Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 Tréttir DV Stj ómarmyndun samkvæmt skoðanakönnun DV: Framsóknarflokkurinn kominn í lykilstöðu verði niðurstaða þingkosninganna eins og skoðanakönnunin Stjórnmálafræöingar og áhuga- menn um stjónmál sem DV ræddi viö um niðurstöðu skoðanakönnun- ar DV um fylgi stjómmálaflokkanna eru sammála um að ef útkoman í þingkosningunum í vor verður eins þá er Framsóknarflokkurinn í lykil- stöðu við stjómarmyndun. Hann gæti, samkvæmt könnuninni, mynd- að tveggja flokka stjóm með Sjálf- stæðisflokknum og þriggja flokka stjóm með Aiþýðubandalagi og Þjóð- vaka. Eins er hugsanleg stjórn Sjálf- stæðisflokks og Þjóðvaka. Möguleik- ar em líka á nokkrum öðrum mynstrum af þriggja flokka stjórn. Samkvæmt skoöanakönnuninni fengi Alþýðuflokkur 4 þingmenn, Framsóknarflokkur 15, Sjálfstæðis- flokkur 20, Alþýðubandalag 8, Kvennahsti 4 og Þjóðvaki 12 þing- menn. Það þarf 32 þingmenn til að mynda meirihluta á Alþingi. Svanur Kristjáns- son prófessor „Þaö eru þarna nokkur stjómar- mynstur möguleg. En ég tel líklegast að mynduð verði tveggja flokka stjórn eftir kosningar verði þess ein- hver kostur. Ég tel líklegt að það verði annars vegar Sjálfstæðisflokk- ur en hins vegar Framsóknarflokkur eða Þjóðvaki. Ég tel að stjórn Sjálf- stæðisflokks og Alþýðubandalags sé mjög líkleg fái þessir flokkar meiri- hluta á þingi. Yrði niðurstaða kosn- inga eins og þessi skoöanakönnun þyrði ég ekki að spá hvort líklegri væri stjórnarmyndun Sjálfstæðis- flokks- meö Framsókn eða Þjóð- vaka,“ sagði Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræðum. Mörður Árnason, stjórn- málaáhugamaður „Ef niðurstaða kosninganna verð- ur eins og þessi skoðanakönnun tel ég langlíklegast að Sjálfstæðisflokk- ur og Framsóknarflokkur myndi rík- isstjórn. Ef Framsóknarflokkurinn leggur mikið upp úr því að eiga for- sætisráöherra þá er hægt að mynda þriggja flokka stjórn Framsókn, Al- þýðubandalag og Þjóðvaki. Ef Sjálf- stæðisflokkur og Alþýöubandalag fá meirihluta eftir kosningar tel ég stjórn þeirra mjög líklega, jafnvel lík- legasta. En samkvæmt þessari skoð- anakönnun er Framsóknarflokkur- inn í lykilstöðu," sagði Mörður Áma- son stjómmálaáhugamaður. Gunnar Helgi Krist- insson dósent „Möguleikarnir til stjórnarmynd- unar eru nokkrir ef niðurstaða kosn- inga yrði eins og þessi skoðanakönn- un. Það er því erfitt að segja hver þeirra yrði fyrir valinu. Eitt er þó ljóst að Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu. Ég held að Jóhanna myndi gera allt sem hægt væri til að mynda stjórn með félagshyggju- flokkunum áður en hún sneri sér aö Sjálfstæðisflokknum. Þriggja flokka stjórn Framsóknarflokksins, Þjóð- vaka og Alþýðubandalags, undir for- ystu Framsóknar, er því ekki ólikleg niðurstaða. Á hinn bóginn þykir mörgum meira aðlaðandi að vera í tveggja flokka stjórn. Og ef við tölum um tveggja flokka stjórn þá mun það ráðast af vilja Framsóknarflokksins. Hann er í lykilstöðu hvemig sem við lítum á málið,“ sagði Gunnar Helgi Kristinsson, dósent í stjórnmála- fræði. Rannsókn Miðhúsasilfursins miðar vel áfram: Skýrsla Campells höfð til hliðsjónar - segir Olav Olsen, þjóðminjavörður Dana „Þetta mál er til rannsóknar hér en allar upplýsingar veitir Lilja Árnadóttir, safnstjóri Þjóðminja- safns íslands. Munimir eru í rann- sókn og henni mun verða lokið áður en langt um liöur," segir Lars Jorg- ensen, forvörður á danska þjóð- minjasafninu, um Miðhúsasilfrið sem er þar til rannsóknar. Eins og greint hefur verið frá í DV eru uppi efasemdir um aldur hluta silfursjóösins sem fannst að Miðhús- um síðsumars árið 1980. Rannsókn sem breski prófessorinn James Gra- ham-Campell framkvæmdi á sjóðn- um hér á landi síðastliðið vor leiddi í ljós að hluti sjóðsins væri ekki frá víkingaöld eins og talið hefur verið. í framhaldi af því ákvað þjóðminja- ráð að senda sjóðinn til frekari rann- sóknar erlendis. Fram kom í samtah við Birthe Gottlieb, starfsmann danska þjóð- minjasafnsins sem kom að málinu í upphafi, í DV í desember að hún hefði ekki heyrt af rannsóknum pró- fessors Campells. Olav Olsen, þjóð- minjavörður Dana, sagði í samtali viö DV að Lars Jorgensen hefði skýrslu Campells undir höndum og rannsóknin væri unnin með hliðsjón af henni. Ekki náðist í Lilju Árnadóttur til að fá upplýsingar um hvernig rann- sókn málsins gengur þrátt fyrir ítrekaöar tilraunir. -PP Forsetakosningamar á næsta ári: Flestir vilja Vigdísi í framboð Vigdís gefi kost é sér til endurkjörs? — af þeim sem tóku afstööu — 80,6% 19,4% Fylgjandi Andvígir £ Skoianakönnun DV Mikill meirihluti þjóðarinnar vill aö Vigdís Finnbogadóttir forseti gefi kost á sér til endurkjörs í forseta- kosningunum á næsta ári. Tæplega fimmtungur þjóðarinnar er andvígur því. Þetta kom fram í skoðanakönn- un sem DV gerði í vikunni. Úrtakið í könnuninni var 600 manns. Jafnt var skipt á milli kynja og eins á milh landsbyggðar og höf- uðborgarsvæðisins. Spurt var: „Ertu fylgjandi eða andvígur því að Vigdís Finnbogadóttir forseti gefi kost á sér til endurkjörs á næsta ári?“ Niðurstöður könnunarinnar uröu á þann veg að 75,7 prósent aðspurðra sögðust fylgjandi þvi að Vigdís gæfi kost á sér til endurkjörs en andvigir reyndust 19,2 prósent. Óákveðnir reyndust 4,5 prósent og 1,6 prósent neituðu að gefa upp afstöðu sína. Sé einungis tekið mið af þeim sem afstöðu tóku í könnuninni reyndust 80,6 prósent vera fylgjandi því aö Vigdís gæfi kost á sér til endurkjörs en andvíg reyndust 19,4 prósent. -kaa Lögreglan i Keflavík hefur nú til rannsóknar þjófnað á um hálfu tonni af fullunnum hákarli úr hjalli á Vatnsleysu- strönd. Hákarlinn er í eigu Sigurðar Hólm sem hér stendur í hjallinum innan um beiturnar sem ilma áreiðanlega vel ef marka má ánægjusvipinn á andliti Sigurðar. Hann er þess fullviss að hér sé um hundruð þúsund króna tjón að ræða. Fjárhagstjónið er þó ekki verst, segir hann, heldur hitt að geta ekki staðið við skuldbindingar sem hann er búinn að gera enda þorrinn i nánd og hefðbundið hákarlaát á þorrablótum fram undan. Hákarlinum hefur veriö stolið á milli jóla og nýárs og hafa þjófarnir ekki komist á brott með þýfið öðruvisi en á stórum bil. Ætla má að nokkur „fnykur“ sé af þeim staö þar sem þýfið er geymt og eru þeir sem telja sig geta gefið upplýsingar um hvar það er að finna beðnir að hafa samband við lögreglu. DV-mynd Sveinn/pp Skrifað undir maka- skiptasamning I gær íslandsbanki og Samvinnulífeyr- issjóðurinn undirrituðu 1 gær makaskiptasamning vegna hús- eigna fyrirtækjanna. Bankinn yfir- tekur húseign lífeyrissjóðsins og íslenskra sjávarafurða, Sambands- húsiö á Kirkjusandi, og lætur i staöinn Holiday Inn-hótelið og skrifstofuhúsnæði íslandsbanka í Húsi verslunarinnar. Eignimar, sem hvor aðill leggur fram, eru metnar á yflr hálfan milljarð króna, samkvæmt upplýsingum íslandsbanka. Forráðamenn íslandsbanka stefna að því að flytja höfuðstöðvar bankans og skrifstofur dótturfélag- anna VÍB og Glitnis í Sambands- húsiö á næstu 6 til 7 mánuðum en starfsemi bankans fer fram á fimm stöðum í Reykjavík í dag. Áður hafði íslandsbanki náð samningi við Landsbankann um kaup á baklóðinni við Kirkjusand. Meö í þeim kaupum fylgja tvær vöruskemmur og frystigeymsla áfóst Sambandshúsinu. Skemm- umar verða rifnar en frystigeymsl- an áfram leigð út, samkvæmt fréttatilkynningu frá íslands- banka. Að auki eru á lóðinní tvö hús í eigu íslenskra sjávarafurða, skreiðarskemma og þróunarsetur. íslandsbanki yfirtekur skreiðar- skemmuna en reiknað er með að íslenskar sjávarafurðir haldi starf- semi þróunarseturs síns áfram. Samvinnulífeyrissjóðurinn mun nýta hluta húsnæðisins í Húsi verslunarinnar fyrir eigin skrif- stofur en Holiday Inn-hóteliö hefúr veriö selt hlutafélagi í eigu Kaup- garðs, Hótel Reykjavíkur, Mænis og Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar hf. Kaupverð fæst ekki uppgefiö en Kaupgarður gerði á sínum tíma 500 milljóna tilboð i hótelið. Þess má geta að eigendur Mænis keyptu á dögunum hluta Borgarkringlunnar. Nýir eigendur að hótelinu stefna aö því að opna það í mars nk Eftir er að kanna hvortþað verður rekið undir nafni Holiday Inn eða sem sjálfstætt hótel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.