Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1994, Blaðsíða 24
36 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 Þykknar upp í kvöld Guðrún Helgadóttir. Ef ég er of göm- ul eða ljót... „Ef ég er of gömul eöa ljót eða handónýt að mati félaga minna, þá kemur það bara í ljós í próf- kjörinu. Ég ætla ekki að lyfta litla fingri í prófkjörsbaráttu," segir Guðrún Helgadóttir í Alþýðu- blaðinu. Kannski skiptum við um skoóun „Ef umtalsverðar breytingar verða á Maastricht-sáttmálanum á ríkjaráðstefnunni árið 1996 er ekki útilokað að við íslendingar skiptum um skoðun," sagði Davíð Oddsson á blaðamannafundi í Tromsö. Uxnmæli Við konur höfum leið „Þetta var mjög erfitt mál fyrir mig. Mér var hlýtt til allra á þess- um vinnustað og átti þama marga vini. En ég gat ekki verið áfram því það var búið að mis- bjóða mér. Þetta mál sýnir að við konur höfum þessa leið og þurf- um að nota hana...,“ segir Jenný Sigfúsdóttir í DV eftir að Jafnréttisráð hafði unnið mál fyr- ir hana. Hannes eins og spjátrung- ur á biðilsbuxum „Hannes Hólmsteinn Gissurar- son er kyndugt peð á taflborði stjómmálanna... Hann stendur nú hægra megin á hlaði Fram- sóknarmaddömunnar, daðrar og skjallar hana eins og spjátrungur á biðilsbuxum...,“ skrifar Ósk- ar Bergsson í Tímann. Allt dómurum að kenna „Ég er hundsvekktur að tapa þessum leik. Viö fengum svo sannarlega tækifæri til að klára leikinn og vomm aö komast inn í leikinn þegar þeir skomðu fyrsta markið. Þaö var rang- stöðulykt af síðara marki Sviss- lendinga, við vorum klárir á því...,“ segir Gústaf Björnsson, þjálfari 21-árs Uðsins, í DV. Skotapilsið til halds og trausts „Þó napurt sé og fáir á ferli úti við hefur mér ekki orðið kalt, enda vel búinn, með svefnpoka sem heldur hita í allt að 20 gráða frosti og skotapilsiö, sem ég hef með mér til halds og trausts...,“ segir tjaldbúinn Garreth Jones í DV. Dómarar og sjúkraliðar „Getur það verið að ríkisstjóm- inni finnist það sæmandi aö láta kenna sig við annað eins misrétti og aö neita okkur um kjarabæt- ur, en fagna hækkunum dómar- anna?“ skrifar Steinhildur Sig- urðardóttir sjúkraliði í Tímann. Foringínn neitaði aö hermenn undir hans stjóm hefðu verið að verki. Gætum tungunnar Rétt væri: Foringinn neitaöi að hermenn undir sitmí stjóm hefflu veriö að verki. (Hið fýrra væri rétt, ef foringinn ætti viö her- menn undír sijórn einhvers ann- ars foringja.) í dag verður fremur hæg breytileg átt um allt land. I kvöld fer að þykkna upp með vaxandi austan- og suðaust- Veðrið í dag anátt syðst á landinu. í nótt verður austan stinningskaldi eða allhvass sunnan til en suðaustan gola eða kaldi norðan til. Þá verður skýjað um mestallt land og sums staðar dá- litfi súld eða rigning suðaustan til. Veður fer hægt hlýnandi. Á höfuð- borgarsvæðinu verður austlæg átt, gola eða kaldi og léttskýjað í dag en þykknar upp með vaxandi austanátt í kvöld. Austan stinningskaldi eða allhvasst og skýjað í nótt. í dag verð- ur hiti nálægt frostmarki en eins til þriggja stiga hiti í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 16.23 Sólarupprás á morgun: 10.05 Síðdegisflóð í Reykjavik: 17.58 Árdegisflóð á morgun: 6.13 Heimild: Almunak Hóskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri snjóél -1 Akumes skýjað 0 Bergstaðir léttskýjaö -A Bolungarvík srýóél 0 KeílavíkuríIugvöUur léttskýjað -2 Kirkjubæjarkiaustur léttskýjað -2 Raufarhöfh skýjað -2 Reykjavík heiðskírt -4 Stórhöföi léttskýjað 0 Bergen skýjað 4 Helsinki snjókoma -1 Kaupmannahöfn skýjað 6 Stokkhólmur skýjað -1 Þórshöfn léttskýjað 3 Amsterdam skýjað 10 Berlín skýjað 7 Feneyjar þokumóða 10 Frankfurt skýjað 6 Glasgow skúr 5 Hamborg skýjað 5 London skýjað 6 LosAngeles heiöskírt 14 Lúxemborg rigning 6 Madríd þoka 5 MaUorca þokumóða 10 Nice hálfskýjað 12 Orlando súld 19 París skýjað 7 Róm þokumóða 12 Vín skýjað 5 Winnipeg léttskýjað 2 Þrándheimur skýjað 0 Signý Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík: Tekviðgóðubúi „Það er veriö að viðra alls kyns hugmyndir i sambandi við listahá- tíöina sem hefst 1. júní 1996 og er- um við þegar farin aö skrifa til út- landa og leita samninga, en þetta er nú allt í burðarliðum enn þá og þaö verður ekki lokað fyrir dag- skrána fyrr en um áramótin 1995- 1996,“ segir Signý Pálsdóttir, ný- ráðinn framkvæmdastjóri Listahá- tíðar í Reykjavík. Signý hefur lengi starfað að list- Maður dagsins um, var meðal annars tvívegis leik- hússtjóri á Akureyri.en flutti fyrir ári á Suðurland: „Ég sagöi upp starfi minu hjá Leikfélagi Akur- eyrar í fýrra og flutti í sveit á Suö- urlandi, bý á Þórustöðum í Ölfusi. Þar hef ég sinnt ritstörfum og áhugaleikhúsum í grenndirrai, en tók við starfi framkvæmdastjóra Listahátiðar í Reykjavík um miöj- Signý Pálsdóttir. an október, en bý á Þórustöðum og fer ó milli í rútu eða bfl.“ Um afkomu síðustu listahátíðar sagði Signý að það liti út fyrir að endar næöu saman: „Ég hef verið svo heppin að i hvert skipti sem ég tek viö nýju starfi þá tek ég við góðu búL“ Aðspurð um kvikmyndahátíð sem ráðgerö er 1995 sagði Signý: „Kvikmyndahátið er annað hvert ár á móti iistahátið en kvikmynda- gerðarmenn hafa nú farið fram á að gera hátíöina að sérhátíð þar sem efht yrði meöal annars til sam- keppni og sú hátíð heffli eigin fram- kvæmdastjóra og eru viðræður um þessa hluti í gangi þessa dagana.“ Sambýlismaður Signýjar er Árni Möller, bóndi á Þórustöðum, þar sem svínarækt er helsta búgreinin. Aöspurð um áhugamál sagði Signý: „Leíklistin hefur alltaf verið mitt helsta áhugamál og ég fylgist vel með í henni. Ég hef einnig mjög gaman af lestri ljóða og skáldsagna og svo er ég farin að stunda golf á sumrin og þar langar mig tfl að verða betri en ég er í dag." Myndgátan Á fótum fjör að launa Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. Heil umferð í úrvals- deildinni í körfubolta Körfúboltinn verður á fullu í kvöld, en þá verður leikin heil umferö i úrvalsdeildinni en þar eru nú línur aöeíns farnar að skýrast. Eins og við var að búast eru Suðumesjaiiðin sterk og verða 1 toppbaráttunni og eins er KR-liöið sterkt um þessar mund- ir. Leikir kvöldsins, sem allir hefjast kL 20.00, eru: ÍA-Skalla- grímur, leikinn á Akranesi, Grindavík-KR, leikinn í Grinda- vík, ÍR-Keflavík, leikinn í Reykjavik, Haukar-Þór, leikinn í Hafnarfirði, Snæfell-Njarðvík, leikinn i Stykkishólmi og Valur- Tindastóll, leikinn í Reykjavik. í kvöld er einnig einn leikur i 1. deild kvenna í körfubolta, Breiðablik keppir við Njarðvík, og einn leikur í 1. deild karla, ÍS keppir við Breiðablik. Skák Úrslit Evrópukeppni taflfélaga hefjast 1 Lyon í Frakklandi á morgun, fóstudag. Átta sveitir tefla til úrslita, þar á meðal sveit Taflfélags Reykjavikur sem skipuö er Helga Ólafssyni, Hannesi Hlífari Stef- ánssyni, Jóni L. Ámasyni, Karli Þor- steins, Helga Áss Grétarssyni og Bene- dikt Jónassyni. í 2. riöli undankeppninnar kom þessi staða upp í skák Kruppa, frá Donbass í Úkraínu, sem komst áfram og Nisipeanu, frá Búkarest. Kruppa hafði hvítt og átti leik: 28. Hg7 + og svartur flýtti sér aö gefast upp, áður en hvítur gæti fómað drottn- ingunni eftir 28. - Ke8, með 29. Dxe6! með skjótum sigri. Jón L. Árnason Bridge Keppnisstjórinn kunni, Kristján Hauks- son, sendi þættinum þetta spil sem kom fyrir á fyrsta spilakvöldi Bridgefélags Hafnarfjarðar síðasthöinn mánudag. Gefum honum orðið: Þau geta verið erflð þessi handgefnu spil. Sagnir gengu þann- ig í lokuðum sal, austur gjafari og allir á hættu: ♦ - - V K62 ♦ DG8753 + G976 ♦ ÁKD10984 —n- V __ ♦ Á1064 V . + D4 >—=- ♦ 53 ¥ ÁG109873 ♦ K + 853 V D54 ♦ 92 Austur Suður Vestur Norður pass 2* 2* dobl 34 pass 44 4 g pass Sf 54 pass pass 6+ dobl 6f dobl P/h Tveggja tígla opnunin var multi (veik opnun með annan hvom hálit- anna), dobl var úttektarsögn og fjög- ur grönd bað suður um að segja litinn sinn. Sex lauf er nokkuð þokukennd sögn, sennilega gerð til þess að af- stýra útspili í þeim lit eða villa um fyrir andstæðingunum. Segja má að sú sögn hafi haft áhrif, því vömin missteig sig illilega með dramatísk- um afleiðingum. Vestur hóf vömina á tígulásnum út, austur setti níuna (frávísun) og suður kónginn. Vestur taldi að sagnhafi væri að reyna að plata hann í tígullitnum (með K2) og spilaði næst tígulfjarka. Sagnhafi setti fimmuna sem átti slaginn. í þriðja slag var hjartagosa svínað, ás í hjarta, hjarta spilað á kóng og lauf- um hent í frítíglana í blindum. Sagn- hafi stóð þannig spilið og þáði fyrir það 1660 í dálkinn. Samningurinn í opnum sal var 6 spaðar, sem auð- veldir voru til vinnings og bættust því við 1430 á hinu borðinu, 3090 stig samtals sem er 22 impa sveifla!.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.