Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 7. JANUAR 1995 9 Menning Marisa Tomei i romantiskum dinner við kertaljós með manni drauma sinna. Eða hvað? Stjömubíó - Aðeins þú: ★★ Ást og rómantík í borginni eilífu Mikið er Ítalía annars óskaplega fallegt og sjarmer- andi land og fólkið sprelllifandi og skemmtilegt. Ekki bara í ótal amerískum og öðrum bíómyndum heldur líka í raunveruleikanum. Það skal því engan undra þótt kvikmyndastjórar í Hollywood hafi löngum talið landið ákjósanlegt sögusvið fyrir rómantískar ástar- myndir. Og hvaða borg hæfir slíku hlutverki betur en borgin eilífa, sjálf Rómaborg? Engin, því er fljótsvar- að. Það vita allir sem þangaö hafa komiö. Við fáum að fylgjast með tveimur ungum konum sem fara til Ítalíu að leita ástarinnar, önnur meðvitað, hin ómeðvitaö. Faith (Tomei) eltir þangað mann, eða öUur heldur nafn á manni, sem bæði andaglas og spákona höfðu fyrir löngu sagt henni að væri hennar eini og sanni sálufélagi, maðurinn sem henni væri ætlaður. Hún hefur þó aldrei séö hann og veit að öðru leyti ekkert um hann. Kate (Hunt) er mágkona hennar, óhamingjusöm í hjónabandi'nu, að hún heldur, og not- ar tækifærið tíl að Uýja eiginmanninn. Engin ástarmynd sem gerist á Ítalíu og viU láta taka sig alvarlega sem slíka getur verið þekkt fyrir að teUa ekki ffam ítölskum glaumgosa. Við verðum ekki fyrir vonbrigðum hér því fatakaupmaðurinn Giovanni (de Almeida) tekur ástfóstri við mágkonurnar og gerir jafn- vel hosur sínar grænar fyrir Kate. En þeir eru Qeiri karlmennimir með grænar hosur, nefnUega Ameríku- maðurinn Peter Wright (Downey jr.) (lesist eins og „right'‘ eða hinn rétti) sem sér ekki sóUna fyrir Faith. En hann er ekki maðurinn, öUu heldur nafnið, sem hún leitar að og sem hún er alltaf skreRnu á eftir. Stúlkurnar Unna svo ástina einu og sönnu áður en yfir lýkur en á ýmsu hefur nú gengið þegar sælustund- in rennur upp. Aðeins þú er ósköp meinleysisleg mynd, kjúttíkrútt, Umsjón Guðlaugur Bergmundsson rómantísk, væmin og stundum fyndin meðan á stend- ur en skilur ekki mikið eftir sig. Það gerir heldur ekk- ert til og þeir sem hafa rænu á að taka elskuna sína með sér fá aukabónus því þeir geta kreist hönd henn- ar/hans á viðkvæmustu augnablikunum og hugsað með sér hvað þaö væri asskoti gaman að geta fariö í rómantískt frí til Ítalíu. Leikaramir standa sig alveg ágæUega, hvort sem það em Marisa Tomei sem lofthausinn Faith eða Robert Downey yngri sem ástsjúki Kaninn eða allir hinir, enda þrautreyndur leikstjóri við stjórnvöhnn. Og allt svo fallega myndað af meistara Sven Nykist. Aöeins þú (Only You). Handrit: Diane Drake. Leikstjóri: Norman Jewison. Leikendur: Marisa Tomei, Robert Downey jr., Ðonnie Hunt, Joaquim de Almeida, Fisher Stevens, Billy Zane. Nicotinell er plástur sem inniheldur nikótín og er ætlaður sem hjálparlyf til að hætta reykingum. Notist eingöngu af fullorðnum. Plásturinn skal líma á hárlausa og heila húð. Skömmtun: Fyrir þá sem reykja 20 sígarettur á dag eða meira: 1 plástur með 21 mg á sólarhring daglega í 3-4 vikur, því næst 1 plástur með 14 mg á sólarhring, daglega í aðrar 3-4 vikur og að síðustu plástur með 7 mg á sólarhring, daglega í 3-4 vikur. Fyrir þá sem reykja minna en 20 sígarettur á dag: 1 plástur mcð 14 mg á sólarhring daglega í 3-4 vikur og meðferðin endar á plástrinum sem inniheldur 7 mg á sólarhring, daglega í 3-4 vikur. Meðferð skal ekki standa lengur en í 3 mánuði. Ekki skal setja plásturinn á sama stað dag eftir dag, heldur finna annan stað á líkamanum. Kláði og roði á húð geta gert vart við sigundan plástrinum. í einstaka tilfellum geta komiðfram auka- verkanir sem tengjast nikótínáhrifum plástursins, þ. e. höfuðverkur svimi, svefntruflanir og ógleði. Rétt er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing ef þessi óþægindi verða veruleg eða viðvarandi. Fólk með kransæðasjúkdóma, ogblóðrásartruflanir.semogþeirsemfengiðhafaheilablóðfallættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir byrja að nota plásturinn. Nikótín getur dregið úr fósturvexti. Nicotinell nikótínplásturinn virkar allan sólarhringinn ,® Ef þú ætlar þér að hætta að reykja þá getur Nicotinell nikótínplásturinn gert gæfúmuninn. Nicotinell nikótínplástur kemur í veg fyrir þörf líkamans fyrir nikótín alla klukkutíma sólar- hringsins oglosarþigþannigúrvítahringvanans. Nicotinell plásturinn er til í þremur styrkleikum og fæst í apótekum án lyfseðils. Lestu vel leið- beiningar og holl ráð sem fylgja Nicotinell plástrinum. * Fjárfesting í tölvunámi veitir þér forskot á VINNUMARKAÐINUM! 82 klst. starfsmenntunarnámskeið með áherslu á undirbúning fyrir störf á nútíma skrifstofum. Verð aðeins 58.600.- kr. stgr. Afb.verð kr. 61.700.- eða 3.943." kr. á mánuði! Skuldabréf í 19 mánuði, allt innifalið. KENNSLUGREINAR: - Almenn tölvufræði - MS-DOS og Windows - Ritvinnsla - Töflureiknir og áætlanagerð - Glærugerð og auglýsingar - Tölvufjarskipti - Umbrotstækni Innritun er hafin. Hringdu og fáðu sendan bækling eða kíktu til okkar í kaffi. Tölvuskóli Reykíavíkur BORGARTÚNI 28. 105 REYKJAUÍK. sími 616699. fax 616696 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.