Þjóðviljinn - 31.05.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.05.1967, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Miðvfkudagur 31. maí 1967. Otgefianii: Samelnlngarfloitkur alþýða. — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivaj H- JónssoD (áb). Magnús Kjartansson, Sigurðui Guðmundsson. Préttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson- Auglýslngastj.: Sigurðui T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavðrðust 19. Sími 17500 (5 línur) — Askriftarverð kr. 105,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 7.00- Þungur dómur gnginn mun halda því fram að stjórnendur Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna sé\i verkfæri í hendi stjómarandstöðumiar, sem allt vilji gera til þess að gera rpdsstjórninni og ríkisstjórnarflokk- unum erfitt fyrir síðustu dagana fyrir kosningar. í stjóm þessara samtaka kýs sama íhaldsklíkan alltaf sjálfa sig til forystu, þar eru valdamestir meran sem trúa á dýrð einkarekstursins og bölvun allra ríkisafskipta af atvinnuvegunum. Samþykkt nýlokins fundár Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna er í rauninni þungur áfellisdómur um ríkis- stjómina og stjórnarstefhuna, þar sem félagsskap- urinn telur ekki rekstursgrundvöll lengur fyrir hinn arðsama atvinnuveg, hraðfrystiiðnaðinn, nema til komi ný gengislækkun eða stóraukið styrkjakerfi, enda þótt ríkisstjórnin hafi með ný- legum „bjargráðum“ ráðstafað stórum fúlgum af almannafé til hraðfrystihúsanna og fisköflunar til þeirra. í rauninni krefst Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna þess að tekin verði upp gerbreytt stjóm- arstefna, örfuð hráefnisöflun til frystihúsanna í stað þess að viðreisnarstjórnin svonefnda hefur 'fækkað togumnum um hvorki meira né minna en þrjátíu og gert hinum minni vélbátum örðugt fyr- ir um rekstur. Þá er einnig ríkisstjómin snupruð fyrir þá stefnu sína að draga úr viðskiptum við Austur-Evrópu, þar sem Sölumiðstöðvarmenn krefjast þess að hagsmunir hraðfrystiiðnaðarins verði ekki fyrir borð bomir í milliríkjasamning- um. Einhver kynni að mæla, að hart hefði ríkis- stjóm íhaldsins og Alþýðuflokksins leikið þennan atvinnuveg til að ávinna sér annan eins dóm. Svo er komið að Tryggvi Ófeigsson, Gunnar Guðjónsson, Ingvar Vilhjálmsson, Sigurður Ág- ústsson, Ólafur Jónsson, Finnbogi Guðmundsson og félagar þykjast ekki eiga annars úrkosta en fara í bónbjargarför og beiðast þess að fá að verða í enn ríkara mæli en hingað til styrkþegar hins opinbera, og kveina og barma sér vegna afleiðinga af stjórnarstefnu Sjálfstæðisflokksins, sem velt hefur óðaverðbólgu yfir atvinnuvegi landsins, spillt mörkuðum íslendinga til að þóknast heild- saladeild íhaldsins, og látið mikilvæga atvinnu- vegi grotna niður vegna vantrúar á íslenzkan sjáv- arútveg og íslenzka atvinnuvegi yfirleitt. Bragð er að þá bamið finnur; enda mun verða kosið um það 11. júní hvort menn vilja fá yfir sig áfram ó- stjórnina sem svo grátt hefur leikið mikilvægar greinar framleiðsluatvinnuvega þjóðarinnar. Enga kuuplækkun sjómunnu gíldveiðisjómenn vilja ekki una kauplækkun; en það er kauplækkun, lækkun síldarverðsins til bátanna, sem ríkisstjórnin og embættismehn henn- ar eru nú að undirbúa. Engin sanngimi er að síld- veiðisjómennimir verði látnir taka á sínar herð- ar kauplækkun vegna verðfalls á afurðum, sem vel getur reynzt einungis tímabundið. Samtök síld- veiðisjómanna hafa varað ríkisstjómina við að reyna að knýja fram kauplækkun á síldveiðunum, og ríkisstjómin ætti að láta sér þá aðvörun að kenningu verða. — s. SJÓNYARPIÐ síðustu viku Ég veit ad það er ætlazt t.il þess, að svona þættir séu stutt- ir og jafnvel stuttaralegir. Þvi fyrmefnda ætti ég að geta ilof- að, en ekki því saðamefnda, nema mér þyki ærin ástæða tiL Þó að samasnburður á frétta- stofu útvarps (Mjóðvarps) og sjónvarps (eða jafnvel „mynd- varps“?), sé ekki fullkomiega réttlátur, vegna þess aðstöðu- munar sem sjónvarpið nýtur með þvi að geta komið fréttum sínurn myndskreyttum á fram- færi við óihorfendur, get ég samt ekiki stillt mig um að bera þessar tvær stofnanir lít- illega saman. Fréttaþjónusta sjónvarpsins þykir mér góð. Þeir vinna frétt- imar vel, skjóta inn fróðleg- u-m viðtölum, og eru að öllu leyti ítarlegri og áhugaverðari en þeir á útvarpinu. Þudimir, Magnús Bjamfreð.sson og Mark- ús örn Antonsson, eru þáðir þaulvanir fréttamenn af dag- blöðunum og einnig dagskrár- stjóri fréttadeildar, séra Emil Björnsson. Vel getur verið að þama iiggi hundurinn grafinn, enda er fréttamennska i sjón- varpi skyldari blaðafrétta- mennsiku en fréttamennska í út- varpi og sjónvarpið er sá frétta- miðiil sem fullkomnastur er < dag. Um frammistöðu þulanna er ekk-i nema gott eitt að segja. Báðir koma þeir vel fyrir sjómr og hafa þægilegar og góðar raddir til starfans. Magnús er þó betri helmingur þeirra fé- laga, enda þjálfaður úr útvarp- inu, en Markús örn á það t-il að reka dálítið í vörðurnar, en tekur því karlmannlega og er ekki að sjá að honum bregði. Áður en ég skil við þetta efni vildi ég óska þess að þeir á sjónvarpinu slaiki ekki á, eins og oft viil verða hérlend- is, og að þeir á útvarpinu herði sig. Þeir eru kannski ekki enn famir að átta sig á þessari hættulegu samkeppni. ' Á sunnudaginn var skemmti- legur og fróðlegur þáttur um Mýramenn í Danmörku. Eld- fom kuml, sem fundizt hafa í mýrlendi, bæði í Danmörku og víðsvegar um Norðurálfu, þar sem sum líkin hafa varðveitzt líkt og smurlingar. Hvimdeiðast þykir mér við HÖGNI JÓNSSON Löfrfræði- og fasteignastofa Bergstaðastræti 4 Sími 13036. beima 17739. erlenda fræðsduJþætti sjóravaxps- ins, hvað íslenzki textinn er oft ófullkomirm. Ég tala nú ekki um, þegar , textinn er lesinn inná, þá er oft engu líkara en erlendi þulurinn og sá íslenzki séu komnir í háarifrildi og oft er það svo, að erlendi þulurinn má heita einráður, en sá ís- lenzki kemst rétt til að skjöta inn orði og athugasemd á stangli. Við verðum að treysta þvi að þetta verði lagfært hið bráð- asta. Á mánudaginn var brugðið upp mynd af „The Beatles'* hinum brezku frumherjum bílilamúsikmenntarinnar, sem Danir kalla „gaddavírsmúsik", en Engilsaxar „Pop“. Þátturinn druk'knaði hreinlega í, móður- sýkisöskrum táninganna, eink- um telpnanna. Á miðvikudaginn fengum við að sjá giullfallega mynd um náttúru Danmerkur og var ekki iaust við að maður saiknaði lit- ana. Og þar á eftir sýndi Alex- ander Korda okkur hvemig hann álítur að Katrin mikla hafi komizt til rfkis í Rússlandi. Myndin var skemmtileg, en heldur þótti mér frílega farið með staðreyndimar, eins og maður hefur Qesið þær í mörg- um misjafnlega áreiðanleigum blöðum. Ég ætla að taka það fram strax, að ég ætla yfirleitt etkki að leggja dóm á kvikmyndir, annan en þann hvort mér þykir þær skemmtiiegar, leiðinlegar eða ein:hvers,staðar þar á milli og ég ætla að biðja hina alvitru kvikmyndagagnrýnendur blað- anna að hafa ékfci uppi neina tilburði til andsvara, vegna þess að ég hef ekfci hundsvit á hlutum eins og leikstjóm, kvik- myndun og kflippingu, hvað þá heldur hinum dýpri leyndar- dómum listarinnar. Þátturinn „I brennidepli" á föstudaginn var stórfróðlegur og fjallaði um orkuvinnslu úr fallvötnum og háhitasvæðum landsins. Haráldur J. Hamar leiddi fram trúverðug vitni, verkfræðingana Guðmund Pálmason og Svein Einarsson. Kom þeim saman um að auð- velt myndi áð beizla jarðhitann til raforkuvinnslu og Sveinn hélt því bQ'ákalt fram að orka þannig fen'gin yrði heflimingi ódýrari en sú, sem við búum nú við. I vikunni. sem nú er að líða virðast pólitíkusamir ætla að stela senunni og er ekiki að vita hvort bitastætt verður í þeim, yfirleitt. — G.O. IN mnHi lsabella*Stereo HELDUR HEITU OG KÖLDU ÚTI OG v INNI ATHtJGIÐ Getum bætt við okkur klæðningum og við- gerðum á bólstruðum húsgognum. — Góðir og vanir fagmenn. Húsgagnav. Þorsteins Siguróss. Grettisgötu 13. — Sími 14-0-99. Terylene buxur og gallabuxur i öllum stærðum. — Póstsendum. Athugið okkar lága verð. _ O.L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu) — Sími 23169. IVVÖRUSÝNING 20. MAÍ-4.JÚNÍ ÍÞRÓTTA- OG SÝNINGARHÖLLIN | LAUGARDAL QPID FRÁ KLUKKAN 14-22 ALLA DAGA í DAG opið klukkan 14 til 22. Stórt vöruúrval frá fimm löndum. — Vinnuvélar sýndar í gangi. BÍLASÝNING. Fimm kvikmyndasýningar: Kl. 15 — 16 — 17 — 19 — 20. TVÆR FATASÝNINGAR — kl. 18.00 og kl. 20.30. með pólskum sýningardömúm og herrum., VEITINGASALUR OPINN. KAUPSTEFNAN pólland tékkóslOvakía; SOVETRIKIN UNGVERJALAND REYKJAVÍK 1967 ÞÝZKA ALÞÝÐULÝÐVELDIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.