Dagur - 28.05.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 28.05.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 28. maí 1986 Gagnfræðaskóla Akureyrar verður slitið í sal skólans föstudaginn 30. maí kl. 5 síðdegis. Skólastjóri. Sigfús Karlsson: Komið til starfa í Framsóknarflokknum Við óskum að ráða FRAMKVÆMDASTJÓRA fyrir veitingastað ★ Framkvæmdastjóri sér um bókhald, fjár- málastjórn, mannaráðningu og sjálfstæði í vinnubrögðum. ★ Laun eru í samræmi við gerðar kröfur. Uppl. aðeins veittar á skrifstofu okkar. RÁÐNINGARWÓNUSTA FELLhf. Kaupvangsstræti 4 -Akureyri - sími 25455 ^ SAMBANO ÍSIENZKRA SAMVINNUFELAGA Iðnaðardeild - Akureyri IVerkstjóri Iðnaðardeild Sambandsins - Skinnaiðnaður óskar eftir að ráða verkstjóra til starfa. Viðkomandi karl eða kona þarf að vera ákveðinn, eiga gott með að umgangast fólk og vera góður skipuleggjari. Umsóknir sendist starfsmannastjóra Glerárgötu 28, sem gefur nánari upplýsingar. Sími 21900 (220-222). Umsóknarfrestur er til 6. júní nk. Glerárgata 28 Pósthólf 606 Simi (96)21900 xB Húsavík xB Tryggvi Finnsson 1. sæti B-listans. „ Okkai stefna er að styrkja stoðir atvinnulífsins og fjölga atvinnutækifærum. “ Ég vil sem einn af fulltrúum ungs fólks á lista framsóknarmanna beina orðum mínum sérstaklega að jafnöldrum mínum sem kjósa nú í fyrsta skipti. Ég ætla að vékja athygli ykkar á nokkrum atriðum. Akureyri er mikill skólabær. Auk grunnskólanna er rétt að minna á hið ómissandi hlutverk M.A. í þróun menntamála. Borgarbíó Miövikudag, fimmtudag, föstudag kl. 9 Gotcha. Miðvikudag, fimmtudag, föstudag kl. 11 Silfurkúlan (Silver Bullet). Bönnuð 16 ára. Næsta mynd á 9 sýningu. í trylltum dansi (Dance with a Stranger). Aöalhlutverk: Miranda Richardson og Rubert Everett. Leikstjóri: Mike Newell. Blaðaummæli: Þessa mynd prýöir flest það sem breskar myndir hafa oröið hvað frægastar fyrir um tiðina. Fagurmannlegt handbragð birtist hvarvetna i gerð hennar, vet skrifað handrit, góð leikstjórn og síðast en ekki síst, frábær leikur. DV. Hér fer reyndar ein sterkasta saga i kvik- myndum siðasta árs að dómi undirritaðs. Helgarpósturinn. Þau Miranda Richardson og lan Holm eru hreint út sagt óaðfinnanleg. Morgunblaðið. Bönnuð innan 12 ára. Grísará Sumarblóm, rósir, skrautnmnar 25 teg. bóndarósir, lífrænn áburður, skeljakalk o.fl. Opið virka daga 10-12 og 13-21, laugardag og sunnudag 10-12 og 13-18. Verkmenntaskólinn er okkar óskabarn á sviði framhalds- menntunar í dag. Sérstök ánægja er að baráttumál okkar fram- sóknarmanna að háskóli taki til starfa á Akureyri virðist nú í höfn. Fjölbreytt og kröftugt atvinnu- líf og miklir og vaxandi mögu- leikar til margvíslegrar menntun- ar tryggir öðru fremur blómlega framtíð ungra Akureyringa. Framsóknarmenn á Akureyri munu beita sér fyrir því að byggðar verði heimavistir eða leiguíbúðir fyrir framhaldsskóla- nema samhliða áframhaldandi uppbyggingu Verkmenntaskól- ans. Við styðjum eindregið öll íþróttasamtök í bænum. Störf þeirra sem vinna að fyrirbyggj- andi aðgerðum og endurhæfingu eru ómetanleg. Hlutur ungs fólks er stór meðal frambjóðenda framsóknarmanna á Akureyri. Flokksmenn þar treysta ungu fólki til ábyrgðar í ríkum mæli. Það sannaðist óumdeilanlega þegar valið var á lista flokksins. Látið ekki auðhyggju Sjálf- stæðisíhaldsins glepja ykkur sýn. { dag eru íslendingar of vel upp- Iýstir til að kjósa stuttbuxnadeild- ir íhaldsins til forystu. Frumskóg- arlögmálstrúin sem þeir boða undir nafni frjálshyggju hentar alls ekki Islendingum. Stefna þeirra gerir þá fátæku fátækari og þá ríku ríkari. Við unga fólkið eigum að berjast gegn slíku sam- félagi. Framsóknarflokkurinn hafnar öllum öfgastefnum hvort heldur er frá hægri eða vinstri, flokkur- inn tekur ekki við erlendum kennisetningum og trúir ekki á patent lausnir. Framsóknarflokk- urinn er starfsvettvangur fyrir duglegt fólk á öllum aldri, fólk sem hefur áhuga á að hafa áhrif á sitt umhverfi, móta sitt samfélag með hagsmuni ungra sem aldinna í huga. Ég segi við ykkur unga fólk. „Komið til starfa í Framsóknar- flokknum, þar finnið þið vett- vang við ykkar hæfi. Og ég skora á ykkur að kjósa Framsóknar- flokkinn í komandi kosningum og tryggja þar með áframhald- andi jöfnuð og bjartsýni á meðal ungra Akureyringa. Valið er auðvelt, styðjið ungt fólk til áhrifa: XB - Gott fólk. Óskum að ráða sumarafleysingafólk á skrifstofu. Upplýsingar hjá skrifstofustjóra. X-B DalVÍk X-B Valdimar Bragason 2. sæti B-listans. Við víljum skapa atvinnufyrirtækjum lífvænlegt umhverfi í bæjarfélaginu og stuðla þannig að aukinni fjölbreytni og þróun.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.