Þjóðviljinn - 21.05.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.05.1964, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 21. maí 1964 HðÐVIUINK ÞJOÐLEIKHUSIÐ S ARDASFU RST YN J AN eftir IMRE KÁLMÁN Leikstjórn og hljómsveitarstjórn: ISTVÁN SZALATSY Frumsýning þessa gaman- sama söngleiks fór fram í Þjód- leikhúsinu á annan í hvita- sunnu. Hér er að raeða um sviðsverk, sem er mjög í stíl Vínaróperettunnar bæði um tónlist. anda og atburðarás. Tónhöfundur er Ungverjinn Imre Kálmán, f. 1882, d. 1953, en hann mun mega telja síð- asta tójiskáldið. er náð hafi fullgildum árangri á þessu sviði. Með honum tók þetta vinsæla söngleiksform einskon- ar fjörkipp, áður en það logn- aðist út af til fuils. Sú óperetta ICálmáns, sem einna mesta hylli hefur áunn- ið sér, er „Sardasfurstynjan". Þessar vinsældir á hún ekki Þetta gerðist á ráðstefnu í París, sem Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNES- CO) gekkst fyrir. Þar gerðu 6érfræðingamir áætlanir sínar og komu jafnframt á fót stofn- un, sem samræma á hinar al- þjóðlegu aðgerðir. Þessi á- kvörðun verður svo endanlega samþykkt á ársþingi UNF.SCO í október og nóvember. Þessi barátta er hafin á skeiði, sem einkennist af sí- auknum vatnsskorti um heim allan. Af samanlögðu vatns- magni heimsins eru 97 af hundraði i heimshöfunum, og þetta magn er eins og nú standa sakir ekki nothæft til annars en „halda skipum á floti“. eins og einn cérfræð- inean"'' orðaði það. Þrír fjórðu pessa vatnsmagns, sem sizt að þakka þeim anda ung- versku þjóðlaganna, sem yfir henni svífur og bregður á hana einkar sérkennilegum blæ. Tón- listin er yfirleitt létt, eins og vera ber í slíkum söngleikjum. en hugtæk oft og einatt og alltaf áheyrileg, og tekst höf- undi furðuvel að sneyða hjá þeirri flatneskju og væmni, sem ósjaldan vill bregða fyrir í sviðsverkum þessarar tegund- ar. Efni og uppistaða eru að sjálfsögðu léttvæg, en atburð- arásin hæfilega slungin þeim brögðum og flækjum, sem stíln- um heyra, og allt er þetta fram sett með skemmtilegri gamansemi og oft snjallri fyndni. þá er eftir, eru bundnir i jökl- um og „eilifum“ ís. En vatnsþörf mannkynsins eykst hröðum skrefum. Heim- ilisneyzla á vatni er bókstaf- lega eins og dropi i hafinu í sambandi við vatnsmagnið sem nota þarf I iðnaði og landbún- aði. Til að framleiða eitt tonn af stálþynnum þarf t.d. hvorki meira né minna en 400 tonn af vatni. Hver brauðhleifur sem við fáum í hendur hefur að jafnaði útheimt tvö tonn af vatni. Niðurstaðan er sú, að vatn er ekki lengur óþrjótandi hráefni — ekki einu sinni í löndum þar sem loftslag er rakt. í mörgum borgum, sem nú fá vatn sitt úr fljói-um og ám með verulegu magni af klór jtil sót+vii-oirisunar. hafa menn mjög óljósa minningu Þó að tónlistin sé að sjálf- sögðu meginatriði í söngleikj- um af þessu tagi, er þó gengi þeirra ávallt mjög komið undir hinum ytri áhrifum, eigi sizt glæsilegri sviðsetningu, við- hafnarmiklum hópdönsum. leik- tjöldum o.s.frv., en allt virtist þetta með miklum ágætum. Val leikenda hlýtur þá einnig að verða höfuðatriði í þessu efni, og kemur þar eigi einungis til greina söngkimnátta og leik- hæfileiki Gervi hvers eins verður einnig að hæfa sæmi- lega hlutverki hans, því að ella er hætt við, að heildar- svipur verði ekki sá, sem til er ætlazt. 1 aðalhlutverkinu var ung- um, hvemig ferskt uppsprettu- vatn er á bragðið. Hin nýja áætlun miðar fyrst og fremst að því að gera gagn- gera rannsókn á því, hvað um hið ósalta vatn verður í alls- herjarhringrás vatnsins í heim- inum, og sömuleiðis er ætlun- in að rannsaka gaumgæfilega ýmsa þætti i sambandi við vatnsforða heimsins, bæði þá sem snúa að náttúrunni og lög- málum hennar og eins þá sem snúa að viðleitni mannsins við að breyta vatnshlutföllunum í heiminum. — (Frá S.Þ.). Apolloskot reynt í næstu viku KENNEDYHÖFÐA 19/5 — Á- kveðið hefur verið að reyna að skjóta geirafari af gerðinni Apollo á loft á þriðjudaginn kemur. Slíkt geimfar \ að senda með menn til tunglsins þegar þar að kemur, en í hessari íyrsiu tilraun verður þó eng- inn maður með því. Eldflaug af gerðinni Saturn 1 verður not- uð til tilraunaskotsins. verska söngkonan Tatjána Du- bnovszky og lék hina ungu og fögru söngmey Sylvlu, sem kveikir í hjörtum ungu mann- anna með yndisþokka sínum. Þetta hlutverk hlýtur að verða helzti burðarás sýningarinnar. Ungverska söngkonan syngur laglega, og leikur hennar myndi einnig nægja til að bjarga hlut- verkinu. Hinsvegar verður að segja, að óþarflega langt hafi verið seilzt eftir leikkonu í þetta hlutverk. Hefði eflaust verið unnt að finna hér unga og laglega söngkonu, sem fær hefði verið um að gera þvi hæfileg skil. Af öðrum leikendum ber fyrst að nefna Erling Vigfús- son. Verður eigi annað sagt en að hlutverki hins unga fursta væri vel borgið í höndum hans. Erlingur er nú orðinn sá söngvari, að hann getur hik- laust tekið að sér slíkt hlut- verk, og jafnvel þó að nokkru meira væri. — Bessi Bjamason var óviðjafnanlegur í hlutverki greifans. Skemmtileg gaman- semi hans veitti í leikinn lífi og fjöri, sem ekki hefði mátt vanta. Aðalmótleikari hans, Herdís Þorvaldsdóttir. lék sitt hlutverk létt og þokkafullt. Söngur beggja tókst furðuvel, þó að hvorugt hafi sönglist að sérgrein. — Guðbjörg Þorbjam- ardóttir sómdi sér ágætlega í hlutverki furstafrúarinnar. — Þeir Guðmundur Jónsson. Lár- us Pálsson, Ævar Kvaran og Valur Gíslason fóru einnig með allmerk hlutverk og tókst hið bezta. önnur hlutverk voru mirmi háttar. — Þjóðleikhúss- kórinn hafði Carl Billich þjálf- að og auðheyrilega vandað vel tih — * — Sinfóníuhljómsveitinni stjóm- aði ungverski hljómsveitar- stjórinn István Szalatsy, og hafði hann einnig haft á hendi leikstjórnina. Þess kenndi víða, bæði i tónlistarflutningi og sviðsetningu, að þar hafði maður um fjallað, sem öllum hnútum er kunnugur. og má Þjóðleikhúsið eflaust hrósa happi fyrir að hafa getað feng- ið kunnáttumann frá heima- landi ,,Sardasfurstynjunnar“ sjálfrar til að stjóma hér þess- um flutningi. Þýðingu leikritsins hefur Eg- ffl Bjamason annazt. Af því, | sem prentað er í leikskránni, má sjá, að hann hcfur vandað sig betur en áður í þýðingu söngtexta. Óbundna málið er yfirleitt sæmilegt, þó að sums- staðar komi fyrir ambögur, en slíkt er ekkert einsdæmi. enda leikrit, sem hér eru flutt, ein- att að hálfu leyti á enskuskot- inni dön&ku. Hér skal einungis gerð athuga- semd um eitt slíkt atriði, sjálft heitið á söngleiknum, „Sardasfurstinnan” sem fer leiðinlega dansk-þýzkulega í mu.mi, Hví má hún ekki heita „furstynjan“ að gör tlum og góðum íslenzkum hætti’’ 'Tða bá „furstafiú", ef menn eru asJþ hvað mótfallnir viðskeytinu ,,-ynja“. sem vissulega er þó ástæðulaust. (Vera má, að nýja orðabókin íslenzka hafi hér valdið hugtakaruglingi, því að af skilgreiningu hennar mætti ráða, að viðskeytið væri lítt hæft nema um kvendýr sumra Erlend fjárfesting gegnir tvímælalaust veigamiklu hlut- verki í efnahagslífi Suður-Afr- íku, segir í skýrslu sem skrif- stofa Sameinuðu þjóðanna hef- ur samij handa þeirri nefnd Allsherjarþingsins, sem fjallar um kynþáttastefnu (apartheit) stjórnarinnar í Suður Afríku. Á siðasta árinu, sem skýrslan tekur til, 1961, námu erlend hlutabréf um 4,3 miljörðum dollara (185 miljörðum ísl. króna). Stærstu hluthafarnir eru Bandaríkin og Bretland, sem samanlagt stóðu á bak við rúmlega 7ð af hundraði allra fjárfestinga árið 1961. Enda þótt fjármagnsflótti hafi átt sér stað á síðustu ár- um frá Suður-Aíríku, er greini- legt, að traust og tiltrú fjár- Starfsmannablað Sameinuðu þjóðanna, „Secretariat News“ lýsir í greinaflokki, sem birzt hefur að undanförnu, hinum mörgu og torveldu vandamál- um, sem upp koma í sambandi við þýðingar hjá alþjóðastofn- unum á borð við Sameinuðu þjóðirnar. Nú er röðin komin að kínversku, elzta og mest notaða tungumáli heims. Kínverska er eitt af fimm opinberum tungumálum Sam- einuðu þjóðanna, og þess vegna verður að þýða umræð- ur Allsherjarþingsins, tækni- legar skýrslur og margt annað á þetta mál. Þessu verkefni sinna ekki einungis sérfræð- ingar í tungumálum, heldur kcma þar einnig við sögu sér- íróðir menn í lögfræði, sagn- fræði og öðrum grelnum þjóð- félagsvísindanna. Ástæðan til þessa er sú, að upp koma mjög erfið tæknileg vandamál í sambandi við þýð- ingar á kínversku. Það er t.d. torvelt að finna tákn eða „bók- stafi“, sem táknað geti hinar ýmsu hugsanir eða hugmyndir, einkanlega á hinum vísinda- lega og tæknilega vettvang'. Þessi vandamál eru leyst með því að stilla saman mörgum táknum, sem verða Þá jafn- tegunda ogíannarri ómennskri merkingu, en það væri vissu- lega mesti misskilningur, eins og fjölmörg dæmi sanna, til að mynda orðin ásynja, greifynja, karlynja í sköpunarsögu biflí- unnar o.s.frv.). magnshafa hefur a.mJk- að nokkru leyti verið endurvakin síðan óeirðirnar í Sharpville áttu sér stað árið 1960, segir í skýrslunni. Einkafjárfesting, bæði frá Bretlandi og Banda- ríkjunum, var veruleg árið 1962. Að því er varðar opin- bera fjárfestingu, var þó um að ræða fjármagnsflótta frá Suður-Afríku til þessara landa. í skýrslunni er tekið fram, að skiljanlegt sé, að Suður- Afríka dragi til sín erlent fjár- magn. Ágóðinn hefur á seinni árum numið 250 — 300 miljón- um dollara árlega. Árið 1962 nam ágóðinn af einkafjárfest- ingu frá Bretlandi og Banda- ríkjunum 80 (frá Bretlandi)’ og 72 miljónum dollara. (Frá SÞ>.) framt nokkurs konar skilgrein- ingar. Orðið „hlutleysi“ er td. þýtt á kínversku með fjórum táknum, sem í orðréttri þýð- ingu merkja „standa-mitt-á- milli-kenninganna“. Þýðandinn skrifar ýmist sjálfur eða talar inn á segul- band. Noti hann seinni aðferð- ina, verður hann að gæta sín sérstaklega á samnefnunum, þ. e.a.s. orðum sem hljóma eins en hafa gagnólíka merkingu. Kínverska en einsatkvæðis- tungumál og tiltölulega fátæk að hljóðum, en hefur hins veg- ar.. m5rf tónföll „Kúéi-kuó“ (f jórði tónn) þýðir þannig „Yð- ar heiðraða land“, en „Kúei- kuó“ (þriðji tónn) merkir hins vegar „djöfullega land“. Þýðingarnar ganga síðan til skrautritara, sem skrifa tákn- in á stórar arkir, en siðan eru þau minnkuð niður ; þriðjung áf upprtnalegri stærð sinni með ljósmyndun og því næst prentuð í „offset-prenti“. Tilraunir með ritvélar i stað handskriftar hafa ekki gefið góða raun. Kínverska ritvélin er tilbrigði við þá Japönsku með 1000 táknum á stafaborð- inu og mörg þúsund va-»tákn- um. Hún er bæð; ó. hentug. —, (Frá S.Þ.). Aðalleikcnclurnir fjórir: Tatjana Dubnovszky, Bessi Bjarnas., Herdís Þorvaldsd. og Erlingur Vigfúss. —------------------------------------------------------------------------------------------------------------------<S> Undirbúningur hafínn að bar- áttu gegn vatnsskortinum Fyrsta sameiginlega átak mannkynsins til að stemma stigu við síminnkandi vatnsforða í heim- inum og samræma rannsóknir á aðferðum, sem ráðið geti bót á vandanum, er nú vel á veg kom- ið. Fulltrúar 56 ríkja gerðu í síðasta mánuði ná- kvæmar áætlanir um alþjóðlega baráttu gegn vatnsþurrðinni á næsta áratugi, og mun hún hefj- ast 1. janúar 1965. <&■ Erlend fjárfesting í Su&ur-Afríku Ymsir erfiðleikar við þýðingar á kínversku

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.