Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1994, Blaðsíða 14
14 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoöarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Embættaveitingar Útbreidd virðist sú skoðun að virk þátttaka manna 1 stjómmálum geri þá nánast sjálfkrafa óhæfa til að gegna opinberum embættum. Þegar ráðherra veitir pólitískum samherja sínum embætti er áberandi tilhneiging að stimpla þá ákvörðun fyrir fram sem spillingu án þess að skoða efnisleg rök málsins. Margir virðast enn fremur halda að það sé trygging fyrir siðbót í opinberum embættaveitingum að þær verði færðar frá ráðherrum til embættismanna eða dóm- nefnda. Menn virðast telja að aðeins þannig fáist fagleg eða réttlát niðurstaða. Þessar skoðanir fela í sér miklar einfaldanir og stand- ast ekki gagnrýni. Verst er að þær geta í rauninni orðið vatn á myllu þeirra sem stunda vafasamar og jafnvel ósiðlegar embættaveitingar í skjóli pólitísks valds. Og hætt er við þvi að þær verði til þess að horft sé fram hjá óhæfum embættismönnum sem ekki hafa tengsl við stjómmálaflokka. Þeir sem þátt taka í stjómmálum em jafii ólíkir og þeir em margir. Sumir eiga að baki langa skólagöngu og sérfræðilega menntun, mikla reynslu á tilteknu starfs- sviði og hafa sýnt ótvíræða forystuhæfileika. Fráleitt er að halda því fram að slíkur bakgrunnur ónýtist við það eitt að viðkomandi hafi afskipti af stjómmálum. Fram hjá hinu verður að sönnu ekki horft að innan stjómmálaflokkanna er einnig fiöldi miðlungsmanna sem hvorki getur státað af góðri menntun né dugnaði í starfi. Það er ámæhsvert þegar slíkir menn njóta for- gangs að opinberum stöðum fyrir það eitt að vera skráð- ir í tiltekna stjómmálaflokka. í umræðuþætti á Stöð 2 í fyrrakvöld benti Davíð Odds- son réttilega á það að embættismenn sem hefðu með ráðningar að gera væm ekkert síður breyskir en stjóm- málamenn. Kosturinn við að láta ráðherra bera ábyrgð á embættaveitingum væri sá að þeir, gagnstætt embættis- mönnum, störfuðu fyrir opnum tjöldum og yrðu að verja gjörðir sínar á Alþingi og frammi fyrir kjósendum. Þeir sem þekkja til opinberra stöðuveitinga, þar sem svokaUaðir fagmenn ráða einir ríkjum, vita að því miður gilda þar oft á tíðum ekkert síður lögmál kunningjaþjóð- félagsins og skjallbandalaganna en á vettvangi stjómmál- anna. Em til mörg dæmi um ranglátar stöðuveitingar sem ekki hefur verið veitt athygli af því að stjómmála- menn koma þar ekki við sögu. Annar galli á hinni einhliða sýn á embættaveitingar stjómmálamaiina er sá að alvarlegt vandamál í opin- berri stjómsýslu, sem er vanhæfir ríkisforstjórar, hverf- ur í skuggann. Þótt starfsemin sem undir ríkisforstjórana heyrir gjaldi fyrir getuleysi sumra þeirra verður það ekki tilefni opinberrar umfiöllunnar því erfiðara er að ná utan um það efni en verk stjómmálamannanna. Stjómmálamenn gegna þýðingarmiklu hlutverki í lýð- ræðisþjóðfélagi. Þeir þurfa aðhald frá almenningi og fiölmiðlum. Sjálfsagt er að gagnrýna þá þegar þeim verð- ur á í messunni. Stjómmálamenn sem skipulega raða póhtískum gæðingum við kjötkatlana og htilsvirða menntun og reynslu hæfari manna þurfa að átta sig á því að þau vinnubrögð hðast ekki til frambúðar í nútíma- þjóðfélagi. En gagnrýni, hvort sem hún beinist að stjómmála- mönnum eða öðrum, hittir því aðeins í mark að hún sé sanngjöm og efhisleg. Það grundvallaratriði þurfum við öh að hafa í heiðri þegar rætt er um opinberar embætta- veitingar. GuðmundurMagnússon LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994 Norðurlandaþjóð- irveljaúrræði sósíaldemókrata Erlendtídindi Veldi jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndum gengur 1 endumýj- un lífdaganna. Stjóm Verka- mannaflokksins í Noregj hefur skapað festu eftir ótraust samstarf Hægri flokksins við miðflokka. Sænsku kosningamar á sunnudag færðu Sósíaldemókrataflokknum völdin eftir þriggja ára samsteypu- stjóm borgaraflokka. Og danskir kjósendur völdu á miðvikudag að veita sósíaldemókrötmn áfram lyk- ilaðstöðu til stjómarmyndunar, þótt fylgi þeirra rýmaði nokkuð. Bæði í Danmörku og Svíþjóð snemst kosningamar fyrst og fremst um úrræði til að nýta bata- horfur í efnahagsmálum tíi að vinna sig út úr undangengnu þrengingaskeiði. Báðar þjóðir búa við mikið atvinnuleysi og þörfin á að laga víðtækt og vinsælt velferð- arkerfi að þrengdum hag er nú al- mennt viðurkennd með þeim báö- um. Sigur sænskra sósíaldemókrata var fyrirsjáanlegiu- af viðbrögðum markaðarins við birtingu kosn- ingastefnuskrár þeirra fyrir rúm- um mánuði. Daginn sem kosninga- stefnuskráin lá fyrir hækkaði gengi sænsku krónunnar um tæplega tvo af hundraði og hlutabréfavísitölur lyftust einnig. Meginástæðan fyrir þessum við- brögðum var að áform sósíaldemó- krata um að koma böndum á ríkis- sjóðshalla og skuldasöfnun þóttu traustvekjandi. Fjárlagahalli í Sví- þjóð frá miðju ári í ár til jafnlengd- ar 1995 er áætlaður 160 milljarðar sænskra króna eða 13 af hundraöi þjóðarframleiðslu, sem hið mesta í evrópsku landi. Ríkisskuldimar nema nú 1,27 billjónum (milljón milljónum) sænskra króna. Sósíaldemókratar setja sér það mark að lækka ríkissjóðshallann um 61 milljarö á næstu fjórum árum. Það á að gera jöfnum hönd- Magnús Torfi Ólafsson um með niðurskurði og aukinni tekjuöflun. „Engin ríkisstjóm verður fær um að dylja þá staðreynd, að við búum við skertan e£nahag,“ segir í kosn- ingastefnuskránni. i samræmi við það verður lagt til atlögu við fjár- frekustu útgjaldaliði almanna- trygginga. Fjármögnun heilbrigð- iskerflsins á að breyta þannig að 15 milljarðar sparist. Atvinnuleys- isbætur og lífeyrisgreiðslur eiga ekki að fylgja verðbólguaukningu nema að hálfu þangað til ríkissjóðs- halli er kominn niður fyrir 100 milljarða, þá verður verðbólgu- aukning bætt að fjórum fimmtu. Með þessu á að spara niu millj- arða. Og loks á að afla 12,4 millj- arða með hækkuðum skatti á háar tekjur. Eins og sjá má er þetta enginn fagnaðarboðskapur, en færði þó höfundum kosningasigur. Meginá- stæðan er að þegar í harðbakkann slær treystir Jiógu stór hluti sænskra kjósenda sósíaldemókröt- um best til að viðhafa heildaryfir- sýn og deila byrðum niður af rétt- sýni. Borgaraflokkamir fengu sitt tækifæri, en í höndum þeirra fóra ríkisfjármálin alvarlega úr bönd- unum, meðal annars vegna ósam- komulags stjómarflokkanna. Sænskt atvinnulíf er að rétta úr kútnum, stórfyrirtækin birta reikninga sem sýna verulega batn- andi afkomu, og stjómendur fjög- urra þeirra öflugustu vöraðu fyrir kosningar við skattahækkunum sem haft gætu þau áhrif á rekstrar- umhverfi að þeir gætu séð sig nauðbeygða til að fjárfesta á næst- unni erlendis frekar en heimafyrir. Ingvar Carlsson, væntanlegur for- sætisráðherra, á því vandasamt verk fyrir höndum, og þörfin á að geta siglt milli skers og bára á vafa- laust drjúgan þátt í því að hann kýs að mynda minnihlutastjóm frekar en mynda samsteypustjóm með Þjóðarflokki, einum af flokkunum sem stóðu að fráfarandi stjóm. í Danmörku er gengi krónunnar traust, viðskiptaj öfnuöur hagstæð- ur, ríkisfjármál í þokkalegu horfi og uppsveifla í atvinnulífi, en lítið miðar að ná niður atvinnuleysi. Ný stjóm Paul Nymp Rasmussen verður einkum dæmd eftir því hvemig til tekst á þvi sviði. Aukning atvinnuleysis, upp í 14 af hundraði þegar verst var, kom enn verr við Svía en Dani, vegna þess að í Svíþjóð hafði mátt heita full atvinna fyrir alla vinnufæra í áratugi. Vandinn sem Norður- landaþjóðir standa nú frammi fyr- ir, þótt með mismunandi hætti sé, felst í því að ráða fram úr hvemig unnt er að halda uppi velferðar- kerfi sem rís undir nafni, jafnframt því sem atvinnulífinu er tryggð samkeppnisstaða á heimsmarkaði og fólki þar með viðunandi at- vinnustig við arðbær störf. Ingvar Carlsson gefur sigurmerki á fréttamannafundi í Stokkhólmi að unnum kosningasigri. Simamynd Reuter Skoðanir annarra Þakklæti í garð Carters „Bandaríkin hafa nú fengið samning sem gerir kleift að endurreisa lýðræði á Haítí og innleiða mannréttindi. Clinton forseti hefur ástæðu til að vera þakklátur fyrirrennara sínum Jimmy Carter sem leiddi samningaviðræðumar við herforingja- stjómina. Carter var allt annað en heppinn í utanrík- ismálum í eigin forsetatíð. Nú kann hann að hafa losað eftinnann sinn úr mjög erfiðri stöðu.“ Úr forustugrein Verdens Gang 20. september. Zhírínovskí fær ekki að koma „Ríkisstjómin hefur neitað Vladímír Zhírínovskí um að koma til Noregs. Synjunin er rökstudd með framkomu Zhírínovskís í fyrri utanlandsferðum hans þar sem hann hefur haft í hótimum við gest- gjafalandið. Það hefði hann áreiðanlega líka gert í Noregi. Við hörmum engu að síður synjunina, Viö höfum ráð á víðsýni. Aftur á móti trúum við því að ef Zhírínovskí hefði fengið að koma hefðu samtök ESB-andstæðinga litið á það sem hð í ESB-leik stjóm- arinnar." Úr forustugrein Arbeiderbladet 22. september. Ritskoðunin lifir enn „Einn mikilvægur fundur sem fáir tóku eftir í undirbúningnum fyrir landgönguna á Haití fjallaði um hvenær og hversu mikið bandarískur almenn- ingur fengi að vita um athafnir og velferð hermann- anna sinna ef innrás yrði gerð á Haítí. Hvíta húsið og Pentagon fóm fram á fréttabann í átta klukku- stundir. Stjómin vildi líka halda fréttamönnum á hótelum sínum þar til herforingjar leyfðu þeim að fylgjast með bardögunum. Blaðamenn og almenning- ur sem trúa á óhindrað upplýsingaflæði ættu aö taka eftir þessari tilraun til að binda fyrir augun á þeim.‘ Úr forustugrein New York Times 22. september.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.