Þjóðviljinn - 21.05.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.05.1964, Blaðsíða 2
2 SÍÐA MÖÐVILTIHN Kmmtudagur 21. mal 1964 SKULDABRÉF Hitaveitu Reykjavíkur sem út voru gefin í maí 1963 verða endurgreidd eftir 4 ár. Lánsupphæðin var kr. 20.000.000. — til aukningar Hitaveitu Reykjavíkur. Vextir af bréf- unum eru: 9V2% Á ÁRI Bréfin fást hjá bönkunum í Reykjavík og öllum útibúum þeirra. FEGURÐARSAMKEPPNIN 1964 Lokaúrslit og krýningorhótíð fer fram á HÓTEL SÖGU — SÚLNASALNUM — annað kvöld föstudaginn 22. og laugardaginn 23. maí. KJÖRNAR VERÐA: UNGFRÚ ÍSLAND 1964 O G UNGFRÚ REYKJAVÍK 1964 MEÐAL SKEMMTIATRIÐA: Hljómsveit Svavars Gests. — Daegurlög: Berti Möiier. Tízku- sýning, nýjasta kvenfatatízkan frá Kjóiaverziuninni Eisu, Guð- rúnarbúð, Klapparstíg, Hattaverzlun Soffíu Pálma og Sokka- verksmiðjunni Evu. Stúlkur úr Tízkuskóianum h.f. sýna, stjóm- andi Sigríður Gunnarsdóttir. — Gamanvísur og eftirhermur: Jón Gunnlaugsson. — Dans til kl. 1 eftir miðnætti. ☆ ☆☆☆☆☆ Aðgöngumiðasala og afhending pantaðra aðgöngumiða hefst í dag, að báðum dögunum, kl. 2, í Súlnasalnum að Hótel Sögu. Hjólbarðaviðgerðir - Hjólbarðasala Verkstæði okkar verður framvegis opið alla daga (líka laugardaga og sunnudaga) kl. 8 — 22. Seljum úrvalshjólbarða, NITTO — CONTINENTAL — FIRESTONE. Önnumst allar hjólbarðaviðgerðir með fullkomnum tækjum. Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35, Reykjavík — Sími 18955. o Þetta eina rakblað hafa þessir 15 rakarar notað --------með Schick ryðfría rakblaðinu með langvarandi egginni fengu þeir allir þann mýksta og þægilegasta rakstur, sem þéir höfðu nokkru sinni upplifað. Hvert blað gefur sömu þægindin dag eftir dag í 10 — 15 — 20 rakstra og jafnvel enn fleiri. Við auglýsum sjaldan. Schick blaðið gerir það sjálft, og þar aí leiðandi er verðið lágt — 3 blöð í pakka kr. 19,85. Heildv. Péturs Péturssonar, Suðurgötu 14, sími 19062 Passar í allar rakvélar w Sannleiksvitni og sjónvarpshetjur Bókaútgáfan Helgafell hefur gefið út sérprentað erindi, sem próf. Þórhallur Vilmundarson flutti á hinum almenna fundi háskólastúdenta um sjónvarps- málið. En erindi þetta bjó pró- fessorinn síðan undir flutning í útvarp, en var synjað um flutning þess aí útvarpsráði. f erindinu er fyrst vikið að röksemdum fyrir verndun is- lenzkrar menningar og þjóð- ernis, en síðan snýr prófessor Þórhallur sér að sjónvarps- málinu og rekur aðdraganda þess og þróun fram á þennan dag Það var dr. Kristinn Guðmundsson, utanríkisráð- herra í samstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknar, sem fyrst rétti hernámsliðinu litla fingurinn í þessu máli með því að veita leyfi fyrir stöð til „tilraunasendinga" en það skil- yrði var sett, að stöðin yrði ekki stærri en 50 vött og send- ingar takmarkaðar þannig að þær næðu ekki beint til Reykjavíkur. Upphaflega virtist það vera stefna valdhafanna, að koma í veg fyrir að hermannasjón- varpið næði til þéttbýlisins á Reykjavikursvæðinu, þannig var synjað um stækkun stöðv- arinnar 1956. En 13. apríl 1961 veitti Guðmundur í. Guð- mundsson leyfi tii þess að stækka stöðina úr 50 vöttum í 250, og setti hann þá engin skilyrði fyrir útbreiðslu sjón- varpssendinganna. (Trúlega hefur hann þá verið búinn að Guðm. í. Guðmundsson utanríkisráðherra fá sér sjónvarp sjálfur). Hins vegar skýrði utanríkisráðherra Alþingi ekki frá þessari á- kvörðun sinni, fyrr en 10. nóv- ember næsta haust. Þingmenn Alþýðubandalagsins báru þá fram þingsályktunartillögu um afturköllun leyfisins, og urðu útvarpsumræður um málið 28. febrúar 1962. Prófessor Þórhallur gerir málflutningi forvígismanna stækkunarinnar nokkur skil, og skýrir frá rökum þeirra fyrir stækkunninni, en þau voru fyrst og fremst tvenns konar: Að sjónvarpsstöðin á Vellin- um væri orðin of lítil og úr sér gengin, og að ekki væri Alfreð Gíslason bæjarfógeti í Keflavík fáanleg minni en 250 vatta stöð tii endurnýjunar. Utan- ríkisráðherra sagði m.a.: „Þess eru ekki tök að fá stöð, sem er af jafnlitium styrkleika og núverandi stöð, því að þær fyr- irfinnast ekki. Sú minnsta stöð, sem talið er, að hægt sé að fá í staðinn fyrir þessa stöð, er sú stöð, sem þegar hefur ver- ið leyfð“ Og ennfremur lagði ráðherrann á það hina mestu áherzlu, að langdrægni stöðv- arinnar breyttist ekki, heldur aðeins styrkleikurinn á flug- vallarsvæðinu sjálfu. Alfreð Gíslason bæjarfógeti i Kefiavík kvaðst einnig geta upplýst í þessum umræðum, að erigar sjónvarpsstöðvar Banda- ríkjamanna í herstöðvum er- lendis væru orkuminni en 250 til 500 vatta. Og þriðji ákafa- maðurinn um stækkun stöðv- arinnar. Benedikt Gröndal. nú heiðursliðþjálfi hernámsliðsins. kvað beinlínis furðulegt, að vera að deila um svo litla oe iélega stöð. sem stöðina á Keflavíkurvelli. Og þá snýr Þórhallur sér að því að reyna sannleiksgildi þessara fullyrðinga, sem voru aðalrök formælenda stækkun- arinnar og segir svo orðrétt um það í erindi prófessors Þórhalls: „En hvað þá um þau dýru orð, að ekki væru fáanlegar minni sjónvarpsstöðvar en 250 vatta og vfirleitt væru hvergi í herstöðvum Bandaríkja- manna notaðar aflminni sjón- varpsstöðvar en 250—500 vatta? í handbókinni World Radio (and) TV Handbook 1964, 18 útg., Kaupmannahöfn 1963, riti, sem út er gefið ári eftir fyrrgreindar útvarpsum- ræður á alþingi, má sjá á 235. bls., að Bandaríkjamenn reka 6 sjónvarpsstöðvar i herstöðv- um sínum við Norður-Atlants- haf, allar á útkjálkum eða í útskerjum. að beirra dómi. Fimm þessara töðva (í Thule og Syðra-Straumfirði á Græn- landi, Harmon og Gæsaflóa í Norður-Kanada og á Azoreyj- um) eru allar 100 vatta, Kefla- víkurstöðin ein 250 vatta. í öðrum útstöðvum Bandaríkj- anna. t.d. á Kyrrahafseyjum, eru margar sjónvarpsstöðvar 100—150 vatta. sumar 50, 30 eða 10 vatta og þaðan af minni. Af átta sjónvarpsstöðv- um Bandaríkjahers í Alaska, sem nú telst ríki ; Bandaríkj- unum, eru fimm 100 vatta, ein 165 vatta, ein 1 vatts og að- eins ein 300 vatta, eða í svip- uðum stærðarflokki og Kefla- víkurstöðin. Þannig er þá .ljóst, að Bandaríkjaher er á árinu 1964 ekkert að vanbúnaði að reka stöðvar af öllum hugsan- legum stærðum, allt niður í 1 vatts stöðvar. Þessar upplýsingar, ekki sízt tölurnar um styrkleika sjón- varpsstöðvanna við Norður- Atlantshaf, þar sem Keflavík- urstöðin sker sig ein úr að styrkleika, vekja óhjákvæmi- lega þá spurningu, hvers vegna ráðizt var í þann kostn- að að stækka hana. Var það e.t.v. vegna þess, að hún ein fyrrnefndra stöðva er í næsta Benedikt Gröndal nágrenni höfuðborgar sjálf- stæðrar þjóðar? Og ef svo hefur verið — ef allar tilfær- ingarnar hafa beinlínis verið gerðar til þess að ná til Reykjavíkur — hver hefur þá átt frumkvæði að þeirri ráð- stöfun, Bandaríkjamenn eða á- hugasamir Islendingar? Fróð- legt væri að fá skýr svör við þessum spurningum“. Að sinni skal hér látið stað- ar numið, enda þótt vert væri að gera ýmsum öðrum atriðum í erindi próf. Þórhalls skil. En það er býsna fróðlegt fyrir al- menning að fá hér svo ljós dæmi um heiðarlegan mál- flutning sjónvarpshetjanna á alþingi, þegar stækkun sjón- varpsstöðvarinnar á Keflavík- urvelli var til umræðu. Og einnig verður næsta fróðleg't að sjá, hvort fram koma nokk- ur svör við þeim spurningum, sem próf. Þórhallur varpar fram í sambandi við stækkun- ina. — En Þjóðviljinn vill fyr- ir sitt leyti hvetja alla, sem áhuga hafa á þessu máli að kynna sér erindi prófessorsins. Layndardómur PERSONNA *r só, aS moð slöð- ugum tílrounum hefur rannsóknarliði PERSONNA tekírt a8 gera 4 flugbeitlar eggjar á hverlu blaði. Bi8|I8 um PERSONNA blÖSin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.