Dagur - 22.11.1994, Side 11

Dagur - 22.11.1994, Side 11
Þriðjudagur 22. nóvember 1994 - DAGUR - 11 Þankar um skólamál íslendingar hafa sérstöðu á mörg- um svióum. Það gerir einangrun landsins um margar aldir og ann- ars konar menning, sem hefur þró- ast hér vió erfiðar aðstæður. Þess- arar einangrunar gætir ekki lengur og mig langar að segja því miður. Það nægir að nefna óheppileg áhrif af kvikmyndum og fíkni- efnanotkun, sem hvorutvegga er farið að valda alls konar giæpa- starfsemi og á örugglega eftir að aukast nrikið. En það er heldur seint að byrgja brunninn, þcgar barnið er dottið ofan í. Þaö er ekki hyggilegt að taka allt eftir öórurn þjóðum, því margt af því á ekki heima hér. Þetta á jafnt við skólakerfið eins og ann- aö. Islendingar sjálfir eru færastir um að finna það sem hentar hér hverju sinni. Þaó er hins vegar nauðsynlegt að athuga það vel, sem gcrist í öðrurn löndum og auðvitað má læra ýnrislegt af því, en þaó hentar ekki alltaf hér á landi. Þar með talið skólakerfið. Hér á landi hafa orðió meiri kynbætur á fólki af völdum hall- æra en í öllum nágrannalöndunr okkar. I hungursneyóum Iifði hraustbyggóasta fólkið helst af, en það veikbyggðara féll úr harðrétti og ól því ekki af sér afkvæmi eftir það. Annar eiginleiki gat einnig hjálpað iolki til að bjarga sér í hallærunr, en það var útsjónarscmi og hyggindi. Ef til vill hefur þaó bjargað enn fleirum frá hungur- dauða. Þarna fóru a.m.k. fram miklar kynbætur á þjóðarstofnin- um. Islendingar sjálfir ciga því að vera færastir um aó finna út, hvaó best hentar við íslenskar aðstæður og þar með talið skólakerfið. Við eigum ekki að apa eftir öórum, heldur vinna sjálfir að endurbót- um og þá kemur í ljós hvað hcntar hér best. Auóvitað verðum við einnig að sníða okkar kerfi að einhverju leyti eftir nágrannaþjóð- unum, sérstaklega mióaö við há- skólana þar. Eg tei hyggilegt að kenna unga fólkinu á atvinnuhætti landsins og venja þaó á að standa á eigin fót- um og hugsa sjálfstætt. Það bryddir á því núna í ræðunt manna og í blöðum, að það beri aó kenna unga fólkinu vinnubrögó í helstu atvinnuháttum þjóðarinnar og það finnst mér mikið framlaraspor. Þessi hugmynd er ekki ný í mínum huga og fleiri gamlar hug- myndir skjóta upp kollinum. Ég á afrit af bréfi, sem ég skrifaði 27. maí 1983. Þá var ég kennari í Hrafnagilsskóla og sendi bréfið til Ragnhildar Helgadóttur, sem þá var nýtekin vió embætti mennta- málaráðherra. Ég vil taka það fram, að ég bjóst alltaf við, að bréfinu yrði strax stungið undir stól, enda fór það svo og ég móðgaðist ekki, því ég var þarna með svo nýstárlegar hugmyndir, sem stönguðust alvcg á við hug- rnyndir menntamálaráðherrans, aó þaó hlaut strax að fara í ruslakörf- una. Ég birti nú þetta bréf örlítið stytt og næstum óbrcytt aó öðru leyti. Til menntamálaráðherra Ragnhildar Helgadóttur Ég er kennari vió Hrafnagilsskóla í Eyjafirði og skrifa þetta bréf, vegna þess að ég er mótfallinn þeirri hugmynd að lengja skóla- skylduna. Ég vil einnig konta á framfæri fleiri hugmyndum, sem ég hef fengið um breytta fræðslu- löggjöf. Ég hef áður skrifað tveimur síðustu menntamálaráöherrum svipuð bréf í upphafi starfsferils þeirra, án þess aó þau væru virt viólits. En ég er þrár og þess vegna reyni ég í þriðja sinn að koma skoðunum mínum á fram- færi. Ég byrja á því að óska þcss, að gæfan fylgi þér í störfum þínum og þér auðnist aó leiða hvert mál til lykta á farsælan hátt. Sömu ósk vildi ég reyndar senda öllum sam- ráðherrum þínum, en það verður aðeins gert í huganum aó þessu sinni. Oft hefur verið vandasamt að stjórna landinu, en líklega er vandinn nieiri nú en oft áður og meira í húfi að vel takist til. Vió stöndum á svo miklum tímamót- um. Það er einkum tvennt, sem þarfnast breytinga í gildandi fræðslulögum. Það er skólaskyld- an og fræösluskyldan. A nýliðnum vetri kom fram til- laga um að lengja skólaskylduna upp í 9. bekk grunnskóla. Éf þaó skref verður stigið, verður það skref í öfuga átt. Þetta get ég rök- stutt, en það verður ekki gert í stuttu máli. Ég held að allir nicnn séu þannig gerðir, að þeir vinni störf sín glaðari í huga og afkasti meiru verki, ef þeir fá sjálfir að ákveða störfin og ráða verklagi sínu, held- ur en þeir séu þvingaðir til verka. Það á ekki síður við um nám en önnur störf. Þess vegna væri rétt- ara að færa skólaskylduna nióur í 7. bekk, en hafa hana þar sem hún er nú. A þessum aldri eru börnin að breytast í fullorðið fólk og það er erfiður tími fyrir þau. Mörg þeirra eru aó reyna að brjótast undan veldi foreídranna og hinna full- orðnu og verða að sjálfstæðum einstaklingum. Þau vilja ráða sér sjálf og það er ekki rétt aó gera þeim breytingarnar erfiðari en nauðsynlegt er. A þessum aldri sctja margir unglingar sig á móti öllum fyrirskipunum, enda þótt þeir hlýði þeim möglunarlítið. Þetta á ekki bara vió um unglinga, flestir fullorðnir eru engu síður mótfallnir öllum skipunum og þvingunum. Skólaskyldan er mikil þvingun í augum margra unglinga. Þaó mundi gjörbreyta viðhorfi þeirra til skólans og námsins, ef þeim væri ekki lögskipað að vera í skóla. Því hefur verið slegið föstu, aó margir unglingar mundu hætta námi, ef skólaskylda væri færð nióur á við. Hvaða rök skyldu vera fyrir því? Mér vitanlega hef- ur enginn fært fram rök l'yrir slíku. Þetta eru einungis fyllyrðingar, sem byggjast ekki á neinum at- hugunum. Menntamálaráðherra getur auð- veldlega látið gera athugun, sem gæti bent í rétta átt og ég mælist til að slík athugun verði geró, áður en skólaskyldan verður færð upp í 9. bekk. Athuga þarf hve mörg % af nemendum hafa hætt nárni þeg- ar kom að 9. bckk. I fyrsta lagi þarf að athuga þaö yfir landið allt og það ætti að vera fljótgert. í öðru lagi væri gaman að vita hvort það væri einhver mismunur á landshlutum cða hvort það er munur á dreifbýli og þéttbýli. Þessar athuganir þyrftu ekki að kosta rnikið, en þær mundu leiða veruleikann í ljós og við losna við allar getgátur. Hér í Hrafnagilsskóla hætta um þaó bil 6% nemenda námi árlega, þegar kemur að 9. bekk. Það finnst mér ekki stórt hlutfall. Ég geri mér enga grein fyrir því, hverjum væri gerður greiði með því aö skylda þetta fólk til að halda áfram nánii. Er það greiði Angantýr H. Hjálmarsson. Síðari grein vió foreldrana? skólann? þjóðfé- lagiö? eða unglingana? Ég get ckki séó það. Eitthvað þarf að vinnast með því að þvinga þetta fólk til að halda áfrarn námi. Hvaó vinnst? Við því þarf að fást svar, áður en skrefið er stigið. Það skref niá ekki stíga án umhugsunar eða til- gangs. Hér í skólanum er það ábcr- andi, hve nemendur í 9. bekk eru jákvæðari í námi en þcir voru í 7. cða 8. bekk. Mér sýnist ástæðurn- ar geta verið tvær. Onnur er sú, að nemendurnir eru nú í skóla af frjálsum vilja og sú ástæða virðist mér sennilegri, en það verður líka að taka það með í reikninginn, að aukinn þroski getur haft einhver áhrif í þessa sörnu átt. I framhaldi af þessu kemur spurningin: Mundi þróunin verða sú sama, ef skólaskyldan yrói af- numin í 8. bekk? Ur því fæst ekki skorið nema með því að prófa það. Væri ekki hægt að veita svo sem tveimur skólum á landinu undanþágu til að rcyna þctta í eitt ár eða svo, öðrum í þéttbýli en hinum í dreifbýli og sjá hve marg- ir nemendur vildu hætta námi að Ioknum 7. bekk? Sömuleiðis væri þá hægt að sjá, hvort viðhorf þeirra, sem héldu áfram námi, yrði jákvæðara gagnvart skólanum en áður, eða samanborið við aóra skóla. Þá kcm ég að hinu atriðinu, sem er fræðsluskyldan. Hana þyrfti að útvíkka samtímis því er skólaskyldan væri stytt. Þeir ncmendur, sem vildu hætta námi að loknum 7. bekk, þyrftu að eiga þess kost að komast í eins- hvers konar vinnunám úti í at- vinnulífinu til sjávar, sveita eða í þéttbýli. Landbúnaður getur tekið við mörgum unglingum og það má einnig segja um iðnaó, sjávarút- veg og þjónustustörf. (1983) Koma þarf upp stofnun, eða deild í fræðslumálaskrifstofunni, er skrásctur þá unglinga sem vilja hætta hinu hefðbundna námi í grunnskólum. Þangaó geta svo þeir atvinnurekendur snúið sér, sem vilja taka þetta unga fólk í vinnunám. Hvort sem dvöl ung- linganna yrði löng eða skömrn á þeirri vinnustöð, mundu vinnu- veitendur þurfa að láta umsögn um hæfni þeirra og dugnað fylgja þeim við brottför. Sú umsögn gæti komið viðkomendum til góða í frekari atvinnuleit, eöa ef þeir vildu hefja iðnnám eða bóknám að vinnunámi loknu. Ráólegt væri að greiða ung- lingurn í vinnunámi kaup sitt aó mestu í skyldusparnaði, annars mundu ýmsir þeirra freistast til að hætta bóknámi í þeim tilgangi að „Ég tel hyggilegt að kenna unga fólkinu á atvinnuhætti landsins og venja það á að standa á eigin fótum og hugsa sjálfstætt. Það bryddir á því núna í ræðum manna og í blöðum, að það beri að kenna unga fólkinu vinnubrögð í helstu atvinnuháttum þjóðarinnar og það finnst mér mikið framfaraspor. “ afla peninga til skemmtana og annarrar ónauðsynlegrar eyóslu. Unt hátt kaupgjald gæti ekki verió að ræða í fyrstu, vegna þcss aó 13 ára unglingur afkastar ekki verki á við fullorðinn mann. Leiðbeinand- inn tefst líka vió sína vinnu nicðan hann er að leiðbeina unglingunum og kenna þeim vinnubrögð. Fullorðinsfræðsla þarf svo að vera við því búin að taka við nokkrum hluta áðurnefndra ung- linga að vinnunámi loknu. Þá verða þcir komnir í betra samband við hið vinnandi þjóðfélag og geta frekar ákveðió að hverju þeir vilja stefna. Bóknám, iðnnám og bún- aóarnám þarf aö standa þeim til boða. Ég hef drepið á þær breytingar, sem ég tel að fyrst og fremst gætu orðið til bóta í fræóslulögunum og skólakerfinu. Fleira gæti ég þó tal- ið, cn læt hér staðar numið viö að- alatriðin. Ýmislegt í þessum tillögum mínum þarfnast mikið nánari at- hugunar, áður en hugsanlegt er að koma þeim í framkvæmd. Það þarf t. d. að leita álits manna á ýmsum vinnustöðvum um mögu- leika á því að taka unglinga í vinnunám. Ég hef aðeins athugað það á Slippstöðinni á Akureyri og þar fékk ég þau svör, aó mögu- leiki væri að taka unglinga í vinnunám þar (1983). Sá sem varð þar fyrir svörum taldi, að einn leiðbeinandi mundi hafa nóg að gera við aó sinna sex unglingum og það mundi ekki vera hægt aó ætla honum neitt annað starf til að byrja meó. Hann taldi möguleika á að taka við a.m.k. 12 unglingum á þessum eina vinnustað. Að þessu athuguðu má telja sennilegt, að þeir unglingar sem vildu hætta bóknámi aó loknum 7. bekk, hefðu nóg að starfa og yrðu þess vegna ekki dæmdir til að verða að slæpingjum. Ef þér geðjast ekki að tillögum mínum, nær það ekki Iengra, en ef þér kynni að sýnast þær athygli- verðar, er ég að sjálfsögðu tilbú- inn að skýra þær nánar. Með vinsemd og virðingu, Angantýr H. Hjálmarsson. Það eru nú liðin rúm 11 ár síð- an ég sendi þáverandi mennta- málaráðherra tillögur mínar. Ým- islegt hefur breyst í þjóðfélaginu á þessum 11 árum og því miður er það ekki allt til hins betra. Það eru ennþá erfiðleikar í skólakerfinu og menn eru enn að velta vöngum yf- ir því, hvað sé hægt að gera til bóta. Hér eru mínar gömlu tillögur til athugunar, en því miður eiga þær síður við nú en þá. Samt gæti eitthvað leynst í þeim sem mætti prófa. Angantýr Hjörvar Hjálmarsson. Höfundur er fyrrverandi grunnskólakennari. Til sölu eða leigu Verslunarpláss í Krónunni, Hafnarstræti 97, Akureyri, 2. hæð 44,2 m2. S.J.S. verktakar hf., Furuvöllum 11, 600 Akureyri, sími 96-27366. LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS -HÁSKÓLABÓKASAFN auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar: Staða forstöðumanns kerfisþjónustu (kerfisbóka- varðar). Á vegum kerfisþjónustu er rekstur tölvukerfis- ins Gegnis og annarrar tölvuþjónustu í safninu. Krafist er sérmenntunar í bókasafnsfræði, með áherslu á tölvurekstri í bókasöfnum, ásamt starfsreynslu á því sviði. Staða deildarstjóra í skráningardeild, sem hefur um- sjón með skráningu íslenskra rita og útgáfu íslenskrar bókaskrár. Krafist er sérmenntunar í bókasafnsfræði og starfsreynslu við skáningarstörf. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, merktar landsbókavörður, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 12. desember 1994. Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn 18. nóvember 1994.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.