Þjóðviljinn - 21.05.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.05.1964, Blaðsíða 3
Flmmtudagur 21. maí 1964 ÞrðÐmnNN ■SlÐA Hersveitir Pathet Lao halda áfram sókn á Krukkusléttu Verkföll háS í Frakklandi VTENTIANE og PARÍS 20/5 — Hersveitir Pathet Lao hafa nú unnið fullan sigur á andstæðingum sínum á Krukku- sléttu og eru þeir ýmist flúnir af hólmi eða hafa gengið í lið með Pathet Lao. Virðist nú sem ekkert myndi geta stöðvað sókn Pathet Lao til annarra héraða landsins sem andstæðingarnir hafa enn á valdi sínu. Franska stjórnin lagði í dag til, að kvödd yrði saman ný al- þjóðaráðstefna til að ræða ..hið KUBA Framhald af 1. síðu. inni vinnu, en byssan verður jafnframt að vera stöðugt við höndina. Blaðið segir ennfrem- ur: — Eftir morðið á Kennedy forseta hafa Bandaríkjamenn ekki einungis haldið áfram hinni fjandsamlegu stefnu gagnvart byltingunni á Kúbu, heldur hafa þeir gengið feti framar með nýj- um ofbeldisaðgerðum. Árásirn- ar á Kúbu eru gerðar sam- kvæmt fyrirmælum frá Was- hington og framkvæmdar af flugumönnum Bandaríkjanna. ★ Lygaútvarp f fréttaskeyti NTB um full- veldisdaginn á Kúbu er kafli sem hljóðar svo: „f útvarpssendingu — sem sögð var koma frá Kúbu — en heyrðist í Miami á miðvikudag var sagt að spellvirkjar hefðu kveikt í þremur leigubílum í Havana og málað vígorð fjand- samleg Castro á margar b.vgg- ingar. Stúdentar f jandsamlegir Castro hafa sviðið mikla sykur- akra á austurhluta Kúbu, var sagt í sendingunni, sem var um stuttbylgju. Sendingunni var brátt hætt og kvenþulur sagði að það væri kúbönskum her- mönnum að kenna og að stöðin myndi halda áfram sendingunni síðar" Þessi frásögn ber sjálf með sér að hér er um að ræða eina af þeim lygafréttum sem búnar eru til í Miami, enda stangast hún algerlega á við frásögn fréttamanns Reuters, sem áður er að vikið. Það hlýtur því að vekja nokkra furðu að í kvöld- fréttum ríkisútvarpsins skyldi einmitt þessi augljósa lygafregn vera valin úr fréttaskeyti NTB af því sem gerðist á Kúbu í gær. alvarlega ástand” í Laos. Tillag- an hefur verið lögð fyrir stjórn- ir Bretlands og Sovétríkjanna sem skipuðu saman forsæti Genfarráðstefnunar um Laos 1962, en þar var komizt að sam- komulagi um að Laos skyldi vera sameinað, fullvalda og hlutlaust ríki. Það samkomulag var rofið af herforingjum hægri- manna fyrir skemmstu, þegar þeir handtóku Súvanna Fúma forsætisráðherra hlutlausra og neyddu hann til að breyta sam- steypustjórn sinni þeim í vil. Þar er orsakarinnar að leita til þess að vopnaviðskipti hafa aft- ur hafizt á Krukkusléttu með þeim afleiðingum, sem áður var lýst. Jafnframt því sem stöðugar viðræður fara fram milli dipló- mata vesturveldanna um hvað gera skuli 1 Laos, berst sú frétt frá Víentiane, höfuðborg lands- ins, að hersveitir Pathet Lao haldi áfram sókn sinni og hafi leita ásjár hjá kínversku stjórn- inni í þessu máli. I skyndisókn sinni um hvíta- sunnuna náðu sveitir Pathet Lao á vald sitt aðalstöðvum Kong Le, hershöfðingja stjómarinnar í Vientiane. og í gær varð hann einnig að halda úr þeim stöðv- um sem hann hafði þá komið sér fyrir i. Hann hefur nú hörf- að með herstjóm sína til fjalla- þorpsins Banna, en þar geta flugvélar lent. Hersvqp.ir hans munu hafa orðið að dMa eft- ir á vígvellinum alla» fallbyss- ur sínar og sex af sautján skrið- drekum, sem þær réðu yfir og voru af sovézkri gerð. Mótmæli í Moskvu Faldir hljóðnemar í sendiráði USA MOSKVU 20/5 Bandarikjanna í Moskvu, Foy Kohler, hefur borið fram form- leg mótmæli við sovétstjórnina út af því að í sendiráði Banda- ríkjanna hafa fundizt milli þilja um 40 hljóðnemar og senditæki, sem þar hafa verið árum sam- an. Kúsnetsoff aðstoðarutanríkis- ráðherra tók mótmælin til enn tekið 570 ferkílómetra lands' greina og lofaði að málið skyldi á Krukkusléttu. De Gaulle fer hcim Frá París fréttist að de Gaulle forseti hafi ákveðið að stytta hvítasunnuorlof sitt og muni hann verða í forsæti á ráðu- neytisfundi á morgun, fimmtu- dag. Þar á Couve de Murville utanríkisráðherra að gefa skýrslu um ástandið í Laos. Vitnazt hefur, að franska stjórn- in hafi enn ekki farið þess á leit við stjórnina í Peking að hún láti ástandið í Laos til sín taka, en staðfest er að tilmæli um slíka málaléitun hafi bórizt til Parísar frá stjórn Bandaríkj- anna. ..Le Monde” segir að de Gaulle sé vantrúaður á að það muni bera nokkurn árangur að athugað. Þessir hljóðnemar munu flest- ir hafa verið í byggingunni um langt áratoil og voru margir — Sendiherra þeirra orðnir ónothæfir þegar þeir fundust. Fundur þeirra kom ekki mjög á óvart. Fyrir nokkrum árum sýndi Cabot Lodge, sem þá var aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ, fulltrú- um í Öryggisráðinu geysimikið skjaldarmerki sem hangið hafði bak við skrifborð bandaríska sendiherrans í Moskvu, en sov- ézka leyniþjónustan var sögð hafa komið fyrir hljóðnema og senditæki í skjaldarmerkinu, svo að hún gæti fylgzt með öllu sem fram færi á skrifstofu sendiherrans. Undanfarió heíur livert verkfallið rekið annað í Frakklandi, flest skammvinn, en boðuð mcð litlum sem engum fyrirvara, en önn- ur hafa staðið lengur. Verkfallsbaráttan beinist gegn stjórnar- stefnunni sem hefur hleypt af stað verðbólgu, en komið í veg fyrir kauphækkanir til að bæta fyrir hana. — Á myndinni sjást verkfallsmenn í borginni Lyon í göngu til að fylgja á eftir kröf- um sínum. BRUSSEL 20/5 — Flugmenn blegíska flugfélagsins SABENA eru enn í verkfalli, en vika er síðan það hófst. Flugfélagið hef- ur ráðið 57 ófélagsbundna menn til starfa, en félag flugmanna segir að mikil hætta stafi af flugstjórn slíkra manna, sem Krafa sjómanna McNamara játar að Bandaríkjamenn standi höllum fæti í Suður-Vietnam Þeir eiga líka í vök að verjast í Oryggisráðinu vegna kæru Kambodja WASHINGTON 20/5 — Robert McNamara landvarnaráð- herra hefur viðurkennt að Bandaríkjamenn standi höllum fæti í stríðinu gegn skæruliðum Vietcongs í Suður-Viet- nam. Hann sagði á fundi bandarískrar þingnefndar að það ætti langt í land að sigur ynnist og leiðin til sigurs yrði bæði löng og ströng, en það væri ekki í samræmi við bandaríska hefð að gefast upp þótt á móti blési. Framhald af 1. síðu. ■jIp Samþykktir S. H. Hér fara á eftir samþykktim- ar sem fundur Sjómannafélags Hafnarf jarðar gerði einróma í fyrrakvöld: Fjölmennur fundur í Sjó- mannafélagi Hafnarfjarðar, sem haldinn var 19. maí 1964 gerði einróma eftirfarandi samþykkt- ir: 1. „Fundur haldinn í Sjó- mannafclagi Hafnarfjarðar 19. mai 1964, skorar á sjómenn að vinna ekki við útbúnað til síld- veiða og skrá sig ekki á síld- veiðar fyrr en gert hefur verið upp fulikomlega eftir gildandi samningum félagsins.” 2. Almennur félagsfundur Sjó- mannafélags Hafnarfjarðar hald- inn 19. maí 1964, mótmælir ó- eðlilega lágu fiskverði á lslandi og sérstaklega þó þeim vinnu- brögðum. sem átt hafa sér stað undanfarið í störfum verðlags- ráðs sjávarútvegsins, þar sem ekkert tillit hefur verið tekið til dýrtíðar og þar af leiðandi vax- andi framfærslukostnaðar sjó- manna og fjölskyldna þeirra Þá krefst fundurinn þess, að verðákvörðun vcrði alltaf lokið áður en veiðar hefjast. Þá skor- ar fundurinn á sjómenn að hefja ekki síldveiðar fyrr en verð á sumarsíld iiggur fyrir.” 3. „Almennur fundur í Sjó- mannafélagi Hafnarfjarðar hald- inn 19. maí 1964, telur að þar sem ferskfiskmat á að fram- kvæma við löndun, sé ekki hægt að taka til greina við kaupuppgjör „ferskfiskmat” sem framkvæmt er í annarri höfn en Iandað er í. Fundurinn telur að ekki sé hægt að taka til greina við kaupuppgjör ..ferskfiskmat”, sem framkvæmt er Iöngu eftir að fiskurinn kemur í hús, og byrjað er að vinna hann. Fund- urinn telur að setja eigi þær reglur að á matsnótur og vigt- arnótur skuli auk dagsetningar sctja tímasetningu, svo hægt sé að sjá hve gamall fiskurinn er þegar hann er tekinn í mat.” Auk þessara samþykkta kom skýrt í ljós vilji félagsmanna fyrir því að næst þegar gerðir yrðu kaupsamningar, yrði sett í þá ákvæði sem bannaði að hefja veiðar fyrr en verð lægi fvrir. og jafnvel, að ekki yrðu eerðir samningar fyrir lengra 1 mabil. en verðið gilti. Eínnig kom fram að setja vrfti í samninga ákvæði um að óheimilt væri að hefja nýjar veiðar fyrr en kaupuppgjör og launagreiðslum fyrir síðasta út- hald væri að fullu lokið. McNamara komst þannig að orði þegar hann var kvaddur fyrir hermálanefnd fulltrúadeild- arinnar til að svara ásökunum um að tveir bandariskir her- menn í Suður-Kóreu hefðu látið lífið vegna þess að flugvélar þeirra hefðu verið ónýtir galla- gripir. Hann neitaði þessu og sagði, að Bandaríkin sendu aðeins hin fullkomnustu vopn og vígbúnað til Suður-Vietnams og þraut- þjálfað lið. Hinir bandarisku hermenn og hermenn stjómar- innar í Saigon fengju allt það bezta og fullkomnasta sem völ væri á. Bandaríkin eru hins vegar skuldbundin samkvæmt Genfarsamningnum um Indó- kina frá 1954 að senda ekki annan vopnabúnað til Suður- Vietnams en þann sem sam- bærilegur er við þau vopn sem þá voru í landinu. Með fram- burði sínum fyrir þingnefnd- Prófkjör í Maryland Wallace ríkísstjóri hlaut mikið fylgi BALTIMORE 20/5 — Ríkis- stjórinn í Alabama. svertingja- hatarinn George Wallace. vann mikinn sigur að hans dómi í prófkjöri Demókrata i Maryland í gær, en hann fékk þar nær 43 prósent atkvæða. Eins og við mátti búast hlaut öldungadeildarmaður Demó- krata í Maryland, Daniel Brew- tók að bjóða sig fram við próf- kjör í fylkjum utan suðurríkj- anna til þess að sýna fram á hve öflug andstaða væri einnig þar gegn frumvarpi Kennedys heitins og Johnsons, núverandi forseta um aukin mannréttindi handa svertingjum. Wallace hafði áður boðið sig fram við prófkjör í Indiana og ster, flest atkvæði eða rúm 53 Wisconsin og fengið þar tæp 30 prósent, en atkvæðahlutfall og tæp 34 prósent atkvæða. Wallace er þó miklu hærra en | Miklar kynþáttaóeirðir hafa menn höfðu gert sér í hugar- verið í Maryland í vor og mun j entar að safnast saman á göt- lund og það langhæsta sem það eiga nokkum þátt i hinu i Um borgarinnar til að mótmæla hann hefur fengið síðan hann ' mikla fylgi Wallace. stefnu hennar. inni viðurkenndi McNamara aðjsjónarmið þeirra í málefnum þá skuldbindingu hefðu Banda- landa Suðaustur-Asíu. Mun rikin rofið, svo sem margar hann flytja mál sitt í ráðinu á aðrar greinar samningsins frá | morgun, fimmtudag. 1954. Aukin aðstoð Utanríkismálanefnd fulltrúa- deildarinnar samþykkti í dag að mæla með því að þingið yrði við tilmælum Johnsons forseta um 125 miljón dollara (rúmlega 5 miljarða króna) aukafjárveit- ingu til hernaðarins í Suður- Vietnam. Þessi fjárveiting er til viðbótar þeim rúma hálfa mil- jarði dollara sem þegar er á fjárlögum Bandarikjanna til stríðsins þar. Stevcnson heim Bandaríkin eiga einnig i vök að verjast f öryggisráði SÞ, sem nú fjallar um kæru Kamb- odja á hendur þeim fyrir ítrek- aðar árásir hersveita frá Suður- Víetnam undir stjórn banda- rískra foringja. Hefur Rusk utanríkisráðherra því gripið til þess bragðs að kalla í snatri heim Stevenson, aðalfulltrúa Bandaríkjanna hjá SÞ, en hann hefur verið á ferðalagi að undanförnu um Evrópu og var í dag staddur í London. Stevenson er ætlað að halda uppi vörnum fyrir mál- stað Bandaríkjanna og skýra Sendiherra Kína í París er á leiðinni PEKING 20/5 — Fyrsti sendi- herra Kína hjá frönsku stjórn- inni Sén, er lagður af stað frá Kanton með mikinn hóp starfs- manna og ráðunauta. Sendiráð Alþýðu-Kína í París verður svo fjölmennt og vel skipað, að það er þegar farið að kalla það í Peking ,.annað kínverska utan- ríkisráðuneytið”. Stádentar handteknir SEÚL 20/5 — Þrjátíu Ieiðtog- ar stúdenta voru handteknir og 50 aðrir særðust í átökum milli lögreglu og um 5.000 stúdenta í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, í dag. Enda þótt stjórnin hefði bann- að alla mannfundi reyndu stúd- ■ I C/0 hafnar "hófsemií kaupkröfum WASHINGTON 20/5 — Stjóm bandaríska alþýðusambandsins AFL-CIO hafnaði í dag form- lega tilmælum ríkisstjórnarinn- ar til verklýðshreyfingarinnar um að hún sýndi „hófsemd í kaupkröfum“. Vísað var á bug tillögu John- sons forseta um að kauphækk- anir yrðu aðeins látnar miðast við aukna framleiðni. Hvert verklýðssamband skal gera sína samninga við hvert einstakt fyrirtæki, segir í ályktun stjórn- ar AFL-CIO, og þeirri megin- reglu verður áfram fylgt í bar- áttunni fyrir betri launakjör- um. styttri vinnutíma og bætt- um vinnuskilyrðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.