Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1994, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1994, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994 51 Afmæli Gaukur Jörundsson Gaukur Jörundsson, umboösmaöur Alþingis, Kaldaöarnesi, Sandvíkur- hreppi, er sextugur í dag. Starfsferill Gaukur er fæddur í Reykjavík. Hann varö stúdent frá MR1954, cand.jurisfráHÍ 1959ogdr.juris frá HI1970. Gaukur var fulltrúi yfirborgar- dómara 1962-68, settur hæstaréttar- ritari 1967, lektor viö lagadeild HÍ 1967-69 og prófessor 1969-91. Hann var settur hæstaréttardómari 1983 og 1987 og hefur veriö umboösmaö- ur Alþingis frá 1988. Gaukur hefur stundað búskap í Kaldaöamesi í Ámessýslu í áratugi. Gaukur hefur veriö í mannrétt- indanefnd Evrópu frá 1974, var formaður gerðardóms Verkfræð- ingafélags fslands 1974-88 og í yfir- fasteignanefnd 1969-87, þar af sem formaðurfrá 1972. Hann var form. höfundarréttamefndar 1973-87, varaform. jarðanefndar Ámessýslu 1980-87 og í prófnefnd fasteignasala 1968-87. Gaukur hefur verið form. Veiðifélags Ámesinga frá 1985. Fjölskylda Kona Gauks er Ingibjörg Eyþórs- dóttir, f. 14.5.1936, ritari. Foreldrar hennar: Eyþór Þórðarson, f. 20.3. 1898, bóndi, og Bergljót Guömunds- dóttir, f. 18.2.1906, húsmóöir. Böm Gauks og Ingibjargar: Guð- rún, f. 30.10.1963, lögfræðingur; Jör- undur, f. 24.1.1966, laganemi. Hálfsystkini Gauks, samfeöra: Haukur, f. 11.5.1913, fyrrv. skrif- stofustjóri; Guðrún, f. 21.12.1916, skrifstofum.; Guðleif, f. 21.12.1916, skrifstofum.; Þórður, f. 19.2.1922, kennari; Auður, f. 16.6.1923, skrif- stofum.; Unnur, f. 9.5.1929. Foreldrar Gauks: Jömndur Brynjólfsson, f. 21.2.1884, d. 3.12. 1979, bóndi og alþingismaður, og Guðrún Dalmannsdóttir, f. 7.9.1892, d. 24.7.1968, húsmóðir. Ætt Jörundur var sonur Brynjólfs, b. á Starmýri í Álftafirði í Suður- Múlasýslu, Jónssonar, b. á GeitheU- um í Álftafirði, Einarssonar. Móðir Jóns var Guðrún, systir Högna, langafa Davíðs Ólafssonar, fyrrv. seðlabankastjóra. Guðrún var dóttir Gunnlaugs, prests á Hallormsstað, Þórðarsonar, prests á Kirkjubæ, Högnasonar „prestafóður“ Sigurðs- sonar. Móðir Brynjólfs var Hildur, systir Þorsteins, langafa Brynjólfs Ingólfssonar ráðuneytisstjóra. Hild- ur var dóttir Brynjólfs, b. og hrepp- stjóra í Hlíð í Álftafirði, Eiríksson- ar. Móðir Hildar var Þórunn, systir Páls, langafa Guörúnar P. Helga- dóttur, fyrrv. skólastjóra. Þórunn var dóttir Jóns, prests á Kálfafelli, Jónssonar og konu hans, Guðnýjar Jónsdóttur „eldprests" Steingríms- sonar. Móðir Jörundar var Guðleif Guðmundsdóttir, b. á Starmýri, Hjörleifssonar „sterka" Árnasonar, b. á Höfn, Gíslasonar, bróður Hall dórs, langafa Gísla, langafa Málfríð- ar, móður Jóhannesar Gunnarsson- ar, formanns Neytendasamtakanna. Móðir Guðmundar var Björg Jóns- dóttir, systir Þóreyjar, langömmu Halldórs, foður Ragnars, fyrrv. for- stjóra ÍSAL. Guðrún var dóttir Dalmanns, b. í Fíflholtum á Mýrum, Ármannsson- ar, b. í Fíflholtum, Eyjólfssonar. Móðir Dalmanns var Guðrún Bene- diktsdóttir, systir Guðríðar, langömmu Halldórs Jónatanssonar, forstjóra Landsvirkjunar. Bróðir Guðrúnar var Guðmundur, langafi Guðjóns Friðrikssonar sagnfræð- ings. Móðir Guðrúnar Dalmanns- dóttur var Steinunn Stefánsdóttir, gullsmiðs í Hítarneskoti, bróöur Guðrúnar, ömmu Sigvalda Kalda- lóns tónskálds, Guðmundar Kamb- ans rithöfundar og Gísla Jónssonar alþingismanns, föður Þorsteins, for- stjóra Coldwater. Stefán var sonur Jóns, b. á Höll, Guömundssonar, bróður Eggerts, langafa Benediktu, móður Eggerts Haukdals alþingis- manns. Móðir Jóns var Guðrún Þor- björnsdóttir ríka, b. á Seh, Bjarna- sonar, bróður Halldórs, langafa Ól- Gaukur Jörundsson. afar, langömmu Jóhannesar Nor- dals. Móðir Stefáns var Halldóra Auöunsdóttir, systir Björns Blön- dals sýslumanns, forfóöur Blöndals- ættarinnar. Halldóra var dóttir Auðunar, prests á Blöndudalshól- um, bróður Hólmfríðar, langömmu Ragnhildar, langömmu Hrafns Gunnlaugssonar. Auðun var sonur Jóns, prests á Bergsstöðum, Auð- unssonar, bróður Guðrúnar, langömmu Indriöa Einarssonar rit- höfundar, langafa Katrínar Fjeldsted, fyrrv. borgarfulltrúa. Gaukur verður heima á afmælis- daginn. Skarphéðinn Ö. Jóhannesson Skarphéðinn Ölver Jóhannesson verkstjóri, Þórsgötu 2, Patreksfirði, ersextugurídag. Starfsferill Skarphéðinn er fæddur á Pat- reksfirði og ólst þar upp. Hann lauk fiskvinnsluprófi 1973. ' Skarphéðinnvarsjómaðurábát- um og togurum frá 1952-64 og síðan við ýmsa vinnu í landi, lengst af við vörubílaakstur. Að loknu fisk- vinnsluprófi var hann verkstjóri hjá Skildi hf. til 1981 og síðan hjá Odda hf. til 1992 en þá hætti Skarp- héðinn störfum vegna heilsubrests. Skarphéðínn hefur tekið þátt í ýmsum félagsstörfum. Hann hefur m.a. starfað með Leikfélagi Pat- reksfjarðar, karlakómum og Kirkjukór Pat reksfj arðarkirkj u og verið formaður hans í nokkur ár. Fjölskylda Skarphéðinn kvæntist30.9.1955 Ruth Salomonsdóttur, 30.7.1936, verslunarmanni. Foreldrar henn- ar: Salomon Einarsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri, og Guð- björg Elíasdóttir, látin, þau voru ekki í sambúð. Guöbjörg, sem fórst með mb. Þormóði frá Bíldudal er Ruth var 6 ára, var í vist hjá Ein- ari Gíslasyni og Vigdísi Andrés- dóttur á Bakka í Bakkadal í Ketild- alahreppi. Börn Skarphéðins og Ruthar: Kristján, f. 16.2.1956, bakarameist- ari á Patreksfirði, maki Kristín Jó- hanna Björnsdóttir, f. 5.11.1956, sjúkraliði, þau eiga tvö böm; Svan- hildur, f. 12.7.1960, nemi á ísafirði, maki Jón Kristján Hilmarsson, f. 13.8.1952, tæknifræðingur, þau eiga tvö böm; Einar Vignir, f. 15.8. 1961, trésmiður á Patreksfirði, maki Helga Gísladóttir, f. 4.1.1958, kennari, þau eiga eitt barn; Sandra, f. 16.5.1968, skrifstofumaður á Pat- reksfirði, sambýhsmaður hennar er Þór Þórðarson verkamaður, Sandra á tvö böm. Sonur Ruthar og Péturs Valgarðs Jóhannssonar, skipstjóra frá Bíldudal: Guðbergur Pétursson, f. 29.11.1953, stýrimaður í Bessastaðahreppi, maki Hjördís Guðrún Ólafsdóttir, f. 28.7.1958, fóstra, þau eiga fiögur böm. Guð- bergur ólst upp hjá Skarphéðni og Ruth. Systkini Skarphéðins: Kári, f. 14.9.1924, d. 1975, vélstjóri og stýri- maður á Akureyri, hans kona var Ásta Olsen, f. 10.9.1922, húsmóðir, þau eignuðust þrjú börn; Guðbjörg Svandís, f. 29.6.1922, búsett á Eyr- arbakka, hún á eitt barn; Guðrún Hulda, f. 20.4.1927, húsmóðir í Hafnarfirði, maki Jóhann Samson- arson, f. 19.5.1919, fyrrv. verk- stjóri, þau eiga átta börn; Gestur Ingimar, f. 29.9.1929, vélstjóri á Patreksfiröi, hans kona var Magndís Gísladóttir, f. 18.3.1932, d. 16.4.1993, húsmóðir, þau eignuö- ust þrjú böm og ólu einnig upp fiög- ur börn Magndísar frá fyrra hjóna- bandi; Gísh ívar, f. 9.10.1932, sjó- maður í Reykjavík; Guðfreður Hjörvar, f. 6.9.1936, ræstitæknir í Reykjavík. Foreldrar Skarphéðins: Jóhann- es Bergþór Gislason, f. 10.12.1889, d. 9.8.1976, sjómaður og síðar póst- ur, og Svanfríður Guðfreðsdóttir, f. 1.7.1897, d. 9.3.1973, húsmóðir, þau bjuggu á Patreksfirði. Þau voru bæði fædd og alin upp í Rauða- sandshreppi, hann á Sellátranesi en hún í Neðri-Tungu í Örlygshöfn. Skarphéðinn Ölver Johannesson. HUGMYNDASAMKEPPNI BÚNAÐARBANKANS OG UMFERÐARRAÐS ERTU AÐ TAKA BILPROF? Til hamingju með afmælið 24. september 85 ára 50 ára Hulda V. Pálsdóttir, Hrafnistu, Reykjavík. Hilmar Már Olgeirsson, Hrannargötu 7, Keflavík. Sigurður G. Benediktsson, Faxabraut 2a, Keflavík. 80 ára SigurbjörgJónsdóttir, Auðnum, Reykdælahreppi. 40ára EyjólJfur Bergsson, Holtagerði32, Kópavogi. Edvald Magnússon, 75 ára Hermína Marinósdóttir, Aðalstræti 4, Akureyri. Valgarð J. Ólafsson, Skólagerði 35, Kópavogi. Bergur Ólason, Selási 10, Egilsstöðum. Sigurveig Sigríður Ámadóttir, Hrísalundi 20b, Akureyri. Þórufelli 12, Reykjavík. Þorkell H. Halldórsson, Hrauntungu2, Kópavogi. Edda Lára Guðgeirsdóttir, Tunguvegi 19a, Reykjavík. Ólafur Andri Thorlacius, Öxnafelh, Eyjafiarðarsveit. Tómas Rolant Hansson, Rauðási 12, Reykjavík. 70 ára Christine Elizab Brown, Sólheimum 30, Reykjavík. Margrét Guðbjörg Waage, Eskiholti 7, Garðabæ. Steinunn Hjartardóttir, ÖldugötuS.Dalvik. Jón Ólafur Ólafsson, Kirkjubæjarbraut 16, Vestmanna- Hrefna Bjarnadóttir, Tunguvegi 48, Reykjavík. 60 ára Jón S. Sigmundsson, Fellsmúla 17, Reykjavík. Sigurður Þorvaldsson, Arahólum 6, Reykjavík. eyjum. Sigurður Júlíus Sigurðsson, Heiöarbraut ld, Keflavík. Hólmdis Karlsdóttir, Borgarhlíð2g, Akureyri. w BILPROFSSTYRKIR FYRIR FÉLAGA VAXTALÍNUNNAR OG NÁMSMANNA- LÍNUNNAR „Sofanda- háttur í umferáinni Sendu okkur nokkrar línur um þetta efni og taktu þátt í samkeppninni! ArsfjórSungslega fál 0 nýir ökumenn bílprófsstyrki - að þessu sinni þeir sem tóku bílpróf í júlí, ágúst og september. MeS efninu þarf aS senda Ijósrit af báSum hliSum ökuskírteinis. EfniS á aS senda til BúnaSarbanka íslands, MarkaSsdeildar, Austurstræti 5, 155 Rvík. FJÁRMÁLAÞJÓNUSTA UNGLINGA 0 BLINADARBANKIÍSLANDS yUMFERÐAR I RAÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR ERU VEITTAR Á AFGREIÐSLUSTÖÐUM BÚNAÐARBANKANS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.