Dagur - 28.05.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 28.05.1986, Blaðsíða 9
28. maí 1986-DAGUR-9 íþróttir- Umsjón: Kristján Kristjánsson r Stigamóti Óðins í sundi lokið: Omar, Hlynur, Svava og Kolbrún stigahæst Áttundi og síðasti hluti stigamóts Oðins í sundi fór fram 20. maí síðastliðinn. Mótið hefur verið haldið með reglulegu millibili í vetur. Keppt var í fjórum flokk- um í hnokka-, sveina-, hnátu- og meyjaflokki. Helstu úrslit á síð- asta mótinu og lokastaðan urðu þessi: 50 m bringusund sveina: Tími 1. Kristján Gestsson 47,2 2. Hlynur Tulinius 47,9 3. Gísli Pálsson 48,2 50 m bringusund hnokka: Tími 1. Ómar Ámason 48,5 50 m bringusund meyja: Tími 1. Kolbrún Magnúsdóttir 46,5 2. Hrafnhildur Örlygsdóttir 48,6 3. Sonja Gústafsdóttir 49,5 50 m bringusund hnáta: Tími 1. Svava Magnúsdóttir 53,8 2. Jónína Pálsdóttir 58,7 50 m bringusund sveina: Tími 1. Hlynur Tulinius 45,8 2. Gísli Pálsson 52,3 3. Ólafur R. Jónsson 52,6 Hópurinn sem tók þátt í síðasta mótinu. Verðlaunahafar eru krjúpandi. Frá vinstri: Svava Magnúsdóttir, Kolbrún Magnúsdóttir, Ómar Árnason og Hlynur Tulinius. 50 m baksund hnokka: Tími 1. Ómar Árnason 45,7 2. Gunnþór Ingólfsson 62,2 50 m baksund meyja: Tími 1. Kolbrún Magnúsdóttir 47,0 2. Hrafnhildur Örlygsdóttir 47,9 3. Vala Magnúsdóttir 49,8 50 m skriðsund sveina: Tími 1. Hlynur Tulinius 36,8 2. Gísli Pálsson 37,2 3. Kristján Gestsson 40,1 50 m skriðsund hnáta: Tími 1. Svava Magnúsdóttir 55,2 50 m skriðsund hnokka: Tími 1. Ómar Árnason 37,2 2. Gunnþór Ingólfsson 48,4 50 in skriðsund meyja: Tími 1. Vala Magnúsdóttir 39,1 2. Kolbrún Magnúsdóttir 41,0 3. Sonja Gústafsdóttir 43,6 50 m flugsund sveina: Tími 1. Gísli Pálsson 48,4 2. Björn Pálsson 52,4 3. Kristján Gestsson 53,7 50 m Pugsund hnokka: Tími 1. Ómar Árnason 47,0 50 iii flugsund meyja: Tími 1. Kolbrún Magnúsdóttir 52,1 2. Þórlaug Þorfinnsdóttir 52,4 Lokastig: Hnokkar: 1. Ómar Árnason 4677 2. Edward H. Huijbens 1571 3. Orri Einarsson 1557 Sveinar: 1. Hlynur Tulinius 5493 2. Gísli Pálsson 4476 3. Kristján Gestsson 3647 Hnátur: 1. Svava Magnúsdóttir 2489 2. Jónína Pálsdóttir 428 Meyjar: 1. Kolbrún Magnúsdóttir 5885 2. Sonja Gústafsdóttir 5071 3. Vala Magnúsdóttir 4687 Norðurlandameistaramótið í boccia: Þrír Akureyringar í landsliðinu Norðurlandameistaramótið í boccía fór fram í Kaupmanna- höfn um helgina. Frá íslandi mættu sex keppendur til leiks og kepptu þeir bæði í sveita- og einstaklingskeppninni. Af þeim sex íslensku keppendum sem fóru til Danmerkur voru þrír frá íþróttafélagi fatlaðra á Akureyri, þau Sigurrós Karls- dóttir, Tryggvi Haraldsson og Björn Magnússon. Hinir í liðinu voru frá ÍFR, þeir Sigurður Björnsson, Haukur Gunnarsson og Lárus Ingi Gunn- arsson. íslensku keppendunum gekk þokkalega á mótinu þrátt fyrir að þeir kæmust ekki á verð- launapall. í sveitakeppninni varð önnur íslenska sveitin í 4. sæti en hin í 8. eða 9. sæti. í sveitinni sem varð í 4. sæti voru Tryggvi, Haukur og Sigurður en þau Sig- urrós, Björn og Lárus Ingi í hinni. Danir áttu þrjár efstu sveitirn- ar, íslendingar í 4. sæti og þá Finnar, Norðmenn og Svíar. Alls tóku 14 sveitir þátt í mótinu. í einstaklingskeppninni stóð Sigurður Björnsson úr Reykjavík sig best. Hann komst í úrslit og náði þar 6. sætinu. Hinir íslensku keppendurnir komust ekki í úrslit. Sigurrós Karlsdóttir tók þátt í mótinu í Danmörku um helgina. Verður Logi Már Einarsson einn þeirra er yfirgefur KA næsta vetur? Handbolti: Missir KA sterka menn? í blaðinu í gær var sagt að líkur væru á því að Erlingur Krist- jánsson handknattleiksmaður úr KA léki með Fredriksborg SKI í norsku 1. deildinni næsta vetur. En heyrst hefur að mikil breyting því til viðbótar gæti orðið á liði KA. Við skulum athuga það mál nánar. Logi Már Einarsson stefnir á frekara nám í haust og yfirgefur að öllum líkindum félagið. Öruggt er að Sigmar Þröstur markvörður hættir í KA og heyrst hefur að hann sé genginn í raðir Framara. Pétur Bjarnason hefur lýst yfir áhuga á því að leika erlendis eða fyrir sunnan. Erlendur Her- mannsson hefur lýst því yfir að hann væri hættur með KÁ og er talinn möguleiki á því að hann fari jafnvel út í þjálfun. Hafa Þórsarar verið nefndir í því sambandi. Þorleifur Ananíasson er ekki búinn að gera upp hug sinn um það hvort hann leikur með liðinu eitt tímabil enn. Eru meiri líkur á því að hann hætti. Af þessari upptalningu má sjá að töluverðar breytingar gætu orðið á handknattleiksliði KA næsta vetur en liðið leikur eins og kunnugt er í 1. deild. En þó einhverjir yfirgefi félag- ið koma nýir menn í staðinn. Má í því sambandi nefna Friðjón Jóns- son er kemur heim frá námi í Knattspyrna: Ungar KA-stúlkur - æfingar að hefjast Fyrsta knattspyrnuæfingin hjá KA í 3. flokki kvenna verður á föstudaginn kl. 17 á KA-velli við Lundarskóla. í 3. flokki eru stúlkur 12 ára og yngri. Það er Borghildur Freysdóttir sem mun sjá um þjálfun stúlkn- anna í sumar. Er nú um að gera fyrir ungar knattspyrnustúlkur í KA að draga fram skóna og hefja æfingar. Danmörku. Friðjón lék með KA er liðið vann sér sæti í 1. deild ’84-’85 og var einn albesti leikmaður liðsins það tímabil. Þá hefur heyrst að nýr markvörður komi til félagsins en hver það verður hefur ekki fengist upp gef- ið enn. Knattspyrna: Sigurður þjálfar Tjömes - í 4. deildinni Sigurður Illugason hefur verið ráðinn þjálfari 4. deildar liðs Tjörness í knattspyrnu. Hann mun einnig leika með liðinu. Sigurður lék með Tjörnesing- um á síðasta keppnistímabili sem framherji og skoraði mik- ið af mörkum. Aður lék hann með liði Völsungs. Tjörnesingar leika sína heima- leiki á Húsavík eins og áður. Lið- ið hefur fengið nokkra nýja leik- menn til liðs við sig. Má þar nefna Halldór Gíslason, Friðrik Jónasson sem er mikill marka- skorari og lék með Árroðanum í fyrra, Kristján Eiðsson, bróður hans Hauk sem er ungur og efni- legur markvörður og Jóhann en hann hefur æft með Stjörnunni í vetur. Tjörnesingar hafa einnig misst nokkra menn, eins og Magnús Hreiðarsson sem var einn besti maður liðsins í fyrra, Skarphéðin Ómarsson og Unnar Jónsson sem allir hafa gengið í raðir Völsunga á ný. Tjörnesingar stóðu sig mjög vel í 4. deildinni í fyrra og má búast við að baráttan um sigur í f- riðli komi til með að standa á milli þeirra og HSÞ-b. Tjörnes átti að leika sinn fyrsta leik í 4. deildinni gegn Austra R á laugar- dag en þeim leik var frestað til 4. júní.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.