Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1994, Blaðsíða 25
24 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994 Gekk í hjónaband í Tyrklandi með tyrkneskum manni: Hef fundið ótrú - lega fordóma hjá íslendingum - segir Hekla Aðalsteinsdóttir sem búsett er í Istanbul og þekkir aöra hlið á Tyrklandi en íslendingar Hin ungu, nýgiftu hjón ásamt Þórunni, móður Heklu, t.v., og Elsu, mágkonu Þórunnar. Hekla og Hakan með foreldrum brúðgumans. Knattspyrnumaðurinn Eyjólfur Sverrisson er orðinn mik- il hetja í Tyrklandi og allir þekkja hann. Hér eru eigin- kona hans, Anna Pála, og sonurinn, Hólmar Örn, en þau voru gestir í brúðkaupsveislu Heklu. Björg, vinkona Heklu, var í veislunni og einnig tyrknesk skiptinemasystir hennar, Özlem, en mikil vinátta er milli þeirra. Hér eru vinkonurnar með brúðhjónunum. Mæðgurnar Hekla og Þórunn. Hekla segist stundum fá heimþrá þvi að hún saknar fjölskyldunnar og vina. „Ég fann fyrir miklum fordómum meðan ég var heima á íslandi. Fólk hafði ótrúlegar ranghugmyndir um landið og ég var oft spurð hvort ég þyrfti ekki að ganga með blæju fyrir andlitinu. Ég var líka oft spurð hvort ég þyrði að eiga börn með tyrknesk- um manni, hvort ég væri ekki hrædd um að hann myndi stela þeim. Sam- band okkar var varla orðið alvarlegt þegar fólk var farið að hafa áhyggjur af börnunum okkar. Við erum búin að vera saman í fimm ár og ennþá eru börn ekki á dagskrá hjá okkur. íslendingar eru fljótir að dæma,“ seg- ir Hekla Aðalsteinsdóttir, 23ja ára, sem gekk í hjónaband í Tyrklandi 11. september sl. með þarlendum manni, í símaviðtali við DV. Hekla hefur veriö búsett í Istanbul undanfarin tæp tvö ár en hún fór þangað fyrst árið 1989 sem skipti- nemi. í kjölfar máls Sophiu Hansen þykir mörgum það skrítið aö íslensk stúlka skuli vilja giftast Tyrkja og flytja til heimalands hans. Hekla hef- ur hins vegar kynnst Tyrklandi á allt annan hátt en íslendingar í gegn- um mál Sophiu Hansen og telur að Halim A1 hafi komið óorði á alla karl- menn þar í landi. „Það búa sextíu milljónir manna héma og það er fráleitt að dæma alla út frá einu máli, auk þess sem mál af þessu tagi koma upp úti um allan heim. Ég var aldrei hrædd við að bindast tyrkneskum manni,“ segir Hekla. Allirþekkjaísland Þegar Hekla kom til Tyrklands sem skiptinemi árið 1989 þekkti ekki nokkur Tyrki ísland. í dag veit nán- ast hvert mannsbarn í landinu tals- vert um ísland og er það vegna deilu Sophiu Hansen og Halims Als en mál þeirra hefur verið mikið til umfjöll- unar í gegnum árin í þarlendum fjölmiðlum. „Allir sem ég umgengst halda með Sophiu Hansen og finnst framkoma Hahms Als ömurleg. Ég sé ekki betur en að Sophia eigi alla samúð Tyrkja í þessu máli. Tengda- móðir mín er t.d. afar hneyksluð á þessu máh og segir aö móðurástin sé svo sterk að vitaskuld eigi Sophia aö fá dætur sínar. Tengdafaðir minn er lögfræðingur og hann skilur ekk- ert í þessu máh. En það er alveg ljóst að Sophia Hansen hefur vakið at- hygh á íslandi hér. Mér finnst voöa skrítið að ég hef aldrei séð Sophiu úti á flugvelh þar sem ég vinn en ég hef oft verið að svipast um eftir henni. Þaö væri gaman að hitta hana. Annar íslendingur hefur nýlega komið íslandi enn betur á kortið í Tyrklandi. Það er knattspymukapp- inn Eyjólfur Sverrisson sem fluttist til Istanbul í vor og er nú dýrkaður af heimamönnum sem Sverrisson. „Allir Tyrkir þekkja Sverrisson en hér er mikill fótboltaáhugi," segir Hekla. „Eiginkona Eyjólfs, Anna Pála, og sonur þeirra, Hólmar Öm, komu einmitt í brúðkaupið mitt en ég þekki Önnu frá fyrri tíð í gegnum sameiginlega vinkonu." Þá beið Hekla eftir hringingu frá fegurðardrottningu íslands sem nú er stödd í Istanbul til að taka þátt í keppninni Ungfrú Evrópa. „Hakan, maðurinn minn, fór á fót- boltaæfingu um daginn og þá gaf ókunnur maður sig á tal við hann sem vissi aö hann hafði veriö að kvænast íslenskri konu og sá vissi aht um ísland. Hann vissi hvað íslend- ingar borða mikinn fisk á mánuði og sagði Hakan nánast aht um ísland. Þannig virðist hafa vaknað mikih áhugi á íslandi hér,“ segir Hekla. Fannástina í plötubúð Áriö 1989 ætlaði Hekla th Banda- ríkjanna sem skiptinemi en þar sem cdlt var fullskipað þangað var henni boðinn nýr staður, Tyrkland. „Mér fannst mjög spennandi að prófa þennan stað og ákvað að skeha mér. Mér hkaði strax vel hér. Að vísu var ég ekki fylhlega ánægð með þá „for- eldra" sem ég fékk fyrst því þeir vildu ofvemda mig og ég fékk mig hvergi að hreyfa. Ég skipti því um foreldra á tímabihnu og flutti tíl mæögna sem núna eru mínar bestu vinkonur," segir Hekla. Hún gekk í tyrkneskan skóla og segir hann hafa verið að mörgu leyti eins og íslenskan, fyrir utan skólabúningana og að tvisvar í viku þurftu alhr nemendurnir að sameinast á skólalóðinni og syngja þjóðsönginn. „Þetta var bara ósköp venjulegt nám.“ í plötuverslun skammt frá heimili Heklu starfaði Hakan Gultekin og urðu þau fljótlega mjög góðir vinir. Hakan er eiginmaður Heklu í dag. „Hann talaði mjög góða ensku sem var frekar sjaldgæft hér. Við urðum fljótlega ástfangin. Þegar ég hafði verið árið mitt í Tyrklandi fór ég heim og mánuði síð- ar kom Hakan í heimsókn. Honum líkaði mjög vel við ísland og kom síð- an aftur. Við bjuggum saman í tvö ár heima áður en við fluttum aftúr hingað. Hakan eignaðist marga góöa vini á íslandi og allir sem kynntust honum hrifust af honum. Hann opn- aði eigin teppaverslun, seldi tyrk- nesk teppi og var fljótur aö aðlagast tungumálinu og umhverfinu," segir Hekla. „Síðan fékk hann boð um að koma í herinn en hér er átján mán- aða herskylda. Það varð til þess að við ákváðum að flytja aftur til Tyrk- lands en ég á frekar von á að við munum síðar flytja aftur til íslands. Hakan þurfti ekki að gegna her- skyldu jafnlengi og hinir þar sem hann hafði verið búsettur á íslandi þannig að hann slapp furðu vel. Núna erum viö bæði í ágætum störf- um. Ég starfa í fríhöfninni á flugvell- inum og Hakan í fjölskyldufyrirtæk- inu þar sem föt eru hönnuð og seld á franskan markað," segir Hekla. Hún segist fá launin greidd í þýskum mörkum sem sé mikhl kostur þar sem verðbólga er mikil í landinu. „Ég var mjög heppin að fá þessa vinnu því hún er vel launuð." Kaupmáttur lítill Þrátt fyrir að íslendingum sem koma th Istanbul þyki allar vörur ótrúlega ódýrar eru þær dýrar fyrir innfædda þar sem kaupmátturinn er lítill. „Það var mjög gott að koma hingaö sem ferðamaður og versla en þegar maður býr í landinu er það óhagstæðara," segir Hekla. „Hér í Tyrklandi er margt fallegt að sjá og gott að vera. íslendingar sem eru í ferðahugleiðingum ættu að hugsa sér th hreyfings í þeim efnum og prófa eitthvað nýtt, eins og t.d. Tyrkland. Allir sem ég þekki og hafa komið hingað í heimsókn hafa heihast af þessu landi. Vinkona mín er t.d. búin að koma hingað þrisvar sinnum og ætlar að koma fljótlega aftur.“ Þó að Hakan og fjölskylda hans séu múslímar eru þau ekki strangtrúuð. „Ég finn aldrei fyrir því að vera ann- arrar trúar en þau. Mér hefur verið tekið stórkostlega vel af öhum og það hefur aldrei verið orðað við mig að ég þurfi að gerast múslími. Þar sem ég bý sé ég ekkert af konum með LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994 / blæju og trúarbrögð skipta ekki miklu máh. Þetta strangtrúaða fólk kemur helst úr þorpunum. Tyrkir eru á eftir okkur í nútímaþægindum og hfið er auðvitað öðruvísi. Það kom mér t.d. mjög á óvart fyrst þegar kallað var úr tumunum en það er gert th að fá fólk th að koma og biðja. Mér fannst það mjög skrítiö. Ég kunni strax vel við lífið hérna.“ Saknarvatnsins Hekla segist aldrei hafa fengið heimþrá það ár sem hún var skipti- nemi en hún segist stundum fá hana núna. „Maður saknar fjölskyldu sinnar heima. Hakan getur vel hugs- að sér að búa á íslandi þannig að hugsanlega munum við flytja heim einhvern tíma þó slíkt sé ekki á dag- skrá núna. Ég sakna vatnsins og fisksins frá íslandi. Það er mikill hiti hér á sumrin og vatnsleysi. Þá hugs- ar maður óneitanlega til góða vatns- ins heima,“ segir Hekla. „Annars fer mjög vel um mann hér og mér líður vel. Ég hef ekki út af neinu að kvarta. Við búum í íbúð sem foreldrar Hak- ans eiga og megum vera í henni svo lengi sem við vhjum. Mér þykir bara verst hversu mikla fordóma íslend- ingar eru með í garð Tyrkja. Fólk dregur meira að segja orð mín í efa þegar ég reyni að útskýra að þetta sé ekki svona slæmt og spyr hvort ég sé ekki bara að verja Hakan. Ég var orðin mjög leið á þessu og' vona að fólk eigi eftir að skipta um skoð- un,“ segir Hekla. Mál Sophiu Hansen hefur haft áhrif víða því nú vilja íslenskir skiptinemar ekki lengur fara th Tyrklands. „Það komu stelpa og strákur í fyrra og þeim líkaði svo vel að þau fengu að lengja ferðina. Þau hafa bæði komið síðan í heimsókn. Ég held að fólk komi alltaf aftur eftir aö það hefur kynnst landinu. Ég mæli því hiklaust með því að skipti- nemar komi hingað enda er það mik- h lífsreynsla að kynnast lífinu hér. Fjölskyldusambönd eru t.d. mjög sterk." Gull og peningar Gifting þeirra Heklu og Hakans fór þannig fram að þau skrifuðu und- ir hjúskaparsáttmála, líkt og gert er hjá borgardómara hér, og síðan héldu foreldrar hans tvö hundruð manna veislu þar sem var nóg að borða og drekka. „Þegar ahir gestir voru mættir dönsuðum við en sett- umst síðan \1ð borð og það er til siös að allir gefa peninga eða gull og eru gjafirnar hengdar á brúðhjónin,“ segir Hekla en á myndunum má sjá hvernig seðlar og mynt hanga utan á þeim. Þá er tveggja metra löng gullfesti sett um háls brúðarinnar og er hún síðan geymd í bankahólfi þar sem hún er mjög dýrmæt. Gullfestin táknar tryggingu um hamingjuríkt líf og á að ganga til barna þeirra. Ef hjónin skilja mega þau selja festina. Hekla segir að á næsta ári ætli þau Hakan að koma í heimsókn th ís- lands og þá langar hana að halda brúðkaupsveislu á íslandi og láta ís- lenskan prest blessa hjónabandið. Hekla segist hafa verið mjög ánægð með brúðkaupsdaginn og segir hann hafa hðið allt of fljótt. „Þetta var mjög skemmtilegur dagur." Hekla segist ekki vita um aðra ís- lendinga en þá sem eru upptaldir hér sem búsettir eru í Istanbul en segist þó hafa frétt af konu sem starfar sem leiðsögumaður og er gift prófessor. „Ég vhdi vita meira um þessa konu,“ segir Hekla Aðalsteinsdóttir. Hefur ekki áhyggjur af dótturinni Móðir Heklu, Þórunn Pálmadótt- ir, er nýkomin heim eftir að hafa verið í brúðkaupsveislu dóttur sinn- ar í Istanbul. Hún hefur Uka fundið mikið fyrir áhuga fólks í Tyrklandi á Sophiu Hansen og minnist þess að í fyrra þegar hún var að kveðja dótt- ur sína gekk að henni kona og bað hana að skha th íslendinga að Tyrkir væru góðir við böm. „Þaö var rætt um þetta mál við mig í búðum og alls staðar," segir Þórunn. „Istanbul skiptist í tvennt, Evrópumegin' í borginni em ahar moskumar og þar Hekla Aðalsteinsdóttir og Hakan Gultekin á brúðkaupsdaginn 11. september sl. í Istanbul. Á þau voru hengdar brúðargjafir sem er siður þar i landi og aðeins eru gefnir peningar og gull. býr frekar strangtrúaða fólkið. Ég hef aðeins séð gamlar konur með slæður, í mesta lagi hef ég séð þijár ungar konur með blæjur," segir Þór- unn. Hún var að fara th Tyrklands í þriðja skiptið og segist aldrei hafa haft nokkrar áhyggjur af Heklu þar. Miklir fordómar „Hekla býr á yndislegum stað þar sem ahir þekkja hana. Ég hafði reyndar miklar áhyggjur af henni meðan hún var skiptinemi og fór þá og heimsótti hana þótt ekki sé ætlast th að foreldrar geri það. Ég varð að fuhvissa mig. Þegar mál Sophiu Hansen kom upp þekkti ég Tyrkland mjög vel og afstaða mín th landsins hefur ekkert breyst við það mál. Tengdasonur minn er yndislegur maður og fólkið hans aht og ég hef ekki áhyggjur af framtíð Heklu. Mér þykir fráleitt th þess að hugsa að fólkið geti aht í einu gjörbreyst ef th skhnaðar kæmi. Ég blanda því ekki saman máli Sophiu og framtíð dóttur minnar enda hef ég ekki ástæðu th þess. Hekla er ánægð með lífið og ahir hafa reynst henni ótrúlega vel,“ segir Þórunn. Yngri systir Heklu, íris, sem er fjórtán ára, hefur heimsótt Heklu og kynnst vel fólkinu þar. Hún hefur fengið að sitja í kennslustundum í skóla þar sér th gamans og fannst það mjög spennandi. Þórunn tekur undir með Heklu um að fordómar íslendinga gagnvart Tyrklandi hafi orðið til þess að engir skiptinemar sækjast eftir að fara þangað. „Tveir Tyrkir komu hingað th lands í sumar sem skiptinemar og það ætlaði aldrei að takast að finna heimhi fyrir þá,“ segir hún. Þegar Hakan bjó á íslandi fannst honum mjög sérstakt hversu mikið vatn við höfiim og Þórunn segir að stimdum hafi hann verið í sturtu upp undir þijú korter. Ég býst við að það hafi komið honum mjög á óvart hversu mikið vatn við höfum.“ Fann samúð fólksins Það er auðvitað líka margt fram- andi fyrir íslendinga í Tyrklandi. Þórunn segjst þó aldrei hafa mætt neinu nema vinalegu viðmóti fólks- ins þar. „Það var einna helst í búðun- um sem maður fann fyrir því að þeir vhdu selja manni vörumar dýrar en þær vom fljótar að lækka þegar Hekla var með og þeir heyrðu að hún talaði tyrknesku. Hins vegar fannst mér ipjög ódýrt að kaupa bæði fatnað og skó.“ Þórunn segir að hún hafi orðið mjög hissa þegar hún uppgötvaði hvað Tyrkir vissu mikið um ísland. „Ég fann þó aldrei neitt nema sámúð með Soplúu Hansen," segir hún. „ís- lendingar ættu ekki að dæma aha Tyrki af einum rnanni."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.