Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 21 Sviðsljós Frederick West ásamt eiginkonu sinni, Rosemary. Fjöldamorðinginn West: Viðkvæmur unglingur sem lét lúskra á sér Fjöldamorðinginn og bygginga- verkamaðurinn Frederick West, sem fannst hengdur á nýársdag, kom ná- grönnum sínum fyrir sjónir sem venjulegur fjölskyldufaðir er vann hörðum höndum og var alltaf reiðu- búinn til að rétta öðrum hjálpar- hönd. Frederick Walter Stephen West fæddist 29. september 1941 í bænum Much Marcle nálægt Ledbury í Here- ford. Faðir hans, Walter, var vinnu- maður á bóndabýli. Móðir hans, Da- isy, lést 44 ára úr hjartaslagi. West átti þrjá bræður og þrjár systur. Fyrsta starf Wests var að aðstoða fóður sinn við vinnumannsstörfin þar til faðirinn lenti undir dráttarvél og varö að hætta störfum. West hafði mikið gaman af mótorhjólinu sínu á unglingsárum og sótti reglulega dansleiki. Hann var enginn æsinga- maður og leitaði oft eftir vemd yngri bræðra sinna þegar hann lenti í átök- um. Mágkona hans segir hann hafa verið viðkvæman og alls engan fauta. í stað þess að taka á móti lét hann heldur lúskra á sér. Einn bræðra Wests kveðst hafa getað grætt hann hvenær sem var. West seldi mótorhjólið sitt þegar hann var 18 ára eftir að hafa fót- brotnað í umferðarslysi. Hann var vörubílstjóri þegar hann kvæntist skoskri gengilbeinu, Catherine Costello, í Ledbury 1962. Eftir að þau fluttust til Skotland eignuöust þau tvær dætur. Fjölskyldan flutti eftir nokkurt skeið til Gloucester en nokkm síðar vom komin upp vandamál í hjóna- bandinu og West lét koma dætrunum tveimur í fóstur á meðan hann var að leysa úr málum sínum. Hann sótti dæturnar úr fóstrinu eftir nokkrar vikur. Stuttu eftir lát móður Wests hvarf Catherine og West sagöi hana hafa hlaupist á brott með manni til Skotlands. West kynntist síðan Rosemary Letts sem var ekki nema 16 ára. Hún fæddi honum dóttur 1970 og tveimur árum seinna vom þau gefin saman. En West hafði aldrei skihð viö Cat- herine. West og Rosemary bjuggu í hjólhýsi í upphafi hjúskapar síns ásamt dóttur sinni og tveimur dætr- um Wests frá fyrra hjónabandi. Þau fluttu síðan að Midland Road þar sem þau bjuggu í fimm ár. Þar eignuðust þau tvö börn en á þessum ámm hvarf önnur dóttir Wests af fyrra hjóna- bandi. í „hryllingshúsið“ í Cromwell stræti fluttu þau fyrir 20 árum. Eng- an gmnaði hvað þar fór fram. í fyrra var West ákærður fyrir tólf morð, þar á meðal á fyrrrum eigin- konu sinni og tveimur dætmm. Rosemary var ákærð fyrir aðild aö níu morðanna. Fyrsta líkið sem lög- reglan fann er hún hóf að rannsaka máhð var af dóttur Wests og Rose- mary. Síðan fundust ellefu lik th við- bótar. West ásamt systrum sínum, Daisy og Kitty. Hversu stór verður "ann? Tvöfaldur fyrsti vinningur á laugardag!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.