Þjóðviljinn - 21.05.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.05.1964, Blaðsíða 6
£ SlÐA HÖÐVSLIINN Fímmtudagur 21. mai 1964 Sigurganga Goldwaters til framboðs virðist stöðvuð Mun oð öllum liklndum tapa prófkjörlnu i Kallforniu effir mlkinn ósigur i Oregon Vilja ekki að fjall þeirra sé vanhelgað Sigurganga Barry Goldwaters, hins ofstaekisfulla hægri- manns, til að tryggja sér að verða í framboði fyrir Re- públikana í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust, virðist nú vera stöðvuð. Allar líkur eru taldar á að hann tapi prófkosningunum í Kalifomíu 2. júní, eftir að hafa beðið mikinn ósigur fyrir Rockefeller, fylk- isstjóra í New York, í prófkjörinu í Oregon um helgina. jr Obreytt utanríkisstefna aða sambandsríkis Tanganíka og Zanzibar, aft gcrðUr hafi vcrið sérstakur vináttusamningur við Austur-Þýzkaland, sem gcrir ráð fyrir míkíUi samvinnu á milli ríkjanna í efnahags- og mcnning- armálum. Samningur l>cssi þykir staðfesting á því, að haldið veröi fast við bá stefnu stjómar Zanzibars í utanríkismálum að hafa sem nánasta og bezta samvinnu við sósialistísku ríkin. — Myndin sýnir Karume, forseta Zanzibars, og varaforseta sambandsríkisins. Waldeck Rochet tekinn við forystu af Maurice Thorez Lokið er í París þingi franskra kommúnista sem hófst þar rétt fyrir hvítasunnu. Þingið gerði ýmsar ályktanir, bæði um stefnu flokksins í innanlandsmálum svo og um alþjóðamál og deilurnar milli kommúnistaflokkanna. Þingið kaus nýjan formann flokksins, Waldeck Rochet. sem tekur við af Maurice Torez, en Waldeck Rochet hann hefur gegnt formennsku í flokknum síðan árið 1930. Búizt hafði verið við for- mannaskiptum, þar sem Thor- ez hefur lengi verið heilsuveill, fékk slag árið 1950 og hefur ekki gengið heill til skógar síð- an. Roehet hefur lengi verið einn helzti forvigismaður flokksins. í einni ályktun þingsins var stefna kínverskra kommúnista fordæmd og þeir sakaðir um að stofna til sundrungar innan hinnar kommúnistísku hreyf- ingar. Tekið var undir þá til- lögu að kvödd verði saman ráðstefna kommúnistaflokk- anna til að ræða deilumálin. Um væntanlegar forseta- kosningar í Frakklandi álykt- aði þingið að náist ekki sam- komulag við aðra flokka um sameiginlega stefnuskrá muni kommúnistar hafa sinn eigin fulltrúa í framboði. Stefna stjórnar de Gaulle í innanlands- og vígbúnaðar- málum var gagnrýnd. en sam- bykki lýst við eistök at.riði i at.anríkisstefnu hennar, svo sem viðurkenningu Alþýðu- Kína og tillöguna um að tryggt verði hlutleysi landanna í Suð- austur-Asíu. Enda þótt Oregon sé eitt af fámennari fylkjum Bandaríkj- anna, leggja menn mikið upp úr úrslitum prófkjörsins þar. þegar meta skal fylgi hinna ýmsu keppinauta um framboð Repúblikana. Fylgismenn þeirra allra sex lögðu sig fram við að afla þeim stuðnings, enda þótt aðeins þeir Rockefelier og Goldwater, auk öldungadeild- arkonunnar Margaret Chase Smith, væru skráðir á at- kvæðaseðlana. í áðurgengnum prófkosningum hefur það ekki haft neina úrslitaþýðingu að nöfnin væru skráð á seðlana, I og hefur Henry Cabot Lodge, sendiherra í Suður-Vietnam, | þannig unnið mikla sigra, þótt | hann taki að nafninu til alls ] ekki þátt í keppninni um fram- boðið. Rockefeller hlaut nærri því tvöfalt fleiri atkvæði en Gold- water í Oregon og var só síð- arnefndi þriðji í röðinni, en Lodge annar. Nixon, fyrrver- adi varaforseti, var fjórði, en hin tvö, frú Smith og Scran- ton. fylkisstjóri í Pennsylvan- íu, ráku lestina. Eftir úrslitin í Oregon til- kynntu stuðningsmenn Lodge sendiherra í Kaliforníu að þeir myndu hvetja sitt fólk til að greiða Rockefeller atkvæði í prófkosningunum sem þar fara fram 2. júní, en það eru lang- mikilvægustu prófkosningarn- ar, enda sendir Kalifornía fjöl- mennustu sveitina á þing Re- públikana í sumar, þar sem frambjóðandi þeirra verður val- inn, eða 86 kjörmenn. Það var vitað fyrir, að Gold- water myndi eiga erfiðar upp- dráttar í Kaliforníu en annars staðar í Bandaríkjunum, þar sem frjólslyndi er þar öllu meira í röðum Repúblikana en annars tíðkast, enda þótt í- haldsöflin láti þar einnig til sín taka. Goldwater er þó alls ekki af baki dottinn. Hann telur gig hafa tryggt sér atkvæði 500 kjörmanna ó flokksþinginu, en hann þarf rétt rúmlega 600 til að nó kosningu sem frambjóð- andi flokksins. Hins vegar má fullyrða af fenginni reynslu að flokksþingið mun ófúst til að senda nokkurn þann mann í framboð sem ekki nýtur trausts flokksmanna í tveim- ur stærstu fylkjunum, Kali- forníu og New York. Tapi því Goldwater prófkosningun. um í Kalifomíu, eins og nú virðast flestar horfur á, mun harla ólíklegt að hann verði frambjóðandi Repúblikana í Bandaríkjamenn hafa margar og miklar herstöðvar í Japan, og hefur verið lengi mikil gremja i Iandsmönnum út af yfirgangi þeirra. Fátt hefur þó Japönum gramizt meira en sú dæmalausa ósvífni hins bandaríska hemámslið* að leggja hlíðar hins helga fjalls Fuji undir skotæfingar og spjöldin sem konumar á myndinni bera eru með áletrunum þar sem þes* er krafizt að hætt sé þeirri saurgun á helgidómi Japana. Bankinn sem hvarf frá Tansír Bankastjórínn er nú kominn í leitirnar, en ekki peningarnir RABAT 20/5 — Bandaríski ríkisborgarínn Thomas Stangebye, sem er norskur að ætterni, hefur verið flutt- ur til Rabat, höfuðborgar Marokkós, frá Wiesbaden í Vestur-Þýzkalandi. Lögreglan í Marokkó mun yfirheyra hann um hvað orðið hafi af miljónum dollara sem grun- ur leikur á að hann hafi stungið í sinn vasa. Stangebye þessi rak banka í Tansír, sem þá var alþjóða- svæði en er nú hluti af Mar- okkó, fram til ársins 1960, og vakti þá heimsathygli á sér, þegar hann hvarf ósamt bank- anum, „The American and For- eign Bank of Tangier“; þ.e.a.s. öllum sjóðum bankans, ásamt innanstokksmunum og öllu starfsliði. Þótti það furðu gegna að heill banki gæti horfið þann- ig að ekki sseist urmull af hon- um og liðu ár þar til hafðist aftur upp á Stangebye þessum. Hann fannst fyrir tilstilli al- þjóðalögreglunnar Xnterpol og var þá í Wiesbandin í Vestur- Þýzkalandi. löögreglan í Mar- okkó fór þegar í stað fram á að fá hann framseldan, en dregizt hefur á langinn að verða við þeirri kröfu, og hann er sem sagt nú fyrst kominn til Marokkó. Ekki er vitað með vissu hve mikið það fé var sem hvarf með Stangebye, en talið er að innistæður í bankanum hafi numið fjórum miljónum doll- ara og áttu bandarískir her- menn mestan hluta þess fjár, en Stangebye hafði heitig þeim að ávaxta fé þeirra betur en aðrar peningastofnanir. Stangebye hefur fram að þessu neiiað með öllu að gefa nokkrar upplýsingar um hvar fé bankans er niður komið. Hann heldur því fram að hann hafi selt bankann ásamt öllum sjóðum hans einhverjum aðil- um í Panama, en þrátt fyrir mikla leit hefur ekki hafzt upp á þessum miljónum dollara þar né neins annars staðar. Mál Stangebye verður tekið fyrir dómstól í Marokkó inn- an skamms, en á meðan er hann geymdur í Casbah-fang- elsinu í Rabat. Otto Kuusinen er iátinn, 82 ára Otto Ville Kuusincn, vara- forteti Sovétríkjanna, er lát- inn i Moskvu, 82 ára að aldri. Hann var fæddur í Helsinki -4> Glóundi hraunflóð niður hlíðar Etnu Undanfarið hefur verið óvenjutnikið gos í F.t.nu, eldfjallinu fræga á Sikiley, og rennur slöðugt hraunflóð úr gígnum. Það er fögur sjón að næturlagi, eins og myndin gcfur t.I kynna, en hætta hefur verið á ferðum, því að hraunið rennur nú aðra Ieið en ^enjulega þegar eldur er í fjallinu og hefur farið ckki alllangt frá mannabyggðum. árið 1881. 24 ára gamall tók hann embættispróf við sagn- fræði- og málvísindadeild há- skólans i Helsinki og gekk sama árið í flokk finnskra sós- íaldemókrata og varð brátt helzti forystumaður vinstri armsins í floklmum. Hann var ritstjóri tímarits flokksins ár- in 1906—8 og aðalmálgagns hans. ..Tuömies”, árin 1907 til 1916. Hann sat finnska þingið og var formaður þingflokks sósíaldemókrata. Þegar á árunum fyrir fyrri heimstyrjöldina lét Kuusinen að sér kveða i hinni alþjóð- legu verkalýðshreyfingu og var þannig fulltrúi á hinu sögu- fræga þingi annars alþjóða- sambandsins í Basel árið 1912. Þegar öreigabyltingin hófst i Rússlandi hautið 1917, var Ku- usinen einn helzti leiðtogi bylt- ingarinnar í Finnlandi, sem þá var undir Rússlandi, og tók sæti í stjórn bolsévika. Bolsévikar veittu Finnum fullveldi, en byltingin í Finn- landi var bæld niður m. a. af þýzku málaliði sem kom hin- um finnsku hvítliðum til að- stoðar, og Kuusinen varð að flýja land. Hann snéri þó aft- ur heim nokkru síðar, en varð aftur að fara f útlegð til Sovét- Framhald á 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.