Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 ' Stuttar fréttir Utlönd Óttast hefndaraðgerdir Franska leyniþjónustan óttast aö múslímar ráöist gegn frönsk- um hagsmunum til aö hefna dráps á flugracningjunum um jól- in. Pólfararheim Búist er viö aö fjórir norskir suöurpólsfarar komi heim eftir eina viku en veöur gæti þó seink- að fór. Banda formlega ákærður Kamuzu Hastings Banda, fyrrum haröstjóri og einvaldur í Afr- íkuríkinu Malaví, hefur verið formlega ákærður fyrir hlutdeild í morði á fjórum stjórn- málamönnum áriö 1983. Vinsælbák Bók um spillingu í hirö Mitterr- ands Frakklandsforseta seldist mest allra bóka þar á bæ i fyrra. Útvarpsstöðlokað Franskri útvarpsstöð verður lokað í sólarhring vegna þess að þulur sagði fréttir af drápi á löggu góðar fréttir. Betrí póstþjónusta Póstsamgöngur við nýju ESB- löndin veröa auðveldari fyrir fólk innan ESB vegna minna skrif- ræðis. Frjálsir markadir? Peter Sutherland, forstjóri heimsviðskiptastofnunarinnar, segir erfitt að ímynda sér algjör- lega frjálsa markaði. Frakkarlírak Frakkar ætla að auka tengslin við írak, Bretum til hrellingar. Ritterróleg Ritt Bjerre- gard, sem fer með umhverf- ismál innan framkvæmda- stjórnar ESB, hefur ekki mikiar áhyggj- ur af gagnrýni sem hún hefur fengiö frá um- hverfísmálanefnd Evrópuþings- ins. Snjórveldurusla Snjókoma í Evrópu olli miklum usla á vegum Frakklands og Hol- lands i gær. Blaðamaður myrtur Blaðamaður við alsírskt dag- blaö var myrtur í gær, sá 25. síðan i mai i fyrra. Reuter, NTB, Ritzau HHutabréf erlendis: Verðlækkun Hlutabréfaverð í helstu kauphöll- um heims hefur lækkaö nokkuð í byrjun ársins 1995 eftir dálitla hækk- un milh jóla og nýárs. í New York hefur Dow Jones lækkað lítillega vegna ótta fjárfesta við vaxtahækk- un í kjölfar skýrslu um atvinnu- ástandiö í Bandaríkjunum í desemb- er sl. Hlutabréfaverð í Tokyo hefur lækkað vegna ótta Japana um aö stórir erlendir fjárfestar væru aö flýja markaöinn. í Hong Kong og víð- ar í Asíu hefur aukinn þrýstingur á sölu hlutabréfa lækkað veröið. Bensínverð á markaöi í Rotterdam hefur verið á uppleiö í byrjun árs en hins vegar hefur verö á hráolíu lækkað. Reuter Noregur og Kanada vilja hafa hemil á úthafsveiðum: Semja um aukið f iskveiðieftir I it Stjórnvöld í Noregi og Kanada hafa gert meö sér samkomulag um aö framfylgja ákvöröunum um fiskveið- ar utan efnahagslögsögu landanna og veröur það kynnt í Osló á mánu- dag. Samningur þessi er hinn fyrsti sinnar tegundar og gerir löndunum kleift aö halda uppi strangara eftir- liti meö veiðum á alþjóðlegum haf- svæðum. Samningur ríkjanna tveggja mun þó ekki gera Norðmönnum kleift aö stöðva veiöar íslenskra skipa í Smug- unni, að því er norska fréttastofan NTB segir. Brian Tobin, sjávarútvegsráðherra Kanada, kemur í opinbera heimsókn „Ég held mikið upp á hlutverk Guöbrands. Mér finnst ég á margan hátt í ætt við hann,“ segir norski leik- arinn Jan Gronli í samtali við DV. Gronli hefur nú fengið verðlaun norska ríkisútvarpsins, bláa fuglinn svokallaða. fyrir leik sinn í Nætur- gesti, útvarpsleikriti Andrésar Ind- riðasonar. til Noregs á mánudag. Af því tilefni munu hann og Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegsráöherra Noregs, stilla saman strengi sína til að koma sjón- armiðum sínum aö á lokaáfanga út- hafsveiðiráöstefnu Sameinuðu þjóö- anna. Samkomulag Norömanna og Kanadamanna felur í sér aö norska strandgæslan getur tekiö kanadísk skip sem eru aö veiðum sem stríða gegn norskum hagsmunum, t.d: í Smugunni. Kanadamenn geta gert hið sama við norsk skip utan eigin lögsögu en þeir hafa lengi átt í stríöi viö erlend fiskiskip sem hafa þurrk- aö upp miðin utan 200 mílna lögsög- „Verkiö er mjög vel skrifað og spennandi. Ég sendi Andrési upp- töku af því og fékk mjög góöa kveöju frá honum til baka en því miður hef ég ekki fengið tækifæri til að hitta hann sjálfan," segir Gronli. Blái fuglinn er veittur árlega fyrir framúrskarandi leik í útvarpi. í rökstuöningi fyrir úthlutuninni nú var túlkun Gronlis á aðalhlutverk- inu í verki Andrésar mjög lofuð sem unnar. Löndin geta einnig neitaö skipúm um að koma til hafnar, liggi ljóst fyrir að þau hafi brotið reglur. í norska sjávarútvegsráðuneytinu vonast menn til að samningur þessi geti orðið fyrirmynd aö samningum viö önnur lönd sem glíma við sam- svarandi vandamál. Norðmenn og Kanadamenn vonast til aö úthafsveiðiráðstefna SÞ gefi út bindandi ■ yfirlýsingu sem veiti strandríkjum aukinn rétt til að stjórna veiðum utan 200 mílna lög- sögunnar. Til stendur aö ráöstefn- unni ljúki í hausf. NTB og sjálft hlutverkið. Útvarpið sendi leikritið út aö nýju í gær og norskir útvarpshlustendur geta heyrt það aftur á morgun. Reiknaö er með aö um 450 þúsund manns hlusti að jafn- aði á norska útvarpsleikhúsið. Jan Grenli er kunnur leikari hér í Noregi. Hann er fastráðinn viö Det norske teatret og fer þar nú með eitt aðalhlutverkið í Afturgöngum Hen- riks Ibsens. Kissinger heidr- ar minningu lát- insráðherra Henry Kissin- ger, fyrrum ut- anríkisráð- herra Banda- ríkjanna, verð- uríforsætiþeg- ar þess veröur minnstþann 13. janúar að eitt ár er liðið frá dauða Johans Jörg- ens Holsts, utanríkisráöherra Noregs. Gro Harlem Brundtland, for- sætisráðherra Noregs, mun setja minningarathöfnina en síðan flytur Kissinger íýrirlestur í sam- vinnu viö nóbelsstofhunina og norsku utanríkismálastofnunina um málefni Evrópu. Rússarætlaað halda sókninni í Grosníáfram Rússnesk stjómvöld sögðu í gær að þau ætluöu að halda áfram hemaðaraðgerðum sínum í Tsjetsjeníu til að reyna að kveða uppreisnarmenn í kútinn. Inn- rásarliöið herti sprengjuárásir sínar á höfuðborgina Grosní. Jeltsín Rússlandsforseti sagöi öryggisráöi sínu að hann vildi aö sett yrði dagsetning á endalok aðgerðanna svo að hægt yröi að senda sveitir innanríkisráðu- neytisins tii að halda uppi lög- reglueftirliti. Clinton Bandaríkjaforseti sendi Jeltsín bréf i gær þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum yfir herfórinni og bað Jeltsín að taka það aðeins rólegar. Sómölskum börnum smygl- aðtil Noregs Sex sómölsk börn á aldrinum þriggja til sautján ára, sem var smyglað inn til Noregs á fimmtu- dag, fá aö öllum líkindum dvalar- leyfi í landinu af mannúðará- stæðum. Það heyrir til undan- tekninga aö bömum sé vísað úr landi. Börnin, sem eru systkini, voru skilin eftir í komusal Fornebu- flugvallar við Ósló skömmu eftir að flugvéhn sem þau komu með var lent. Þegar lögreglan uppgöt- vaði þau var manneskjan sem kom meö þau þegar flogin á brott. Deildarstjóri útlendingaeftir- htsins segir að litiö sé svo á að börnin vilji leita hæhs í Noregi og umsókn þeirra fái venjulega meðferö. Hægrisinnar ekkiendilegaá móti hommum Alessandra Mussohni, þingmaöur ný- fasista á ítahu og bamabarn Benitos, fas- istaharðstjóra á stríðsárunum, segir aö þaö eigi ekki lengur að vera sjálfgefið að hægrisinnaðir stjórnmálaflokkar séu á móti samkynhneigðum. „Það er ekkert rými fyrir öfga- sinnaöa afstöðu nú til dags," sagði Alessandra í viðtah viö tímarit homma í Róm. Hún sagði aö afi sinn hefði ver- ið andvígur ofsóknum Hitlers á hendur samkynhneigðum í Þýskalandi nasismans. Alessandra er 32 ára og gengur meöa fyrsta barn sitt. Hún sagðist vera á því að hommar og lesbíur ættu að fá að ættleiöa böm. NTB, Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis Nikkei 2050$ 20000 19500 19000 18500 11 A 19519,46 5 0 N D J Japanska prinsessan Kiko heldur á nýfæddri dóttur sinni, prinsessunni Kako, sem kom í heiminn þann 29. desemb- er. Með henni á myndinni er eiginmaðurinn, Akishino prins, en þau áttu aðra dóttur fyrir. Kako litia fór heim i gær. Simamynd Reuter Næturgestur Andrésar Indriðasonar: Verðlaun f yrir aðalhlutverkið Gísli Kristjánsson, DV, Ósló:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.