Dagur - 28.05.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 28.05.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 28. maí 1986 28. maí 1986-DAGUR-7 Ferðaþjónusta bænda: Litið ínn hjá Jóni og Steinunm í Bláhyammi Með breyttum búskaparháttum og kvótakerfi eykst stöðugt að bændur taki upp ýmsar aukabú- greinar eða stundi vinnu utan búsins. Á síðustu árum hefur mjög aukist að bændur bjóði ferða- mönnum hina margvíslegustu þjónustu og nú er hægt að fá gistingu á bændabýlum víða um land. í Bláhvammi í Reykjahverfi búa hjónin Jón Frímann og Steinunn Bragadóttir ásamt fjórum börnum sínum á aldrinum frá 7 til 15 ára. Sauðfjárrækt er stunduð í Bláhvammi og í fyrra var byrjað að taka á móti ferðafólki til gistingar. Steinunn og Jón höfðu góðar aðstæður til að hefja þennan rekstur því þau hafa yfir ónotuðu íbúðarhúsi að ráða. Bláhvammur er einnig vel í sveit settur til dvalar fyrir ferðamanninn sem vill njóta sveitasælunnar en hafa þó aðgang að ýmissi þjónustu. Aðeins 200 m frá gcstahúsinu eru gróðurhúsin að Hveravöllum þar sem hægt er að kaupa ferskt grænmeti, níu km eru að versluninni við Gljúfrabú, 20 km til Húsavíkur og 30 km að Mývatni. Gistiaðstaðan er auðvitað ekki eins og á lúxushóteli en þarna er ýmislegt til staðar sem lúxushótel bjóða ekki upp á. Gestrisni er fólkinu eðlislæg og það vill allt til vinna að ferða- manninum sínum líði sem best. Jón þekkir hverja þúfu í nágrenninu og getur bent á fjölda staða er athyglisvert væri að skoða, auk þess býr hann yfir hafsjó af fróðleik um sögu lands og lýðs. Gestir geta keypt morgunverð og kvöldverð í eldhúsinu hjá Steinunni, hún er myndarleg húsmóð- ir og býður heimabakað hverabrauð og ýmislegt fleira gott. En við skulum gefa Steinunni sjálfri orðið og forvitnast um hvernig þessi aukabúgrein þeirra hjóna ferðaþjónustan hefur gengið: Jón Frímann og Stcinunn Bragadóttir ásamt einu barna þeirra, „Við byrjuðum með þetta 14. júlí í fyrra, fyrstu nóttina var fullt svo við urðum að vísa frá. í allt hafa verið um 150 gistinætur í húsinu. Þar af var einn maður í 30 nætur í vetur. í framtíðinni ætlum við að bjóða fólki að vera hér yfir vetrartímann líka, þetta hentar fólki sem þarf að hvíla sig vel.“ - Voru það innlendir eða er- lendir ferðamenn sem gistu hjá ykkur? „Það kom okkur skemmtilega á óvart að meiri hluti gestanna var íslendingar, flestir þeirra frá Norðurlandi. Fólk frá Sauðár- króki, Akureyri, Dalvík, Hrísey og víðar að.“ - Við hvað unir fólkið sér hérna? „Það fer í sund, bæði kvölds og morgna, svo fer það í gönguferð- ir, margir keyra upp í Mývatns- sveit, til Húsavíkur, í Laxárdal, skoða safnið á Grenjaðarstað eða hvíla sig hér heima. Við bjóðum hestaleigu í samvinnu við Aðal- ból í Aðaldal, einnig seljum við veiðileyfi í Langavatni." - Hvaða þjónustu bjóðið þið? „Uppbúið rúm, svefnpokagist- ingu, morgunmat og kvöldverð ef fólk óskar eftir því. Svefnpoka- pláss kostar 400,- kr., uppbúið rúm kostar 700,- kr. Uppbúið rúm og morgunverður er á 900,- kr. Uppbúið rúm, morgunverður og kvöldverður er á 1200.-. Svefn- pokapláss og morgunverður er á 630.- en svefnpokapláss, morg- unverður og kvöldverður er á 950.-. í húsinu er setustofa með sjónvarpi, aðgangur að eldunar- aðstöðu, leikhorn fyrir börn sem er afar vinsælt og svo sundlaugin rétt neðan við bæinn.“ - Þið eruð með afar óvenju-1 legar eldavélar bæði hér heima og í gestahúsinu. „Já, hveragufan er leidd inn í húsin í sérstakar gufuvélar, það er alltaf sami hiti í þeim. Það tek- ur lengri tíma að sjóða mat í þeim en þær hafa þann kost að aldrei sýður upp úr og aldrei brennur við. Ferðafólki finnst gaman að reyna svona eidunar- aðstöðu. Til dæmis er hægt að hræra kakó setja það á vélina áður en farið er í sund og þá er heitt kakó til þegar komið er úr sundinu. Hægt er að setja mjólk- urgrautinn niður eins og við segj- um en ekki upp, meðan skroppið er í verslunarferð til Húsavíkur. Þegar heim er komið er ekkert eftir nema salta grautinn. í vélun- Krefjumst réttar okkar, knýjum á um háskólanám - segir Kolbrún Þormóðsdóttir sem skipar baráttusætið á lista Framsóknarfiokksins til bæjarstjórnarkosninga „Meirihluti bæjarstjórnar á Akureyri hefur staöið fyrir ábyrgri stefnu í atvinnumálum á síðasta kjörtímabili. Ef sjálf- stæðis- og alþýðuflokksmenn hafa haft betri úrlausnir er það ábyrgðarhluti að hafa legið á þeim þegar atvinna fór minnk- andi hér í bænum,“ sagði Kolbrún Þormóðsdóttir, en hún skipar baráttusætið á lista Framsóknarflokksins til bæjar- stjórnarkosninganna á Akur- eyri. „Það er alvcg ljóst að byggt var umfram þörf á Akureyri á árun- um 1974-9. Markaðurinn fyrir nýbyggingar mettaðist og þar af leiðandi minnkaði atvinna fyrir iðnaðarmenn í byggingariðnaði. Þetta hljóta vel upplýstir iðnað- armenn að skilja best sjálfir. Ef iðnaðarmenn sjálfir hefðu sýnt fyrirhyggju og gert sér grein fyrir þróuninni á þessum tíma, hefðu þeir átt að undirbúa sig fyr- ir skellinn með því t.d. að sinna meira viðhaldi og endurnýjun húsnæðis, en það er staðreynd að erfitt hefur verið að fá löggilta iðnaðarmenn til að sinna slíku.“ - Hvaða málaflokkar eru það helst sem þú munt koma til með að beita þér fyrir ef kjósendur veita þér til þess brautargengi? „Ég ætla að taka heiðarlega afstöðu til allra mála, það er skylda mín að vera sem fróðust um öll málefni. Bæjarbúar verða að taka virkan þátt í störfum full- trúa sinna, þetta er bærinn okkar allra. Ég vil að allir aldurshópar geti búið í öllum hverfum bæjarins, það á ekki að einangra hópa eftir aldri. Við eigum að bera virðingu fyrir þeim sem eldri eru en við, allir einstaklingar eru jafnmikil- vægir. Gleymum því ekki. Við vitum að eldra fólk er oft ein- mana, úr því hlýtur að vera hægt að bæta. í framhaldi af þessu þá vil ég nefna að það er mjög brýnt verk- efni að auka heimilisþjónustu við eldri bæjarbúa. Bæjarfélagið get- ur þannig sparað stórar fjárhæð- ir. Ekki má gleyma þeim sem við heimilisþjónustuna starfa, það fólk hefur unnið mikið og óeigin- gjarnt starf. Er bókstaflega alltaf vinnandi. Margt eldra fólk hefur ekki mikinn félagsskap og í sum- um tilvikum eru konurnar í heim- ilishj álpinni eini félagsskapurinn sem það hefur. Ef við víkjum þá að dagheimil- unum, þá vil ég benda á að dag- heimilispláss leysa ekki allan vandann. Foreldrar hljóta að eiga rétt á því að vera meira heima með börnum sínum, án þess að líða skort. Bærinn greiðir niður hluta af vistgjaldi á dag- heimili og við höfum fyrir því fordæmi að foreldrum séu greiddir þessir peningar ef þeir eru heima og sérstaklega stendur á. Ég tel það vel koma til greina að bærinn greiði foreldrum þessa upphæð vilji þeir vera heima, fremur en að setja börn sín á dag- heimili. Hingað til hefur þessi mála- flokkur, dagheimili, verið flokk- aður með „mjúku málunum", en þetta eru bara alls ekki svo mjúk mál, ég tel að undirstaðan byggist á því hvernig tekið verður á þess- um málum í framtíðinni. Ég vil að það starf að vera hús- móðir verði metið að verðleik- um, að talað sé um það sem starf. Það er að mörgu leyti erfiðara að vera einungis heima en að fara út og vinna hlutastarf." - Víkjum þá að menntuninni, þú ert mikill áhugamaður um að kennsla á háskólastigi hefjist hér á Akureyri. „Já, enda er það sjálfsagt rétt- lætismál. Skólamál eru mér ákaf- lega kær. Ég vil benda á að þegar Ragnhildur Helgadóttir var menntamálaráðherra skerti hún gróflega bæði sérkennslu sem og almenna grunnskólakennslu í dreifbýli. Hvað háskólamálið varðar, átti ekki eftir að gera annað en að taka pólitíska um er alltaf sjóðandi vatn það tekur aðeins augnablik að hella upp á kaffi.“ - Er það mest fjölskyldufólk sem kemur til ykkar? „Við höfum verið sérstaklega heppin með fólkið. Það hefur ver- ið ákaflega elskulegt upp til hópa. Það hefur komið fjöl- skyldufólk, táningar og aldrað fólk. Fjölskyldur hafa tekið sig saman og haft húsið út af fyrir sig, íslendingurinn er nú einu sinni svo gerður að hann vill hafa hlutina út af fyrir sig.“ - Er farið að panta fyrir sumarið? „Það var fullt núna um hvíta- sunnuna og búið er að panta viku í júní en svo eru ekki miklar pantanir, einfaldlega vegna þess að fólk veit ekki af þessu. í fyrra kom hingað fólk frá Þýskalandi, Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Nýja-Sjálandi, Astralíu og víðar að.“ - Þið eruð með sérstakt hús( fyrir ferðaþjónustuna, hvaða hús er þetta? „Þetta er íbúðarhús sem byggt var 1938, þar bjó einn maður og hann var með barnaheimili á stríðsárunum. Þarna var skóli og sundnámskeið voru haldin á vorin. Krakkar frá Akureyri voru þarna á barnaheimilinu frá 1939 til 1943, venjulega voru þetta um og yfir tuttugu börn.“ - Hvaða ástæður voru fyrir rekstri þessa barnaheimilis? „Fólk vildi koma börnunum frá Akureyri, þar var svo mikið af hermönnum. Þessir krakkar hafa haldið tryggð við staðinn og eru nú að koma til að gista í Laufahlíð, en það heitir gesta- húsið okkar. Hér hefur alltf verið ákaflega gestkvæmt og fyrst eftir að ég kom hingað var algengt að tuttugu manns kæmu yfir daginn svo það voru engin viðbrigði fyrir okkur að fara út í ferðaþjónustu, þetta er hlutur sem húsmóðir í sveit er vön.“ - Það er yfirbyggður hver rétt neðan við gestahúsið, til hvers er vatnið nýtt? Steinunn Bragadóttir. „Þetta er Syðstihver, þaðan er vatn leitt til Húsavíkur, við not- um það í sundlaugina, svo eru húsin hérna hituð upp með gufu frá hvernum. Hiti frá hvernum er einnig notaður við súgþurrkun á heyi. Við hliðina á hvernum er annar lítill og 1926 var steypt yfir hann og þar var bakað rúg- brauð.“ - Notið þið sundlaugina allt árið? „Já, og hún er stórkostlegur heilsubrunnur. Sérstaklega yfir vetrartímann, börnin fá miklu sjaldnar kvef. Við förum í sund þó það sé tíu stiga frost, bara ekki ef það er mjög hvasst.“ - Nú kemur hér fólk alls stað- ar að úr heiminum, hvað með tungumálakunnáttu? Ég hef heyrt að þú stundir tungumála- nám. „Ég hef ákaflega gaman af að læra. Get bjargað mér með öll Norðurlandamálin, ensku og þýsku. Ég lauk landsprófi á sín- um tíma og dönsku og ensku lær- um við öll í skólum. Þýsku lærði ég svolítið og er núna með þýskt linguaphone námskeið. Er búin að vera með sænskt og svo lít ég hýru auga til ítölskunnar næsta vetur. Það er ákaflega gaman að geta tekið á móti erlendu ferða- fólki og talað við það á þess eigin máli.“ - Jón, ert þú líka mikill mála- maður? „Nei, það er nú rétt að ég tali íslenskuna. En langafi minn Voga-Jón skrifaði dagbókina sína á ensku. Nú er sú dagbók komin út á íslensku. Jón var ekki skólagenginn, hann skrifaði þessa dagbók á árunum milli 1840-’60, síðar ætlaði hann að flytja til Brasilíu en meðan hann beið skipsins á Húsavík fékk hann taugaveiki og hún dró hann til dauða.“ „Maður lærir svo mikið af að tala við fólkið,“ segir Steinunn. „Þetta er besta tungumálanám sem maður fær. í fyrra voru þýsk hjón hérna sem spurðu hvort ekki væru til þýskar bókmenntir á heimilinu. Ég sagði að það væri lítið þó ætti ég afbragðs þýðingar á Heine. Þá fóru þau að spyrja mig út úr hvað stæði þarna og þarna og ég komst sæmilega út úr því og var afskaplega hróðug, en þetta var það erfiðasta sem ég lenti í. Þessi þýska kona var orð- in 35 ára gömul og átti von á sínu fyrsta barni. Hjónunum fannst við eiga mörg börn en svo komu hingað hjón frá Vestfjörðum þennan sama dag og þau áttu sautján börn. Þá fór sú þýska að biðja guð að hjálpa sér.“ Jón og Steinunn segja að virki- lega ánægjulegt sé að starfa við ferðamannaþjónustuna. Ég fékk að kíkja í gestabókina og tilvalið er að ljúka þessu spjalli með því að grípa upp úr henni sýnishorn af því hvernig gestirnir hafa þakkað fyrir sig: „Við þökkum fyrir indæla daga hér. Gestrisni, hlýju og síðast en ekki síst fyrir ylinn í lauginni. Vonandi fáið þið marga góða gesti í framtíðinni. Óskum ykkur alls hins besta. Komum örugg- lega aftur.“ Næsti gestur skrifar: „Við þökkum ykkur öllum mikillega fyrir þá ágætu daga sem við höf- um átt hér, það var því líkast að við værum hluti af fjölskyldunni. Eftir því verður munað. Guð geymi fólkið og staðinn." Sá þriðji skrifar m.a.: „Þökk- um kærlega fyrir stutta og skemmtilega viðdvöl í þessu vinalega húsi. Sundlaugin er hreint afbragð og hressandi er að bregða sér í hana hvort sem er að degi eða nóttu. Við mælum ein- dregið með þessari starfsemi ykk- ar sem þið stundið ásamt bú- skapnum og vonum að hér verði fullt af ánægðum gestum í fram- tíðinni.“ IM ákvörðun í málinu, en Ragnhild- ur menntamálaráðherra stakk málinu ofan í skúffu. Sýnir það okkur ekki hver hugur sjálf- stæðismanna er til menntamála í dreifbýlinu? Þegar svo eitthvað er gert, er málið auglýst grimmt alveg án tillits til þess hverjir hafi mest starfað að undirbúningi þess. Þannig er málum varið með háskólamálið. Það eru fyrst og fremst framsóknarmenn sem unnið hafa að undirbúningi þess, en sjálfstæðismenn eru að eigna sér allan heiðurinn. Ég vil benda á það að fram- sóknarmenn hafa haft forystu í mennta- og menningarmálum í gegnum tíðina. Við getum farið aftur til þess tíma er Jónas Jóns- son frá Hriflu var menntamála- ráðherra á tímabilinu 1927-31, en á því tímabili má segja að fram- sóknarmenn hafi lagt grunninn að því menntakerfi sem við búum við í dag. Á þessu tímabili var farið að brautskrá stúdenta á Akureyri, húsnæði Háskólans var tryggt og héraðsskólar voru settir á fót um allt land. Þetta forystu- hlutverk Framsóknarflokksins í menntamálum verður ekki af þeim tekið. Að lokum langar mig til að hvetja alla stúdenta, ekki síst öldungadeildarstúdenta héðan frá Akureyri, að knýja á um rétt sinn og berjast fyrir því að hér hefjist háskólakennsla. Það á ekkert að vera því til fyrirstöðu.“ Erum fluttir aftur norður Eflum ís- lenskan iðnað J o Loka O.N.A. ofn, rennslismynd OFNASMIÐJA NORÐURLANDS FROSTAGÖTU3 Sími (96) 21860 • AKUREYRI veitir ylinn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.