Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1994, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 Spuriiingin Átt þú jó jó? Þorsteinn Magnússon: Nei. Ari Þórðarson: Já, ég á þrjú jó jó. Anna María Ingibergsdóttir: Já, ég á fimm. Þorsteinn Jónas Sigurbjörnsson: Já, ég á tvö. Bjargey Ósk Stefánsdóttir: Já, ég á tvö. Lesendur Minnkandi áhugi á ESB Hvað t.d. um tolla á fiskafurðir okkar í ESB-löndunum? Hallgrímur skrifar: Ég leyfði mér að setja fram þá kenningu í lesendabréfi í DV hinn 29. sept. sl. að mjög fjaraði undan íslenskum Evrópuáhuga og tauga- stríðið við Norðmenn heföi þar átt mikinn þátt. Það fer heldur ekki fram hjá nein- um að flestir forystumenn stjórn- málaflokkanna hér, utan Alþýðu- fiokksmenn, snúast gegn aðild að ESB í náinni framtíð. Þessir sömu- stjórnmálamenn, sem eru andvígir ESB-aðild, hafa þó ekki gefið neina viðhhtandi skýringu á því hvað eigi þá að verða um „aumingjann í Atl- antshafi“, ísland. Ég hef t.d. ekki séð það úthstað hvaða tollar verða á okk- ar fiskafurðum í ESB-löndunum eftir að við verðum einir utan sambands- ins. Ég veit það eitt að Finnar hafa hækkað tolla á síldarafuröum okkar og þaö gefur ljóslega til kynna hvaö í vændum er annars staðar. Það skyldi þó aldrei vera að margir íslenskir stjórnmálamenn séu and- vígir inngöngu í ESB af þeim sökum að þá verði þeir að hlíta þeim reglum og siðvenjum sem gilda í þróuðum ríkjum nú á dögum? Þaö verður t.d. ekki hægt að fara kollsteypur í geng- ismálum. Það verður ekki hægt að stöðva innflutning frá hinum aðild- arlöndunum, innílutning sem nú er bannaður hér með reglugerðum og orðhengilshætti. Og stjórnkerfið byggðist ekki upp á misvægi atkvæða kjósendanna eins og nú er. - Og sennilega yrðum við að koma á her- skyldu í landinu líkt og í öllum hin- um löndunum innan ESB! En hvað ætla ráðamenn þá að gera? Ætla þeir að halda því fram að viö getum í raun verið utan hinna sterku bandalaga á viðskiptasviðinu, bæði austanhafs og vestan? Auðvitað vita þeir betur. Þeir vita sem er að ef ekki verður af inngöngu okkar í ESB verður að knýja á um utanríkissam- skipti annars staðar. Ég trúi því ekki að forráðamenn okkar í stjómmál- um hafi ekki nú þegar ákveðna leið í huga, og séu jafnvel búnir að marka þá stefnu á bak við tjöldin. Mér segir svo hugur um að næsta mál á dag- skrá frá þeirra hendi verði það að knýja á um samskipti við Bandaríkin ein eða NAFTA-samning eins og þeir forsætisráðherra og utanríkisráð- herra eru búnir að leggja drög að með því að undirrita beiðni til for- seta Bandaríkjanna um aðild að NAFTA-samkomulaginu. - Við sjáum hvað setur að nokkmm vikum liönum. Maður, líttu þér nær! Jakob Gunnar skrifar: Við búum í landi sem að stærð og náttúruauðsæld ætti að geta gagnast mun meiri mannfjölda til góðrar af- komu ef vel væri á málum haldiö. Það er því furðulegt að hér skuh blasa við ömurlegt efnahagsástand, þar sem margir búa við mikla fá- tækt, jafnvel sumir hörmulegt ástand. - Hvað veldur? Orsökin virðist einfaldlega sú að hér ríki óæskileg stjórnun sem ein- kennist af sérhagsmunabaráttu í rík- um mæli; stjómendur hyggja nánast einvörðungu að eigin hag og sinna nánustu. Furðulegt að þetta skuli vera viðvarandi árum saman í ríki þar sem lýðræði á að ríkja. Er það þá kannski lýðurinn, fólkið, sem þessu veldur? Vissulega, því svo virðist sem umboðsmönnum lýðsins nægi það eitt fyrir hverjar kosningar að ausa út einhverjum fjármunum í auglýsinga- og áróðursblaður í fjöl- miðlum. Léti nú meirihluti þjóðarinnar verða af því aö íhuga stjórnmálin í anda náungakærleika og þess raun- vemlega, er hentar almannaheill, þá myndi æði margt breytast til batnað- ar. Þá myndi framleiðsla og atvinnu- líf taka örum breytingum og þá myndi sú árátta minnka að æ fleiri koma sér í margfalt hærri launa- skala en hinir almennu þegnar hér á landi. Það er annars vegar kerfið sem þarf að breytast til að ná hér upp þeirri velmegun sem lífríki landsins býður upp á og hins vegar hugarfar landsmanna hver til annars. - Ef fólk hugsaði þessi mál raunhæft, óháð sérhagsmunum, þá myndi auðvelt að mynda jákvæða samstöðu í þjóð- félaginu um réttlátari stjórnarhætti sem allir gætu vel við unað. Þorskstof ninum verður að bjarga Sigdór Ó. Sigmarsson skrifar: Er hægt að ná þorskstofninum upp úr þeirri lægð sem hann er nú í? Já, en það verður að vilja og þora. - Og slíkar ráðstafanir er ekki hægt að j gera án þess að styggja einhverja. En þar stendur hnífurinn í kúnni, því alþingismenn hugsa alltaf um atkvæðin og því spyija þeir; Hve mörgum atkvæðum tapa ég ef ég beiti mér fyrir þeim ráðstöfunum sem þarf að gera? Það sem m.a. þarf að gera er að banna öll netaveiðarfæri, þau sía úr þann fisk og þá stærð af fiski sem Hringiö í síma milli kl. 14 og 16 -eöa skrifið Nafn og símanr, veröur aö fyigja bréfunj „Og hvað endast karfamiðin lengi?“ spyr bréfritari m.a. heldur uppi fiskistofninum. Hrognin úr stóra fiskinum þola betur mis- munandi skilyrði í sjónum. Mönnum ætti að vera í fersku minni þegar stóri fiskurinn fyrir Suðurlandi var veiddur í nót. Síðan hefur þorsk- stofninn aldrei náð sér upp aftur. Banna þarf alla snurvoð í fjörðum og flóum og hleypa ekki togurum grynnra en 200 metra, þ.e.a.s. þá sem eru á þorsk- og ýsuveiðum. Ég hugsa meö hryllingi til þessara stóru flot- trolla sem stóru togaramir eru með og taka fiskinn í hrygiíingarástandi. Þar á ég við t.d. karfa og blálöngu og raunar fleiri tegundir. Eða hve margar karfaslóðir höfum við eyði- lagt í kringum landið? Það muna ekki nema eldri sjómenn. Og hvað með Nýfundnalandsmiðin? Og hvað endast karfamiðin lengi enn? Ég þykist hafa talsvert vit á þessu, því ég er búinn að stunda sjó- mennsku í yfir 50 ár með flestöllum veiðiaðferðum sem tíðkast hér við land. Menn sem segjast hafa vit á þessum hlutum mega rengja þetta ef þeim svo sýnist. Látum skynsem- ina ráða, veiðum með krókum á grunnslóð. Samningurvið ístakeða...? Hörður Jónsson skrifar: Ég fylgist spenntur með þvi hvort borgarráð samþykkir aö ganga tii samnmga við ístak um stækkun á Laugardalshöllinni eins og Innkaupastofnun hefur lagt til. Margir hafa gert tilboð í verkiö og það gerír málið dálítið snúið fyrir borgarráð eins og þaö er saman sett. En kannski er ís- tak það öflugt að það geti boðið verulega Iægra en kostnaðar- áætlun við verkið, Ég hygg nefhi- lega að margir myndu jafnvel vilja tapa á verkútboðinu bara til þessaðfáþaö! Meðferðin á Lindu Snorri hringdi: Ég lýsi furðu minni á framferði lögreglunnar og á þeirri meðferð sem okkar heimsfræga Linda Pétursdóttir fær hjá löggæslu- mönnum, og það án þess að hún hafi nokkum þátt átt í því sem upphaflega var kært út af. Mér finnst að lögreglan verði að fá endurhæfmgu í samskiptum við almenning eftir þessa leiðinda- meðferð á Lindu. - Hér hlýtur eittlivað að hggja að baki hjá lög- reglu og það verðm að upplýsa. Leiguaðall borgarinnar Benedikt Sigurðsson skrifar: í morgunþætti rásar 2 í morgun (þriðjud. 15. nóv.) var rætt við konu frá Félagsmálastofnun þar sem hún lýsti vel ásókn í aðstoð úr þessum sameiginlega sjóði okkar. Við vitum vel að margir eíga I erfiðleikum, sumir tíma- bundið og aðrir mun lengur. Koma verðm- til móls við þetta fólk að svo miklu leyti sem það á í raunverulegum erfiðleikum. í sumum tilvikum er borgin þó að greiöa að óþörfu fyrir fólk sem vel getur séð um sig sjálft. í les- endabréfi í DV 4. þ.m. var t.d. bent á leiguíbúðir í Tjarnargötu sem væru eftirsóttar, talaði bréf- ritari þar um „leiguaðalinn" í Tjarnargötu. Aöstoð á þessum forsendum er óæskileg og er Reykjavíkurborgtil vansa á með- an raunverulegt nauðþurftarfólk hður. Læknasamstaðan Þorsteinn hringdi: Undarlega finnst mér staðið að máium í heilbrigðisráðuneytinu þar sem læknasamstaðan virðist ofan á. Þar virðist þó flest í óreiðu, allt frá feröapeningum toppanna til bókhaldsgagna í formi kvittana eða að færa sjóð- bók. Samstaða læknanna í heil- brigðisráðuneytinu er með ein- dæmum og greiðslur til fyrrv. tryggingayfiríæknis eru þá fyrst skiljanlegar þegar litið er til þess að yfirmenn þessa ráðuneytis eru læknar og virðast nú staðráðnir í að komast heilir og óskaddaðir frá skýrslu Ríkisendurskoðunar. Það hefur áður reynst sumum þrautin þyngri. Sterkt heilbrigðiskerfi F.H. hringdi; Ég er ein þeirra sem hef þurft að vera sjúklingur og gengist undm stórar aðgerðír á spítölum. Og þaö þarf ekki verkfallsástand til þess að ófremdarástand sé á sjúkrahúsum okkar. Ég var t.d. látm liggja frarami á gangi eftir aðgerö vegna plássleysis og síðar send beint heim þrátt fyrir óvið- undandi ástand. Ég tel ekki for- svaranlegt að leggja ekki meiri áherslu á heilbrigðiskerfið en nú er gert. Með meiri fjárveitingum til þess væri ástandið í góðu horfi. Við þurfum sterkt heil- brigðiskerfi og eigum að geta staðið undir því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.