Dagur


Dagur - 19.11.1994, Qupperneq 3

Dagur - 19.11.1994, Qupperneq 3
FRETTIR Laugardagur 19. nóvember 1994 - DAGUR - 3 Norski domstóllinn tók ekki afstöðu til þjóðréttarlegrar stöðu Norðmanna við Svalbarða: Skipstjóri og útgerð Hágangs II sýknuð - Anton Ingvason stýrimaður dæmur í 30 daga óskilsbundið fangelsi Dómur féll á fimmtudag í und- irrrétti í Tromsö í Noregi yfir Dalvíkingnum Antoni Ingva- syni, stýrimanni á Hágangi II frá Vopnafirði/Þórshöfn, sem ákærður var fyrir að hafa skotið úr haglabyssu að starfsmönnum norsku strandgæslunnar á Sval- barðasvæðinu í ágústmánuði sl. þegar þeir gerðu misheppnaða tilraun til að skera á togvíra tog- arans. Lögreglan hafði krafist þess Anton Ingvason yrði dæm- ur í 60 daga óskilorðsbundið fangelsi en dómurinn hljóðaði upp á 30 daga óskilorðsbundið fangelsi og frá því dragast 5 dagar sem Anton sat í gæslu- varðhaldi í Tromsö. Allur máls- kostnaður var felldur niður. Einnig kraföist norska lögregl- an þess að Eiríkur Sigurðsson skipstjóri Hágangs II og útgerð skipsins, yrði látinn greiða um 2 milljónir íslenskra króna í sekt en dómurinn sýknaöi bæói skipstjóra og útgerð. Lögmaður Hágangs II hélt því frarn í réttinum að Nor- menn hefðu ckki þjóðréttarlegan rétt eða stöðu til að framfylgja Anton Ingvason, stýrimaður, um Hágangsdóminn í Noregi: Fer ekki sjalfviljugur í fangelsi í Noregi Síðastliðinn fimmtudag dæmdi undirréttur í Noregi Anton Ing- vason á Dalvík, stýrimann á Há- gangi II, í eins mánaðar óskil- orðsbundið varðhald vegna meintrar ólöglegrar notkunar hans á skotvopni á Svalbarða- svæðinu á liðnu sumri. Anton sagði í samtali við Dag að hann gerði fastlega ráð fyrir að hann myndi áfrýja dómnum til Hæstaréttar í Noregi. „Mér finnst allt þetta mál hið undarlegasta. Norómennirnir eru með buxurnar niðrum sig í þessu. Málareksturinn í Noregi var þess eðlis að það var alveg greinilegt að þeir ætluðu sér að hengja ein- hvern. Það var öllum atriðum sleppt sem voru mér til hagsbóta.“ - Attu von á því að fara í fang- elsi í Noregi? „Nei, ég á ekkert frekar von á því. Það eru miklar líkur á að mál- ið fari fyrir æðra dómsstig og ég trúi því aó ég fari ekki í fangelsi. Eg tel aö ég hafi ekki verið að gera neitt rangt. Eg fer ekki sjálf- viljugur í fangelsi í Noregi, þaó verður þá að framselja mig. Og ef íslensk stjómvöld framselja mig til Noregs lít ég svo á að þau væru um leið aó viðurkenna yíiiTáð Norðmanna á hafsvæðinu þarna noróur frá.“ - Hvað gerist næst í málinu? „Við ætlum aó skoða málið í rólegheitum og ég reikna fastlega með að við áfrýjum til Hæstarétt- ar. Það eru fjórtán dagar til stefnu.“ - Veistu hvað tekur langan tíma aó fá niðurstöðu í Hæstarétti? „Mér skildist úti í Noregi að það gæti tekið um fjóra mánuði.“ - Kom þessi dómur þér á óvart? „Bæði og. Það var vitað mál að aðgerðir Norðmanna myndu verða dæmdar ólöglegar, en það virðist vera sem dómurinn yfir mér bygg- ist alfarið á frásögn mannanna í gúmmíbátnum en ekki einu ein- asta orði er trúað af því sem mcnnirnir um borð í Hágangi sögðu.“ Anton sagðist telja að dómur- inn sl. fimmtudag væri stórsigur fyrir málstað Islendinga. I ljós væri komið að aðgerðir Norð- manna á Svalbarðasvæðinu stæð- ust ekki lög. „Ég get ímyndað mér að Norðmennirnir fari fyrst alvar- lega á taugum eftir áramótin þegar Björgúlfsmálið verður tekið fyrir.“ Hágangur II er nú á leið í Smuguna, en þar eru fyrir fimm skip; Hágangur I, Helga II, Siglir, Arnar II og Snorri Sturluson. Anton sagðj að ætlunin væri að fiska í Smugunni framundir jól. óþh Starfshópur telur eölilegt að veiða um 22% af þorskstofninum á ári: „Skynsamlegt að stefna að 1,5 milljóna tonna veiðistofni" - segir Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra Útvegsmannafélag Norðurlands hélt fund á Hótel KEA sl. fimmtudagskvöld þar sem rædd var staða sjávarútvegsins í land- inu og cinnig staða íslands gagnvart Evrópusambandinu. Frummælendur voru Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra og Tómas Ingi Olrich, alþingis- maður. Sjávarútvegsráðherra sagði að íslenskur sjávarútvegur væri nú í mikilli aðlögun og tímabundum erfiðleikum og leita þyrfti nýrra leiða. íslend- ingar ættu í nánustu framtíð mestra hagsmuna að gæta á tveimur svæðum; varðandi út- hafskarfaveiðar á Reykjanes- hrygg sem lúta stjórn Norður- Atlantshafsfiskveiðinefndarinn- ar og varðandi norsk- íslenska síldarstofninn sem nauðsynlegt væri að semja um við Norðmenn áður en þeir hugsanlega sam- þykktu aðild að ESB en þar með flyttist ákvarðanatakan frá Osló til Brussel. „Við þurfum þegar til lengri tíma er litið að gera athuganir á því meö hvaða hætti vió mundum til lengri tírna nýta fiskimiðin bcst þannig að þau skili mestum arði í þjóðarbúið. Sameina þarf hag- fræðileg sannindi og líflræðilega þekkingu og hraða uppbyggingu þorskstofnsins, og skynsamlegt er að stefna að 1,5 milljóna tonna veiðistofni sem gæti skilaó okkur árlcgri veiði upp á 350 þúsund lcstir. Starfshópur hefur komist að þcirri niðurstöðu að skynsamlegt cr aö veiða 22% af þorskstofnin- um til að tryggja áiramhaldandi viðhald og viðgang stofnsins. Þaö er mikilvægt að ná samstööu urn ný vinnubrögð, og að útvegsmenn og sjómenn konti til samstarfs vió stjórnvöld til þess aö móta sam- eiginlega afstöðu. Þaö þarf að ntarka stefnu til lengri tínta svo við þurfum ekki að eyða á hverju ári mörgum mánuðum í aó rífast urn það hvort rétt sé að taka ntark á áliti vísindamanna eða ekki. Það skilar engunt árangri að eyða púðri í það hvort það sé þekkingin sem við eigum aó byggja á eða brjóstvitið eitt eigi að ráða,“ sagöi Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra. GG Sverrir Leósson, formaður Útvegsmannafélags Norðurlands, Þorsteinn Páls- son, sjávarútvcgsráðherra, og Tómas Ingi Olrich, þingmaður, hlýða á fyrir- spurnir á fundi um sjávarútvegsmál á Hótei KEA sl. Fimmtudagskvöld. Mynd: GG norskum lögum á Svalbarðasvæð- inu. Dómurinn tók ekki afstöðu til þjóðréttarlegrar stöðu Norðmanna í málinu en taldi hins vegar að á svæðinu giltu norsk lög og þau hefðu verið brotin. Það vekur at- hygli að dómurinn telur norsku strandgæsluna ekki hafa haft laga- lega heimild til að klippa á togvíra Hágangs II en hins vegar haft heimild til eftirlits með veiðunum og til aó fara um borð í togarann í þeim tilgangi. Anton hélt því fram fyrir rétti að hann hefði skotió púðurskotum út í loftið til að hræða Norðmenn- ina sem hann taldi raunar vera Greenpeacemenn. Sarni lögmaður verður verjandi togarans Björgúlfs EA frá Dalvík sem tekinn var á Svalbaróasvæó- inu í sumar ásamt Ottar Birting frá Fáskrúðsfirði og færður til hafnar í Trontsö. Þau réttarhöld hefjast ekki fyrr en eftir áramót. „Þetta er eitt allherjar klúður hjá Norðmönnum frá upphafi til cnda og það er bara verið að klóra í bakkann meö þessum dómi yfir Antoni stýrimanni. Dómurinn segir klippingar á togvírum ólögmætar aðgerðir og þeir fóru ekki um borð á þeim forsendum að um ólögmæt- ar veiðar væri að ræða. Þetta er mikill sigur fyrir íslenska útgerð. Niðurstöóur dómsins hljóta að auka líkumar á því að við förum í skaðabótamál en það er annað dómstig eftir. Við þurfum að fylgjast með því hvort þeir áfrýja en festurinn er 14 dagar. Hér er um mikinn áfangasigur að ræöa og að sama skapi mikið áfall fyrir norsk stjómvöld en í millistíóinni hafa þcir sett nýja reglugerð um veiðar við Svalbarða, svokallaða Antons- reglugerð. Þaö kemur í ljós þegar mál Björgúlfs frá Dalvík verður tekið fyrir 3. janúar nk. hvort sú reglugerð heldur. Útgerðin hefur algjörlega stutt við bakið á Antoni og mun gera það áfram,“ segir Friðrik Guðmundsson á Vopna- firði, útgerðarmaður Hágangs II. Hágangur II hélt í gær frá Vopnafirói á veiðar í Smuguna og er áætlað að vera þar í mánuð og veður aflinn saltaóur um borð. Hágangur I er þar fyrir á veiðum. GG ^ Leikfélag Akureyrar: Ovænt heimsókn í undirbúningi - Arnar Jónsson heldur upp á 40 ára leikafmæli Æfingar eru hafnar af fullum krafti á jólaverkefni Leikfélags Akureyrar, sakamálaleikritinu Óvænt heimsókn, eftir J.B. Pri- estley. Verður verkið frumsýnt á þriðja í jólum. Aðalhlutverkið er í höndum hins góðkunna leikara sitt hjá LA Arnars Jónssonar og svo skemmtilega vill til að fyrir 40 árum lék Arnar í leikritinu Hans og Gréta sem frumsýnt var hjá LA ájólunum 1954. Að sögn Viðars Eggertssonar, leikhússtjóra, fjallar Óvænt heirn- sókn um rannsóknarlögreglu- mann, leikinn af Arnari, sem er að grafast fyrir um lát ungrar stúlku sem var í þjónustu efnaðrar fjöl- skyldu. Smátt og smátt flettir hann ofan af lífslyginni hjá fjölskyld- unni og í ljós kemur að allir gætu verið sekir. „A yfirborðinu er þetta spennandi sakamálaleikur, en er einnig mjög skýr og sterk siðferðisumræða, hvemig berum við ábyrgð á sambræðrum okkar." Þess má geta að þar sem leik- ritið hefur verið sýnt hefur þaó hlotið afar góða dónia og sópað að sér verðlaun í enskumælandi borgum beggja vegna Atlantshafs- ins, New York og London. HA Blönduós: Brimvarnargarð- urinn tilbúinn - þegar sýnilegur árangur í vikunni var síðasti steinninn lagður í nýja brimvarnargarðinn á Blönduósi. Verkið stóðst áætl- un, bæði hvað varðar tíma og kostnað. í garðinn fóru um 100 þús. rúmmetrar af grjóti og verður kostnaður um 117 millj- ónir kr. Verktaki var Viggó Brynjólfsson á Skagaströnd. „Það á eftir að lagfæra ytra um- hverfi, lýsingu og þess háttar og það verið að vinna í því núna. Vió erum afar sælir með þcnnan áfanga og erum farnir að horfa upp á aö þessi framkvæmd er strax farin að skila árangri. Bæði er viðlegan betri og einnig eru bátamir farnir að koma hingað í stað þess að fara eitthvað annað og af því leiðir að það er aukning í lönduóum sjávarafla, sem aftur leiðir til minni kostnaðar fyrir rækjuverksmiðjuna,“ sagði Skúli Þóróarson, bæjarstjóri á Blöndu- ósi. Hann bjóst við að þessum merka áfanga í hafnarmálum á Blönduósi yrði fagnað nteð form- legum hætti innan tíðar. HA

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.