Þjóðviljinn - 06.03.1957, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.03.1957, Blaðsíða 4
4) _ ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 6. marz 1957 Einkaleyri á heilagri Jóhönnu Strax að lokinni kvikmyndahátíðinrxi í Cannes í Frakklandi á s.l. sumri var þing kvikmynda- leikstjóra og höfunda tökurita sett í Paris, og voru þátttakendur um eit't hundrað frá þrjátíu þjóð- löndum. Fjölmargir af kunnustu kvikmyndagerðarmönn- um heims voru þar saman komnir til að ræða marg- vísleg vandamál starfsins og koma óskum sínum og tillögum Á framfæri — meðal þátttakenda voru t. d. William Wyler frá Bandaríkjunum (af kunn- um myndum hans má nefna Mrs Miniver, Beztu ár ævi okkar), Zavattini frá Ítalíu, Bjarne og Astrid Henning-Jensen frá Danmörku (Ditta mannsbarn), Juan Bardem frá Spáni (Dauði hjólreiðamanns), Ingmar Bergman frá Svíþjóð (Sumarið með Móniku, Bros sumarnæturinnar), Jutkevitsj frá Sovétríkjun- um (Othello), Joris Ivens frá Hollandi, René Clair frá Frakklandi (Sous les toits de Paris), Jiri' Trnka frá Tékkóslóvakíu og Alazraki frá Mexíkó, svo ein- hver nöfn séu nefnd. Margar ályktanir voru gerðar á þinginu og ein- kenndust allar af þeim friðar- og samstarfsvilja, sem þá setti mestan svip simi á alþjóðamál. Helztu atriði einnar þessara ályktana verða birt hér á eftir — ekki vegna þess að orð hennar greini frá Þess hefur verið krafizt, að hætt verði með öllu sýningum á liinni frægu og umtöluðu mynd Orson Welles, Citizen Kane. nokkru nýju eða áður óþekktu, heldur til þess að vekja athygli á þeirri ánægjulegu staðreynd að fjölmargir listamenn á sviði kvikmyndagerðar skuli hafa lýst samhljóða áliti sínu á ákveðnum grund- vallarreglum, sem ekki eru alltof oft í heiðri hafð- ar í viðskiptum kvikmyndafélaga eða frámleiðenda. ■k „Kvikmyndagei'ðarmenn frá 30 löndum hafa set- ★ ið á þingi í París, borginni þar sem kvikmyndir ★ voru fyrst sýndar fyrir 60 árum ... Þeir gera -k sér fullkomna grein fyrir því áhrifavaldi, er þeir ik hafa yfir að ráða, og ábyrgðinni sem þeir bera ★ gagnvart hundruðum milljóna kvikmyndahúsa- ★ gesta, sem sjá myndir þeirra. Um allan heim ★ skipa æ fleiri sér í fylkingu þeirra, sem vinna ★ að bættri sambúð þjóða í milli. í þeim hópi ber ~k kvikmyndagerðarmönnum að vera............ Þeir ★ vilja minna á að kvikmyndagerð er list, og ★ frelsi tir að tjá skoðanir sínar og sjónarmið er ★ þeim nauðsynlegt. Jafníramt benda þeir á, ★ hversu starfsgetu þeirra hefur alltof oft verið ★ sniðinn stakkur eftir kröfum fjárhags, við- ★ skipta og annars eðlis ... Þeir heita að berj- ★ ast gegn ösannsögli í efnismeðferð og öllu því Tom Ewell og Marilyn Monroe í bandarísku kvikmyndinni „The seven year iteh“. í mynd- inni leikur Ewell grasekkjumann, sem freistr aö er með ýmsum liætti, og Monroe er ber- sýnilega freistarinn. ★ sem til óvirðingar má telja. Þeir lýsa yfir þeim ★ ásetningi sínum, að kæra hverskonar skerðingu ★ vinnufrelsis kvikmyndagerðannanna fyrir dóm- ★ stóli UNESCO — Menningar- og vísindastofnunar ★ Sameinuðu þjóðanna — í Haag ------- Þingið er ★ hlynnt tillögu Cesare Zavattini um að efnt sé ★ árlega til sýningar á „kvikmyndum, sem skara ★ framúr í mannlegu tilliti“.“ lEn góð áform mega sín oft harla lítils, ekki hvað sízt þegar listamennirnir standa sjálfir andspænis forstjórum, hluthöfum og gjaldkerum. Umræðuefni ráðstefnunnar eða þingsins, sem fyrr er getið, varpa nokkru Jjósi á það sem þátttakend- ur nefna takmörkun á frelsi kvikmyndagerðarmanna og sýna jafnframt að þetta eru, ekki innantóm orð. Meðal annars var rætt um þau sérkenni- legu tilvik, er kvik- myndafélög og framleið- endur geta fengið. einka- rétt á verkum ákveðinna höfunda. Þannig hafa framleiðendur í Holly- wood t. d. „keypt“ Jules Verne og Selmu Lagerlöf og er því óheimilt að gera kvikmyndir eftir verkum þeirra nema til komi sérstakt leyfi og greidd sé þóknun til ,,eigenda“ eða „rétthafa“; gildir einu þó ætlunin sé að gera kvikmyndirnar í heimalöndum hinna frægu rithöfunda. Meiri Úndrun vekur þó sú vitn- eskja, að bandarísk kvikmyndafélög hafa aflað sér eínkaréttar til töku mynda um heilaga Jóhönnu frá Örk! Leikur varla vafi á því, að þetta séu sér- kennilegustu „einkaleyfi" í nútíma iðnaði! Á ráðstefnunni í París var einnig rætt um eignar- hald á gömlum kvikmyndum, umræðuefni sem alltaf er á dagskrá, Nefndi enski leikstjórinn Thorold Dickinson (hann vann t. d. að kvikmyndinni Hæð 24 svarar ekki, fsraels-myndinni sem Hafnarfjarðar- bíó sýndi í fyrra) sem dæmi að félag eitt, er hefði í hyggju að gera kvikmynd eftir leikriti Bernard Shaws, Pygmalion, krefðist þess að eyðilögð verði öll eintök sem til eru af hinni frægu, samnefndu mynd Asquiths með Leslie Howard og Wendy Hiller í aðalhlutverkunum. Og sjónvarpsfirma, sem keypt hefur réttinn til að sýna kafla úr annarri heims- frægri kvikmynd, Citizen Kane eftir Orson Welles, heimtar að myndin verði innkölluð og sýningum á henni hætt í öllum kvikmyndahúsum og klúbbum. Ingrid Bergman í hltst- verki heilagrar Jóliönmi Gæsalappasnillingar — Bílstjóri raular stöku — Fuglabúr íhaldsins — Lifibrauð geðsmunafuglanna — Laumið slúðursögum inn í búrið GAMANSAMUR skrifar: — „Fáir eru þeir svonefndu skemmtiþættir I útvarpinu, sem fátæklegri eru en hjóna- bandsþáttur Sveins Ásgeirs- 1 sonar. Það er sem allir séu þar svo þurrundnir af fyndni, eða bara smá glettni, að bók- staflega er því líkast, að alltaf sé verið að spila sömu plöt- una, og hana heldur lélega. Snillinganafnið, sem einhver meinlegur náungi hefur smellt á Siggana tvo og Helga og Friðfinn, er næstum eina gam- anið, sem þættinum fylgir jafnan. Um þátt þennan lærði ég nýlega þessa vísu, sem bíl- , stjóri einn var að raula við stýrið: „Fara þeir á f jörur enn, fylg ja Sveinka hér og þar, sjálfumglaðir glingurmenn, gæsalappasnillingar". • EN ÞAÐ ER til nokkuð sem heitir Þjóðvamarflokkur Is- lands, og gefur hann m. a. út blaðið Frjáls þjóð. Blað þetta kemur út um helgar og er að öllu leyti keimlíkt Mánu- dagshlaðinu; aðalefni þeirra beggja eru órökstuddar dylgj- ur, upplognar æsifréttir og kauðalegt nart í ýmsa nafn- kunna menn. Vafalaust verða ýmsar fréttir þessara blaða gómsætur matur handa Þjóð- varnarmanninum Gils Guð- mundssyni, þegar hann fer að snapa saman efni í næstu bindi af Öldinni okkar. En hér er bréf frá verkamanni í Reykjavík um fyrirbærið Þjóðvarnarmenn. Verkamaður skrifar: — „Meðal annars, sem íhaldið'á í fórum sínum, er smáfuglabúr nokkuð, kall- að Þjóðvfirnarflokkur. Raunar vill íhaldið sem minnst láta á því bera, að því sé annt um fuglabúr þetta, og skal því ekki láð bað, þar eð fuglarnir eru hvorttveggja í senn fá- dæma geðvondir og ótrúlega leiðinlesr’r. Öðru hvoru herð- ir íhaldið sig þó upp og lætur vel að fuglunum sínum; kall- ar þá glókollana sína og öðr- um fallegum nöfnum, en fugl- arnir gangast upp við blíðu- hótin og herða sig að skrökva upp óhróðri um höfuðand- stæðing skjólstæðings síns, verkalýðsstéttina. Þá glottir íhaldið og hugsar sem svo, að fátt sp svo illt að einungi dugi. Það telur sig sem sé hafa nokkuð gagn af fuglun- um, þrátt fyrir allt. Þótt geðs- munir fuglanna séu í stirðara lagi, (þetta eru allt geðs- munafuglar) væri það ekki tiltökumál, ef innrætið væri ekki eftir því, en fuglarnir eru bæði skreytnir og hort- ugir, eins og oft vill verða um þá, sem einskis mega sín af sjálfsdáðum, en treysta á sterkan bakhjall. (Sá bak- hjallur er vitanlega íhaldið). Fróðir menn telja, að geð- vonska og verkalýðshatur fugla þessara stafi af því, að upphaflega ætluðu þeir að halda árum sínum hreinum gegnum þunnt og þykkt og vera fugla flekklausastir; en þetta mistókst hrapalega. Arí- ur hinna villuráfandi bænda- sona og kjarklítilla millistétt- armanna sem búrið kusu að gista, tóku brátt að velkjast og enginn lagði trúnað á heilagleik þeirra eða sakleysi. ! Þetta urðu fuglunum c;ár von- j' brigði, og ef íhaldið hefði j ekki „lyft undir vængina ! smáu“ og talið kjark.í skjól- j stæðinga sína hefðu þeir logn- j azt út af í búri sínu, eða rétt- i ■ ara sagt sprungið af harmi i i yfir glámskyggni þeirrar þjóð- j ar, sem neitaði að trúa á • heilagleik þeirra og treysti þeim ekki til að frelsa sitt eigið lánd, hvað þá heiminn. Og síðan hafa fuglarnir talið sér skylt að efla gengi íhalds- ins eftir beztu getu og beitt í því skyni þeim aðferðum einum, sem jafnan hafa þótt bera lélegu innræti traustast vitni. — En mi er sem sé hart í húi hjá smáfuglunum. Og ef þið kynnuð að heyra rótarlega kjaftasögu á föm- um vegi, þá eruð þið vinsam- lega heðin að halda henni til haga og koma henni inn í búr- ið til fuglanna; slíkt er kjam- inn í þeirra lifibrauði. Álveg sérstaklega eru þeir, sem kynnu að hafa geðsmuni til að skrökva upp slúðursögum, beðnir að hafa samband við búrið, slíkt lostæti er hið and- lega hangikjöt fuglanna. Og síðast, en ekki sízt: Ef þið kynnuð að rekast á einhverj- ar systur, hálfsystur, eðg bara frændur Áka Jakobsson- ar, — það er sama hvers kyns þær eru og hvað; þær heita, — þá skuluð þið gera þær að formönnum einhverra sósíalistafélaga og láta þær um leið segja sig úr félögun- um. Hlaupið síðan með frétt- ina upp á Freyjugötu, eða hvar það nú er, sem búrið er staðsett núna, og laumiö henni inn fyrir grindumar. Slík sending mundi blessunar- lega seðja hungur geðsmuna- fuglanna í rótariegar dylgjur og illgirnislegar skröksögur, og ef til vill verða til þess, að blaðið þeirra seldist ekki nema helmingi verr en Máuu- dagsblaðið um eina helgi“. Tökum að okkur smíði á alls konar INNRÉTTINGUM í íbúðarhús, verzlanir og skrifstofur. Hf VIIKI h.1. viS Sigtún, sími 3356 LANGFERÐABÍLAR Getum tekið nokkra Iangferðabíia til aígreiðslu. KÝIfl SENDIBlIiASTÖÐIN VIÐ K1KUT0B6 Síini 13115

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.