema á Akur- eyri þar sem menn eru óvanir þeim. En það er til lítils að móðgast út í Dag vegna þess að einhverjir telja niðurstöðurnar ekki nógu hag- stæðar. Þeir sem þannig láta ættu að móðgast út í þá sem svöruðu — væntanlega kjósendur á laugardag. Þá er einnig á það að líta, að það er skoð- anakönnunin á laugardag, sjálf kosningin, sem gildir. Skoðanakönnun Dags gefur að- eins ákveðnar vísbendingar. Forystumenn Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks segja nú að ekkert sé að marka skoðanakönnun Dags. Til hvers er þá að vera með allan þenn- an hamagang út af því sem ekki er mark tak- andi á? Ef þeir telja að niðurstöður kosning- anna verði allt aðrar og þeim meira í hag geta þeir bara verið rólegir. Allt tal um það að óeðlilega hafi verið stað- ið að málum er vísað heim til föðurhúsanna. Úrtakið er vísindalega unnið af Reiknistofu Háskólans samkvæmt leyfi Hagstofu íslands. Spurningalistinn var á engan hátt leiðandi og spyrjendur fulls trausts verðir. Menn geta svo leyft sér að túlka niðurstöðurnar eftir vild og það gera menn gjarnan þegar um slíkar kannanir er að ræða. Áð bera brigður á það að heiðarlega hafi verið staðið að þessari skoð- anakönnun er léleg pólitík og þeim síst til framdráttar sem það gera. Framsóknarflokkurinn á Akureyri hefur aukið fylgi sitt samkvæmt skoðanakönnun Dags. Vonandi verður sú raunin í kosningun- um. Framboðslisti flokksins er einstaklega góð blanda fólks með mikla reynslu, ungs fólks af báðum kynjum. Farsældarstefna framsóknarmanna verður vonandi til þess að fjórir nái kjöri af B-listanum á Akureyri. Greifarnir frá Húsavík: „Asnalegt að heita ekki íslensku nafni“ Þann 26. apríl s.l. voru Greifarn- ir frá Húsavík valdir hljómsveit no. 1 á músíktilraunum sem Tónabær og Rás 2 stóðu fyrir. Um hvítasunnuhelgina voru þrír af fimm meðlimum hljómsveitar- innar staddir á Húsavík, þeir Sveinbjörn Grétarsson, Kristján Viðar Haraldsson og Jón Ingi Valdimarsson. Gunnar Hrafn Gunnarsson sem einnig er frá Húsavík hafði brugðið sér til að aðstoða við sauðburðinn í sveitinni, en Felix Bergsson sem er að sunnan var fyrir sunnan. Þegar spurt var um deili á Felix sögðust félagar hans halda að hann væri bróðir Jóns Bergssonar fréttaritara útvarpsins í Austur- Landeyjum. Húsvíkingar eru stoltir af Greifunum og að sjálfsögðu litu þeir inn á skrifstofu Dags og féll- ust á að veita smáviðtal. - Áður en nafnið Greifarnir kom til hétuð þið Spesial Tread- ment, hvenær byrjuðuð þið með þá hljómsveit? „í júní ’83, þá höfðum við aldr- ei snert á neinu svona áður, höfð- um að vísu lært í Tónlistarskólan- um. Við þrír vorum saman fyrst, Gunnar kom síðar og Felix sein- ast í hljómsveitina. Við spiluðum saman fyrsta sumarið, fórum síð- an suður í skóla um haustið. Sumarið ’84 ákváðum við að taka þátt í hljómsveitakeppninni í Atlavík og þá bættist Gunnar í hópinn viku fyrir keppnina, en þá komumst við ekki í úrslit. Um haustið fórum við suður og vorum skólahljómsveit í Ármúla- skóla um veturinn, um vorið tók- um við þátt í músíktilraunum og urðum í öðru sæti. í fyrrasumar urðum við í þriðja sæti í Atlavík og svo unnum við músíktilraunir nú í vor.“ - Þið hélduð tónleika hér á Húsavík, ég man að einu sinni var bíóhúsið komið í risastórar nærbuxur. „Já, við létum sérsauma nær- buxur á bíóið til að auglýsa tón- leikana, okkur dettur margt í hug en það er ekki allt framkvæman- legt. Við fórum líka með þessar buxur í Atlavík og víðar, nú hanga þær í æfingahúsnæðinu okkar og veita okkur innblástur en nafnið á þeim er ekki rétt lengur. Spesial Treadment er málað á þær með olíumálningu svo þær eru orðnar úreltar." - Af hverju skipti hljómsveitin um nafn? „Okkur fannst asnalegt að heita ekki íslensku nafni, því nú er stefnan hjá okkur að breyta öllum textum yfir á íslensku. Margar hljómsveitir heita ensk- um nöfnum sem eru alveg út í hött. í dag eru menn orðnir já- kvæðari út í íslenska texta og íslensk nöfn. Rétt fyrir músíktilraunir skipt- um við um nafn, Viddi stakk upp á nafninu Greifarnir." - Hvað eruð þið að gera fyrir sunnan? „Tveir okkar eru í skólum en þrír í vinnu, í sumar erum við all- ir að vinna.“ - Hvernig tilfinning var að vinna í músíktilraunum? „Það var yndisleg tilfinning. Kvöldið sem undanrásirnar fóru fram vorum við í upptöku fyrir þáttinn Rokkarnir í sjónvarpinu. Þeir slepptu okkur svo seint að meðan þulurinn var að kynna okkur vorum við ekki allir komn- ir inn í húsið. Þulurinn sagði brandara meðan við vorum að bera græjurnar inn. Felix flýtti sér svo mikið inn á sviðið að hann datt og við byrjuðum að spila alveg í paník. Við höfðum leigt smókinga en höfðum ekki tíma til að fara í þá. Fyrsta lagið var sungið og spilað öðruvísi en nokkurn tíma hafði verið gert en við redduðum því. Við unnum þetta kvöld en vor- um hálfhissa á því, það voru þrjú svona undanúrslitakvöld og tvær til þrjár hljómsveitir komust áfram eftir hvert þeirra.“ - En á úrslitakvöldinu, höfðuð þið tíma til að fara í smókingana þá? „Já og það höfðu margir orð á því að við værum best klædda hljómsveitin, þá gekk allt miklu betur þó það yrðu svolítil tækni- leg mistök. Við urðum í öðru sæti hjá dómnefnd en fyrsta sæti hjá áhorfendum. Við tölum við áheyrendur og reynum að ná til þeirra, komum ekki bara og spilum." - Áttuð þið von á að vinna þarna? „Fyrir keppnina áttum við von á því en þegar við vorum búnir að spila bjuggumst við aðeins við einu af efstu sætunum. Ætli það að vinna sé ekki hámark lífsins hingað til.“ - Þýðir þetta ekki í raun mikið fyrir ykkur? „Þetta er alveg stökkpallur, í fyrra vorum við í öðru sæti, það þýðir bara ekkert á við að vera í fyrsta sæti þeir fá alla athyglina. Við fengum tilboð um að spila á listahátíð í Laugardagshöll 17. júní og á Arnarhóli 19. ágúst á afmæli Reykjavíkur. Við verðum örugglega eitthvað í Galtalæk um verslunarmannahelgina og höf- um hug á að vera á fleiri stöðum, það er nóg að gera. Okkur langar líka mikið að koma hingað norður til að spila í sumar, sérstaklega Felix, hann er farið að dreyma um Húsavík.“ - Getið þið kannski haft fulla vinnu af þessu? „Nei, þó það stefni í þá átt og sé náttúrlega draumurinn að geta unnið við þetta á sumrin. Kostn- aðarhliðin er líka stór við þurfum að bæta við okkur græjum." - Hvað er mest gaman við að spila í svona hljómsveit? „Að spila þegar okkur er vel tekið. Við leggjum mikla vinnu í þetta og það er gaman að sjá árangurinn. Þetta er mikill félagsskapur, við erum allir góðir vinir og það er mikið atriði. Líka er stór hóp- ur í kringum okkur sem styður við okkur og vinnur með. Það þarf að sjá um hljóð og útlits- hönnun. I dag þarf að vera smá show í kringum músíkina, manni líður líka mikið betur að vera vel til hafður." - Hvernig er strákum frá Húsavík tekið fyrir sunnan, er lit- ið á ykkur sem sveitamenn? „Nei, ég held að ekki sé gerð'ur neinn greinarmunur á því hvort hljómsveitin er frá Húsavík eða Reykjavík. Við erum mjög stoltir af því að vera frá Húsavík. Þegar við unn- um músíktilraunir fengum við heillaóskaskeyti frá bæjarstjórn- inni og það var gaman að sjá að fylgst er með þessu hérna heima.“ IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.