Dagur


Dagur - 19.11.1994, Qupperneq 14

Dagur - 19.11.1994, Qupperneq 14
14 - DAGUR - Laugardagur 19. nóvember 1994 PÝRARÍKI ÍSLANDS SI6URÐUR Æ6ISSON Hvalir 1. þáttur Tröll hafdjúpanna Menn hafa löngum átt í erfióleik- um með aó ráða í uppruna og ætt- erni hvala, enda málið flókið og vísindagreinin, þ.e.a.s. steingerv- ingafræðin, tiltölulega ung, svo að þaö, sem vitað er í dag, má yfir- leitt heita úrelt á morgun. En nú á tímum munu flestir samt hallast - í grófum dráttum - aó þeirri skoðun, að hvalir séu komnir af landrándýrum, eitthvað í líkingu viö úlfa, sem uppi voru fyrir um 55 milljónum ára. En hver þau voru nákvæmlega, er aftur erfið- ara að segja til um, því ekki er enn fundin nein bein tilvísun frá slíku dýri yfir til hvala. Ymist er talað um rándýr, sem á íslensku eru nefnd kjötungar, en það var grein frá skordýraætum, er þróaóist yfir til kjötáts, eóa þá aó nefnd cr til sögunnar cin grein murninga, svo- nefndir kárnar, en vitaó er að þeir snérust frá jurtaáti til kjöt- eða hræáts, og uróu sumir hverjir gríð- arstórir. Jarðsvínin í Afríku eru talin skyldust þessum murningum eða kárnum, af núlifandi dýrum jarðar. Einhverjir fræðimenn eru þó með aórar hugmyndir en þess- ar. Um hitt cru menn frckar sam- mála, að aólögunin frá búsetu á landi og yfir í líf í sjó hafi fyrst gerst cinhvers staóar þar, sem Miðjarðarhafiö liggur núna, í svo- kölluðu Tethyshafi. Frá ómunatíð hafa mennirnir dáðst að hvölunum og rætt um þá, eða nálgast, með óttablandinni virðingu. Elstu menjar, sem varð- veist hafa urn kynni manna og þessara dýra, eru hellaristur í Nor- egi frá því um 5000 f. Kr. Og í bókmenntum hcimsins er einnig mjög snemma víða getið um þess- ar dularfullu skepnur, bæði í trúar- legum ritum og veraldlegum. Má nefna hér til dæmis sköpunarsögu Gamla tcstamentisins, í I. Móse- bók, er segir frá því, er Guö skap- aði hin stóru lagardýr, og einnig hina þekktu frásögn Gamla testa- mentisins af Jónasi, sem lenti í maga hvals nokkurs, en var eftir þrjá daga skilað á land aftur. Rit- unartími þeirrar sögu er talinn vera 4. öld f. Kr. Og einnig mætti nefna ýmsar grískar hcimildir, eins og t.d. Dýrafræði gríska heimspekingsins og líffræðingsins Aristótelesar, frá svipuðum tíma og Jónasarfrásagan, þar sem hann rannsakar og gerir skil á vísinda- legan hátt yfir 500 tegundum, og fjallar m.a. um sjávarspcndýrin, og hefur að dómi fræðimanna að öllum líkindum kynnst af eigin raun höfrungum í sjónum um- hverfis grísku eyjuna Lésvos, úti fyrir strönd Tyrklands, þar sem hann bjó. Lýsing Aristótelesar á höfrungnum er það nákvæm, að nútíma vísindamenn telja sig litlu geta bætt þar vió. Enda gerist fátt nýtt í þessum efnum, fyrr en um Fyrr á öldum gerðu menn scr und- arlegustu hugmyndir um tröllvaxna íbúa hafdjúpanna, eins og þcssi gamla tréskurðarmynd ber mcð sér. Iirfitt er að ráða í stórhvelið (BALENA), því dæmið gengur hrcinicga ekki upp: skíðishvalir cru með tvö blástursop og skíði, en tannhvalir mcð tennur. Hér er því allt í bland. En hvalurinn ncðst til hægri (ORCHA) á greinilega að vera háhyrningur. (Heimild: Boken om hvalen. Göteborg 1969.) 1500 árum síðar, og þá reyndar hér noröur í Atlantshafi. I norska ritinu Speculum regale, öðru nafni Konungsskuggsjá, sem aó öllum líkindum var samið á 13. öld, er nefnilega ítarlegur kafli um hvala- tegundir við strendur landsins. Sá kafli var það besta og nákvæm- asta, sem ritaó hafði verið fram að því, og átti líka eftir að vera grundvallarheimild manna um þetta efni um langt skeið, eða allt til ársins 1640, að Jón Guðmunds- son, hinn lærði, ritaði: Um Islands aðskiljanlegar náttúrur, er m.a fjallaði um þessa hluti. A 18. öld kemur svo arftaki Grikkjans Aristótelesar, Svíinn Linneus, og gerbyltir allri dýra- lræðinni. Og eftir þaö fer cinn sjávarlíffræðingurinn af öðrum að koma l'ram á sjónarsviðið. 1 byrj- un standa Frakkar, Þjóðverjar, Hollcndingar, og Brctar, þar fremstir, en síðar koma Banda- ríkjamenn, Danir, og Belgar í hóp- inn. Kerfisbundnar rannsóknir á þessum tignarlegu sjávarspcndýr- um við og umhverfis Island hófust þó ekki fyrr en í kringum árió 1965, og áttu Norðmenn og Eng- lendingar þar stærstan hlut að máli. I dag skipta vísindamenn hvalaættbálkinum (Cetacea) í þrjá undirættbálka: fornhvali (Arc- heoceti), sem nú eru útdauðir, en voru ákveóin gerð tannhvala, skíð- ishvali (Mysticeti), og tannhvali (Odontoceti). Enginn veit ná- kvæmlega, hversu margar tegund- ir núlifandi hvala cru. Oftast eru þær í bókum taldar 76 í allt, en varkárustu fræðimenn nefna töl- una 75-85, eða þar um bil. Þó er talið allt eins líklegt, að enn fleiri Icynist í regindjúpum heimshaf- anna, stærstan partinn ókönnuð- um. Sem dæmi, því til stuðnings, má ncfna, að sumir hvalir eru ekki þckktir nema af einu eða tveimur sjóreknum hræjum, og í einhverjum tilfellum er ekki um að ræða nema eitt lítið hauskúpu- brot eða svo. Vió Islandsstrendur hafa frá öndverðu sést 23 hvalategundir. Af þcim eru 8 tegundir skíðishval- ir, cn hinar 15 þcirra tannhvalir. Skíðishvalirnir eru þessir: steypi- reyður, langreyður, sandreyður, hrafnreyður (hrefna), gráhvalur (sandlægja), sléttbakur (Islands- sléttbakur), norðhvalur (Græn- landssléttbakur) og loks hnúfubak- ur. Og tannhvalirnir eru: búrhval- ur, andarnefja, skugganefja, há- hyrningur, króksnjáldri, norðs- njáldri (norræni svínhvalur), grindhvalur (eða marsvín), ná- hvalur, mjaldur, stökkull, hnýð- ingur, leiftur, rákahöfrungur, létt- ir, (hundfiskur; eiginlegi höfrung- ur) og hnísa. A næstu mánuðum hyggst ég reyna að gera þessum tegundum einhver skil hér. Mun ég fjalla um hvalina eftir stærð, er þýðir, að í bland koma skíðishvalir og tann- hvalir, eftir því sem við á. H H ELGARXX EILABR0T )Ú Umsjón: GT 10. þáttur Lausnir á bls. 16 Hvenaer fæddist Ijósmyndarinn Hallgrímur Einarsson á Akureyri? n 1826 E> 1849 1878 Hve víðáttumikil er efnahagslögsaga Islands, þ.e. hve langt nær hún út fyrir landhelgi? 1 50 mílur BBi 188 mílur WM 200 mílur Á hvaða stað gat Sigmund Freud ekki komið? I Að opnu hafi i kirkjugarð I þjóðaróperuna í Berlín , Hve morg lög og fjárli >g voru sett á árinu 1992? ' D 53 CT 87 B 196 Hver mörg bráðabirgðalög voru sett á árinu 1992? n i Ei 2 Hvað starfaði faðlr Jósefs Stalins? I Hann var kennari Hann var verkamaður Hann var skósmiður , Hvað er ein mörk mörg grömni? ' D 248 CT 517 B iooo Hver er stundum nefndur faðir hagfræðinnar? Milton Friedman E9 Adam Smith Steingrímur Hermannsson 9 Hver er helsta kirkjan í Rússlandi? ■ Gríska rétttrúnaðarkirkjan Rússneska þjóðkirkjan Kaþólska kirkjan 10 I hverju eftirtalinna fylkja Bandaríkjanna eru flestir íbúar? I Alaska E9 Arizona Arkansas Hvað þýðir par í golfi? I Tveir jafn góðir golfarar Að fara holu i f Staðall fyrir fjölda högga Fyrlr hvað stendur orðið Blltzkrieg? I Baráttu Ijósmyndara um myndir Leiftursókn Hitlers i vestur 1940 Stjörnustríð Hvenær á i sfðasta lagi að skila til Pósts og síma jólabögglapóstl sem á að fara með skipi til Norðurlandanna? dag E9 28. nóvember líl 7. desember GAMLA MYNDIN Ljósmynd: Hallgrímur Einarsson og synir/Minjasafnið á Akureyri Hver kannast við fólkið? Ef lesendur Dags þekkja ein- hvern á þeim myndum sem hér birtast eru þeir vinsamlegast beðnir að snúa sér til Minja- safnsins, annað hvort með því að senda bréf í pósthólf 341, 602 Akureyri eða hringja í síma 24162 cóa 12562 (símsvari).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.