Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 Föst í hlekkjum kerfisins: Átti aldrei heima á vmglingastofnunum - segir Sigrún Gísladóttir, móðirin í forræðisdeilunni, sem hér segir sögu sína I heimsókn hjá yngra barni sínu á spítala. Myndin er tekin eftir að Sigrún kom úr felum og afhenti yngra barn sitt, Jón Valgeir, á spítalanum. DV-mynd ÞÖK Sambýlisfólkið Aðalsteinn Jónsson og Sigrún Gísladóttir sem sættu tíma- bundinni forræðissviptingu tveggja barna sinna af hendi barnaverndar- nefndar. Þeirra var ákaft leitaö af lögreglu í hálfan mánuð. DV-mynd GVA „Ég var 5 ára þegar pabbi og mamma skildu. Við vorum tvö systkinin og forræðið var dæmt foður mínum. Ég var alin upp að mestu hjá pabba en okkur kom aldrei saman. Ástandið var orðið þannig að þetta var orðinn algjör vítahringur. Eg kom kannski of seint heim og þá var mér refsað. Ég svaraði því með því að koma enn seinna heim næst. Það var svar mitt því auðvitað gat ég ekki slegist við hann. Aö mínu mati var ekki gert nægilega mikið í því að ræða málin. Þetta fór út í það að ég var send til sálfræöings 14 ára gömul. Þar meö hófust afskipti kerfisins af mér fyrir alvöru," segir Sigrún Gísladóttir, 17 ára, tveggja bama móðir, sem flestir íslendingar hafa fylgst með vegna flótta hennar með ungbörn sín und- an kerfinu sem hefur verið inni á gafli hjá henni síðan hún fór til sál- fræðingsins á Akureyri forðum. Send á Unglinga- heimili ríkisins Samskipti hennar og sálfræðingsins voru stutt og enduðu með skýrslu um ástand Sigrúnar sem nú er hluti þeirra tuga gagna sem yfirvöld eru með undir höndum sem leiðbeinandi fyrir áframhaldandi afskiptum. Næsta skref í samskiptum hennar við kerfið var þegar hún var send á Ungl- ingaheimili ríkisins. Þá vaknar sú spurning, þegar svo er komið, hvort hún hafi ekki verið djúpt sokkin. Aldrei notað eiturlyf „Ég tel mig bara hafa verið venju- legan ungling. Ég hef aldrei notað eiturlyf og það hefur ekki hvarflaö að mér. Ég drakk eins og flestir ungl- ingar en þá aðeins eitt kvöld í einu. Ég get ekki séð að það sé neitt frá- brugðið hverjum öðrum. Það var mér talsvert áfall þegar ég var send á Unglingaheimilið. Reyndar var ég spurð að því þegar ég kom þangað hvaða erindi ég ætti þar sem mín vandamál voru fyrst og fremst sam- skiptavandamál innan fjölskyldunn- ar. Pabba var gerð grein fyrir því aö ég ætti ekki heima þama. Ég var þarna í tvo mánuði og botna enn ekki í því hvers ve'gna," segir Sigrún. Á Unghngaheimihnu voru gerðar fleiri skýrslur um hana sem settar voru í möppuna sem enn bætist í. Þetta var þó ekki aUt því síðar var hún send á aðra stofnun. Á Unglinga- heimilinu er m.a. komist að þeirri niðurstöðu að hún sé með tilhneig- ingu til þunglyndis og haldin kvíða. Ýmsir spyrja hvort ekki sé hægt með góöum vilja að greina hvaða ungling sem er þannig að þunglyndi eða kvíði komi við sögu. Vistun hennar á Ungl- ingaheimilinu er þó ekki sú aðgerð sem veldur mestri undrun. Ámeðferðar- heimilið Tinda „Ég var send á Tinda sem er með- ferðarheimili fyrir unglinga með áfengis- og eiturlyfjavandamál. Það var gert til að athuga hvort ég væri með geðsveiflur. Það var talað um að ég yrði þar í 10 daga en ég stakk af þaðan eftir 9 daga. Ég var send þangað að ráði geðlæknis en hafði verið þar til meðferðar vegna kvíða,“ segir Sigrún. Aðalsteinn Jónsson og Sigrún Gísladóttir hafa átt í harðvítugum deilum við barnavemdaryfirvöld undanfarnar vikur vegna forræðis tveggja barna sinna. Bamaverndar- nefnd svipti þau forræði yfir börnum sínum þann 13. desember sl. og á Þorláksmessu námu þau yngra bam sitt á brott af spítala, þar sem þaö var til skoðunar. Sigrún fór þá í felur með börnin og fór huldu höfði í hálf- an mánuð þrátt fyrir ákafa leit lög- reglu. Þar var m.a. leitað í á þriðja tug íbúða í Reykjavík. Sigrún gaf sig fram með barnið á Barnaspítala Hringsins eftir aö Aðalsteinn var handtekinn ásamt vinkonu þeirra sem var með eldra barnið, eins árs stúlku, í gæslu. Þar með lauk um- fangsmestu lögregluleit sem gerð hefur verið í forræðisdeilu á íslandi. Sigrún og Aöalsteinn áttu fund með barnavemdarnefnd daginn eftir að flóttanum lauk. Þau eru sammála um - að viðmótiö gagnvart þeim hafi breyst. Aðalsteinn er bjartsýnn á að máUn séu komin í réttan farveg og þau muni geta lifað eðlilegu lífi í sam- vinnu við barnaverndaryfirvöld. Sigrún segist aftur á móti ekki vera bjartsýn á aö friður sé kominn á. Hún varð mjög reið á fundinum og það tók hana tíma að jafna sig eftir hann. „Ég þoli ekki þessi stanslausu af- skipti kerfisins af mér. Maður á allt- af að gera eitthvað eftir forskrift ann- arra. Mér finnst þetta gjörsamlega óþolandi og það er raunverulega aö- eins tvennt sem er efst á óskaUstan- um; að halda bömunum mínum og losna viö kerfið og afskipti þess,“ segir Sigrún. Ákvað að eignast barn Það hafa margir velt fyrir sér ástæðum þess að 17 ára stúlka er komin með tvö börn og hvort þetta sé með vilja gert. „Ég ákvað að eignast fyrra barnið. Þegar ég varö ólétt að seinna barn- inu, þá með hitt nýfætt, runnu á mig tvær grímur. Eftir að hafa hugsað máUð í nokkrar vikur komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta væru örlög og ég ætti greinilega að eignast þessi tvö börn. Eftir þá niðurstöðu var ég sátt við þetta og ákvað að ala börnin mín upp sjálf,“ segir hún. Rök barnaverndarnefndar fyrir að grípa til forræðissviptingar eru þau að Aðalsteinn og Sigrún séu lítt fær um að annast uppeldi barna sinna. Sigrún er sögð skorta innsæi og þroska og Aðalsteinn er sagður áhugalaus um uppeldið og að hann veiti móðurinni ekki þann stuðning sem hún þarf. Óregla eða ofbeldi koma hvergi við sögu. Úrskurðurinn gildir tíl 17. janúar nk. „Ég á erfitt með að skilja þennan úrskurð. Þetta er m.a. byggt á því áUti sálfræðings að Sigrún sé ekki nógu þroskuð til að annast börnin. Sálfræðingurinn grundvallar þetta mat sitt m.a. á samtali viö fyrrver- andi eiginkoni mína. Hún kannast ekki við að hafa látið neitt slíkt í ljós. Það er líka þversögn í því að við Sig- rún vorum með öll fjögur börn mín af fyrra hjónabandi um tíma sl. sum- ar. Við bjuggum þá í Vestmannaeyj- um og börnin voru inni á heimilinu hjá okkur. Ef hún hefur þetta áUt á Sigrúnu þá hefði hún að sjálfsögðu ekki treyst henni fyrir börnunum. Það er mjög góð vinátta milli barn- anna og Sigrúnar og hún hefur kennt mér ýmislegt sem hjálpar mér við að byggja upp við þau gott samband. Aldur og þroski þurfa ekki endilega að fara saman og þó hún sé aðeins 17 ára gömul þá er hún mjög þrosk- uð,“ segir Aðalsteinn. Hann virðist hafa nokkuö til síns máls því meðan flóttinn stóð yfir stóð sambýUsmaöur eiginkonu hans, Benedikt Heiðdal Þorbjörnsson, eins og klettur með þeim. Systir Benedikts var handtek- in með eldra barn Aðalsteins og Sig- rúnar, Ásgerði Lilju, og það er nokk- uð ljóst að þetta fólk hefði ekki hjálp- að þeim og stutt þau ef þau treystu þeim ekki tU að annast börn sín. Sama er hægt að segja um stóran hóp fólks sem aðstoðaði þau aö dyljast. Flest var þetta fólk sem þekkti þau bæði eða annað hvort þeirra. Aðalsteinn segist sjálfur ekki hafa átt í neinum útistöðum við yflrvöld síðan hann var 16 ára. Hæfilega löghlýðinn „Ég var fyrirferðarmikill sem ungl- ingur en fyrir 16 ára aldur höfðu yfir- völd lítil sem engin afskipti af mér. Þegar ég var 16 ára falsaði ég ávísan- ir og var tekinn fyrir það. Ég hlaut fyrir það tveggja ára skilorðsbund- inn dóm. Eftir það hef ég ekki átt í öðrum útistöðum við yfirvöld en að vera tekinn fyrir umferðarlagabrot. Ég tel mig hafa verið hæfilega lög- hlýðinn borgara og ég reyni aö fara rétta leið án þess að brjóta lögin. Ég hef þó í einhverjum tilvikum notað mér það svigrúm sem lögin gefa og beygt þau en ekki brotiö, fyrr en við námum barn okkar á brott," segir Aðalsteinn. Hann bjó meö fyrri konu sinni í 10 ár og sagðist hafa lifað tiltölulega hefðbundnu lífi. „Ég vann iðulega myrkranna á milli. Það komu þó tímar þar sem ég hafði ekki atvinnu. Við skrimtum en það kom þó tímabil þar sem ég þurfti aðstoð Félagsmálastofnunar þar sem ég fékk ekki atvinnuleysisbætur. Gegnumsneitt lifði ég hefðbundnu lifi. Ég var alls enginn fyrirmyndar- faðir. Ég reyndi bara að gera mitt besta,“ segir Aðalsteinn Þegar þau kynntust var Aöalsteinn 32 ára, fráskilinn, fjögurra barna fað- ir. Sigrún var aðeins 15 ára. Þetta er mikill aldursmunur og hlýtur að hafa valdið uppnámi meðal ættingja og vina. „Hún var 14 ára þegar við kynnt- umst. Það var í gegnum sambýlis- mann móður hennar sem ég vann með. Ég vissi nokkur deili á Sigrúnu og frétti af ástæðum hennar. Það tókst með okkur vinátta og við áttum gott með aö tala saman. Það var ekki fyrr en nokkuð mörgum mánuðum síðar að við gerðum okkur grein fyr- ir að þetta hafði þróast út í ástarsam- band. Hún var 15 ára og það var allt sett í gang til að koma okkur í sund- ur. Bamaverndaryfirvöld og sumir ættingjanna lögðust á eitt með það að stía okkur í sundur. Ég vil taka það skýrt fram að skilnaður minn og fyrri konu minnar var löngu um garð genginn þegar Sigrún kom til sögunnar," segir Aðalsteinn. Sigrún staðfestir þessi orð Aðal- steins og segir að þetta hafi gengið svo langt að reynt hafi verið að fá hana til að kæra Aðalstein fyrir nauðgun eftir að kom í ljós að hún var þunguð. Baráttan um að halda börnunum „Barátta okkar við að halda börn- um okkar snýst nú fyrst og fremst um það að halda þeim með samvinnu við barnaverndaryfirvöld. Við áttum okkur bæði á því að það er eina leið- in til að friður skapist. Það er greini- legur vilji til þess að við fáum að halda börnunum og við emm nú með fulla vissu fyrir því að varanleg for- ræðissvipting er ekki á dagskrá," segir Aðalsteinn. Hann segist ekki vilja fella dóm yfir lögreglu eða barnavemdaryfir- völdum vegna málsins í heild eða leitarinnar. Nú sé komið að því að komast á lygnan sjó og fara að lifa eðlilegu lífi. „Ég vil ekki áfellast neinn vegna þessa máls. Lögreglan var að vinna sitt verk þegar okkar var leitað. Nú er markmiðið bara það að geta lifað óáreitt og í sátt við sem flesta. Minn draumur er að flytjast til Vestmanna- eyja þar sem við bjuggum um tíma. Okkur leið vel þar og mig langar þangað aftur,“ segir Aðalsteinn Jónsson. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.