Dagur - 28.05.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 28.05.1986, Blaðsíða 3
28. maí 1986 - DAGUR - 3 Fjórmenningarnir sem fara og keppa með unglingalandsliðinu í skák í Bandaríkjunum. Frá vinstri, Skapti Ingimars- son, Tómas Hermannsson og Rúnar Sigurpálsson. Á innfelldu myndinni er Bogi Pálsson. Ungir skákmenn frá Akureyri: Keppa með unglingaiands- liðinu í Bandaríkjunum Fjórir ungir Akureyringar hafa verið valdir í unglingalandslið íslands í skák sem fer til Bandaríkjanna og tekur þátt í unglingakeppni Islands og Bandaríkjanna um miðjan júlí. Ungu skákmennirnir eru þeir Rúnar Sigurpálsson, Skapti Ingimarsson, Tómas Her- mannsson og Bogi Pálsson. Keppni á milli þessara landa hefur verið árlegur viðburður síðan 1978 og hafa íslendingar oftar borið hærri hlut. í hvoru liði eru 16 skákmenn á aldrinum 11-17 ára. Þeir Bogi og Rúnar voru í íslenska liðinu í fyrra en þá fór keppnin fram hér á landi. í ár fer keppnin fram á Concorde hótelinu sem staðsett er um 200 km fyrir utan New York. Ferðin til Bandarfkjanna er að hluta greidd af Skáksambandi íslands en að hluta af drengjun- um sjálfum. Eru þeir um þessar mundir að ganga í fyrirtæki í bænum og safna auglýsingum í blað sem gefið er út í tilefni keppninnar en þeir fá hluta af auglýsingatekjunum í eigin vasa. Pá hefst á morgun íslandsmót grunnskóla í skák og skipa þeir Rúnar, Skapti, Tómas og Bogi Blönduós: Kaupfélagið kaupir Vélsmiðjuna Vísi Frá og með næstu mánaða- mótum mun Kaupfélag Hún- vetninga taka við rekstri vél- smiðjunnar Vísis á Blönduósi, en gengið var frá kaupunum fyrir skömmu. Þorvaldur Þor- Vomm ekki búin að kynna okkar mál - segir Melkorka Frey- steinsdóttir Flokki mannsins „Við vorum ekki búin að kynna okkar mál að neinu gagni þegar þessi skoðana- könnun var gerð, þannig að við tökum ekki mark á henni hvað okkar fylgi varðar,“ sagði Melkorka Freysteinsdóttir fyrsti maður á lista Flokks mannsins um skoðanakönnun Dags, en samkvæmt henni fékk Flokkur mannsins 1,7% atkvæða. „Enn eru mjög margir óákveðnir og við munum reyna að höfða til þess hóps. í sam- bandi við þessa skoðanakönnun, þá hlýtur það að hafa einhver áhrif á þá sem neita að svara, að Framsóknarflokkurinn stendur á bak við blaðið," sagði Melkorka. sveit Gagnfræðaskóla Akureyr- ar. Strákarnir hafa æft mjög vel í vetur undir stjórn Gylfa Þórhalls- sonar skákmeistara Norðurlands. í fyrra varð lið Gagnfræðaskól- ans í 5. sæti og vann þá m.a. sig- ursveit Hvassaleitisskóla. Ætlar sveit Gagnfræðaskólans sér stóra hluti á mótinu í ár. Sveitir frá Barnaskóla Akur- eyrar og Svalbarðseyrarskóla munu einnig taka þátt í mótinu. -KK láksson sem átt hefur og rekið Vélsmiðjuna Vísi í yfír 40 ár ákvað að hætta rekstri sökum aldurs, en ekki vegna erfíðrar rekstrarstöðu fyrirtækisins eins og einhverjir hafa viljað láta í veðri vaka. Kaupfélagið kaupir allar vélar og tæki vélsmiðjunnar en ekki húsnæði fyrirtækisins, rekstrinum mun þó verða haldið áfram í sama húsnæði til haustsins en verður síðan fluttur í Vélsmiðju Húnvetninga sem kaupfélagið rekur. Vélsmiðjan Vísir hefur um nokkurn tíma framleitt skel- plóga og skelþvottavélar ásamt ýmiss konar framleiðslu annarri, þá hefur Vísir séð um viðhald á bátum Særúnar h/f auk allrar hefðbundinnar vélsmiðjuvinnu. Að sögn Sigurðar Baldursson- ar forstöðumanns Vélsmiðju Húnvetninga mun vélsmiðjan nú taka að sér þessi verkefni og sagði hann að þetta hefði í för með sér aukin verkefni en auk þess betri nýtingu á húsnæði smiðjunnar. Sigurður sagði að alltaf hefði verið gott samstarf milli þessara fyrirtækja og að starfsmenn Vélsmiðjunnar Vísis myndu halda störfum sínum áfram hjá nýjum eigendum. Varðandi afkomu Vélsmiðju Húnvetninga sagði hann að næg vinna væri búin að vera frá ára- mótum og rekstrarafkoman fyrstu fjóra mánuði ársins væri mjög viðunandi. G.Kr. HoLbuesf BÍIASAIA r E C C 4. BIIASALINN VIÐ HVANNAVELU S:24119/24170 Mazda RX7 árg. ’81, 47.000. Beinsk. 5 gíra. Verð 450.000. ekin MMC Galant 2000 beinsk. gíra árg. ’85. Verð 540.000 Range Rover árg. ’82 beinsk., rafmagnsrúður. Verð 1050.000. VW ferðabíll árg. ’70, ekinn 13.000 á vél (innréttaður frá verksm.). Verð 250.000. Vegna mikillar sölu undanfarid vantar okkur nýlega bíla á söluskra. Erum með mikið af nýjum og notuðum bílum í hlýjum og rúmgóðum sýningarsal. Opið frá kl. 9-19 daglega. Laugardaga kl. 10-17. @Ferðaféiag Akureyrar Kynningar- og myndakvöld að Sunnuhlíð Glerárhverfi fimmtudaginn 29. maí kl. 20.00. Ferðafélag Akureyrar efnir til kynningar á ferðum sínum í sumar með myndasýningum m.a. frá Færeyjum, Snæ- fellsnesi og Dölum, Hornströndum og Kili. Einnig verður almennur söngur og Tónlistarskólinn á Akureyri mun sjá um skemmtiatriði. Að sjálfsögðu verður boðið upp á kaffi og brauð eins og hver getur í sig látið. Allir velkomnir. Kvenfélagið Framtíðin selur blóm og kökur í göngugötunni 30. maí kl. 13. Komid og gerið góð kaup og styðjið gott málefni. Agóðinn rennur í elliheimilissjóð. Framtíðarkonur. Sporthúbkl

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.