Dagur - 28.05.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 28.05.1986, Blaðsíða 12
Plöntusalan opin daglega 13-18 • Um helgar 14-16 Tré ★ Runnar ★ Rósir Pöntunarsími 25175 kl. 10-12 Gróðrarstöðin Vaglaskógi Mini - golf Eins og Dagur skýrði frá í gær, hefur verið settur upp niini-golfvöllur við Sundlaug Akureyrar. Völlurinn verður opnaður almenningi á föstudag. Hér má sjá starfsmenn Ýmis við að setja upp brautirnar. Mynd gej-. Akureyri: Skólamjólk í gmnn- skólana næsta vetur - KEA athugar möguleika á að bjóða nemendum upp á skólanesti Ferjan Norröna: Miklar nýjungar í sumar — Siglingar hefjast 7. júní Færeyska ferjan Norröna byrj- ar siglingar sínar til íslands 7. júní nk. eftir því sem færeyska blaðiö Dimmalætting segir. í fréttum frá Smyril Line, sem er útgeröaraöili skipsins, verður boðið upp á miklar nýjungar um borð á sumri komanda. Fyrir utan það sem boðið hefur verið upp á undanfarin ár, eru ýmsar nýjungar á döfinni hjá félaginu. A ferðum skipsins milli landa verður nú boðið upp á kvikmyndasýningar tvisvar á dag. í leikherbergi barna verða barna- myndir sýndar ailan daginn. í veitingasalnum verður mikið um tónieika og söng fyrir farþega og með farþegum. Einnig verður bingó á hverjum degi og eru góð- ir vinningar í boði. Hvert kvöld frá klukkna 20.00 spilar hljóm- sveit fyrir gesti skipsins og frá klukkan 22.00-klukkan 02.00 eft- ir miðnætti verður diskótek. Seg- ir að diskótekið sé nýinnréttað og allt hið glæsilegasta. Eins og komið hefur fram var Norröna mjög illa farin eftir dvöl flóttamanna um borð, setn höfðu skjól þar á síðasta ári. Viðgerðar- kostnaður við skipið var um 20 milljónir ísl. króna. Skipt hefur verið um húsgögn, öll teppi á gólfum eru ný og skipið málað bæði utan og innan og segir að skipið sé sem nýtt er það byrjar siglingar sínar milli Færeyja, íslands, Danmerkur, Noregs og Hjaltlandseyja. gej- Flugið „Það er ekkert ákveðið enn í þessu máli og er það í bið- stöðu,“ sagði Skúli Ágústsson hjá Bílaleigu Akureyrar, en eins og fram hefur komið hefur fyrirtækið sýnt áhuga á því að hefja flugrekstur frá Akureyri til Reykjavíkur og sameina það leigu á bílum fyrirtækisins í Reykjavík. Skúli sagði að menn frá Flug- leiðum hefðu komið til viðræðna um málið fyrir skömmu og væri það til athugunar hjá þeim nú. Þegar hann var spurður hvort fyrirtækið væri búið að sækja um flugrekstrarleyfi sagði hann að svo væri ekki. „Við viljum fá ákveðið svar frá Flugleiðum áður en farið verður út í slíkt og það verður ekki gert ef samkomulag næst við Flugleiðir. Ef ekki næst samkomulag, þá munum við nota okkar vél í flug til og frá Reykja- vík. En málið er sem sagt í bið- stöðu eins og er,“ sagði Skúli. Sveinn Sæmundsson hjá Flug- leiðum sagði, „Bílaleiga Flug- Skólanefnd Akureyrar hefur samþykkt að boðið verði upp á mjólk til sölu í grunnskólum bæjarins skólaárið 1986-87. Mjólkursamlag KEA hefur leiða gerði, að því er mér skilst, gagnkvæman samstarfssamning við Bílaleiguna Örn á Akureyri, en það kemur ekki niður á því að við skiptum við Bílaleigu Akur- eyrar þrátt fyrir það. Erindi okk- ar til Akureyrar fyrir skömmu var að hitta þá bræður og ræða þessi mál og eyða misskilningi ef ein- hver væri. Við höfum alltaf átt gott samstarf við Bílaleigu Akur- eyrar og það fyrirtæki verður allt- af stór samstarfsaðili við okkur. Þótt ég hafi ekki séð samning Bíla- leigu Flugleiða við Bílaleiguna Örn, þá hygg ég að það sé aðal- lega fólgið í því að koma bílum til baka, sem hafa borist frá öðr- um hvorum staðnum." Sigurður Matthíasson hjá Bíla- leigu Flugleiða sagði að það hefði verið gerður samstarfssamningur milli Bílaleigu Flugleiða og Bíla- leigunnar Arnar á Akureyri um gagnkvæma leigu á bílum, þannig að ef bíll frá Flugleiðum er leigð- ur norður reynir Örn að leigja hann til baka og öfugt. „Ef mað- ur kemur til okkar og vill fá bíl á boðist til að annast dreifingu mjólkurinnar og sjá um prent- un mjólkurmiða. Skólastjórum í grunnskólum bæjarins hefur verið falið að leita Akureyri, reynum við sem umboðsaðilar að leigja þessum aðila bíla hjá Erni, svo fremi að viðkomandi tegund sé til hjá leig- unni. Ef ekki, þá bendum við á Bílaleigu Akureyrar. En ég vil taka fram að Flugleiðir eiga ekk- ert í Bílaleigunni Erni,“ sagði Sigurður. Hann sagði jafnframt að Flugleiðir væru með sams konar samning við bílaleigur víð- ar um land. gej- samkomulags við Mjólkursamlag KEA um geymslu og dreifingu og fá skólarnir heimild til að ráð- stafa 2-4 klukkustundum daglega til að annast afgreiðslu mjólkur- innar. Að sögn Þórarins E. Sveins- sonar mjólkursamlagsstjóra hef- ur Mjólkursamlag KEA boðist til að útvega kælikistur til geymslu mjólkurinnar og jafnframt að láta prenta sérstaka mjólkurmiða eða finna aðrar lausnir til að inn- heimta greiðslur fyrir mjólkina, svo sem heimsendingu gíróseðla. „Auk þess höfum við boðist til þess að annast dreifinguna á fyrirfram ákveðnum tímum eftir því hvað hentar í hverjum skóla. Þá má geta þess að það er í gaumgæfilegri athugun hjá Kaup- félagi Eyfirðinga hvort ekki verði hægt að bjóða upp á skólanesti á mjög sanngjörnu verði næsta vet- ur og þá væri jafnvel hægt að dreifa því með skólamjólkinni,“ sagði Þórarinn að lokum. BB. íbúar við Sunnuhlíð: Vilja úibætur vegna umferðar Ibúar við Sunnuhlíð á Akur- eyri hafa ritað skipulagsnefnd bæjarins bréf þar sem þeir vekja athygli á meiri og hrað- ari umferð við götuna en ráð hafði verið fyrir gert. í bréfinu er óskað eftir úrbót- um vegna þessa og segir að þetta ástand megi m.a. rekja til versl- unarmiðstöðvarinnar við Sunnu- hlíð. Bréfritarar benda á þá möguleika að gatan verði gerð að einstefnuakstursgötu, hraða- hindrun verði sett í götuna eða að götunni verði lokað nálægt miðju eða horni hennar. Skipulagsnefnd tók þetta erindi fyrir á fundi sínum 23. maí sl. en frestaði afgreiðslu málsins. gk-. Lundahverfi: Bygginga- fram- kvæmdum mótmælt „Við undirritaðir íbúar Lund- arhverfis viljum með skjali þessu mótmæla fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum við Hjallalund. Á svæðinu er þétt byggð og lítið um útivistar- möguleika fyrir smábörn. Við teljum misráðið að hefja á ný byggingaframkvæmdir í grónu hverfi og bendum á að nægar byggingalóðir eru fyrir hendi á byggingasvæðum í Glerár- hverfi. Einnig bendum við á að þessi ráðstöfun mun cflaust seinka allri uppbyggingu í Glerárhverfinu og þar með verða til stórkostlegs tjóns fyr- ir þá sem byggt hafa þar á undanförnum árum.“ Þetta er texti undirskriftalista sem tvær konur úr Lundarhverfi, þær Olga Loftsdóttir og Bára Ólsen afhentu við upphaf fundar bæjarstjórnar Akureyrar í gærdag, og undir þennan texta höfðu um 300 fbúar í Lundar- hverfi skrifað nöfn sín. Það fylgdi með að ef ekki yrði orðið við þessum mótmælum þá vildu íbúarnir fá að fylgjast með og hafa hönd í bagga með bygg- ingaframkvæmdum í hverfinu. Þær byggingar sem þarna er verið að mótmæla við Hjallalund eru samkvæmt skipulagi svæðisins. Hins vegar hafa engir sótt um þessar byggingalóðir undanfarin ár og því var garðyrkjustjóra heimilað að „geyma“ á þessu svæði trjáplöntur. Það var Sigurður Jóhannesson forseti bæjarstjórnar sem veitti undir- skriftalistunum viðtöku í gær. BB. íþróttavöllurinn á Akureyri: Skúramir ónýtir Á fund íþróttaráðs Akureyrar sem haldinn var fyrir skömmu mætti Valdimar Brynjólfsson heilbrigðisfulltrúi. Hann ræddi um ástand sölu- skúra á íþróttavelli Akureyrar og sagði að þeir væru alls óhæfir til frekari notkunar. í framhaldi af þessu hefur íþróttaráð óskað eftir því að bæjarráð veiti 200 þúsund krónur til byggingar nýs söluhúss nú þegar. Verði ekki orðið við þessu erindi geti ekki orðið um áfram- haldandi veitingasölu í sumar að ræða. gk-. Bílaleiga Akureyrar: er í biðstöðu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.