Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1995, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 Sérstæð sakamál Baráttan um barnió Leticia Castro. Billy Staton var 26 ára en kona hans, Colette, árinu yngri þegar upp úr hjónabandi þeirra shtnaði. Aðdragandinn hafði verið alllang- ur. Colette var gefin fyrir fjör og vildi helst fara út á kvöldin en Billy var heimakær. Það var þó ekki af því að hann væri neitt dauðyfli heldur af því að hann var verk- stjóri hjá stóru byggingarfyrirtæki í Brownsville í Texas í Bandaríkj- unum og í vinnunni voru gerðar svo miklar kröfur til hans að hann var dauðþreyttur þegar hann kom heim á kvöldin. Colette var aftur á móti heima allan daginn við húsverk og að gæta fjögurra ára dóttur þeirra hjóna, Belle. Það var því ekki með •öllu óeðlilegt að hún hefði ákveðna þörf fyrir tilbreytingu í lok vinnu- dags, rétt eins og maður hennar, og á þá þörf lagði hún mikla áherslu þótt ljóst væri að kvöld- skemmtana yrði hún að leita á eig- in vegum þar eð maður hennar var of þreyttur á kvöldin til að stunda krár eða skemmtistaði. Þetta ástand leiddi á endanum til ósam- komulags og rifrildis og loks kom þar að Colette vísaði manni sínum á dyr. Skilnaðurinn Billy lét sig hafa það að flytjast að heiman. Hann taldi líklegt að þar kæmi að Colette yrði þreytt á hinu nýfundna frelsi og skemmt- analífinu sem hún stundaði nú á- kaft. En það fór á annan veg. Því lengra sem frá leið því betur virtist Colette kunna hinum nýju háttum sínum. Þegar hún fór svo fram á skilnað sagðist Billy ekki ætla að valda frekari vanda og féllst á kröf- una. Hann setti aðeins eitt skilyrði: Að hann fengi að hitta dóttur sína reglulega. En það var einmitt þetta sem olh þeim vandræðum sem áttu eftir að umtuma lífi þessara for- eldra. Billy lét sér nægja loforð Colette um að hann fengi að hitta Belle en þegar skilnaðurinn var um garð genginn gerði Colette allt sem hún gat til aö koma í veg fyrir að dóttirin fengi að hitta fóður sinn. Hann leitaði því til réttar sem kvað upp þann úrskurð að hann mætti vera með dóttur sinni eitt síðdegi í viku. Nú breyttist afstaða Colette í hreinan fjandskap. Hún gat ekki neitað manni sínum fyrrverandi um að hitta dótturina en hún taldi sig geta náð tilgangi sínum með því að leggja ahs kyns hindranir í veg fyrir hann þegar hann kæmi að sækja Belle. Þá opnaði hún stund- um ekki fyrir honum. Hann heyrði þá í útvarpi eða sjónvarpi, hátt stihtu, en hún þóttist ekki verða hans vör. Léti hún aftur verða af þvi að opna fyrir honum þóttist hún hafa gleymt því að hann væri að koma og sagðist hafa verið búin að lofa Behe því að fara með hana eitt eða annað. Best væri þvi að hann kæmi eftir viku. Enn leitaði Bihy á náðir réttar- ins. Og nú var kveöinn upp úr- skurður sem gaf Colette fá tæki- færi til að koma sér undan þeirri skyldu að gefa manni hennar fyrr- verandi tækifæri til að vera með dóttur sinni. Colette leit hins vegar á úrskurð réttarins sem persónu- legan ósigur en ekki sem ákvörðun dómara sem vhdi tryggja rétt og velferð dótturinnar. Upptakan Billy gerði sér ljóst hver afstaða Colette var. Hann hugsaði sem svo að reyndi hún enn aö koma sér undan því að hhta úrskurðinum kynni svo aö fara aö til málaferla kæmi þar sem tekist yrði á um for- Paul Wolt. eldraréttinn yfir Behe. Hann ákvað því að fá sér htið segulbandstæki til að taka upp orðaskipti við konu sína fyrrverandi. Að vísu fannst honum heldur óviðeigandi að nota slíkt tæki en komst að þeirri niður- stöðu að hann gæti ekki á annan hátt aflað þeirra gagna sem best kynnu að duga kæmi th málaferl- anna. Tækið var auðmeöfariö. Að- eins þurfti að ýta á einn hnapp og þá fór það að taka upp. Svo rann upp sá dagur þegar Bihy hélt heim til Colette og Behe með segulbandstækiö á sér. Hann lagði bíl sínum fyrir framan húsið, setti tækið í gang svo aö ekki bæri á neinum grunsamlegum tilfæring- um hjá honum þegar hann kæmi að dyrunum og steig út úr bílnum. Morðið Vart hafði Billy skellt bhhurðinni þegar hann stóð augliti th aughtis við ungan mann sem meinaði hon- um að fara lengra. Eitt augnablik gerðist ekkert en svo heyrðist hvell kvenrödd segja: „Berðu hann! Flýttu þér að koma þessu af!“ Okunni maðurinn tók í skyndi fram kylfu og tók að beija Bihy, einkum í höfuðið. Þegar hann hafði legið meðvitundarlaus á götunni nokkur augnabhk hvarf maðurinn á braut og með honum konan sem hafði hvatt hann til verknaðarins. Ekki leið á löngu þar th fólk bar að og var hringt á sjúkrabh. En Bhly lést á leiðinni á spítala. Strax í upphafi var htiö svo á að um morð væri að ræða og hóf lögreglan í Brownsvihe nú umfangsmikla leit. Leit á Bihy hafði leitt í ljós segul- bandstækið. Sást að þaö hafði verið sthlt á upptöku og var nú leikið af bandinu. Heyrðust þá hvatningar- orð konu við meintan árásarmann. Nokkrum augnablikum síðar heyrðist svo kylfuhöggin. Þá fylgdu orðin: „Nei, í guös bænum hættu! Hættu, maður!“ Það voru síðustu orð Billys Staton. Nokkrum sekúndum síðar varö svo þögn. Þá heyrðist konan segja: „Er svínið dautt?“ Þá varö enn þögn. Svo mátti heyra að sá sem slegið hafði þreifaði á fómardýr- inu, rétt við þann staö þar sem seg- ulbandstækið var. Svo svaraði maöurinn: „Já. Hann er alveg bú- inn að vera. Colette verður glöð þegar hún heyrir það. Komum okk- ur burt.“ Húsið undir eftirliti Rannsóknarlögreglumennimir, sem fengu máhð th meðferöar, fóra að kanna hagi Billys. Kom þá brátt í ljós í hverjum útistöðum hann hafði átt við fyrrverandi konu sína. Þegar frekari könnun leiddi svo í ljós að Bhly hafði enga óvini átt, svo vitað væri, og hafði lifað heiö- virðu lífi þótti ljóst að Colette stæði að baki morðinu. Var því ákveðið að setja vörð um hús hennar allan sólarhringinn. Á þriðja degi eftir það kom ungt par í heimsókn th Colette. Þegar það fór aftur var setið fýrir því og það tekið th yfirheyrslu. Stóð hún alhangan tíma og var um margt spurt. Var allt sem unga fólkið sagði tekið upp á segulband. Því var síðan sleppt eftir að það hafði neitað að vita nokkuð um morðið á Billy Staton. Samanburðurinn Upptakan sem fundist hafði á líki Billys var nú send til sérstakrar rannsóknarstofu ásamt upptök- unni af yfirheyrslunni yfir unga parinu sem heimsótt haíði Colette. Fékkst fljótlega á því staðfesting aö um sömu raddir væri að ræða. Var nú ljóst að morðingjar Bihys höfðu fundist. Var unga fólkiö handtekið og sett í varðhald. Um var að ræða Paul Wolf, tuttugu og eins árs, og Leticiu Castro, tuttugu og sex ára. Bæði neituðu, sem fyrr, að hafa átt nokkra aðhd að morð- inu en þá var þeim gerð grein fyrir samanburði raddanna á segih- bandsupptökunum. Hann teldist fullgild sönnun fyrir sekt þeirra og yrði senn gefin út ákæra á hendur þeim. Var þaö gert skömmu síðar. Sömuleiðis var gefin út ákæra á hendur Colette. Málið kom fyrir sakadóm í Brownsvihe fjóram mánuðum eftir morðið. Paul Wolf var ákærður fyr- ir morð að yfirlögðu ráði. Var hann dæmdur til dauða. Leticia Castro var sek fundin um að hafa átt þátt í að skipuleggja morðiö og hvetja til þess. Fékk hún átta ára fangels- isdóm. Þáttur Colette Rannsóknarlögreglunni og sak- sóknaraembættinu var mikið í mun að geta sakfeht Colette sem talið var víst að hefði átt hugmynd- ina að morðinu. Hún viöurkenndi fyrir réttinum aö þekkja bæði Paul Wolf og Leticiu Castro en neitaði hins vegar ákaft að hafa nokkru sinni beðið þau um að myrða Bihy. Þar eð hvorki Paul né Leticia höfðu bent á Colette sem upphafsmann- inn og engin frekari gögn lágu fyr- ir sem sýnt gátu fram á sekt Co- lette varð ekki lengra komist. Sak- sóknaraembættið byggði vonir sín- ar um að dómur fengist yfir Colette að verulegu leyti á segulbandsupp- tökunni sem fannst á líki Bihys, það er þeim hluta þar sem Leticia heyrðist segja: „Colette verður glöð.“ Þau orð þóttu þó ekki verða túlkuð á óyggjandi hátt. Margt annað þótti heldur ekki verða túlkað á svo óygggjandi hatt að talist gætu sannanir fyrir aðhd Colette að morðinu, eins og th dæmis þaö hvernig Paul og Letica vissu að Billy myndi koma að húsi Colette á ákveöinni stundu, það er einmitt þegar hann ætlaði að sækja dóttur sína. Er þó ekki vitað til að Bihy hafi sagt neinum það nema Colette hvenær hans yrði von. Verjanda Colette tókst að bjarga henni með því að halda því fram að hér væri um getsakir einar að ræða, ekki sönnunargögn sem hægt væri að byggja dóm í morð- máh á. Þegar Paul Wolf og Leticia Castro vora því leidd burt í jámum fékk Colette að fara heim til aö sinna uppeldi dótturinnar, Behe, sem var nú föðurlaus. Colette þurfti því ekki að hafa meiri áhyggjur af óþæghegum heimsóknum föður hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.