Þjóðviljinn - 21.05.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.05.1964, Blaðsíða 12
Fegurðarsam- keppnin 1964 á morgun Sauðburður — annir / sveitum Fejpirðarsamkeppnin 1964 fer fram i súlnasal Hótel Sögu ann- að kvöld og á laugardagskvöldið. Fyrra kvöldið fer fram úrslita- keppni milli 6 þátttakenda en síðara kvöldið verða úrslit kynnt og fegurðardrottningin krýnd. Sigurvegarinn í keppninni hlýtur titilinn ungfrú Island 1964 og einnig fær hún í verð- laun ferð og mánaðardvöl f Am- eríku, 100 dollara í reiðufé og kvöldkjól. Mun hún taka þátt í Miss Intemationalkeppninni á Langasandi. Einnig verður keppt um titil- inn Ungfrú Reykjavík 1964 og önnur verðlaun sem þátttakend- ur hljóta eru ferðir til Banda- rfkjanna, Mailorca. Beirut. Lon- don og Helsinki. Bæði kvöldin verður sýning á kvenfatatízkunni 1964 auk skemmtiatriða og keppendurnir koma fram í kjólum og baðföt- um. Aðgöngumiða má panta í síma 36618 og verða þeir afhent- ir á Sögu í dag og á morgun kl. 14 — 18 og á laugardag kl. 14 —17. Fimmtudagur 21. maí 1964 29. árgangur — 111. tölublað. 16. tónleikar Sin- fóníusveitarinnar Vantar vitni aö bílaárekstri 11. þ.m. varð árekstur á Suð- urlandsbraut rétt fyrir austan Hálogaland á milli Volkswagen- sendiferðabifreiðar og Taunus- fólksbifreiðar og kastað.st önn- ur bifreiðin á ljósastaur. Rann- sóknarlögregluna vantar vitni að árekstri þessum og biður hún þá sem kynnu að hafa séð áreksturinn að gefa sig fram. Vörusala SS sl. ár nam 227 milj. kr. ■ Aðalfundur og fulltrúafundur Sláturfélags Suðurlands voru haldnir í Reykjavík 14. og 15. þ.m. Var Pétur Otte- sen fyrrv. alþingismaður fundarstjóri á báðum fundunum. í skýrslu forstjóra félagsins kom m.a. fram, að vörusala félagsins nam 227 milj. kr. á sl. ári og að félagið er nú að láta setja upp fullkomna sútunarverksmiðju. Forstjóri félagsins, Jón Bergs, flutti skýrslu stjómarinnar um starfsemi félagsins 1963. Sauð- fjárslátrun var um 10% minni 1963 en á árinu 1962, og er það svipuð minnkun og varð á heild- arslátrun sauðfjár í Iandinu 1963. Alls var slátrað hjá félag- inu um 138.714 fjár, og slátrun nautgripa og svína fer vaxandi með hverju ári. Meðalfallþungi dilka á félagssvæðinu varð 13.17 kg„ og er það 360 gr. hærra en 1962 Greitt var til framleiðenda verðlagsgmndvallarverð fyrir allar afurðir og rúmlega það fyrir sumar afurðir. Heildarvörusala félagsins nam á árinu 1963 rúmlega 227 milj- jónum króna. Langmestur hluti sölunnar voru afurðir úr slátur- húsunum og framl.vörur iðn- fyrirtækja félagsins. Auk 7 slát- urhúsa, sem félagið starfrækti víðsvegar á Suðurlandi, rak það niðursuðuverksmiðju, pylsugerð og 9 smásöluverzlanir í Rvík og á Akranesi. Ullarverksmiðja fé- lagsin9 starfaði líkt og áður. en aðalframleiðsla hennar er gólf- teppaband fyrir íslenzkar gólf- teppaverksmiðjur og mun þar, þegar á þessu ári, verða hægt að súta nokkum hluta gærufram- leiðslunnar úr sláturhúsum S.S. og auka með þvf útflutnings- verðmætið. 1 kvöldverðarboði, sem haldið var að loknum fulltrúafundi. voru heiðraðir 5 starfsmenn Qg konur, sem nú hafa starfað hjá félaginu f 30 ár. Voru þeim Erindi á fundi MFÍK í kvöld: Um áhrif er hörn verða fyrir í nútímaþjóðfélagi Menningar- og friðarsamtök íslenzkra kvenna halda fund í kvöld, fimmtudaginn 21. maí, kl. 8,30 í MlR-salnum Þing- holtsstræti 27. Frú Guðrún Briem Hilt talar um bau áhrif sem böm verða fyrir í nútímaþjóðfélagi. Sigríður Einars flytur kveðju frá sænska systurfélaginu. Sýnd verður kvikmynd um líf og starf sovézku listakonunnar Galínu Ulanovu. Konur eru eindregið hvattar Mi að sækja fundinn, en á ann er sérstaklega boðið öllum heim sem áhuga hafa á uppeld- 'smálum. Mvndin er tekin af frú Guð- rúnu Briem Hilt á föndumám- skeiði hjá Fóstruskólanum, — (Ljósm, Þjóðv. A. KJh þökkuð vel unnin störf og færð Omega gullúr með áletruðu nafni starfsfólksins og merki félagsins. Áður hafa 9 starfsmenn verið heiðraðir á sama hátt, og er allt þetta fólk enn við störf hjá fé- laginu. A aðalfundi áttu samkvæmt félagslögum að ganga úr stjóm þeir Sigurður Tómasson, Bark- arstöðum og Ellert Eggertsson, Meðalfelli, sem baðst eindregið undan endurkosningu. Sigurður Tómasson var endurkjörinn í stjóm, en í stað Ellerts Eggerts- sonar var kjörinn Gísli Andrés- son, Hálsi i Kjós. Aðrir í stjóm félagsins eru Pétur Ottesen. fyrrv. alþm., formaður, Helgi Haraldsson, Rafnkelsstöðum, og Siggeir Lárusson, Kirkjubæjar- klaustri. ■^ÞESSA DAGANA stendur sauð- burður sem hæst um allt land og fylgir honum mikið ann. ríki og umstang í sveitun- um. í kaupstöðum og þorp- um viða um land er einnig margt af sauðfé þar eð marg- ir stunda einhvern búrekst- ur samhliða sjósókn eða öðrum atvinnugreinum. AUK HELDUR eru enn hér í Reykjavik allmargir sauð- fjáreigendur þótt þeir eigi orðið í vök að verjast með þennan búskap sinn. MYNDIN SEM hér fylgir er tekin fyrir fáeinum dögum í Grindavík en þar stunda menn talsvert húskap með sjómennskunni. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Bitsch í Bæjarbíé Jðrgen Bitsch er danskur ferðalangur, sérlega ötull við að leita uppi sjaldgæfa þjóðflokka, kvikmynda þá og skrifa um þá. 1 fyrra var sýnd hér kvik- mynd Bitcsh frá Amazonskóg- um og nú er nýkomin kvik- mynd samnefnd bókinni, „Ulu —heillandi heimur". Hún segir frá sérkennilegum þjóðflokkum á Bomeó, og einkum frá Pún- önum, sem eru dvergvaxin flökkuþjóð og ákaflega mann- fælin. Bitsch hefur samt tekizt að vinna trúnað þeirra og festa daglegt líf þeirra á filmu. Myndin verður sýnd í Bæjar- bíó á föstudag og laugardag. 16. og síðustu tónleikar Sin- fóníuhljómsveitar Islands verða haldnir í kvöld kl. 21 í Háskóla- bíói. Stjómandi er Igor Buketoff en einleikari James Mathis pí- anóleikari. Á efnisskrá eru Til- brigði um stef eftir Beethoven eftir Jón Leifs, píanókonsert í a-moll eftir Schumann og Sin- fónía nr. 5 i e-moll eftir Tsjaikowskí. Þótt þetta séu 16. reglulegir tónleikar Sinfóníuhljómsveitar- innar eru þetta raunar 32. tón- leikar hennar á þessu starfsári. 3 tónleikar hafa verið endur- teknir og auk þess hefur hún haldið 9 skólatónleika, 1 barna- tónl. 1 óperutónleika og tvenna tónleika á Selfossi og í Keflavík. Þá verða haldnir aukatónleikar með Asjkenazi 4. júní n.k.. og stjómar Buketoff þeim einnig. Aðsókn hefur verið mjög góð í vetur og betri en í fyrra. Píanóleikarinn James Mathis er fæddur í Texas í Bandaríkj- unum árið 1938 og er talinn meðal fremstu píanóleikara af yngri kynslóðinni þar í landi. Nám stundaði hann við Juilliard tónlistarskólann og voru kennar- ar hans Olga Samaroff, Roslyn Tureck og Rosina Lhevinne. — Frekara nám i píanóleik stundaði hann í Evrópu hjá Carlo Zecchi og Ilona Kabos. Ár- ið 1962 lék Mathis í fyrsta sinn í Carnegie Hall í New York og hlaut þá afburðagóða dóma fyrir píanóleik sinn. Hann hefur ferð- azt viða um Bandaríkin og Evr- ópu og haldið sjálfstæða tónleika eða leikið með hljómsveitum og hvarvetna hlotið hið mesta lof gagnrýnenda. James Mathis hef- ur unnið til verðlauna í mörg- um tónlistarkeppnum, meðal annars hjá tónlistarklúbbasam- bandi Bandaríkjanna árið 1962, Chopin-verðlaun Kosciuszko- stofnunarinnar, 1. veðlaun { al- þjóða keppni píanóleikara í Múnchen og 2. verðlaun í svo- nefndri Busonisamkeppni á Ital- íu. Mathis er Fulbright styrk- Þegi. Hingað kemur Mathis frá Bandaríkjunum á leið til Evr- ópu, þar sem hann mun halda fjölmarga tónleika. SUMARFARGJÖLD Fí INNANLANDSLEIÐUM 1. júní n.k. ganga í gildi sér- stök sumarfargjöld á þeim flug- Ieiðum Flugfélags Islands inn- an Iands þar sem að staðaldri er hægt að koma við stórum og afkastamiklum flugvélum. en það er á leiðunum milli Reykja- víkur. Akureyrar og Egilsstaða. Sumarfargjöldin verða um 20% lægri en venjuleg fargjöld á framangreindum leiðum og verða sem hér segir: Reykjavík — Akureyri —R- vík kr. 1145,00 Reykjavík — Egilstaðir — R- vík kr. 1610,00 Akureyri — Egilsstaðir — Ak- ureyri kr. 915,00 Til þess að geta hagnýtt sér sumarfargjöld félagsins þarf að kaupa tvímiða og nota hann báðar leiðir. Gildistími farseð- ilsins er einn mánuður frá því lagt er af stað. Sumarfargjöldin gilda á flug- leiðum milli ofangreindra staða án tillits til þess hvar ferð er hafin. JÓN LAXDAL MEÐAL ÞÝZKRA TULKAR SHAKESPEARE 0G LAXNESS eigi þakkir skildar fyrir sína þroskuðu og áhrifamiklu frammistöðu.” 1 nokkrum umsagnanna er þess getið að það sé leitt að missa þennan ágæta lista- mann úr borginni, en Jón hefur nú ráðið sig til leik- húss i Hildesheim. Þess má og geta. að blaða- menn þar syðra virðast hafa fremur óljósa hugmynd um Halldór Laxness: einn segir að hann hafi einkum áhuga á eftirfarandi yTkisefnum: tími, líf, trúarbrögð, dultrú, þjóð- legheit og arfleifð. Þeir eru einnig sannfærðir um að hann hafi hlotið Nóbelsverð- launin fyrir Atómstöðina. Jón Laxdal hefur leikið á ýmsum leiksviðum Þýzka- lands að loknu námi f Vín- arborg. Að undanförnu hefur hann leikið í Wilhelmshaven og getið sér góðan orðstír. Nýlega lék hann aðalhlut- verk í móderniséraðri upp- færslu á gamanleik Shakes- peares ..Comedy of errors” og fara nálæg dagblöð viður- kenningarorðum um frammi- stöðu hans. Wilhelmshavener Rundschau segir Jón jafnvíg- an og jafnsannfærandi * tragískum og kómískum hlið- um hlutverksins og hafi auk þess haft ágætt tækifæri til að beita ríkulega svipbrigða- list sinni. Jón lék tvíbura- bræður og segir Nordwest- zeitung, að honum hafi stór- vel tekizt að túlka ólíka skapgerð beggja. 1 fyrra mánuði las Jón Lax- dal einnig upp úr verkum Halldórs Laxness á vegum Goethefélagsins i Wilhelms- haven. Hann flutti fyrst stutta kynningu á skáldinu, las síðan kafla úr Paradísar- heimt á íslenzku og býzku (en sú bók hefur enn ekki komið út á þýzku). Ennfrem- ur kafla úr Islandsklukkunni, Atómstöðinni og Brekkukots- annál, sem þýzkir nefna reyndar Fiskakonsertinn. Upplestur Jóns hlaut góða dóma — á e'num stað stend- ur að ,.hinn bráðung . traust- vekjandi norræni listamaður

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.