Dagur - 28.05.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 28.05.1986, Blaðsíða 5
28. maí 1986 - DAGUR - 5 Jesendahornið. Fjóra fyrír Framsokn - höfnum sundurlyndum sjálfstæðismönnum Tilefni þessara hugleiðinga minna er málflutningur fram- bjóðenda Sjálfstæðistlokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarn- ar á Akureyri. Sjálfstæðismenn klifa á því að meirihlutinn hafi verið sundrað- ur, en dæmin sýna hið gagn- stæða. Sundrungin leynist nefni- lega innan Sjálfstæðisflokksins og þar talar hver á móti öðrum. Áður en dæmi verða nefnd því til stuðnings er rétt að benda á það að minnihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar hefur stutt öll meiri- háttar mál sem meirihlutinn hef- ur lagt fram. Enda bera þeir minnihlutamenn í Sjáifstæðis- flokknum og Alþýðuflokknum mikið traust til Sigurðar Jóhann- essonar, oddvita meirihlutans og forseta bæjarstjórnar. Hann var t.d. kjörinn forseti bæjarstjórnar með öllum greiddum atkvæðum og það er nú stuðningsyfirlýsing sem nokkru skiptir. Pað skýtur því skökku við þeg- ar sjálfstæðismenn segjast vilja leysa framsóknarmenn frá forystuhlutverki í bæjarstjórn. Ekki bendir forsetakjörið bein- línis til þess, en nú eru að koma kosningar og þá skipta fyrri orð og gerðir þessara manna engu máli. En athugum „samstöðuna“ í Sjálfstæðisflokknum. Tómas Gunnarsson, í 5. sæti D-listans, sem samkvæmt skoðanakönnun- um á ekki möguleika á því að ná kjöri og því myndu óákveðnir kasta atkvæði sínu á glæ með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, sagði í sjónvarpsþættinum á laug- ardag að hann vildi breytingar breytinganna vegna. Tveimur mínútum síðar sagði Björn Jósef Arnviðarson á sama lista að hann vildi ekki breytingar breyting- , anna vegna. Ef þetta heitir að sjálfstæðismenn séu samhentir þá eru þeir aldeilis alveg ótrúlega fljótir að skipta um skoðun. Tek- ur ekki nema tvær mínútur í kosningasjónvarpi. í 4. tbl. íslendings skammar Eiríkur Sveinsson, læknir, sem er 8. maður á lista Sjálfstæðisflokks- ins, forystu stjórnar FSA fyrir slælegan framgang. Hann segir: „Lánlausir erum við Akureyring- ar að hafa ekki barist af meiri hörku við þá fyrir sunnan, sem ráða málum okkar og knúið á til meiri afreka í fjárveitingum til FSA.“ Ljótt er ef satt er. Gunnar Ragnars, fyrsti á lista hjá sjálf- stæðinu, er einnig stjórnarfor- maður Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Auk þess fara ráðherr- ar Sjálfstæðisflokksins með heil- brigðismálin. Pegar litið er á þetta mál í því samhengi, að Gunnar Ragnars sagði í sjónvarpsþættinum að það væri aumingjaskapur að hafa ekki sótt af meiri hörku á ríkis- valdið varðandi uppbyggingu menntamála á Akureyri, þá ligg- ur í augum uppi að Gunnar Ragnars getur ekki með góðri samvisku talið fólki trú um að hann verði líklegur til mikilla afreka á þessu sviði næsta kjör- tímabil. Gunnar Ragnars hefur skamm- að Framsóknarflokkinn fyrir aðgerðir eða aðgerðarleysi í atvinnumálum, en hann gat ekki upplýst það í sjónvarpsþættinum fræga hvaða tillögur sjálfstæðis- menn hefðu lagt fram varðandi atvinnumálin sem ekki hefði ver- ið sinnt. Sigurður Jóhannesson bað um þessar upplýsingar en þær fengust ekki. Og er það ekki skrýtið þegar sumir sjálfstæðis- menn heimta frjálshyggjuna í anda stuttbuxnadeildar flokksins í Reykjavík, þegar aðrir skamm- ast út í afskipti bæjarstjórnar af atvinnumálum? Ekki það að hún eigi ekki að hafa afskipti, heldur að þau hafi ekki verið nógu mikil. Þaö er greinilegur roöi í vöngum sumra sjálfstæðismanna. Það er Gunnar Ragnars sem hef- ur gagnrýnt of lítil afskipti bæjar- ins af atvinnumálum, en Sigurður J. Sigurðsson er honum andvígur varðandi sama málefni, því hann sagði í grein í íslendingi sl. vetur: „Það er andvígt minni skoöun og margra annarra, að bæjarfélagið eigi að taka mikinn þátt í atvinnulífinu." En í sömu greini hrósar hann framsóknarmönnum þegar hann ræðir um að Akur- eyrarbær sé virkur þátttakandi í mörgum fyrirtækjum: „Akureyr- arbær rekur þessi fyrirtæki á mjög farsælan hátt og mega margir líta upp til Akureyrar fyr- ir það hversu vel það er haldið á málum, hvað þessa þætti varðar.“ Upptalning mótsagna í mál- flutningi sjálfstæðismanna gæti haldið lengi áfram en nóg er að gert í bili. Ég treysti ekki mönn- um til að mynda meirihluta í bæjarstjórn sem geta ekki komið sér saman um nokkurn hlut inn- byrðis. Höfnum sundurlyndis- kenningum sjálfstæðismanna og verum þess minnug að það eru þeir sjálfir sem eru sundraðir í afstöðu til fjölmargra mála. Veit- um Framsóknarflokknum gott brautargengi. Fjóra fyrir Framsókn. Kjósandi B-listans. Jörð til sölu Jarðbrú í Svarfaðardal er föl. Á jörðinni er stórt og gott íbúðarhús fyrir tvær fjölskyldur, einnig góð útihús. 5 km til Dalvíkur, örstutt í skóla. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Amaro-húsinu 2. hæð. Sími 25566 Bencdikt Olalsson hdl Sölustjóri, Pétur Jósefsson, er á skrifstofunni virka daga kl. 14-19. Heimasimi hans er 24485. FASIEIGNA&M SKIPASALAZx&Z NORÐURLANDS fl -y " \ -y —r y DALVIKURSKDLI - Skipstjórnarnám Á Dalvík er starfrækt 1. stigs skipstjórnarnám sem veitir rétt til stjórnunar fiskiskipa allt að200 lestum. Námiö er skipulagt í samvinnu við Stýrimannaskólann í Reykjavík. Umsóknirfyrir skólaáriöS’6-ð’7 þurfa aö berastfyrir Ijúli Umsóknum fylgi: a) Afrit af prófskírteini grunnskóla b) Vottorð um siglingatíma c) Heilbrigöisvottorð d) Augnvottorð frá augnlækni e) Sakavottorð f) Vottorð er staðfesti sundkunnáttu Upplýsingar gefur skólastjóri í símum 61380 og 61491. Skólastjóri. Heimavist er á staðnum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.