Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1994, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1994, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994 Kvikmyndir Fjöldamoröingjarnir Mallory og Mickey. Oliver Stone er afkastamikill og umdeildur leikstjóri. Hann hefur oft sótt efni sitt til raunverulegra at- buröa eöa þekktra persóna eins og í myndum hans um JFK, sem fjallaði um morðið á Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og svo Doors, sem fjallaði um líf og dauða söngvar- ans í samnefndri hljómsveit. Hann er einnig dágóður handritahöfundur en hann skrifaði m.a. handritið að Midnight Express. En liklega er hann þekktastur fyrir þrennuna um Víet- nam-stríðið en það eru myndirnar Piatoon, Bom on the Fourth of July og svo Heaven and Earth sem var hans síðasta mynd. Hún gekk hins vegar illa og svo virðist sem flestir hafi verið búnir að fá nóg af nafla- skoðun Stones á Víetnam-stríðinu. Tímamót Stone var því á ákveðnum tímamót- um. Hann hafði áhuga á að halda áfram á sömu braut og áður og festa á filmu líf sögufrægra persóna og vann því að gerð handrits um bæði Evitu og svo Noriega, fyrrverandi harðstjóra í Panama. En það dróst á langinn að ganga frá gerð myndanna. Þegar Oliver Stone barst síðan í hend- ur handrit sem bar heitiö Natural Bom Killers ákvað hann aö breyta algerlega um stíl og leita á ný mið. Nýlega var Natural Born Killers frumsýnd í Bandaríkjunum og hefur myndin hlotið fádæma góða aðsókn, samtímis því sem fólk hefur hrósaö henni í hástert eða rakkað hana nið- ur. Myndin er afskaplega ofbeldis- kennd, svo ofbeldiskennd að Stone þurfti að klippa a.m.k. fimm atriði úr henni svo hún yrði leyfð til sýn- ingar. Fjöldamorðingjar Myndin skiptist eiginlega í tvo þætti. í fyrri hlutanum kynnumst við þeim Mickey (Woody Harrelson) og Mallory (Juliette Lewis), vandræð- aunglingum með erfiöa fortíö. Faðir Mallory hafði misnotað hana í æsku og hún átt erfitt líf þangað til Mickey birtist í lífi hennar dag einn. Fyrri hlutinn spannar 3 vikur en á þeim tíma tókst þeim skötuhjúum að drepa 54 manneskjur, þar á meðal foreldra Mallory, meðan þeir ferðuð- ust um New Mexico eftir hinum fræða þjóðvegi 666. Það virtist því sem þau dræpu fólk án nokkurs til- efnis, bara af því þau langaði til þess. Þessi tilgangslausu morð vöktu fljótlega athygh fjölmiðla sem fóru að birta sögur um þessi ungu morð- óðu skötuhjú. Þau urðu því allt í einu landsfræg, ekki síst eftir aö þeim voru gerð sérstök skil í þekktum bandarískum sjónvarpsþætti sem bar nafnið American Maniacs, en stjórnandi hans var Wayne Gale (Ro- bert Downey jr.) Handtaka og flótti En svo kom að því að þau voru handtekin. Wayne Gale tókst að fá viðtal við þau í beinni útsendingu og fjölmiðlar helltu sér yfir skötuhjúin. Fjölmiðlar virtust því vera á góðri leið með að gera þau að hetjum og fómarlömbum kerfisins í stað kal- drifjaðra morðingja. Þegar einn fangavörðurinn (leikinn af Tommy Lee Jones) ætlaöi að grípa inn í at- burðarásina til að stöðva þessa vit- leysu tókst Mickey, meðan á beinni útsendingu stóð, að stofna til óeirða Umsjón Baldur Hjaltason í fangelsinu. Meðan á látunum stóð, tókst þeim Mickey og Mallory að flýja. Síðari hluti myndarinnar fjall- ar um allt fjölmiðlafárið og flóttann. Oliver Stone var ekki viss um hvern- ig best væri að enda myndina, hvort parið ætti að láta lífið eða lifa þetta af. Hann kvikmyndaði því báöa möguleikana og því verða áhorfend- ur að fara og sjá myndina til að sjá hvom kostinn hann valdi. Moröá saklausu fólki Natural Born Killers er að mörgu leyti sérstök mynd. Hún sækir margt í eldri myndir eins og Badlands og síðast en ekki síst Gun Crazy og Bonnie and Clyde sem einnig fjallaði um unga elskendur sem komust upp á kant við lögin með morðum á sak- lausu fólki. En Stone gengur einfald- lega lengra en nokkur annar hefur gert. Hann beitir nútímatækni til að sýna ofbeldið í meiri nærmynd en áður hefur verið gert ásamt því að hann dregur upp sterkari og grófari mynd af því hvernig ofbeldi og kyn- ferði spilar saman. Sérstaklega er áhrifamikið atriöi þegar Mallory dregur bensínafgreiðslumann á tálar og myrðir hann síðan á eftir með köldu blóði. Því hefur Natural Bom Killers vakiö upp hörð viðbrögð hjá mörgum þjóðfélagshópum. Hlutverk fjölmiðla En myndin fjallar líka um áráttu fjölmiðla og auðvitað áhuga almenn- ings á efni sem þessu. Þótt það sé alger tilviljun er óneitanlega dálítiö neyðarlegt að á sama tíma og þessi mynd er frumsýnd em bandarískir fjölmiðlar á öðrum endanum yfir meintu morði O.J. Simpsons á fyrr- verandi eiginkonu sinni. Það em birtar daglegar fréttir um málið og þegar búið að tilkynna að viku áður en réttarhöldin hefjast verði fram- sýnd sjónvarpsmynd um atburðinn. Og ekki má gleyma þvi að almenn- ingur virðist elska svona fréttaflutn- ing. Því hittir Natúral Bom Killers að mörgu leyti í mark og sýnir áhrifamátt fjölmiðla og hvernig þeir geta skapað almenningsálitið með fréttaflutningi sínum. Við höfum líka önnur dæmi eins og fréttaflutning- inn á sínum tíma um Amy Fisher, um Menendez-bræðuma og svo síð- ast Tonya Harding sem er líklega þekktasta persónan sem tók þátt i ólympíuleikunum í ár í Lilleham- mer, a.m.k. sú sem flestir muna eft- ir. Það er þó ekki vegna góðs árang- urs heldur vegna umfjöllunar fjölm- iðla um völd, ofbeldi og frama. Forvitnilegur bakgrunnur Það er forvitnilegt að skoða bak- gmnninn að efni Natural Bom Kill- ers. Upphaflega handritið var nefni- lega skrifað af Quentin Tarantino sem kallar ekki allt ömmu sína hvað varð- ar ofbeldi eins og mynd hans Reservo- ir Dogs ber með sér. Natural Born Killers átti að verða framraun Tar- antinos sem leikstjóra en þegar hann hóf gerð Reservoir Dogs keyptu tveir ungir menn, sem vora við nám í kvik- myndagerð við UCL, handritið. Þegar Reservoir Dogs gerði Tarantino fræg- an ásamt því að nýjasta mynd hans Pulp Fiction hlaut gullpálmann í Can- nes í ár vildu allir kaupa handritið af þeim. Þeir létu á endanum Ohver Stone það í hendur gegn því skilyrði að þeir fengju að framleiða myndina sem þeir og gerðu. Gotttæknilið OUver Stone nýtur aðstoðar margra þeirra sem stóðu áð gerö JFK með honum á sínum tíma. Kvik- myndatökumaðurinn Robert Ric- hardson notar sambland 35 mm filmu, bæði í lit og svarthvítu, ásamt Super 8 og myndböndum til að segja söguna. Þannig getur hann ferðast fram og til baka í tíma án þess að það virki óraunverulegt. Leikend- umir standa sig einnig með prýði. Það er gaman að geta þess að leikar- inn sem leikur Mickey er enginn annar en Woody Harrelson sem leik- ur barþjóninn í sjónvarpsþáttaröð- inni Cheers. Hann hlýtur mikið hrós frá Stone sem bendir einnig á að 1979 var faðir Woodys dæmdur í lífstíðar- fangelsi fyrir morð. Þessi atburður hafi án efa gefið Woody dýpri innsýn í heim hinna dæmdu. Það verður erfitt fyrir Stone að ákveða hvert skuli halda þegar hann byriar á sinni næstu mynd. Hann stendur á ákveðnum krossgötum og tíminn verður að leiða í Ijós hvaða stefnu hann tekur. Bruce Wilhs virðist eiga erfitt uppdráttarsemleikariþessadag- . ana. Síðasta mynd hans, sem bar nafnið North, gekk hörmulega og hlaut enga aðsókn. Hún átti að vera sumarsmellurhm á ár, mynd fyrir alla flölskylduna. Hún fjallaði um 11 ára gamlan snáða að nafhi North sem fannst for- eldrar sínir vanrækja sig ekki og veita sér nægjanlega ástúð og öryggi. Hann strauk því að hehn- an í leit að betri og skiiningsrík- ari foreldram í samfloti við verndarengil klæddan sem kan- ínu. Það var einmitt kaninan sem var leikin af Bruce Willis. Nýjasta mynd WiUis virðist ekki fá betri dóma en hún heitir Color of Night. Þetta á að vera spennumynd en missir algjörlega marks. Þetta er sorglegt stað- reynd, ekki síst vegna 'þess að þetta er fyrsta mynd leikstjórans Richards Rush í 14 ár en þá gerði hann hina ágætu mynd The Stunt Man. Engin spenna Handritinu hefur veriö kennt um hvernig til tókst því áhorf- endur komast strax að leyndar- máUnu sem átti að opinbera í lok myndarinnar sbr. The Crring Game. Við þetta dettur spennan niður og áhorfendum fer að leið- ast. Myndin fjallar um sálfræðing að nafni Bill Capa (Bruce WUlis) sem heldur til Los Angeles eftir að einn af sjúkUngum hans hend- ir sér út um glugga á skrifstou hans sem er í háhýsi. Vinur hans, Bob, sem einnig er læknir, fær Bíll til að fara í hópmeðferð hjá sér til að ná sér fyrr eftir þessa erfiðu Ufsreynslu. í hópnum eru margir kynlegir kvistir. Dag einn er Bob vinur hans myrtur og granur beinist að sjúklíngum hans. Myndin þykir í djarfara lagi og er nokkuð um nektarsenur. Svo virðist sem Bruce Willis ætli að feta í fótspor sumra þekktra leik- ara eins og Michael Douglas sem vilja krydda myndir sínar með beru holdi. En það er líklegt að það dugi ekki eins sinni tU hvað varðar Color of Night.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.