Dagur - 22.11.1994, Blaðsíða 7

Dagur - 22.11.1994, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 22. nóvember 1994 - DAGUR - 7 Lcó Örn Þorleifsson átti góðan leik á línunni og skoraöi þrjú mörk. Blak, 1. deild kvenna: Slæmur skellur hjá KA-stúlkum Blaklið kvenna hjá KA fékk heldur betur skell þegar það sótti Víking heim á laugardag- inn. Víkingur hafði aðeins tapað einni hrinu í deildinni í vetur, fyrir viðureign liðanna, og tók KA í sannkallaða kennslustund, vann 3:0 og þar af tvær hrinur 15:0. KA-stúIkur áttu í erfiðleikum með að stilla upp sínu sterkasta liði í lyrstu lotunni vegna vand- ræða meó búninga sem glcymdust heima og það tók heimaliðið ekki langan tíma að skora fimmtán stig án þess að KA næði að svara lyrir sig. Onnur lotan byrjaði heldur betur. KA náði forystu í byrjun, 5:3, Víkingur jafnaði 5:5 og aftur 6:6, en skoraði síöan níu stig í röó gegn einu stigi KA. Þriója lotan var síðan keimlík þcirri fyrstu, KA komst ekki á blað en Víkingur skoraði sín fimmtán stig á skömmum tíma. Fyrirfram var vitað að róðurinn yrói erllður l'yrir KA-stúlkur, Vík- ingur hcfur aðeins tapað einni hrinu í vctur og er efst í deildinni. KA-Iiðið kom cngu að síður mjög á óvart með afar slökum leik. Aldrei svo mikið sem neistaði í leik þess og furóulegt aó jal'n gott lið geti dottið niöur á jafn lágt plan. Víkingur spilaði hins vegar cins og sá sem valdið hefur en fékk enga mótspyrnu og því erlltt að meta styrk liðsins, sem þó er óumdeildur. Leikmenn KA gengu niðurlútir af velli og höfðu engar skýringar á slæmum leik. „Þetta er þaó versta sem ég hef á ævinni lent í,“ sagði Bjarni Þórhallsson, þjálfari KA. SV □ "□“00"rpn» ° ° □ □ Líkamsrœktin Hamri! Sími 12080 Ný námskeið hefjast mánudaginn 28. nóvember. Körfuknattleikur - Úrvalsdeild: Réðu ekkert við hraðann - Grindvíkingar feiknasterkir á Sauðárkróki Það var hraður og íjörugur leikur á Sauðárkróki á sunnu- dagskvöld þegar heimamenn tóku á móti Grindvíkingum í úrvalsdeildinni. Eins og búist var við voru það gestirnir sem héldu heim með bæði stigin eft- ir þrjátíu stiga sigur, 70:100. Grindvíkingar byrjuðu strax af miklum krafti, skoruðu lyrstu sjö stigin og gáfu forsmekkinn af því sem koma skyldi. I stöðunni 2:9 skoraði Omar Sigmarsson tvær þriggja stiga körfur í röð og Stólarnir virtust til alls líklcgir. Fyrstu fimm mínúturnar héldu heimamenn í við gestina cn þá fór að ganga illa og gestirnir tóku örugga forustu. A þremur slæm- um mínútum breyttist staðan úr 14:17 í 14:26 og eftir það áttu heimamenn aldrei mögulcika og Grindvíkingar voru ávallt með um 19 til 20 stiga forskot. Þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks fór Torrey John útaf meiddur á baki en hann meiddist í leiknum gegn Val sl. fimmtu- dag. Hann hafði lítið getað beitt sér og munaði urn minna fyrir Stólana. Staðan í hállleik var 35:54. Þegar tíu mínútur voru cftir af leiknum var staöan 54:71 en heimamönnum tókst að minnka muninn í 63:76 og þá voru inná yngstu strákarnir í liði Tindastóls meö Pál Kolbeinsson, þjálfara, sér við hlið. Stóðu þcir í Grind- víkingum í smá tíma en sprungu á limminu og hraöi gestanna varð þcim um rnegn. Hraði Grindvíkinga var geysi- legur og Stólarnir réóu ekkert vió hraóan sóknarleik þeirra. Stól- arnir voru seinir í vörnina og gestirnir mun sprækari á öllum sviðum. Meiósli Torrcy John höfðu mikið að segja hjá hcima- mönnum og munar um þau 30 stig sem hann er vanur að sctja. Ungu strákarnir komu sterkir inn og Oli Barðdal og Atli Þor- björnsson stóðu sig vel. Hinrik Gunnarsson og Sigurvin Pálsson voru þó bestu menn liðsins en hjá Grindvíkingum bar Guð- mundur Bragason höfuö og herð- ar yfir aðra leikmenn. Gangur leiksins: 0:2, 0:7, 8:13, 16:33, 29:49, 35:54 - 50:67, 59:76, 63:82, 66:88, 68:90, 70:94,70:100. Stig Tindastóls: Hinrik Gunnarsson 15, Sigurvin Pálsson 14, Omar Sigmarsson 12, Amar Kárason 7, Páll Kolbeinsson 7, Torrey John 5, Atli Þorbjömsson 5, Halldór Halldórsson 3, Óli Baródal 2. Stig Grindavíkur: Guómundur Braga- son 25, Guójón Skúlason 18, Franck Booker 15, Pétur Guómundsson 11, Marel Guólaugsson 10, Unndór Sig- urðsson 8, Bcrgur Hinriksson 7, Helgi Guófinnsson 4, Nökkvi Már Jónsson 2. Dómarar: Einar Skarphéðinsson og Kristinn Óskarsson. Voru ágætir. Ahorfendur: Um 300 og góö stentmn- ing í húsinu. Hinrik Gunnarsson. Handknattleikur -1. deild karla: Felldir á eigin bragði - FH-ingar gengu af göflunum „Það var frábær vörn hjá okkur í fyrri hálfleik. Síðan tókum við þá á hraðupphlaupunum sem þeir hafa verið þekktir fyrir þannig að dæmið snérist við,“ sagði Valur Arnarson, hornamaðurinn knái í KA, eftir að lið hans sigraði FH í KA-heimilinu á föstudagskvöld. KA-menn skemmtu áhorfendum með léttum og skemmtilegum handbolta og sigur liðsins, 27:24, var sanngjarn. KA-menn leiddu leikinn allan tímann en staðan í hálfleik var 15:10. Leikurinn byrjaði af miklum krafti þar sem allar sóknir enduðu með marki. Erlingur Kristjánsson skoraði fyrsta mark sitt í heimaleik Ekki gegn FH Valur Arnarson átti stórleik meö KA-mönnum gegn FH á föstudagskvöld og var marka- hæsti maður liðsins með sjö mörk. Þetta var sennilega besti leikur kappans í KA-búningi en ekki er víst að allir hafi ver- ið eins ánægóír með frammi- stöðu hans í lciknum. Valur cr af miklum íþróttaættum og faðir hans er Örn Hallsteins- son, fyrrum landsliðsmaður, og föðurbróðir hans, Geir, var einn besti handknattleiksmaður scm ísland hefur alið af sér. Þcir léku alla tíó mcð FH og hefðu sennilega viljað aö strák- urinn blómstraði gegn ein- hverju öóni liði. með KA í vetur og gaf sínurn mönnum tóninn. Liðin skiptust á að skora fyrstu mínútumar og varnarleikurinn var ekki burðugur. Þegar bæði lið höfóu skorað fjögur mörk fór að skilja á milli liðanna og tvö mörk frá Val Arnarsyni úr hraðaupphlaupum kom KA-mönn- um í 7:4. Eftir þetta fóru varnirnar að þéttast og sóknir liðanna að lengjast. KA hélt ávallt tveggja til þriggja marka forustu eftir þetta og á lokakafla fyrri hálfleiks náði lið- ið nokkrum góðum sóknum og fór með fimm marka forskot til bún- ingsherbergja í leikhléi, 15:10. Það fór um nrargan KA-mann- inn í upphafi síðari hálfleiks þegar að FH-ingar skoruðu þrjú fyrstu mörkin og komu sér aftur inn í leikinn. Alfreð Gíslason, þjálfari, kom þá sjálfur inn í sóknarleikinn og við það gerbreyttist leikur liðs- ins. Fjögur KA-mörk í röó brcyttu stöðinni í 19:13 og virtist þessi kraftur KA-manna fara rnjög í skapið á gestunum. Guðjón Arna- son var vikið útaf í 2 mínútur fyrir kjaftbrúk og stuttu síðar fékk Stef- án Kristjánsson rautt spjald fyrir aó brjóta á Jóhanni Jóhannssyni sem sloppinn var í gegn í hraða- upphlaupi. Var þetta mjög harður dómur en virkaði vel á FH-inga sem rönkuðu við sér og voru mun ákveðnari eftir þetta. Sigurður Sveinsson og Knútur Sigurðsson skoruðu falleg ntörk og FH-ingar náðu að minnka bilið niður í tvö mörk, 24:22 en lengra komust þeir ekki og í lokin var sigur KA ör- uggur, 27:24. Þeir tveir rnenn sem hafa verið hvað minnst áberandi í KA-liðinu til þessa í vctur, Valur Arnarson og Leó Örn Þorleifsson, áttu mjög góðan leik. Valur lokaði vel á Sig- urð Sveinsson í horninu í varnar- leiknum og nýtti færi sín vel í sókninni. Erlingur Kristjánsson virðist einnig vera búinn að fá sjálfstraust á ný og skoraði fallcg mörk á meðan Patrekur Jóhannes- son var óvenju daufur og kraft- laus. Alfreð kom inn með mikinn kraft í sóknina þegar á þurfti að halda og var firnastcrkur í vörn- inni. Sama má segja um Jóhann Jóhannsson í vörninni sem hélt Gunnari Beinteinssyni alveg niðri. Markverðirnir, Sigmar Þröstur Óskarsson og Björn Björnsson, vörðu ekki mörg skot en Sigmar tók þó tvö víti á mikilvægum augnablikum í leiknum auk þess sem hann brá sér eitt sinn í sókn- ina og átti þá glæsilega stoðscnd- ingu á Val Arnarson. Mörk KA: Valur Amarson 7, Palrekur Jóhannesson 5/2, Alfreó Gíslason 4, Er- lingur Kristjánsson 4, Leó Om Þorleifs- son 3, Helgi Arason 3, Jóhann Jóhanns- son 1. Varin skot: Signiar Þröstur Ósk- arsson 5/2, Bjöm Bjömsson 1. Mörk FH: Hans Guómundsson 7/1, Knútur Sigurósson 4/2, Guðjón Amason 4, Sigurður Sveinsson 3, Gunnar Bein- teinsson 2, Hálfdán Þóröarsson 2. Varin skot: Magnús Amason 8/1. Rósmunur Magnússon 5. Dómarar: Láms Lámsson og Jóhannes Frióriksson. Áhorfendur: Aóeins 684 mættu á leik- inn en þeir lélu vel í sér heyra og enda lcikurinn ekki af lakari geróinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.