Dagur - 19.11.1994, Blaðsíða 4

Dagur - 19.11.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 19. nóvember 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SIMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1400 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON.(íþróttir), LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Sjúkraliðadeilan Því miður virðist ekki vera í sjónmáli lausn á erf- iðri deilu sjúkraliða og ríkisins. Ástandið fer versnandi dag frá degi á sjúkrastofnunum og ljóst er að svona getur þetta ekki gengið öllu lengur. Staðreyndin er sú að ríkið er búið að koma sér í erfiða stöðu með nýlegum kjarasamningi við hjúkrunarfræðinga og sjúkraliðar sætta sig ekki við lakari samning en hjúkrunarfræðingar fengu. Tilboð ríkisins um 3% launahækkun til þeirra sjúkraliða sem hafa náð 5 ára starfsaldri var brandari og ljóst er að deilan verður ekki leyst á þeim nótum. Þessi deila leysist ekki nema samn- ingsaðilar nálgist á eðlilegum nótum og það ger- ist tæplega nema sjúkraliðar slái af sínum kröfum og ríkið bjóði betur en það hefur þegar gert. Skynsamlegir kjarasamningar nást ekki nema samningsaðilar mætist á miðri leið. Atlantamálið Önnur vinnudeila er öllu furðulegri - deila Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Atlanta hf. Fyrir almenning er erfitt að átta sig á því hvað vakir fyrir FÍA í þessu máli og það hlýtur að vera for- ráðamönnum félagsins umhugsunarefni ef að- gerðir þess leiða til þess að Atlanta flytji höfuð- stöðvarnar úr landi og allt að 80 störf glatist. Það verður ekki annað séð en að þeir sex flug- menn hjá Atlanta sem eru innan vébanda Félags íslenskra flugmanna hafi ekki óskað eftir þessum aðgerðum FÍA og í ljósi þess eru þessar harka- legu aðgerðir, sem verður ekki annað séð en að leiði til þess að Atlanta hætti starfsemi hér á landi, í meira lagi undarlegar. Lokun fyrirtækisins getur ekki verið hagur Félags íslenskra atvinnu- flugmanna, jafnvel þótt bróðurpartur flugmanna Atlanta eigi aðild að Félagi frjálsra flugmanna. I UPPAHALDI „Kanínur eru gómsætar" sagði Halla Stefánsdóttir Halla Stefánsdótlir og sambýlisinaður hennar Sigurður Gestsson eiga og reka fyrirtœkin Vaxtarrœktina og Fimi í íþróttahöllinni á Akur- eyri og starfa bceði þar. Þangað kemur fjöldi fólks á hverjum ein- asta degi til að þjálfa eigin lík- ama og bœta heilsuna. Það hefur verið óvenjulega mikið líf og fjör í kjallara Iþróttahallarinnar undanfarnar vikur enda lslandsmótið í vaxtar- rœkt í Sjallanum í kvöld. Halla er Húsvíkingur en hefiir vcrið búsett á Akureyri í 19 ár. Þau hjónin eiga þrjá syni og kött og búa í Stckkjargcrði á Akur- eyri. KU Hvað gerirðu lielsl ífrístundum? „Þaö cr svo ótal margt. Ég nýti þær til þcss að vcra í fclags- skap við annað fólk, til íþrótta, gönguferóa, handavinnu, lesturs, hönnunar og svo mætti lengi tclja." Hvaða malur er í meslu uppálialdi lijá þér? „Ég er mjög mikil matmann- eskja og finnst allur matur góður en kanínur finnst mér stórkost- lcgar." Uppáhaldsdrykkur? „Tvímælalaust vatnið, þaó er ekkert sem jafnast á við það.“ Ertu hamhleypa til allra verka á heimilinu? Já." Ilalla Stefánsdóttir. Er heilsusamlegt líferni ofarlega á baugi hjá þér? „Já, ég mundi segja þaó.“ Hvaða blöð og tímarit kaupir þú? „Ganglcra, Dagblaðió, Hús og híbýli, íþróttablaðió, Veiðimann- inn og ýmis erlend vaxtarræktar- blöð.“ Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? „Alltaf Jóga og Óður Bema- dettu.“ Hvaða hljómsveit/tónlistarnwður er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Stefán Sigurðsson í Drussa- bandinu og Kristján Edelstein fær líka prik af því hann æfir svo kröftuglcga hér 1 salnum hjá okk- ur.“ Uppáhaldsíþróttamaður? „Skíða- og sundgarpurinn hann pabbi.“ Hvað horfir þú mest á í sjónvarpi? „Ég horfi mjög lítið á sjón- varp, ég tek fólkið fram yfir sjón- varpið, en hclst horfi ég á fréttir og fræðslumyndir." / A hvaða stjórnmálamanni hefurðu mestálit? „Pass.“ Hvar á landinu vildirðu helst búa ef þú þyrftir aðflytja búferlum nú? „Ég er ekki fiutt frá Akureyri vcgna þcss að hcr finnst mér gott að búa cn ég kann líka ágætlega við mig á Grettisgötunni í Reykjavík." Starfar þú með einliverjum félaga- samtökum? „Sálarrannsóknafélaginu, Steingfélaginu og stuðningshópi þeirra sem hal'a lent í háls- áverka." Hvaða hlut eða fasteign langarþig mest til að eignast um þessar mund- ir? „Mér þætti gaman að eiga leirbrennsluofn." Hvað œtlarðu að gera um helgina? „Um þessa helgi snýst allt um vaxtarræktarmótið í kvöld en svo ætla ég út aö ganga og ef til vill í nudd.“ A\E£> MORCUN KAFFI NU OSKAR ÞOR HALLDORSSON Pólitík og jólaheföir Þaó er ekki laust vió að þjóðfélags- umræðan einkennist af hálfgerðum timburmönnum eftir að Guðmund- ur Ami lét loksins verða af því að taka pokann sinn. En fjölmiðla- menn geta huggað sig vió að stjómmálamennimir sjá þeim og þjóðinni fyrir andlegu fóðri á næst- unni með því aö fara í fýlu yfir því ^ð hafa ekki fengið að vera í efstu sætum í prófkjörum flokkanna. Fátt er jafn skemmtilegt og fýla stjómmálamanna yfir því að hafa ekki reynst jafn vinsælir og þeir töldu sig eiga skilið. Þeir boma ekkert í því og vitna til þess að andstæðingarnir hafi beitt maskín- um gegn sér. Salome fór að vísu aðra leið og sagói að ellin hafi fellt hana. Athyglisvert sjónarmið en kunningi minn féllst ekki á þessa skýringu þegar örlög Salome bár- ust í tal. Hann taldi borðleggjandi að kjósendur á Reykjanesi hafi litið á Salome sem einskonar skrifstofu- dömu í Alþingi og vitnaði til þess að hún hafi ekki sést taka til máls sem óbreyttur þingmaður um nokkurt einasta málefni síðan hún tók við embætti forseta þingsins. Þetta hafi kjósendur á Reykjanesi ekki kunnað aó meta og því hafi Salome mátt bíta í það súra epli að falla nióur úr öllu valdi. Ekki vcit ég hvort eitthvað er til í þessu en hitt er það aó fall forseta Alþingis kom óneitanlega á óvart. Framundan eru miklar bolla- leggingar um framboó flokkanna um allt land. Kvennalistinn hefur ekki birt eitt einasta framboð þegar þetta er ritaó og sama gildir um Al- þýðubandalag og krata og Jóhanna er ennþá óskrifað blað. Það er ekk- ert sem bendir til þess að breið- fylking verði til á vinstri vængnum fyrir alþingiskosningarnar í vor, það er og hefur alltaf verið ríkjandi hræösla vió að stokka upp spilin og menn óttast að samfylking hafi í för með sér að gömlu, rótgrónu flokkarnir gefi upp öndina. Reynd- ar kom fram það athyglisverða sjónarmió hjá einni af þingkonu Kvennalistans um síðustu helgi að Kvennalistinn yrði áfram fjögurra þingkvenna klúbbur ef þær gerðu ekkert í málunum. Þessi skoðun fékk ekki fylgi og framboð með Jóhönnu var blásið af. Það er auðvitað ljóst að Jóhanna Sigurðardóttir býður sig fram í ein- ungis einu kjördæmi, væntanlega Reykjavík, en engu aö síður fær framboð hennar heil 20% í skoö- anakönnunum. Þaó kemur út af fyrir sig ekki á óvart. Ef kosninga- sagan er skoðuð kernur í Ijós aö óánægjuhópurinn í þjóöfélaginu leitar alltaf uppi ný og óskrifuð framboð. Þessi hópur fólks vill breytingar án þess hann viti ná- kvæmlega í hverju þær breytingar eigi að felast. Framboð Jóhönnu fær vafalaust fylgi þessa þjóðfé- lagshóps. Tíininn líður Tíminn líður og áður en maður veit af er komin jólafasta. Fyrsti sunnu- dagur í aðventu er sunnudagur að rúmri viku liðinni. Sem betur fer er ekki kominn mikill jólabragur á þjóófélagið en hans verður áreið- anlega vart frá og með næstu helgi. A undanfömum árum hefur þróun- in verið í þá átt að færa jólaundir- búninginn fram og útvarpsstöðv- amar hafa byrjað að spila jólalögin um miðjan nóvember. Þetta nær auðvitað ekki nokkurri átt. Það til- heyrir ekki aó spila jólatónlistina fyrr en komið er fram í jólamánuð- inn. Ég hvika ekki frá þeirri skoðun. Að vísu er ekki einhugur um þetta atriði á mínu heimili, en á þessu sviði kýs ég að vera íhalds- samur. Jólahald og undirbúningur jól- anna lýtur ákveönum lögmálum og engin ástæða er til að umbylta þeim. Hins vegar hafa orðió ýmsar breytingar í tímans rás. Ég veit til dæmis ekki til þcss að hægt sé lengur að kaupa út í næstu mat- vörubúð hráefni til jólaölsgerðar eins og í gamla daga. Ef ég man rétt frá minni frumbemsku var jólaölið selt í pökkum og síðar í dósum. Bmggun á jólaöli var eitt af undirstööuatriðum jólahaldsins. Henni fyigdi sérstök lykt og ég man ennþá eftir því hversu góður þessi mjöður var á bragðið. Jóla- ölsgerðin var sérgrein móður minnar og hún sá algjörlega um þessa hlið jólaundirbúningsins. Við fengum hins vegar að fylgjast með og lærðum undirstöðuatriöin í bruggun og sá lærdómur kom sér vel þegar vió höfðum aldur og vit til þess að brugga bjór úr hinum ýmsu bjórgeröarefnum frá Ingva í Hafnarbúðinni. Jólaölinu var tapp- að á venjulegar brennivínsflöskur og þaó varð að fá tíma til að þrosk- ast áður en það var borið fram um jól. Ef öllum reglum var fylgt var ölið einkar ljúffengt - ekki síst í bland við Appelsín og Malt frá Agli Skallagrímssyni. Fyrir kom að ekki næðist að drekka allt ölið um jól og áramót og þá færðist fjör í mjöðinn og úr varð áfengi, heldur vont á bragóið. Hefðir jólaundirbúningsins Jólaölið hefur breyst en hins vegar er sú ágæta hefð aó skera út laufa- brauð enn á sínum stað. Þessi skemmtilegi siður mun alveg ör- ugglega lifa um ókomna tíð enda er unga fólkinu í mun að halda honum við. Sama má segja um jólakortin. Góðvinur okkar hér á Degi tjáði okkur á dögunum aó hann væri bú- inn aó skrifa öll þau jólakort sem hann ætlaði að senda í ár. Þetta fannst mér skrítið og mér varó á að spyrja hann hvort hann vissi ekki að það væri ekki ennþá kominn miður nóvember. Jú, jú hann vissi allt um það og sagði að hann væri alltaf svona tímanlega í þessum hluta jólaundirbúningsins. Það skemmtilega viö jólaundir- búninginn er að hver og einn kem- ur sér upp ákveðinni „rútínu" eða hefðum. Sumir skrifa jólakortin í nóvember, aórir ákveðna helgi á jólaföstu og svo framvegis. Það er nákvæmlega þessi formfesta sem gerir jólin og undirbúning þeirra svo sérstakan. Eftir að ég sem félagi í Kór Ak- ureyrarkirkju fór að syngja í jóla- messum í Akureyrarkirkju hef ég veitt því athygli að þessar helgi- stundir sækir að hluta til fólk sern ekki kemur í messu í annan tíma. Og þaö er hluti af hefðinni að þetta fólk situr ár eftir ár í sömu sætun- um í kirkjunni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.