Þjóðviljinn - 21.05.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.05.1964, Blaðsíða 10
10 SlÐA MðÐVHUNN íSmmtudagur 21. mal 1964 Þið stúdentsárín æskuglöð EFTIR HANS SCHERFIG — Já, að hugsa sér hvað mað- ur gat borðað í þá daga! sagði Amsted. — Og gott var það, — sagði Nörregard-Olsen. — Drengir geta alltaf verið að borða. — sagði Nielsen undir- kennari. Og aftur var farið að rifja upp gamlar minningar. Og talað var með angurværð um konuna í Landamerkinu sem seldi búðing með rauðri sósu. Og tamda ap- ann sem hún átti. Duemose var hann kallaður, vegna þess að hann minnti á stærðfræðikennar- ann. Og hann var alveg jafngeð- vondur og hinn rétti Duemose og var á þönum um sjoppuna og klóraði viðskiptavinina. Eigilega var þetta argasti sóðaskapur. En þetta var bezta kona. Og hún var óhrædd við að skrifa. — Og munið þið — — Nýir réttir voru bomir inn og Amsted hjálpaði Mogensen að skilja fæðuna úr dýraríkinu frá jurtafæðunni. Og þegar komið var að lambasteikinni, sló Jörg- ensen skrifstofustjóri í glasið sitt og hélt ræðu. svo að sósan gæti kólnað á diskinum. — Fyrir nokkrum dögum var verið að gera hreint heima hjá mér. Stórhreingerningu. Vor- hreingerningu. Hreingerningar •eru yfirleitt ekki sérlega skemmtilegar. haha, en þær geta haft það til síns 'ágætis að draga ýmislegt fram í dagsins ljós. sem maður hélt að væri ekki lengur til. Og konan mín færði mér dá- .lítið sem reyndist vera — gamla 6túdentshúfan mín. Æiá. það var ekki mikið eftir af fallegu. hvítu húfunni. Tímans tönn hafði unn- ið á henni. Og mölurinn hafði HARGREIÐSLAN Hárereiðslu og snyrtistofa STETND oe OÖD0 Laneaveei 18 m h. flyfta) SfMT 24616. grandað sínum hluta. Þetta var sorgleg sjón. En ég sagði við konuna mína: Nei. Það á ekki að fleygja henni! Og ég tók leifamar af gömlu húfunni í hönd mér og virti hana fyrir mér. Og minningarnar sóttu að mér. Hver minningin rak aðra. Stúd- entsárin. Æskuárin. Skólaárin. Tíminn sem var öllum svo óend- anlega mikils virði stóð mér Ijós- lifandi fyrir hugskotssjónum eins og fyrir töfra. Gamli, grái skól- inn með öllum dásamlegu minn- ingunum. Skólinn. svo notalegur og göfugur í tign sinni. Skóla- húsið, okkar sameiginlega heim- iU. P B R M A Garflsenda 21 SfMT 33968. Hárgreiflsln- oe snyrtistofa. Dömur’ Hárgreiðsia *úð allra hæfl. TJARNARSTOFAN Tjamareötu 10 Vonarstrætis- meein. — SfMT 14662 H Argretðsl ustofa AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegj 13 — SÍMi 14656. Nuddstofa 4 sama stað — 8 Ég veit að þið, félagar mínir, sem komnir eruð saman hér til að halda hátíðlegt 25 ára stúd- entsafmæli okkar, berið i brjósti sömu tilfinningar og ég, þegar ég virti fyrir mér hinar sorglegu leifar af gömlu stúdentshúfunni minni. Nú erum við dreifðir í aliar áttir. Sérhver okkar gegn- ir sínu starfi og þjónar sinni köllun. Sérhver okkar skipar sinn sess í þjóðféiaginu, og mér leyfist ef til vill að segja að sá sess er ekki alltaf lítils virði. En hvað svo sem við höfum fyrir stafni og hversu mismun- andi sem störf okkar eru, þá er það eitt sem tengir okkur aila ósýnilegum böndum. það er eitt sem gerir okkur að einni stórri fjölskyldu, andlegri heild, og það er minningin um gamla skólann okkar. Skólann með aldagamlar virðulegar erfðavenjur. Þar var sáð þeim fræjum í frjóa barnshugi okkar, sem áttu eftir að spíra og vaxa og bera ávöxt. Þar nutum við þeirrar fræðslu og þeirra áhrifa, sem hafa gert okkur að því sem við erum í dag. Og þess vegna get- um við allir skipað rúm okkar með þjóð okkar og föðurlandi. Þar öðluðumst við þá siðfágun sem er meira virði en gull og silfur. Þar fengum við hlutdeild í þeim menningarfjársjóðum sem enginn getur nokkru sinni frá okkur tekið. Og þar var lagðuT grundvöllur að þeim skapgerðar- eiginleikum, sem hafa gert okkur það sem við erum. 1 skjóli skólans þroskuðumst við og mótuðumst, svo að við gætum orðið trúir og dyggir þjónar þess lands sem við allir elskum — Danmerkur. Þar lærðum við reglusemi og aga og hlýðni, en án slíks get- ekkert siðgæði þrifizt. Þar lærð- um við að láta kröfur heiðurs og skyldu vera okkar einkunn- arorð. Þar lærðum við um hið eilífa gildi erfðavenjanna. Að fortíð og nútíð eru óleysanlega tengdar. Að við getum aðeins byggt á þvi liðna. Því sem for- feður okkar í marga ættliði hafa byggt upp fyrir okkur. Allt sem við höfum öðlazt, allt sem við kunnum. allt sem úr okkur hefur orðið, er skólan- um okkar að þakka. Gamla skól- anum með hinum helgu erfða- venjum. Og kæru skólabræður! Þess vegna skulum við lyfta glösum okkar og drekka skál skólans okkar! Hann lifi! — Margir sátu með tárvot augu, þegar loks var hægt að byrja á lambasteikinni. Nítján menn sátu og rifjuðu upp minningar. Nítján herrar með skalla og ýstrur og gleraugu og yfirskegg töluðu skólastráka- mál og notuðu auknefni hvor um annan og gamla kennara. Nokkrir kennaranna voru enn á lífi. Og þeim var heilsað með virðingu þegar þeir sáust á götu og það gleymdist að viðkomandi var orðinn fullorðinn sjálfur og 43ja ára gamall. En flestir gömlu kennararnir voru dánir. Blomme lektor var til dæmis dáinn. Blomme lektor var minning. Minning sem var þess virði að rifja upp. Þeir mundu eftir latínukennslu hans. Bláu vasabókinni hans, sem hann skrifaði í uggvænleg tákn og merki um frammist' ðu nemendanna. Þeir mundu eftir kækjum hans og orðatiltækjum og talsháttum og fyndni. Og litlu, kringlóttu blikkdósunum með maltbrjóstsykri, sem stóð alltaf fyrir framan hann á kennara- borðinu. Og þeir mundu eftir dauða hans. Hinum skyndilega dauða hans rétt fyrir próf, svo að þeir sluppu við latínu það ár. Og þeir mundu að lát hans hafði verið leyndardómsfullt og ó- hugnanlegt. Og meðal mannanna 19 voru nokkrir sem gátu talað af þekk- ingu um dauða lektorsins. Þar voru læknar sem höfðu vit á eitri. Þar voru læknar. sem höfðu vit á glæpamönnum. Og þar var sálfræðingur, sem hafði vit á furðum sálarlífsins. Og morðinginn var viðstaddur líka. þrettAndi kafli — Maður var ekki hrifinn af þessum Blomme, sagði Mikael Mogensen. — Manni þótti hann ekki sérlega aðlaðandi. Maður hefur ekki drepið hann sjálfur, en maður hefur samúð með þeim sem gerði það. — — Við erum engin böm leng- ur, — sagði Hom. — Og sem fullorðnir, þroskaðir menn, hljót- um við að sjálfsögðu að dæma kennara okkar á annan hátt en við gerðum sem óreyndir skóla- drengir. Þá höfðum við ekki æv- inlega skilning á þvi að það var okkur fyrir beztu, þegar okkur var sýnd viss harka. Persónu- lega er ég Blomme lektor inni- lega þakklátur fyrir það sem hann kenndi mér. Og ég heiðra minningu hans. Hann hefur opn- að mér hliðið að mestu menning- arverðmætum allra tíma. Hann kenndi okkur að þekkja og elska Hóras og Óvíd. Hamingjan góða. auðvitað var það ekki til neinn- ar hlýtar á svo takmörkuðum tíma. Og hið leiðinlega stagl í málfræði og þess háttar var að sjálfsögðu tímafrekt. En einmitt þetta stagl var undirstaðan. Blomme lektor lauk upp fyrir okkur dyrunum að menningar- lífi fortíðarinnar. Og svo réðum við þvi sjálfir, hvort við vildum fara þá leið sem hann hafði rutt okkur. Hvort við vildum á eig- in spýtur brjótast lengra og ausa af ótæmandi dýrðarbrunni fornaldarinnar. Ég minnist ævinlega Blomme lektors með þakklæti. — — Þetta er fallega sagt. Og þetta er satt og rétt, sagði séra Nörregaard-Olsen. — Þetta er heil kjallaragrein, — sagði Mogensen. — Já, en samt sem áður er það rétt. Og ég er líka innilega þakklátur fyrir það sem Blomme lektor kenndi mér. Einmitt sem prestur hef ég haft mikia þörf fyrir latínuna. Hann lagði hinn nauðsynlega grundvöll, svo að við gátum auðveldlega haldið á- fram á eigin spýtur. — Við lærðum vel hjá Blomme gamla, — sagði Thorsen. — Ég hef oft haft tækifæri til að meta að verðleikum það sem hann kenndi mér. Ég gæti ekki verið án latín- unnar. Kennsla Blomme var okkur ómetanleg. Við skildum það ekki þá, en okkur hefur orðið það ljóst seinna. Mig tek- ur það sárt. að ég skyldi aldrei fá tækifæri til að þakka hon- um. — Maður verður tilfinninga- samur með árunum, — sagði Mogensen. — Maður man svo sem að þú dansaðir trylltan indí- ónadans af gleði, þegar við frétt- um að Blomme væri dauður. — — Nú, við vorum ekki annað en krakkar þá. Fjandakomið. við erum ekki sömu börnin í dag, — sagði Thorsen. — Sumum hefur að minnsta kosti hrakað, að minnsta kosti hvað dómgreindina snertir, — sagði Mogensen. og Robert Riege kinkaði uppörvandi til hans kolli. — Eftir því sem ég bezt man, var herra Blomme haldin greini- legri vanmetakennd. Öfullnægðri metnaðargimd. Kynferðislega vannærður. Tvíkynja og sad- isti, — sagði Riege og Rold lög- reglust.ióri sem ætiaði einmitt að fara að segja eitthvað hlýlegt um látna latínukennarann, hætti við það og varð hugsi á svip. — Hann er bókstaflega dáleiddur af Riege, — hugsaði Hemild. — Blomme er dáinn. Og mað- ur talar ekki illa um hina dauðu, — sagði Axel Nielsen undirkenn- ari. — Af hverju ekki? — spurði Mogensen. — Af því að menn bera virð- ingu fyrir dauðanum, — sagði Nörregaard-Olsen. — Menn horfa með lotningu til hins mikla og ókunna. — — Ókunna landsins, þaðan sem enginn á afturkvæmt. — sagði Harald Hom. — Shakespeare! — sagði Niel- sen undirkennari. — Ber presturinn einnig virð- ingu og lotningu fyrir sjálfs- morðinu? — spurði Riege. — Herra Blomme tók inn eitur. — — Nei, honum var gefið eitur, — sagði Mogensen. — Hann var myrtur. — — Það er víst enginn efi á því. — sagði yfirlæknirinn. Og hinir læknamir tóku undir það með honum. Lögreglustjórinn hefði líka viljað fallast á hans mál, samkvæmt eigin reynslu í starfi, en hann virtist ekki þora það fyrir Riege. Presturinn var honum einnig Hér er hægt að fá ásfersnerkl sem vara alla ævi. Verð aö- eins 25.00 kr. Hér er hægt að fá ástarmerki sem vara alla ævi. Verð að- eins 25.00 kr. Umbúðí’- 'nni- faldar í verðinu. VDNDUB F ' m u r Shméyorjónsson &co SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HNOTAN húsgagnaverzlun Askríftarsíminn er 17500 ÞJÓÐVILJINN Starfsstúlkur óskast Starfsstúlkur vantar nú þegar í eldhús Klepps- spítalans. Hálfsdags vinna kemur til greina. — Upplýsingar gefur matráðskonan í síma 38164. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA. ALLT í EINNI BÚÐ Í SVEITINAl Nærföt, síð og stutf — Sokkar Hosur — Skyrtur Peysur — Terylenebuxur — Stretchbuxur — Galla- buxur — Regnföt — Regn kápur — Regnúlpur — Ulpur úr poplin og nælon vattstungnar. — PÓSTSENDUM — SOKKABÚÐIN Laugavegi 42. — Sími 13662. < Wý lALLI p L , ^clsrjUs . vélapak:kningar ^ í FLESTAR GERÐIR Ford ameriskur Ford Taunus Ford enskur Chevrolet, flestar tegundir Buick Dodge Plymouth De Soto Chrysler Mercedes-Benz, flestar teg Volvo BIFREIÐA Moskwitch, allar gerfllr Pobeda Gaz ’59. Opel, flestar gerðir Skoda 1100 — 1200 Renault Dauphine Volkswagen Bedford Diesel Thames Trader BMC — Austin Gipsy GMC Willys, allar gerðir. Þ. JÓNSSON & CO. Brautarholti 6 Sími 15362 og 19215.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.