Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1994, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1994, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 17. NÓVRMBER 1994 Fréttir Matthías Bjamason segir bankana ekki virða þingræðis- og lýðræðisreglur: Bankakerf ið er helsjúkt bankastjóramir á háum stalii og standa ekki skil á gerðum sínum „Ég vil láta þá bankastjóra hverfa sem ekki standa sig í stööu sinni og láta þá fara í störf sem henta þeim betur. Bankakerfið er helsjúkt. Þaö starfar ekki i samræmi viö þingræð- is- og lýðræðisreglur. Það er látið viðgangast að bankastjórar séu hafð- ir á háum stalli eins og þeim endist aldur og þeir þurfa aldrei að standa skfi gerða sinna. Pólitísku ráðning- arnar eru ekkert betri. Ég held að bankastjórarnir hafi allir þokkaleg laun - þess er gætt vandlega. Svona gagnrýni þola ekki háir herrar. Ég held að forsætisráðherra mætti vera ánægður með helminginn og er hans starf ekki lítil ábyrgðarstaða," sagði Matthías Bjarnason alþingismaður í samtali við DV. Matthías segir það „óþarfa" hjá Sverri Hermannssyni, bankastjóra Landsbankans, að „öskra upp þó bankinn sé gagnrýndur á málefna- légan hátt". Matthías hefur vísað í viðbrögð Sverris við ásökunum al- þingismannsins í umræðum um skýrslu forsætisráðherra um Byggðastofnun í síðustu viku. Matt- hías sagði við DV í gær að afgreiðsla bankanna væri fálmkennd þar sem „sumir væru góðir en aðrir vondir". „Ég sagði að mér fyndist Lands- bankinn draga lappirnar varðandi viðskipti ýmissa fyrirtækja. Þá svar- aði þessi kurteisasti bankastjóri landsins að ég væri geðillur og elli- móður," sagði Matthías. Mál Matthíasar og Sverris er til- komið vegna beiðni Þórslax og Þórs- bergs á Tálknafirði til alþingis- mannsins vegna lánaviðskipta fyrir- tækisins - vegna umfangs fyrirtækj- anna, að sögn Matthiasar. Lands- bankinn hafi neitað þeim um lána- fyrirgreiðslu. „Ég sneri mér þá til viðskiptaráð- herra og bað hann um að hafa milli- göngu um að fyrirtækin fengju af- urðalán og önnur eðlileg viðskipti. Ráðherra brást við því og skrifaði bankstjórninni. Daginn eftir kom svar þar sem var sagt: „Svo er ekki.“ Þessi athugasemd er óskiljanleg en hún er kurteisislegar orðuð en svör Sverris Hermannssonar." Aðspurður um svör bankans þess efnis að annað fyrirtækið, sem fór sjálft fram á gjaldþrotaskipti, hefði verið rekið með stöðugu tapi sagði Matthías: „Er það ekki von að tap verði hjá þeim sem ekki fá fyrir- greiðslu? Þetta var stór sök Lands- bankans, og þetta er ekki eina dæm- ið.“ Aðspurður hvort Matthías ætlaði að leggja fram tillögu á Alþingi í vet- ur um „tiltekt“ í bankakerfinu sagði hann: „Ég vona að eitthvað gerist. Ég geri ekki rað fyrir aö tillaga í dag færi strax í gegn, það fer tími í fjár- lagaafgreiðslu og annað. En lífi þjóð- arinnar er ekki lokið þó þetta verði ekki afgreitt í vetur,“ sagði Matthias Bjarnason. Stuttar fréttir Ráduneyti platad Próflaus maöur plataði menntamálaráðuneytið til aö gefa út yfirlýsingu um að hann hefði meistarapróf i taugasál- fræði. Samkvæmt RÚV reyndust gögn mannsins fölsuð. UpptökurJónsLeifs Fundnar eru í Berlín upptökur Jóns Leifs á islenskum þjóðlögum frá þriðja áratugnum. RÚV greindi frá þessu. Laganemar óánægðir Laganemar við Háskóla íslands eru óánægður með hertar reglur um námsframvindu. Samkvæmt RÚV teljaþeir reglumar stangast á við jafhréttislög. Vaxtaiausián Rikíssjóður býður til áramóta einstaklingum vaxtalaust 200 þúsund króna lán tfl hlutabréfa- kaupa í Lyfiaverslun íslands sem nú stendur til aö einkavæða. Enginatvinnumiðlun íslenskir launþegar eru þeir einu á EES-svæðinu sem ekki fá aðgang að Evrópsku atvinnu-, miðluninni sem tekur til starfa í dag. Þetta kom fram á RÚV, Metafli hjá Þemey Þemey RE, einn af frystitogur- um Granda, kom til hafnar í gær með metaíla aö verðmæti um 100 milljónir króna. Hásetahluturinn er í kringum 1 milljón. 200 þúsunda álfastyrkur Viðskiptaráðuneytið hefur veitt 200 þúsund króna styrk til að kanna álfabyggö í Esjunni. Ríkis- sjónvarpið greindi frá þessu. MRiJóna iottóhagnaður Í8iensk gétspá, sem er með Lottó og Víkingalottó, hagnaðist um 448 milljónir króna á síðasta reikningsári. Samkvæmt Mbl. er þetta 100 milljóna betri afkoma enífyrra. Dagblaðaiestur — meðallestur á eintak — 58% 57% Mars '94 Okt. '94 Lestur unga fólksins á DV — eitthvað lesið í vikunni — 12 til 19 ára 20 til 24 ára PVl Fjölmiölakönnun Félagsvísindastofnunar: DVísóknhjá unga fólkinu Samkvæmt fjölmiðlakönnun Fé- lagsvísindastofnunar frá vikunni 20. til 26. október sl. hefur lestur DV á meðal unga fólksins aukist nokkuð frá síðustu könnun í mars á þessu ári. Er þá átt viö aldurshópinn 12 til 19 ára sem eitthvað las blaðið í vik- unni. Meðallestur þessa hóps hækk- ar um 8 prósentustig í 72% lestur. í aldurshópnum 20 til 24 ára heldur DV sínum 74% lestri þeirra sem eitt- hvað lásu blaðið í umræddri viku. Þess má geta að könnunin fór fram áður en DV gerði breytingar á út- gáfutíma mánudagsblaðsins og helg- arblaðsins. Fjölmiðlakönnunin, sem er dag- bókarkönnun, er unnin af Félagsvís- indastofnun fyrir DV, Morgunblaðið, íslenska útvarpsfélagið, Ríkisút- varpið, Samtök auglýsenda og Sam- band íslenskra auglýsingastofa. Tek- ið var 1500 manna úrtak úr þjóðskrá með hendingaraðferð úr aldurshópn- um 12-80 ára. Heimtur voru þokka- legar aö þessu sinni. Alls fengust 935 dagbækur frá þátttakendum sem er 64% nettósvörun af heildarúrtaki. Þetta er betri svörun en í mars sl. en lakari en í nóvember á síðasta ári. Niðurstöður könnunarinnar sýna aö dagblaðalestur er svipaður og í síðustu könnun. Miðað við meöal- lestur þeirra sem sögðust eitthvað hafa lesið blöðin minnkar lestur DV og Morgunblaðsins um einungis eitt prósentústig frá því í mars. DV fer úr 46 í 45% lestur og Morgunblaðið úr 58 í 57% lestur. í könnuninni kemur fram að með- allestur á eintak Morgunpóstsins mældist 11%. Til samanburðar má geta þess að í könnun Félagsvísinda- stofnunar í mars sl. mældist Pressan meö 15% meðallestur á eintak. Kvennalistinn í Reykjavík og Reykjanesi: Tilnef ningar á lista eru komnar vel á veg Að sögn Kristínar Halldórsdóttur, starfskonu Kvennalistans, er val á lista fyrir komandi alþingiskosning- ar vel á veg komið í Reykjaneskjör- dæmi. Fyrri umferðinni lokið og sú síðari að hefjast. „Valið hjá Kvennalistanum 1 R- kjördæmunum fer þannig fram að í fyrri umferð eru konur beönar um aö nefna einhveijar konur sem þær vilja aö verði á listanum. Út úr þvi kemur dágóður nafnalisti. Konumar á þeim lista eru síðan spurðar hvort þær gefi kost á sér á listann. Þegar ljóst er hveijar gefa kost á sér fer síðari umferðin fram. Þá eru send út bréf til sömu kvenna með upplýs- ingum um þær sem gefa kost á sér og þá eru þær beðnar að raða á list- ann,“ sagði Kristín Halldórsdóttir. Guörún Agnarsdóttir, læknir og fyrrum alþingiskona, er í stjóm sem sér um þessi mál í Reykjavík. Hún sagði að fyrri umferðinni væri lokið og sú síðari hæfist innan skamms. „Við stefnum aö því að ljúka þessu sem allra fyrst,“ sagði Guðrún Agn- arsdóttir. Hún var spurð að því hvort hún gæfi kost á sér í eitt efstu sætanna nú. Hún vildi ekki svara öðm en því aö þaö kæmi í ljós á sínum tíma. Ekki er alls staðar á landinu fariö eins að við val á lista Kvennalistans. I öðrum kjördæmum en R-kjördæm- unum em uppstillingarmálin komin mun styttra á veg. Þú getur svarað þessari spurningu meö því að hringja í síma 99-16-00. 39,90 kr. mínútan. EfsvariOerJá i ýtir þú á JJ Ef svariö er nei 2| ýtir þú á —I r ö d d FÓLKSINS 99-16-00 Á ríkið að greiða ferða- kostnað maka ráðherra? Biðlaun ráðherra: Jóhanna fær biðlaun í 6 mánuði - en Guðmundur Ámi var ekki nógu lengi ráðherra „Það er rétt, ég hef þegið biðlaun eins og lög gera ráð fyrir og ég á rétt til. Ég tel það eðlilegt þar sem ég lækkaöi í launum eftir að ég hætti sem ráðherra og varö bara þingmað- ur,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi félagsmálaráðherra, viö DV. Guðmundur Ámi Stefánsson, fyrr- verandi félagsmálaráðherra, fær ekki biðlaun þar sem hann hafði ekki starfað sem ráðherra í tvö ár. í lögum númer 92 frá 1955 í 29. grein segir að ef ráöherra hafi gegnt embætti í tvö ár eigi hann rétt á biðlaunum í 6 mánuði eftír aö hann lætur af emb- ætti. Biölaunin nema 70 prósent af ráðherralaunum. I lögunum er enginn greinarmunur gerður á því hvort ráðherra segir af sér ráöherradómi, er vikið frá emb- ætti eða lætur af starfi af öðrum or- sökum. Hann á alltaf rétt á biölaun- um hafi hann verið ráðherra í tvö ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.