Þjóðviljinn - 06.03.1957, Síða 10

Þjóðviljinn - 06.03.1957, Síða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 6. marz 1957 Menntaskólaleikurinn Framhald af 6. síðu. elitið mig frá þessari skemmti- iegu iðju, þó að ég hafi oft ákveðið að hætta“. „Hvað segir þú um leiklist- arstarfsemi menntaskólans“ ? „Bg tel að góðan dóm beri að fella um hana, þar sem leikendur stunda erfitt nám jafnframt. Hefur þeim oftast farið verkið prýðisvel úr hendi, þó að stundum mistak- ist svona eins og gengur og gerist“. Síðan gengur Oddur út, en við snúumst að leikendunum, skólasystkinum okkar. Fyrst verður fyrir okkur Hörður Einarsson 6-M, en hann fer hér með aðalhlutverkið Enar- us Montanus. Hörður kemur inn, skrýddur að ofan sem fyrri alda skólapiltur úf Skál- holti, en neðri parturirm er af væntanlegum stúdcnt úr M.A. 1957. „Hefur þú leikið fyr: '.“ ? „Ekki nema í barnaskóla, en ég veit varla, hvort þið kallið það debúteringu“. „Þú ferð með aðalhlutverk- ið, er ekki svo“ ? „Jú, auðvitað, hvað ann- að“ ? „Finnur þú sjálfan þig í hlutverkinu“ ? „Absalútt nei. Enarus er nefnilega stór-montinn mað- ur“. „Þú ert þá hógvær“? „Já, ég er að upplagi ákaf- lega feiminn, þó að ég neiti ekki, að , margt gott er um mig að segja“. „Ertu nokkuð taugaóstyrk- ur fyrir frumsýningu". „Eg hef vitaskuld kviðið fvrir henni að sumu leyti, en hálft í hvoru hlakka ég til. Eg vona, að þetta fari sæmi- lega“. Unnusta Enarusar, Beta, er leikinn af Margréti Eggerts- dóttur 5-M. Eins og ástkon- um ber, er hún þekkileg á- sýndum, þar sem hún situr á bekknum hjá okkur. „Er það ekki rétt hjá okk- ur, að þetta sé 14. leikritið, sem þú hefur leikið í“? „Jú, en flest hafa þau ver- ið sáralítil". „Þú átt tíu ára leiklistar- afmæli á næstunni"? „Ja, þú getur nú reiknað það út sjálfur, hvenær við lékum fyrst saman,“ segir hún og hallar sér að öðrum okkar. „Þú leikur ástarhlutverkið í þessum leik1'? „Já, og það er hræðilega leiðinlegt, ég vil miklu heldur leika skass, það á betur við mig. Ástarhlutverk eru mjög vanþakklát, það segir að minnsta kosti Jónas Jónasson“. „Við þökkum þér kærlega fyrir samtalið“. „Já, sjálfþakkað, en þið megið ekki láta mig verða neinn montrass".— Anna Katrín Emilsdóttir 6-M kemur inn í gervi móður Enarusar, búandkerling aftan úr fomeskju. „Þú hefur leikið áður, er ekki svo“? „Jú, bæði í barnaskólanum heima, einnig hjá kvenfélög- um þar og í Grænu lyftunniá Eiðum". „Hyggst þú leggja stund á leiklist“ ? „Þetta er svoddan puð mað- ur. Hinsvegar hef ég fyllsta áhuga á því, þó að það verði trauðla“. „Hvernig fellur þér móður- hlutverkið“ ? „Mér fellur það vel, annars ér hann Kobbi sonur minn svo óstýrilátur, að ég þarf sífellt að vera að skamma hann bæði utan tjalds oginn- an. Svo kallar hann mig Múttu“. „Hvernig falla þér æfing- arnar“? „Það hefur verið ansi gam- an að þeim, en nú er um að gera að taka málin föstum tökum, frumsýning er á næstu grösurn". „Ertu ekkert taugaóstyrk“ ? „Eg er nú ekki orðin það ennþá, annars hef ég svo lítið hlutverk, aðeins 44 setning- ar“. Kobbi. litli, yngri sonur kerl- ingar felur undir gerfi sínu Gurmar nokkurn Sólnes, 3ja bekk a, næst yngsta þátttak- andann í leiknum. Hann kem- ur inn í bláum pokabuxum og brosir breitt. „Hvenær hófst leikferill þinn“ ? „Milli tíu og tólf ára ald- urs. Eg lék með umferðaleik- flokki Þjóðleikhússins í Tóp- as, á Akureyri og í Húsavík“. „Hún mútta þín, Anna Kat- rín segir að þú sért mjög ó- stýrilátur beggja vegna tjald.:“. „Það er rrgasta lygi og uppspuni frá rótum“. „Hvernig geðjast þér að leika með menntskælingum eftir að hafa verið aktor hjá Þjóðleikhúsinu". „Það er býsna gaman að því, svo lengi sem maður fær frí útá það“. „Hvernig lætur þér að leika gáfaða manninn“? „Ja, — það stendur mér nú einna næst, sem vitað er“. „Hefur þú áhuga fyrir að stunda leiklist áfram“ ? „Nei, ekki býst ég við því, nema ég græði þá eitthvað á því“. „Sem sé frægð eða pen- inga“? „Peninga auðvitað, ég verð þegar frægur eftir þennan leik“. Milli yfirheyrslna höfum við gengið fram í sal og fylgzt^ með æfingunni, sem gengur vel, enda tími fram að frurn.' sýningu senn þrotinn. Eink- um hefur sýslumaðurinn vak- ið kátínu okkar. Maðurinn er allur hinn afskræmiiegasti, geysar um sviðið með trölla- hlátrum og handapati og dregur að sér athygli áhorf- enda, hvort sem hann hefur orðið eða þirumir þegjandi. Að tjaldabaki reynist hann allur annar, hefur tekið ofan hárkollu sína og undir gerv- inu birtist okkar dagfars- prúði skólabróðir, Tryggvi Gíslason, núverandi formaður leikfélagsins. „Hvernig falla. þér for- maöQsstörf ?“ „Vel,“ ég.jtel leiklístina á- kaflega göfuga listgrein, að mínum dómi ber hún af öllum öðrum, á hinn bóginn telst þetta víst trauðla list, sem við höfum fram að færa“. „Er þetta ekki að mestu fólk úr menntaskólanum, sem að starfinu vinnur?“ „Leikendur eru allir þaðan, aðstoðaimenn við leiksvið vel flestir, aftur á móti höfum við notið mikillar aðstoðar velunnara skólans, og allir, sem til hefur verið leitað, hafa reynt að greiða götu okkar eftir fremsta megni. Má þar nefna Björgu Bald- vinsdóttur leikstjóra, Kristin Jóhannsson og Odd Kristjáns- son, að ógleymdum Árna Kristjánssyni kennara, sem hefur verið okkur í alla staði hinn þarfasti." „Fer ekki mikill tími i leik- æfingar ?“ „Jú, við höfum æft daglega í hálfan mánuð, og oft frá fjórum og upp í sex tíma í einu“. „Hafið þið nokkuð íhugað leikstarfsemina næsta ár?“ „Já, og við höfum þegar valið leikritið og er ætlunin að færa það upp fyrir jól á vetri komanda11. Senn er æfingin á enda, við sníkjum kaffi og með því hjá leikfólkinu, en sjáum okkur ekki fært að grípa fleiri til garnareksturs að svo stöddu. Látum því nægja að hripa niður nöfn þeirra, sem útundan hafa orðið, og biðjum þá velvirðingar á afskipta- leysinu: Jón Sigurðsson 3-B, yngsti maður hópsins, leikur djáknann, Örn Guðmundsson 5-M, fer með hlutverk jötun- vaxins sjóara, Björn Ólafsson kemur fram í gervi Seppa, föður Enarusar, Sjöfn Sig- urbjörnsdóttir, 6-M sýnir á- horfendum maddömu Magn- eu, konu Jóns ríka, en Egill Gunnlaugsson 5-M hef- ur hann til meðferðar. Þórarinn Andrésson er dreg- inn inn á sviðið sem hlekkjað- ur tötrafangi, Ásthildur Er- lingsdóttir þylur hexameter Þalíu og Hörður Kristjáns- son leikur í upphafi nokkur af þjóðlögum Jóns Leifs en skólahljómsveitin í hléinu. Við þykjumst vel hafa gert, kveðjum kóng og klerk og höldum út í hríðina. HA-HE. Aðalfundur SMF vill láta stofna vitinga- og gistihúsalánasjóð Aðalfundur Sambands matreiðslu- og framreiðslu- manna (9. þing) var haldinn í Breiðfirðingabúð, mánu- daginn 4. marz, og setti formaöur sambandsins, gveinn Símonarson, þingið kl. 24.30. Fundarstjóri var kjörinn Böðvar Steinþórsson. Sósíalistar í Reykjavík vinsamlega komið í skrif- stofu Sósíalistafélagsins 1 Tjarnargötu 20 og greiðið félagsgjöid ykkar. Formaður sambandsins og gjaldkeri gáfu skýrslu yfir starf- semi sambandsins umliðið ár, og | lásu og skýrðu reikninga þess. Umræður urðu nokkrar um j skýrsluna. Samtök matreiðslu- og framreiðslumanna áttu þrí- tugsafmæli 12. febrúar sl. Á- kveðið hefur verið að halda innan skamms almennan fund allra sambandsmeðlima, og mun þar verða rætt um uppsögn samninga við vinnuveitendur. Eitt sambandsfélag Félag fram- reiðslumanna hefur sagt upp samningum sínum við kaup- skipaeigendur og einnig við veit- ingamenn, og má búast við að fleiri félög hugsi til samnings- uppsagnar. Meðal samþykkta er aðalfund- urinn gerði, var svohljóðandi ályktun: „Aðalfundur SMF. 1957 telur nú sem fyrr, að koma ferða- manna til landsins geti veitt þjóðinni gífurlegan erlendan gjaldeyrir og fjölda atvinnu- stétta vinnu. Til að efla þenn- an atvinnuveg telur aðalfundur- inn nauðsynlegt að stofnaður verði veitinga- og gistihúsaláns- sjóður, sem hefur það hlutverk að vinna, að veita lán til bygg- ingar gisti- og veitingahúsa í Reykjavík, og um gjörvallt land- ið. sem heppilegast getur talizt fyrir þessa starfsemi að áliti sérfróðra manna, með það fyrir augum að fá erlenda menn til þess að sækja staðina og njóta náttúrufegurðar landsins. Aðalfundurinn skorai; á sani- göngumálaráðherra, að skipa nú þegar nefnd sérfróðra manna og áhugamanna um ferðamanna- mál, til að gera tillögur um þetta efni, og semja frumvarp um landkynningu og ferða- mannamál, og skal hraða þessu þannig að frumvarp um þetta mál verði lagt fyrir næsta al- þingi“. Vegna frétta í útvarpi og blöð- um óskast það leiðrétt að Félag matreiðslumanna hefur ekki sagt upp samningum sínum um kaup og kjör matreiðslumanna. Við kosningu stjórnar S.M.F. voru þau Sveinn Símonarson formaður sambandsins, Böðvar Steinþórsson ritari, Magnús Guðmundsson gjaldkeri og Guð- ný Jónsdóttir endurkosin, aðrir í stjórn eru: Sigurður' E Páls- son sem er varaformaður, Guð- mundur Halldórsson Jónsson, Haraldur Hjálmarsson, Svein- björn Pétursson og Theódór Ól- aísson. Til vara Elís V. Árna- son, Guðrún Bjarnadóttir, Jan- us Halldórsson og Borgþór Sig- fússon. Endurskoðendur voru kosnir: Einar Olgeirsson og Sveinsína Guðmundsdóttir, til vara Jenný Jónsdóttir og Þórður S. Arason. Aðalfundinum lauk kl. 4.30 að morgni. (Frá S.M.F.). TiSir skelli- nöSruþjófnaS- ir i bœnum Um kl. 9 í fyrrakvöid var skellinöðru stolið við Austur- bæjarbíó. Hjólið er af NSU- gerð, grátt að lit, R-391. I gær, milli kl. 1 og 2 síðdegis, var svo annarri skellinöðru stolið, að þessu sinni við Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Hjólið er brún- grænt að lit, af gerðinni Rixe, og skrásetningamúmer R-350. Bæði hjólin voru ólæst, þegar þeim var stolið. Þeir sem kynnu að hafa orðið skellinaðranna varir eru vinsamlega beðnir að hafa samba.nd við rannsóknar- lcgregluna. Skellinöðruþjófnaðir hafa ver- ið mjög tíðir hér í bæ undan- farna daga, en í öll skiptin hafa hjólin, sem stolið var, verið skilin eftir á almannafæri ólæst. Er því nauðsynlegt að brýna fyrir eigendum slíkra. farar- tækja að afla sér lása á þau og læsa þeim, þegar þeir þurfa að skilja þau eftir úti. ókafélagið tjarnargata 16 sími 827o7 bækur félagsbréf fyrir krónur

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.