Þjóðviljinn - 21.05.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.05.1964, Blaðsíða 5
ÞJÖÐVILIINN SfBA 5 Fimmtudagur 21. maí 1964 sitt af hverju k Finnskir frjálsíþróttamenn eru farnir að láta til sín taka á sumrinu. Um helgina köst- uðu þrír Finnar yfir 70 m. í spjótkasti, Olavi Varis 76,05 metra. Kinnunen 74,95 og Kemppainen 72.15. Pentti Eskola stökk 7,69 m. í lang- stökki i mánudag. if Frank Wiegand frá Aust- ur-Þýzkalandi setti Evrópu- met í 400 m. skriðsundi á mánudaginn. Hann synti á Frank Wicgand ísl. keppandi Sovézki sundmaðurinn Valentin Kuzmin á flugsundi. 4,21,6 mín. í 50 m Iangri laug í Berlín. Eldra metið átti Englendingurinn Ian Black (4,21,8 mín.), og setti hann það á olympíuleikunum í Róm árið 1960. ■jt Hinn ungi sovézki sprett- hlaupari, Boris Zubkov, sigr- aði í 200 m hlaupi á 21,0 sek. á olympíu-úrtökumóti í Les- ilidze á Svartahafsströnd Sovétríkjanna s.I. mánudag. Tími Zubkovs er mjög góður, miðað við það að keppnin fór fram í rigningu og var brautin mjög þung. Edvin Ozolin varð annar á sama tíma. I 800 m. hl. sigraði Valentin Belitzki á 1,51,2 mín. Imant Kuklich vann 400 m grindahlaup á 52,0 sek. 1 langstökki sigraði Le- onid Batovski — 7,65. Viktor Kompaneetz kastaði kringl- unni 55,25 m.. en hafði skömmu áður kastað 56,80 m. Samtals hafa fjórir sovézkir kringlukastarar náð Iág- marksárangri til þátttöku í OL í ár. Fyrrverandi heims- methafi. Vladimir Trusenjev, hefur kastað 58,30 m. ★i Englendingar unnu Portú- gala — 4:3 í óhemjuspenn- andi knattspyrnuleik, sem fram fór í Lissabon á hvíta- sunnudag. Það var miðherji enska liðsins Johnny Byrne („West Ham”), sem skoraði sigurmarkið fyrir England. og voru þá aðeins þrjár mín- útur til leiksloka, 1 hléi stóðu lcikar 2:1, Portúgölum í vil, og þeir komust í 3:1 cftir hlé. Þá skoraði Bobby Charlton annað mark Englcndinga. Þetta var 32. markið, sem Charlton skorar í enska landsliðinu, og hefur engum öðrum tekizt að skora svo mörg mörk fyrir England fyrr né síðar. Miðherji Port- úgala, skoraði tvö mðrk Port- úgals, en Eusibo, „Svarta pardusdýrið”. skoraði eitt mark. -Al Hinn 22 ára gamli Alain Lefebece setti um helgina franskt met í langstökki — 7,79 m. á íþráttamóti í París. Þessi ungi Frakki er einn efnilegasti yngri Iangstökkv- ari heimsins í dag. ■A-i Júgóslafar unnu Tékka — 3:2 í landskeppni í knatt- spyrnu, sem fram fór í Prag á hvítasunnudag. 1 fyrri hálf- leik skoruðu Júgóslafar 2 mörk en Tékkar ekkert. Sovézki sundmaðurinn Valentin Kuzmun setti fyrir nokkrum dögum Evrópumet í 200 m. bringusundi — 2,11,2 mín. Það er 1,4 sek. betra en fyrra metið, sem ftalinn Federico Dannerlein átti. k Sovézka stúlkan Galina Zybina varpaði kúlunni 17,03 metra í keppni s.I. mánudag. Þetta er bezti kúluvarps- árangur kvenna í heiminum í ár til þessa. utan úr heimi fsland ekki í Evrópubikarkeppninni 1965 Fyrir um 30 árum var skozki knattspyrnukappinn Dixic Dean frægur um alla álfuna fyrir leikni sína. Hann lék þá með enska liðinu „Everton”. Enn í dag stendur óhaggað skorunarmet hans, en Dean skoraði 60 mörk í 1. deildarkeppninni á einu og sama keppnitímabilinu, Fyrir skömmu kom Dixie gamli aftur í ljós á knattspyrnuvellinum, þó ekki sem keppandi. Hann gaf knctt- inum aðeins fyrsta sparkið, og hóf leikinn á táknrænan hátt. Þetta var í keppni milli Englendinga og Skota, en ágóði af leiknum mun hafa farið til góðgerðarstarfsemi. Fyrir sparkið fékk Dean 900.000 krónur í þóltnun. Það vildu víst margir fá að sparka í bolta fyrir slíka þóknun. til Berlínar Stjóm FRl hefur borizt formlegt boð frá Austurþýzka Frjálsíþróttasambandinu að senda einn keppanda og íarar- stjóra til Berlínar 27. júní, en þann dag fer fram alþjóðlegt frjálsíþróttamót í Berlín, sem Olympíunefnd A-Þýzkalands stendur fyrir. Keppnisgreinar, sem boðið er til þátttöku í, eru 400 m hl„ 800 m hl„ 500 m hl„ 400 m grhl.. 300 m hindrunarhlaup, langstökk, há- stökk og spjótkast. Boðið í knatt- spyrnumenn Itölsk knattspyrnufélög hafa löngum lagt áherzlu á að kaupa til sín ýmsa snjalla knattspyrnumenn. bæði frá Evrópu og öðrum heimshlut- um. Margir úr hópi beztu knattspyrnumanna Evrópu hafa látið ánetjast, enda æv- intýralegar fjárhæðir í boði. Erlend íþróttablöð hafa ný- lega birt lista yfir þá áhuga- menn í Vestur-Evrópu, sem Italir vilja borga hæst fyrir að fá í atvinnulið sín. Þessi innkaupalisti lítur þannig út ásamt matsverði íþróttamann- anna i krónum: 1. Van Himst (Belgíu 25 milj. t. Eusebio (Portúgal) 22 milj. 3. Amancio (R. Madrid) 15 m. 4. Mekloúfi (Frakkl.) 11 milj. 5. Pottier (Frakkl.), Stúrmer (Sviss), Van den Berg (Belgíul eru allir virtir á 8 miljónir. 8. Harry Bild (Sviþj.) 7,7 milj. Keijser (Hollandi) 7.7 milj. 9. Herbin (Frakkland), Combin (Frakkland) 7 miljónir. Belgíumaðurinn van Himst (Anderslecht) er í langhæstu verði. enda frægur fyrir það að gera mark í hverjum leik, sem hann tekur þátt í. í sumar verður landskeppni í frjálsíþróttum í Reykjavík milli íslands og Vestur-Noregs. Næsta sumar tekur ísland þát't' í þriggja landa keppni ísland — Danmörk — Spánn í Kaup- mannahöfn. Stjóm FRÍ hefur hinsvegar ákveð- ið að ísland taki ekki þátt í fyrstu Evrópubikar- keppninni í frjálsíþróttum, sem fram fer á næsta ári. A hinu árlega Kalendar- þingi, sem fram fór í Soffíu s.l. nóvember, átti formaður FRl sæti. — Þar kom fram ný tillaga um Evrópulandskeppni í frjálsíþróttum. Fyrirkomu- lag keppninnar var í stuttu máli þannig, að keppni skyldi fara fram einu ári.eftir Olymp- íuleika og í fyrsta skipti árið 1965. — Keppt yrði í riðlum, 6 þjóðir í riðli og einn þátt- takandi frá hverri þjóð í hverri grein. — Ef þátttökuþjóðir verða færri en 8 fer keppnin ekki fram. — Það land, sem heldur keppni fyrir sinn rið- il, mun greiða allan kostnað. nema ferðakostnað þátttöku- landanna. Stjóm FRÍ hefur á- kveðið að taka ekki þátt í þessari keppni. Ástæður eru fyrst og fremst að á árinu 1965 verða 2—3 landskeppnir, sem Island tekur þátt í og verður þar af leiðandi ekki bætt meir við af landskeppn- um á því ári. — Auk þess koma til fjárhagslegar ástæður. gagnkvæmum skiptigrundvelli. 1963 kepptu Danir í Reykjavík, en 1965 keppa lslendingar í Danmörku í þriggja landa keppni Danmörk — Island — Spánn. — ísland keppti við V.-Noreg í Álasundi 1963, en 21. og 22. júlí n.k. verður landskeppni ísland — V.-Nor- egur í Reykjavík. — Áætlað er að keppnin verði endurtek- in í Noregi 1965 og á Islandi 1966. — Viðræður hafa átt sér stað við Skozka Frjálsíþróttasam- bandið „S.A.A.” um lands- Framhald á 9. síðu. ®--------------------------------------- Tæp miljón fyrir sparkið Landskeppnír 1964 — 1965 Stjórn FRl kom á samkomu- lagi á s.l. ári við Dani og Norðmenn. um landskeppnir á Utgerðarmenn Viljum taka á leigu góðan 70—100 lesta bát, helzt með kraftblökk, í sumar eða allt árið, til útgerð- ar frá Keflavík. ATLANTOR h.f. Austurstræti lOa. Reykjavík. Símar 17250 og 17440. LANDSKEPPNII FRJALS- ÍÞRÓTTUM1964 0G1965 íþróttir Frá Olympíufjalli til Tókíó Lengsta ferðalag olympíu-eldsins Þaö þykir mikil virðing að vera kjörinn til að bera olympro- eldinn lokasprettinn og tendra hann á sjálfum olympíuleikvang- inum. Myndin er tekin þegar ítalski stúdentinn Giancarios Peris hleypur upp tröppurnar síðasta spölinn til að tendra olympín- eldinn á siðustu OL i Róm. Nú deila Japanir um hað hver sknti fá þetta hlutverk í haust. Þegar olympíu-eld- urinn verður borinn inn á Þjóðleikvanginn í Tokíó á opnunarhátíð olympíuleikanna, 10. okt. 1964, mun hann ljúka einni lengstu ferð sem hann hefur farið í sögu olympíuleik- anna. Það er ótrúlegt en satt, að olympíueldurinn mun hafa log- að í hartnær tvo mánuði á ferðalagi, þegar hann kemur á leikvanginn í Tókíó í haust. Eldurinn verður tendraður á hefðbundinn hátt með geislum sólarinnar á Olympíufjallinu á Grikklandi 18. ágúst. Síðan mun leiguflugvél flytja kyndilinn til margra borga á leiðinni til Tókió. til þess að heiðra sem flestar þjóðir með þessu vináttu- og friðartákni. Þær borgir, sem þotan flýgur til með kyndilinn eru þessar: Istanbul, Beirut, Teheran, La- hore, Nýja-Delhi, Rangoon, Bankok. Kuela Lumpur, Man- ila, Hong Kong, Taipei og Okinawa. Þetta verður 16.000 kílómetra ferðalag, þ.e. um það bil helmingi lengra en beint flug frá Aþenu til Tókíó. Þotan kemur með kyw®tan’ til Okinawa hinn 6. septero- ber. Næstu fjórar vikuinaff verður hann fluttur lamBeið- ina til Tókíó eftir Qóram leiðum, þaxmig að baam fana um öll héraðsst j ómaröaam Japana, sem ero 46 að tSta. kokMprettnrim Ennþá er þó óútkljáe hvan- ig síðasta sprettárajm í lrinni löngu boðferð með olyrrrpío- eldinn lýkur. Það er cteöt «an það i Tófcfó hver sfctdS hlaopa síðasta spölinn með éléfiínn, og tendra harai á sjáMam otyrnp- íuleikvangmum. Fl-esör natiiu vera á þeirri skoðon. að ete-^ hver út röð fremsba íþrótfca- manna landsms skufi fá hesð- urinn af því að tendra ddinat Aðrir vilja að emhver etrri- legur en óþekkttrr ungfctrtgnr hljóti hnossið. Kkt og Astraffo^ menn gerðu á OL 1966. Þá var skólapiltur að nafni Ron Clarfee látinn tendra eMinn. Síðar hef- ur eiark áunrrið sér heims- frægð fyrir fþróttaafrek. 1 fyrra setti hann hermsmet í 10.000 metra Maupi. Þeir, sem hetet e*u áBtrör líklegir til starfsins í Japan, eru Mikio Oda, sem vann fyxsfc- ur Japana gullverðlaun á cú- ympiuleikunum (þrístökk 1928) og Hironoshin Furuhashi, sem hér á árunum setti fjölda heimsmeta í sfcriðsundi. Framkvæmdastjóri Blindrafélagið, Hamrahlíð 17, óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Verzlunarskólamenntun eða önnur hliðstæð menntun æskileg og einnig nokk- ur reynsla í iðnaðarstörfum. Umsóknir með uppl. um aldur, menntun og fyrri störf séu póstlagðar fyrir 20. júní n.k. til Guðjóns Guðmundssonar, Barmahlíð 6, Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.