Dagur


Dagur - 19.11.1994, Qupperneq 5

Dagur - 19.11.1994, Qupperneq 5
Laugardagur 19. nóvember 1994 - DAGUR -5 Málþing á Akureyri í tilefni af „ári fjölskyldunnar": Um síðustu helgi var haldið mál- þing á Akureyri í tilefni af „ári fjölskyldunnar“ á vegum Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri, Akureyrarbæjar og Félagsmála- ráðuneytisins. Konný K. Kristjánsdóttir, hjúkr- unarforstjóri Heilsugæslustöðvar- innar, var formaður undirbúnings- nefndar þingsins og stýrði hún þinginu. Jakob Bjömsson, bæjarstjóri, tók fyrstur til máls en síðan lluttu fyrir- lestra, Jón Bjömsson, félagsmála- stjóri Akureyrarbæjar, Karólína Stefánsdóttir, fjölskylduráðgjafi JJeilsugæslustöóvarinnar, Hrefna Olafsdóttir, félagsráðgjafi bama- og unglingageódeildar Landspítalans, Halldór Grönvold^ skrifstofustjóri Alþýðusambands Islands, Höröur Bergmann, fræðslufulltrúi og Anna Valdimarsdóttir, sálfræðingur. Það er skemmst frá því að segja að fyrirlestramir voru hver öðmm áhugaverðari enda brýnt að vekja athygli á mikilvægi fjölskyldunnar og þeirri stöðu sem nútíma fjöl- skyldur eru í. Til umhugsunar og ábendingar verður hér tæpt á nokkr- um punktum sem fram komu í máli fyrirlesara á málþinginu. Opinber stofnun elskar engan Jón Bjömsson fjallaði um hina óop- inberu fjölskyldustefnu hins opin- bera. Hann benti á að engin mótuð stefnuskrá um málefni fjölskyld- unnar væri til hér á landi enda virt- ist fjölskyldan vera afgangsstærð, nokkurs konar rest sem eftir væri þegar mikilvægum ráóum hefði verið ráðið. Jón rakti þá þróun sem hefur átt sér stað að sífellt fleiri verkefni fær- ist frá fjölskyldunni í hendur stofn- ana og þjónustuaðila og benti á að stofnun elskar engan. Jón sagði að í stað nándar fjölskyldunnar kæmi rekstur sem þjónaði öllum jafnt en engum vel. Spumingin væri hvort þessi þróun hefði hugsanlega geng- ið of hratt eða of langt. Betri fjölskyldur = betri heimur Karólína Stefánsdóttir fjallaði um einkenni heilbrigðrar fjölskyldu og mikilvægi hennar. Hún kynnti starf- semi fjölskylduráðgjafar Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri. Karólína benti á að konur væru í miklum meirihluta þeirra sem leit- uðu til fjölskylduráðgjafarinnar vcgna vanda á heimilum enda sýndi reynslan að konur væru í lykilhlut- verkum og hefðu í raun mikla Konný K. Kristjánsdóttir í ræðu- stól. Er mögulcgt að hverfa á einhvcrn hátt til baka þannig að l'jölskyldan endurhcimti á ný fyrri hlutverk sín og þurfi ekki að sækja allt á mark- að? Þetta var ein þcirra spurninga sem Hörður Bergmann velti upp á málþinginu. ábyrgð þcgar um heilsu landsmanna væri að tefla. Hún kynnti einnig þróunarverk- efni á vegum stöðvarinnar sem nefnist „Nýja bamið - aukin fjöl- skylduvemd og bætt samskipti.“ Utiganga barna og unglinga á Akureyri er ofbeldi Næst tók til máls Hrefna Ólafsdótt- ir. Hún fjallaði um ofbeldi og sagði að í starfi sínu síðastliðin 13 ár hefði vart liðið sá dagur að hún hefði ekki tekió á móti einstaklingi sem væri eða hefði verið beittur of- beldi. Tölulegar upplýsingar um tíðni ofbeldis væru hinsvegar tak- markaðar. Hrefna sagði að ofbeldi væri Einn þcirra fyrirlesara sem tóku tii máls á Málþingi um málcfni (jöl- skyldunnar var Karolína Stcfáns- dóttir, fjölskylduráðgjafi. Karolína sagði meðal annars að fátt mundi breyta hciminum meira en aukið hcilbrigði fjölskyldunnar enda skapaði sterk og hcilbrigð Ijöl- skylda sterkt og heilbrigt þjóðfclag. jafnan Ilokkað í fjóra flokka, líkam- legt-, tilfinningalegt eða andlegt-, kynferðislegt- og vanræksluofbeldi. Hún bcnti á að sú staðreynd að of- drykkja bama og unglinga á götum Akurcyrar að næturþeli fengi að viðgangast væri dæmi um van- ræksluofbeldi en sú tegund ofbeldis byggðist á aðgerðarleysi. Vinnan númer eitt, fjölskyldan fær afganginn Halldór Grönvald fjallaði um sam- búð fjölskyldunnar og atvinnulífs- ins og taldi hann að sú sambúð væri í mikilum vanda enda drottnaði þar annar aðilinn yfir hinum. Atvinnu- lífið væri n'kjandi og ráðandi aðili, fjölskyldan afgangsstærð. Halldór taldi nauðsyn að skilgreina upp á nýtt hugtökin eðlilegt vinnuframlag og full vinna og rétt karla til fjöl- skyldulífs. Hörður Begmann fjallaði um gildi sjálfsbjargarviðleitninnar og velti því upp hvort hægt væri á ein- hvem hátt að hverfa til baka frá um- búðaþjóðfélagi nútímans fjölskyld- unni til hagsbóta. Færa einhver af fyrri verkefnum fjölskyldunnar aft- ur inn á heimilin í stað þess að kaupa vöru og þjónustu á markaði. Síðasti fyrirlesari málþingsins var Anna Valdimarsdóttir sem fjallaði um ástina og gestir mál- þingsins héldu heim á leið fullvissir um að ástin væri eftirsóknarvcrt, raunhæft takmark. KLJ Fimm eyfirskir ættliðir Þessi mynd var tekin nú á haustdögum af fimm ættliðum í beinan karllegg. Það er langalangafinn Steinþór Júlí- usson, sem er 93 ára að aldri, sem situr með yngsta ættliðinn, nafna sinn hann Steinþór Helga Þrastarson, sem fædd- ist 6. febrúar í ár. Við hlið hans situr Bjarki Þór Skjaldarson, 41 árs, sonur hans Þröstur Freyr, sem er 21 árs, stendur fyrir aftan hann og vió hlió hans er Skjöldur Steinþórsson, sem er 63 ára aó aldri. Steinþór Júlíusson hefur alla tíð ver- ió eyfirskur bóndi, bjó síðast á Kol- grímastöðum í Eyjafirði. Sonur hans Skjöldur bjó þar til fyrir skömmu í Nesi í Eyjafjarðarsveit en nú hefur sonur hans Bjarki tekið þar viö búi. KLJ Iþróttadeild Léttis Fundur verður í Skeifunni sunnudaginn 20. nóv- ember og hefst hann kl. 20.30. Dagskrá: Auglýst eftir tillögum fyrir HÍS-þingió. Kosning fulltrúa á HÍS-þingið. Umræður um vetrarstarfið. Önnur mál. Stjórnin. r Fyrirtæki, félög og einstaklingar Höfum frábæra aðstöðu fyrir fundi. ráðstefnur, námskeið og fleira. Veitingasala, fyrsta flokks gistiaðstaða og svefnpokapláss, sundlaug, íþróttasalur og vel búnar kennslustofur. Upplýsingar í símum: 43220, 43221 og 43356. Stórutjarnaskóli og Tjarnir hf. SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ Halldór Blöndal landbúnaðar- og samgönguráðherra, veróur með viðtalstíma á Akureyri, miðvikudaginn 23. nóvember í Kaupangi við Mýrarveg frá kl. 14-17 og á Hótel Húsavík, fimmtudaginn 24. nóvember frá kl. 14-17. Upplýsingar í síma 96-21500 og 21504. Björn Sigurðsson Húsavík ÁÆTLUN HÚSAVÍK - AKUREYRI - HÚSAVÍK Sun. Mán. Þri. Mið. Fim. Fös. Frá Húsavík 19:00 08:00 08:00 08:00 08:00 17:00 17:00 17:00 17:00 17:00 Frá Akurcyri 07:30 07:30 07:30 07:30 07:30 15:30 15:30 15:30 15:30 18:30 HÚSAVÍK - MÝVATN - HÚSAVÍK Sun. Mán. Þri. Mið. Fim. Fös. Frá Hásavík 09:15 09:15 09:15 09:15 09:15 Frá Mývatni 10:30 10:30 10:30 10:30 10:30 Samtenging við ferðir Norðurleiðar mánud.-, þriðjud-, fimmtud- og föstudaga. AFGREIÐSLUR: Húsavík: BSH hf., Héðinsbraut 6 (Shell), sími 41260. Akureyri: Umferðarmiðstöðin, Hafnarstræti 82, sími 24442. Mývatn: Hótel Reynihlíð, Mývatnssveit, sími 44I70. GÓÐA FERÐ! Eftir einn - ei aki neinn! mÉUMFERÐAR Wráð

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.