Dagur


Dagur - 22.11.1994, Qupperneq 4

Dagur - 22.11.1994, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 22. nóvember 1994 LEIÐARI--------------------- Gildi menningarlífs ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir). LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Þótt til séu þeir sem vilja sem minnst vita af hverskonar menningarstarfi og telja að fjármun- um sé betur varið í eitthvað annað, þá eru þó ör- ugglega miklu fleiri sem sjá gildi lista- og menn- ingarlífs fyrir hvert byggðarlag, sjá hversu mikið það hefur að segja fyrir mannlífið að geta sótt afþreyingu eftir erfiðan vinnudag. Öflugt at- vinnulíf og þróttmikið menningarstarf eru tveir mikilvægir hlekkir í keðju gróandi mannlífs, hlekkir sem ekki geta án hvors annars verið. Gott dæmi um þetta er leiklistin sem svo sannarlega er blómleg á Norðurlandi um þessar mundir. Auk atvinnuleikhússins á Akureyri er nú verið að sýna leikrit á Dalvík, Blönduósi, Húsavík og Sauðárkróki og æfingar standa yfir á Kópaskeri, Þórshöfn, Raufarhöfn og Eyjafjarðar- sveit. Leikfélögin á Dalvík, Blönduósi og Sauðár- króki eru metnaðarfull í verkefnavali og ekki er ráðist á lágan garð. Dalvíkingar sýna Land míns föður eftir Kjartan Ragnarsson og gera það á af- ar eftirminnilegan hátt. Það er hreint með ólík- indum hvað hægt er að gera í ekki stærra húsi en Ungó er og útkoman er undraverð. Sama má segja um Sauðkrækinga sem sýna Dýrin í Hálsa- skógi um þessar mundir. Þar er ekki plássinu fyrir að fara en með útsjónarsemi gengur dæmið upp. Leikfélag Blönduóss er metnaðarfullt í verkefnavali og sýnir Atómstöð Halldórs Lax- ness. Útkoman er með miklum ágætum. Þá má ekki gleyma metnaðarfullri sýningu nemenda Framhaldsskólans á Húsavík á Sjö stelpum. Gífurleg vinna er á bak við allar þessar sýn- ingar, æfingar hafa staðið yfir svo vikum skiptir öll kvöld og allar heigar. En allt þetta fólk gefur sig í þessa vinnu án þess að fá krónu fyrir. Laun fólksins er hins vegar sú mikla ánægja sem leik- starfið veitir því og þau laun eru dýrmætari en úttroðin seðlaveski. Þetta er hluti af menning- unni. Það er þetta fórnfúsa starf sem kryddar til- veruna og gefur lífinu gildi. Leiklistin er vitaskuld bara einn angi menn- ingarlífsins. Það sama má segja um allt það fólk sem starfar að tónlist, myndlist, tekur þátt í klúbbastarfsemi eða stundar íþróttir. Allt flokk- ast þetta undir hugtakið „menningu". Húsnæðismál almeimings - vegna greina Guðríðar Friðriksdóttur, forstöðumanns Húsnæðisskrifstofunnar á Akureyri Það er merkilegt að umræður um húsnæðismál skuli ekki vera fyrir- feröarmeiri hér á landi er raun bcr vitni, þegar að því er hugaó aó unt er að ræöa einn stærsta vanda samfélagsins. Þetta er hvort tveggja í scnn vandi fólksins, ekki síst unga fólksins, og vandi samfélagsins, sem m.a. birtist í óhóflegri skulda- söfnun heimilanna. Samkvæmt upplýsingum Seólabanka voru skuldir íslenskra heimila um mán- aðamótin sept.-okt. sl. komnar yf- ir 280 milljarða og því spáð að þær fari yfir 300 milljarða uppúr áramótum. Steingrímur Hermannsson, seólabankastjóri, varaói nýlega við áhrifum þessa á bankakerfió. Það er dæmigert að forsætisráó- herra reyndi að reka þessi varnað- arorð ofan í bankastjórann aftur með sérkennilegu tali um „munn- angur“. Húsaleigubótalög verður að laga Vandi bankakerfisins felst að sjálfsögóu í því að veóin kunna að falla í verði eins og gerst hefur víða. Enn hefur ekki orðió veru- legt verðfall íbúða á Reykjavíkur- svæðinu, en hversu lengi mun þaö vara? Húsnæðisstefnan síóasta áratug hefur m.a. haft þaó mark- mið að koma í veg fyrir lækkun fasteignaverðs og þar meó lækkun húsnæðiskostnaðar, svo veð banka og sjóða féllu ekki. Þannig hafa hagsmunir eigenda og veóhafa ráðið ferðinni á kostnað þeirra sem ekki eiga húsnæöi, eða hafa viö erfiðar aðstæður reynt að kaupa þaö. Þá eru ótalin áhrif verktaka og fasteignasala. Til hliöar við markaðskerfió sem hér ríkir, er svo félagslega húsnæðiskerfið sem kallað er. Þarna var lengst af boðið uppá cinn kost, þ.e. að kaupa húsnæði með sérstökum kjörum. Arið 1990 tóku gildi ný Iög þar sem boðnir voru fleiri valkostir. Þótt þcssi lög séu urn margt betri en þau sem fyrir voru, eru þau þó gölluð m.a. vegna þess að of mikið tillit er tckið til sjónarmiða sem fyrr voru nefnd. Þá hafa nýju lögin aldrei komist til framkvæmda með þeim hætti sem ætlað var. I stærri sveit- arfélögum eru Húsnæðisnefndir sem m.a. skulu meta greiðslugetu væntanlegra kaupenda og koma þannig í veg fyrir lántökur um- fram getu. Fyrir þá sem ckki telj- ast lánshæfir eiga að vera aðrir kostir, t.d. Ieiguíbúðir með lengri lánum og lægri vöxtum. (Lán til 50 ára með 1% vöxtum til leigu- íbúða á móti lánum til 43 ára með 2,4% vöxtum fyrir eignaríbúðir). Þeir kostir hafa þó lítt verið nýttir víðast hvar, en áhersla lögð á að fólk kaupi íbúðirnar þótt kjörin séu óhagstæóari. Þarna hefur einnig komið til þrýstingur frá hinu opinbera sem greitt hefur lántakendum vaxtabætur en leigj- endum ekki. Húsaleigubætur sem koma til framkvæmda um næstu áramót eru til bóta, en lögin um þau eru gölluð eins og önnur hús- næðislög og þarfnast breytinga. Búseti sem stofnaöur var árið 1983 hefur sætt sömu andstöðu ráðamanna og annaö sem til breyt- inga hefur horft og af sömu ástæðu. Húsnæðisnefndir hafa víða sætt gagnrýni, m.a. fyrir of dýrar íbúó- ir og gamaldags viðhorf og vinnu- brögð. Þá hafa þær víða vanrækt þann félagslega þátt starfseminnar sem þeim er ætlaður, þ.e. að hafa samband viö aðra aðila í sveitarfé- laginu. Villandi skrif Nýlega var athygli mín vakin á skrifum Guöríöar Friðriksdóttur forstöðumanns Húsnæðisskrif- stofu Akureyrar í Degi dagana 11. okt. til 1. nóv. sl. Skrif forstöðu- mannsins eru um margt villandi. Til dæmis segir í grein 18. okt.: „Vió endursölu færöu endurgreitt það fjármagn sem þú lagóir fram í upphafi og þær afborganir sem greiddar hafa verið af láni aö við- bættum verðbótum frá greiðslu- degi til söludag.“ Þetta er rangt, því ekki er um neina eignamyndun að ræða fyrstu 20 árin í félagslegum eignaríbúð- urn og vegna ákvæöa um fymingu og fleira fær fólk sem flytur út úr slíkri íbúð fyrir þann tíma, ekki endurgreitt nema hluta þess sem það hefur borgað. í sömu grein segir forstöðumaður einnig: „Möguleiki er á láni fyrir 10% út- borgun fyrir þá sem búa við mjög erfiðar fjölskyldu- og fjárhags- ástæður.“ Eg spyr: Mun þetta fólk Jón Kjartansson, frá Pálmholti. standast greiöslumat og ræóur það við endurgreiðslu? Vaxandi van- skil fólks má m.a. rekja til 100% lánveitinga. Greiðslubyrðin í raun Fleira gæti ég nefnt úr greinum forstöðumannsins, t.d. hugleiðing- ar um áhrif húsaleigubóta. Mark- aðsverð ræóst af framboði, því fólk greiðir ekki hærri leigu en það þarf. Komist húsaleigubætur í svipaó form og vaxtabætur nú, mun eftirspurn eftir leiguíbúðum stóraukast, enda þá um að ræða hagkvæman kost fyrir fólkið og samfélagið. Forstöðumaður segir réttilega að húsaleigubætur verði ekki greiddar fyrir einstök her- bergi. Það er hins vegar ekki rétt aó í lögunum sé ekkert talaó um það hvernig húsnæði eigi að vera að öðru leyti. I lögunum segir að þeir sem búa í ósamþykktum íbúöum fái ekki húsaleigubætur. Meginástæða þess að ég setti þessa grein saman, cru þó útreikn- ingar þeir sem grcin forstöðu- manns fylgdu. Það er alvarlegt mál að forstöðumaður í ábyrgðar- stöðu skuli láta svo villandi upp- lýsingar frá sér fara. Ég hef því tekið saman raunverulega greiöslubyrði vegna almennrar kaupleiguíbúðar seni kostar 7 milljónir. Kaupendur eru hjón með 2 börn og 150.000 í mánaðar- tekjur, þ.e. 1.800.000 kr. í árstekj- ur sem er viðmiðun fyrir fullar vaxtabætur. Þetta er sama dæmið og forstöðumaðurinn reiknaði. (Vaxtabætur taka ekki tillit til barnafjölda). Dæmið lítur þá þannig út: Greiðslubyrði lána pr. mánuð kr. 31.100. Annar kostnaður (fasteign.gj.- trygg. ofl.) kr. 4.900. Samtals kr. 36.000. Mínus fullar vaxtabætur kr. 16.600. Samtals kr. 19.400. Vió bætist fyrning 1,5% kr. 8.750. Alls á mánuði kr. 28.150. Til fróóleiks er 1 áér samskonar dæmi hjá Búseta: Greiðslubyrói lána pr. mánuð kr. 28.700. Annar kostn. þ.m.t. viðhald kr. 9.100. Samtals kr. 37.800. Húsaleigubætur f. 2 börn eftir skatt kr. 6.482. Samtals kr. 31.318. Verði húsaleigubætur ekki skattlagðar eins og nú er áformað yrði dæmiö vitaskuld leigjendum mun hagstæðara. Þá yrði leiga fyr- ir áðurnefnda íbúð hjá Búseta kr. 20.644 á mánuði. Meginmunur á þessum tveimur dæmum er hins vegar í því fólginn að ef flutt er úr íbúðunum eftir 10 ár og miðað er við óbreytt verð- lag, hefur eignarhlutinn í fyrrtöldu íbúðinni veriö afskrifaður um kr. 1.050.000, auk þess sem eigand- anum ber að standsetja hana á eig- in kostnað, en í síðara tilfellinu cr eignarhlutinn óbreyttur, þar sem viðhaldskostnaðinum er mætt mánaðarlega í leigufjárhæðinni. Mcð þökk fyrir birtinguna. Jón Kjartansson frá Pálmholti. Höfundur er formaður Leigjendasamtakanna. Millifyrirsagnir eru blaösins. Lánstíml Eignamyndun í félagslegu húsnæði, á föstu verðlagi. (Verð íbúðar 7 millj.)

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.