Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1994, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994 Útlönd íbúar i bænum Rabaul á eyjunni Nýja-Bretlandi við Papúa Nýju-Gíneu hafa mátt horfa upp á lögregluna stela eigum þeirra. Kröftug eldgos eru i fjöllum beggja vegna bæjarins og hafa 60 þúsund manns lagt á flótta. Þykkt öskulag hefur lagst yfir bæinn og eru nú um 70% húsa hrunin. Herlið hefur nú verið sent til Rabaul til að koma í veg fyrir gripdeildir þar. Á myndinni má sjá lögregluþjón á hlaupum með stolið útvarp. Simamynd Reuter Yfir sextíu þúsund manns á flótta undan einu versta eldgosi sögunnar: Lögregla stelur líka úr rústum húsanna - gosið 1 Vestmannaeyj um var eins og sýnishom af gosinu á Papúa Nýju-Gíneu „Við vitum að sumir eru að stela sér mat en þeir eru líka margir sem ætla sér að græða á hörmungun- um,“ segir yfirmaöur almannavarna á Papúa Nýju-Gíneu. Ekki er nóg að íbúar í Rabaul á eyjunni Nýja-Bret- landi hafl orðið að flýja heimili sín heldur leggjast þjófar á það sem eftir er og stela öllu steini léttara. Löggæsla var efld í bænum eftir að þjófamir fóru á kreik en nú er svo komið að lögreglan hefur líka orðiö uppvis að þjófnuðum. Því hefur verið gripið til þess ráðs aö senda hermenn til bæjarins í von um að þeir geti stöðvað óöldina þar. Gosið hefur nú staðið á aðra viku og eru um 70% húsa í Rabaul hrun- in. Eldar eru uppi í tveimur eldfjöll- um sitt hvorum megin við bæinn. Öskufall er mikið og stöðugt og hafa að minnsta kosti 60 þúsund manns lagt á flótta undan hörmungunum. Nokkrir hafa þegar látist en engin leiö er að henda reiður á hve mannskaðinn er mikill. Eignatjón er gífurlegt og er talið að langur tími líði áður en líf í Rabaul kemst í sama Rabaul Nýja-írland Jftland ^ KÓRAL- HAFIÐ horf og áður, jafnvel þótt gosinu ljúki á næstu dögum. Nú þegar er öskulag- ið í bænum orðið á annan metra að þykkt og sligast húsin undan farginu. Vitað er að 100 manns eru stranda- glópar á eyju skammt undan strönd- inni. Engin leið hefur fundist til að bjarga fólkinu úr prísundinni og er óvíst um afdrif þess. Matur er fluttur með flugvélum til Rabaul dag hvern en illa gengur að koma honum til fólks á flótta. Endar því mikið af birgðunum í höndum ræningja. Reuter Kaffið áuppleið Kaffi á erlendum mörkuðum er aft- ur aö hækka í verði eftir nokkuð stöðugt verð undanfarið. Kaffipund- ið nálgast aftur 200 cent. Sömuleiðis er sykur á uppleið. Bensínverð í Rotterdam hefur ýmist staðið í stað í vikunni eða hækkað lítillega. Helst að 92 okt. bensín hafl hækkað. Hins vegar hef- ur hráolían hækkað um 6,5% á einni viku í London, seldist á 16,55 dollara tunnan sl. fimmtudag. Hlutabréfaverð í helstu kauphöll- um heims er almennt lægra en fyrir viku. í Wall Street er orðrómur uppi um að vextir hækki í næstu viku. Það hafði í fór með sér lækkun á Dow Jones hlutabréfavísitölunni sl. fimmtudag. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis 2200 2150 |: 8000 9668,14 J J Á S 20 10, $/ ■ tunna : ' 16,SS J J Á S Stuttarfréttir dv Rúhlan á fljúgandi ferð Gengi rússnesku rúblunnar hækkar nú stöðugt eftir að hafa náð áður óþekktu lágmarki i gær. Skammar herforingjana Christopher, utanríkisráð- herra Banda- ríkjanna, sendi herforingjun- um á Haítí kaldar kveðjur i gær og bað þá vinsamlegast að hafa sig á braut hið fyrsta. Ekki er talið að herstjórarnir láti segjast frekar en fyrri daginn. Látavitaafsér Bandarískir hermenn íöru meö vopnaskaki um Port-au-Prins, höfuðborg Haítí, í gær. Flótti undan lungnabólgu Um 300 þúsund íbúar borgar- innar Surat á Indlandi eru á flótta vegna lungnabólgufaraldurs. Eldgos er hafið að nýju í Pina Tupo á Filippseyjum. 14 menn hafa farist í aurflóðum. Serbar í vígamóð Serbar hafa hert sókn sína í Bosníu eftir að NATO lét gera árás á einn skriðdreka þeirra. Jeítsín hræddur Jeltsin Rúss- landsforseti hefur lýst þoirri skoðun sinni að öfga- menn úr ýms- um áttum safni nú liði og hygg- ist reyna eina ferðina enn að hrifsa til sín völd. Opinber morð í Rúanda Grunvu- ieikur á að nýja stjórn- in í Rúánda hafi undanfarið stað- ið fyrir víðtækum manndrápum. Sýnir ekki trompin sín Stjórn Norður-Kóreu er stað- ráðin í að sýna alþjóðlegum eftir- litsmönnum ekki kjarnavopn sín. Veriö er að ræða málið í Genf. Gull á uppsprengdu verði Gull var í gær selt dýrara verði á mörkuðum en verið hefur í rúmt ár. Verðið féll á ný síðdegis. Olíanverðurdýrívetur Spáð er að verð á olíu fari hækkandi á næstu vikum og verði hátt í allan vetur. Flugvél í sjóinn Öttast er að sex menn haft far- ist þegar flutningaflugvél fór í sjóinn viö Hong Kong í gær. Nýdönskeftirhelgi Ný stjórn tekur væntanlega við völdum í Danmörku eftir helgi. Uffe óður og uppvægur Uffe Elle- mann-Jensen hefur lýst ein- dregnum áhuga á aö taka að sér fram- kvæmdastjórn hjá NATO. Mikið kapp- hlaup er nú í uppsiglingu milli hans og Belgans Willy Claes. Norðmenn hafa reiknað út að milljón böm séu misnotuð kyn- feröislega af Vesturlandabúum í þriðja heiminum. Bildt segir að Carlsson geti ekki myndað nýja stjóm í Svíþjóð. Reuter, Ritzau, NTB og TT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.