Þjóðviljinn - 06.03.1957, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.03.1957, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 6. marz 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Opnuð sýnmg á samkeppi nsteikn- ingum að Elliðaárvogshverfmu Er í bogasal Þjóðminjasafnsins — verður opin frá kl. 2—10 síðdegis fram á næstu helgi í dag kl. 2 verð'ur opnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins Þeir Einar Sveinsson arkitekt, ;ýning á samkeppnisteikningum af íbúðahverfi sem á aö , Jóhann Hafstein bankastjóri og ' Gunnar Ólafsson, tilnefndir af bæjarráði og arkitektarnir Sig- gert í hverfinu stórt verzlun- mundur Halldórsson og Skúli arhús, sameiginleg kyndistöð Norðdahl tilnefndir af félagi og þvottahús fyrir hverfið, dag- arkitektanna heimili fyrir börn og félags- heimili. Dómnefndin komst að þeirri niðustöðu áð teikningar nr. 6 og 12 væru beztar. Raðhúsin i Cj>"?Q/_ ijinninnfl nr. 6 væru betri en í nr. 12, VIflHilslG|íl Boðar hiúkrunarkonum kristni en sýnir heiðingjum málverk Kveðst afkomandi Skallagrims á Borg — og neitar að ræða kynþáftavandamál Hingað eru komnir 3 Suður-Afríkumenn til að boða biúkrunarkonum og læknum kristni en sýna almenningi málverk. rísa við Elliðavog. Samkeppni að skipulagi þessu var boðin út i sept. 1956. 12 teikningar bárust. 1 hverfi þessu er ráðgert að byggja um 220 íbúðir í raðhúsum og sam- býlishúsum. Ennfremur er ráð- FERB — félag eigenda rússneskra bifreiða Pilnik fékk Sunnudaginn 3. marz var stofnað í Reykjavík- Félag eig- enda rússneskra bifreiða, skammstafað FERB. Tilgangur félagsins er að vinna að hagsmunum eigenda bifreiða frá Ráðstjórnarríkjun- um, svo sem að ætíð sé fyrir hendi nægilegir varahlutir til bifreiðanna. Vinna að fræðslu og leiðbeiningum um meðferð og notkun þeirra, og vinna að bættri umferðarmenningu í landinu. ' I stjórn félagsins voru kjörn- ir: Oddur Kristjánsson formað- ur, Sigurður Guðmundsson varaformaður, Hermann Guö- mundsson ritari, Kristján Elías- son gjaldkeri og Bolli Ólafsson meðstjórnandi. í varastjórn: Magnús Aðalsteinsson og Andr- és Guðnason. en fjölbýlishúsin á teikningu nr. 12 betri en nr. 6. 1 ljós kom að höfundar að teikningu nr. 6 voru Guðmund- ur Kr. Kristinsson og Gunn- laugur Halldórsson. en höfund- ur nr. 12 Sigurjón Sveinsson. Ákvað dómnefndin að skipta I. og II. verðlaunum saman- lögðum jafnt milli þeirra. Þriðju verðlaun voru veitt Gunnlaugi Pálssyni fyrir teikn- ingu nr. 3. Aukaverðlaun fyrir teikning- ar af raðhúsum voru veitt fyrir nr. 3 og 10, þeim Gunnlaugi Pálssyni og“ Aðalsteini Tichter. Aukaverðlaun fyrir fjölbýlis- hús voru veitt fyrir nr. 5 og 9, en höfundar nr. 5 voru Jósep Reynir og Ólafur J. Júl- íusson en nr. 5 Hannes Davíðs- son. Dómnefndina skipuðu 5 menn. Blaðamenn voru í gær kvadd- ir á fund þriggja Suður-Afríku- manna sém hingað eru komnir. Raunar ræddu þeir aðeins við einn, Grim að nafni, er kvaðst telja nafn sitt, svo og sjálfan sig, frá íslendingum upprunnið ■til forna, og vitnaði til Skalla- gríms á Borg. (Hann er hvítur þessi, en fyrir nokkrum árum mun hafa komið hingað til Síðastliðið mánudagskvöld lands blakkur Norður-Afríku- tefldi stórmeistarinn Hermann1 maður, er einnig vildi rekja Pilnik fjöltefli við 50 þátttak- endur i Bíókjallaranum í Kefla- ættir sínar til Islands. Er ánægjulegt að vita að æ fleiri vík. Hann vann 41 skák, gerði gerast nú frændur vorir). Með 5 jafntefli og tapaði 4. Þessir honum var einkaritari hans, menn unnu: Ólafur Thordersen, snotrasta hnáta. Hún sagði ekk- Jón Kristjánsson, Borgþór H. ert. Sá þriðji, Johann Engela, Jónsson og Páll G. Jónsson. | til hægðarauka eftirleiðis nefnd- Þetta er mjög góð frammi- J ur Engillinn, það er málarinn, staða hjá Pilnik; hann fékkjhélt sig í hótelherbergi sínu og 87% vinninga. I lét Grím um bisnessinn, því það Bæjarrekstur strætisvagnanna Listkynning haíin í skólunum Framhald af 1. síðu. ar listkynningar er að byggja brú milli þess tvenns, sem þjóð- in á verðmætast: æskunnar og listarinnar. Æskumaðurinn verður ekki eins farsæll á full- orðinsárum og hann gæti orðið, ef hann kynnist ekki list þjóð- ar sinnar og lærir að *meta hana og elska. Og listin nær ekki þeim þroska, sem hún getur náð, ef hún býr ekki við áhuga æskunnar, ef hún nýtur ekki skilnings hennar, þeirra, sem eru unglingar í dag, en verða kjarni þjóðarinnar á morgun. Ég vil látá í ljós þakklæti mitt til þeirra listamanna, sem lofað hafa að taka þátt í þessu starfi og sýnt á því mjög ánægjulegan skilning. Eg þakka Halldóri Kiljan Laxness, sem þessi stund verður helguð, fyr- ir velvild hans til málsins. Ég vil ennfremur láta í ljós þakk- Deild B.Ö. í Garði Nýlega var stofnuð deild Bindindisfélags ökumanna í Garði, Suðurnesjum með 32 meðlimum, þar af 10 vörubíl- stjórum af staðnum. Formaður deildarinnar er Vilhjálmur Hall- dórsson. Að stofnuninni stóð fyrir hönd Bindindisfélags öku- manna vörubílstjórafélagið í Garði. Bindindisfélag ökumanna á Islandi hefur nú sótt um upp- töku í Alþjóðasamband bind- indisfélaga ökumanna sem hef- ur aðalskrifstofu í Stokkhólmi. Aðilar að alþjóðasambandinu fyrirfinnast nú í öllum álfinn heims nema Afríku. læti til skólastjóranna, sem tek- ið hafa þessari nýbreytni með miklum áhuga. Síðast en ekki sízt vil ég óska þess, að list- kynningin megi verða ykkur, nemendunum, til gleði og á- nægju, til menningarauka og mannbóta". Listkynningin fór fram í hin- um skemmtilega forsal Gagn- fræðaskóla Austurbæjar og hóp- uðust nemendur á báðar hæðir salarins. Er menntamálaráðherra liafði lokið ávarpi sínu flutti skóla- stjórinn, Sveinbjörn Sigurjóns- son ræðu, þar sem hann kynnti fyrir nemendunum nóbelskáld- ið Halldór Laxness og verk hans. Þá kom skáldið sjálft og las úr bók sinni Brekkukotsannáll, en hún kemur væntanlega út eftir hálfan mánuð. Þvínæst söng Kristinn Halls- son þrjú ljóð eftir Kiljan, en Weisshappel lék undir. Skólafólkið fagnaði mjög þessari nýbreytni. Starf þetta er hið lofsverðasta og verður þetta vonandi upphaf langs gifturíks starfs er miðar að því að þjóðin öðlist meiri og betri þekkingu á bókmenntum og list- um þjóðarinnar en verið hefur til þessa. Gunnar Gunnarsson mun væntanlega heimsækja Mennta- skólann innan skamms og Árni Thorsteinson tónskáld Mela- skólann. Framhald af 12 síðu strætisvagna og einmitt Kópa- vogsbúar. Allir menn í fram- leiðslustörfum þurfa að fara til Reykjavíkur í vinnuna, og fólk sækir öll sín viðskipti, önnur en daglegar lífsnauðsynjar, einnig til Reykjavíkur. Strætisvagna- ferðirnar snerta því daglegt líf svo að segja hvers manns í byggðarlaginu. Þegar að því kom að endur- nýja leyfið til næstu 5 ára þótti okkur það ábyrgðarhluti gagnvart íbúunum að afhenda það óviðkomandi aðila til 5 ára, án þess að bærinn hefði nokk- um íhlutunarrétt um aksturinn. Enda er það sýnilegt að á þeim tíma stóreykst þörfin og aug- ljóst að gera þurfi margháttað- ar breytingar á rekstrinum. I þessari ákvörðun felst því alls ekkert vanþakklæti til þess samþykkt bæjarstjórnarinnar, en forstjóri Landleiða virðist hafa þá skoðun að honum ein- um beri réttur til að flytja Kópavogsbúa, liklega um alla framtíð og hefur barizt af furðulegum ákafa til að reyna að setja bæjarstjórninni stól- inn fyrir dymar og gera okkur ómögulegt að taka við þessum rekstri. Aðalfundur Ljósmæðrafélags Islands Aðalfundur Ljósmæðrafélags Reykjavíkur var haldinn að Miklubraut 1 þann 3. febrúar s.l. Félagskonur voru flestar mættar á fundinum. Formaður aðila sem annazt hefur rekstur- f®laSs*ns Helga M. Níelsdóttir inn á undanförnum árum. Allir sanunála — Vomð þið sammála um þetta? — Já. Þetta var afgreitt í einu hljóði í bæjarstjórninni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjávið þá atkvæðagreiðslu, en fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði hefur eindregið stutt alla framkvæmd málsins. — Menn hafa haldið vegna auglýsinga að það væri eitt- hvert stríð um þennan rekstur, hvernig er það? — Það er ekkert stríð frá okkar hálfu, svaraði Ólafur. Við emm aðeins við erfiðar að- stæður að reyna að framkvæma Loðnuverðið íBeitunefnd hefur nú ákveðið verð á nýrri loðnu til beitu. Er það ákveðið kr. 175 fyrir uppmælda tunnu. flutti skýrslu um starfsemina á liðnu ári. Hefur félagið mörgum málum að sinna, meðal annars virð- ast launamál ljósmæðra fyrir borð borin af yfirvöldunum og verður gjörð gagnskör að því, að fá leiðréttingu á kjörum og launum Ijósmæðra á næstunni. Þá vinnur félagið að fjár- öflun, til kaupa á sumarbústað fyrir ljósmæður. Frk. Hulda Jensen talaði á fundinum um ,,afslöppun“ og lofaði að taka Ijósmæðurnar á námskeið í þeim fræðum, en námskeiðin eru þegar byrjuð og eru einu sinni i viku, á sunnu- dögum kl. 5—6 e.h. I lok fundarins, sýndi frú Margarete Allman mjög falleg- ar kvikmyndir frá íslandi og Kanada. Stjórnin var öll endurkjörin, en hana skipa: Helga M. Níels- dóttir, formaður, Guðrún Hall- dórsdóttir, ritari og Margrét Larsen, gjaldkeri. væri sama og vera látinn j hakkavél að tala við blaða- menn. Með þeim var einnig Þór- ey Ingvarsdóttir, úr stjórn Kristilegs félags hjúkrunar- kvenna, en það félag greiðir veg þremenninganna hér. Grímur kvað félaga sinn hafa haldið málverkasýningar víða um heim á sl. 15 árum, en hann málaði landslag, andlit, sjó og ,,uppstillingar“ með oliu- vatns- og pastellitum. Nefndi hann ali- marga sýningarstaði í Vestur- Evrópu. Þá kvað hann þá fé- laga hafa sungið í útvarp í Afr- íku, en félagi sinn væri ekki að- eins málari heldur tónskáld. Um stíl hans í málverkum sagði hann að Engillinn hefði orðið fyrir áhrifum hinna miklu meistara, en málaði ekki ab- strakt. Málverk hans verða sýnd í húsi K.F.U.M. við Amt- mannsstíg n.k. laugardag, sunnudag og mánudag. Grímur var spurður hvort eina erindið til Islands væri að kynna málverk Engilsins, og kvað hann það ekki vera. þeir hefðu í 20 ár látið andlega heil- brigði hjúkrunarfólks til sín. taka, það væri þeirra aðal- áhugamál. Hefðu þeir í Suður- Afríku Kristilegt félag hjúkr- unarkvenna. Hér hefðu þeir þegar haldið fund í Hjúkrunar- kvennaskólanum og verið tjáð að þeir myndu fá 18 tilheyrend- ur, en hefðu fengið 80. Það væri því einnig tilgangurinn með för- inni að efla kristilegt líf og kristilegan áhuga, einkum með- al lækna og hjúkrunarkvenna, þess fólks er umgengist blóði, fár og sorgir. Grímur var spurður um kya- þáttavandamálið í Suður-Afríku og þvertók hann fyrir að ræða það, kvaðst hafa slæma reynslu af að ræða það erlendis, eu kvaðst fáanlegur til að ræða það við einn í einu. Þremenningar þessir hyggj- ast skreppa til Akureyrar, og fara héðan í næstu viku. Ný vínstúka I NansÉi Sl. laugardag var ný vin- stúka opnuð í veitingahúsiuu Nausti við Vesturgötu. Er vin- stúkan í „Súðinni", litla salnum í rishæð, en þar hefur verið komið fyrir barborði, bólstraðir bekkir settir upp meðfram veggjum, lýsingu breytt. Eru húsakynnin mjög vistleg og rúmgóð. Sveinn Kjarval, hús- gagnaarkítekt, gerði teikningar að innréttingu, en smiðir voru Stefán Rafn og Jónas Hall- grímsson frá Hafnarfirði. ÚtbreiSið ÞjóSvilJann V0 K

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.