Þjóðviljinn - 31.05.1967, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.05.1967, Blaðsíða 12
■'■IVS Blaðamaður Þjóðviljans hitti þessa ungu pilta fyrir utan Melaskólann í gær, en þar stendur yfir atkvæðagreiðsla utankjörfundar, og voru piltarnir að koma út frá því að kjósa til alþingis i fyrsta sinn á ævinni. Þeir eru báðir nemendur í Tækniskólanum, þessa dagana eru þeir að ljúka prófi upp úr 1. bekk og eru á förum út á land til að vinna sér inn peninga fyrir námið næsta vetur. Til vinstri á myndinni er Egill Viktorsson, búsettur hér í Reykjavik, en ættaður frá Akureyri. Við hlið hans er Guðni Hansson frá Hjalla í Kjós, og heldur hann á um- slagi í hendinni innsigluðu af kjörstjórn, en í þvi er hinn dýrmæti kjörseðill. Blaðamaður spurði þá formálalaust hvað þeir hefðu kosið, og sögðu þeir að þeim væri engin launung á því, nema síður væri, að þeir hefðu kosið G-listann, og mætti gjarnan segja frá því í Þjóðviljanum, ef það gæti orðið hvatning til ann- arra sem ganga nú að kjörborðinu í fyrsta sinn að gera það sama. „Það sem öllu máli skiptir núna er að fella ríkisstjórnina og taka upp breytta stjórnarstefnu, og þetta verður ekki gert öðru vísi en að sem flestir kjósi Alþýðukandalagið nú í kosn- ingunum. Allt annað er að kasta atkvæði sínu á glæ. Við megum ekki una því, og allra sízt unga fólkið, að hér verði áfram sami óskapnaður í stjórn atvinnulífsins og öll sú vansæmd sem fylgir hemáminu og auðmýkt stjórnarvalda fyrir yaldi erlendra auðhringa. Það er hlutverk okkar unga fólksins fyrst og fremst að þessari óheillaþróun verði snúið við, og þess vegna kusum við G-listann“. f sama mund og hvatningarræða þessara ungu kjósenda stóð sem hæst, renndi í hlað á kjörstaðnum bíll, einn af hin- um fjölmörgu kosningasmölum Sjálfstæðisflokksins. Ut úr honum leiddi hann fjögur hrum gamalmenni á Hrafnistu — þar ætlaði ihaldið sér fjögur atkvæði. Með fullri virðingu fyrir þessum gamalmennum og lífi þeirra og starfi fyrir þjóðina á liðinni tíð er þessi sviðsmynd táknræn fyrir það sem nú er að gerast í þessum kosningum. Egill og Guðni voru að kjósa í fyrsta sinn til alþingis í gær. Myndin er tekin utan við Melaskólann þar sem kosið er utan kjörfundar. — (Ljósm. Þjóðv. Hj. G.). Kosningasmalar íhaldsins draga gamalmennin á kjörstað til að kjósa íhaldic^ af gömlum vana, en þessir ungu nemend- ur í Tækniskólanum eru fulltrúar hins sívaxandi fjölda æsku- fólks, sem þekkir sinn vitjunartíma og fylkir sér um Alþýðu- bandalggið og kýs G-listann nú í kosningunum. Frá sýningunni „hinn lesandi maður“. Homo legens, eða hinn lesandi maður nefnist sýning í Myndlistar- og handíðaskólanum í dag kl. 5 verður opnuð sýn- ing í Myndlistar- og handíða- skóla Islands að Skipholti 1 og nefnist hún HOMO LEGENS, eða hinn lesandi maður. Á sýningunni eru samtals 110 mýndir, eftirprentanir af lista- verkum, Ijósmyndir og teikning- ar sem lýsa á margvíslegan og skemmtilegan hátt sambúð manna við bækur, blöð og bók- menntir í nær öllum heimsálfum og á ýmsum tímum. Auk þess verða til sýnis þýzkar og íslenzk- ar bækur- Sýningin er fengin hingað að láni með aðstoð þýzka sendi- ráðsins frá „Martin-Behaim’’ fé- laginu í Darmstadt. Markmið fé- lagsins er að kynna þýzkar baekur og bókmenntir erlendis, sagði Kurt Zier, skólastjóri blaða- mönnum í gær. Einkar athyglis- vert þykir að þessi sýning hefur umfram ofangreint markmið al- mennt listrænt gildi og er það þess vegna að skólinn hefur á- kveðið að efna til hennar. Á sýningunni má sjá hvernig tugir og hundruð miljónir manna grípa til bóka og blaða i fyrsta skipti, hvernig heilar þjóðir vakna til sjálfsvitundar með því að lesa. Þessu er lýst með ágæt- um ljósmyndum frá Asíu og Afr- íku. Sýningin verður opin daglega frá kl. 3 til 10 síðdegis frá 1. til 10. júni og eru menn hvattir til að sjá hana því að hér er bæði um athyglisverða og skemmtilega sýningu að ræða. Tveir smábarna- gæzluvellir opn- aðir 1. júní n.k. Tveir ' smábamagæzluvellir taka til starfa 1. júní n.k. Eru þeir á skólalóðum Vesturbæjar- skóla við Öldugötu og Höfða- túnsskólans við Sigtún (Félags- heimili Ármanns). Leikvellir þessir eru ætlaðir bömum á aldrinum 2—5 ára. ■ ■■■■■■ ■■■■■■■■■■!■ ■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■•(■■■*> m\ Hafnarfjörður | Kosningaskrifstofa Al- ■ þýðubandalagsins í Haájpar- ■ firði í Gúttó er opin frá kl. 1—10. Sími 51598. Stuðningsmenn Aiþýðu- j bandalagsins eru beðnir að ■ koma á skrifstofuna og • taka happdrættismiða til j sölu. — Verið er að vinna : í spjaldskránni og er fólk | beðið að koma og aðstoða ■ við það verk. ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■ Engin lausn hjá farmönnam Allt situr við það sama í far- mannadeilunni og hvert skipið á fætur öðru stöðvast í höfn. Enginn sáttafundur hefur ver- ið boðaður svo Þjóðviljanum væri kunnugt um í gærkvöld. Mótmælastaðan við bandaríska Myndin er frá mótmælastöðunni við bandaríska scndiráðið sem efnt var til sl. laugardag. Stóðu þar um 20 manns undir mót- mælaspjöldum frá því um kl. 10 um morgruninn til um 2.30 um daginn er fundur stuðnings- manna Reykjavíkurgöngunnar 1967 hófst í Tjarnarbúð en þar var rætt um fyrirkomulag göng- unnar og hafin skráning þátt- takenda. Miðiviloadagur 31. maí 1967 — 32. árgangur,— 119. töluiblað. HáspQnnulínan frá Búrfelli: Sex tilboð bárust frá fimm löndum 1 gær voru opnuð tilboð í efni og uppsetningu háspennulínunn ar frá Búrfelli til Reykjaivíkur og Straumsvikur, en samkvæmt út- boðslýsingunni á þvi verki að Ijúka vorið 1969. Tilboð bárust frá 6 firmum í 5 löndum, og var tilboðsupphæð hvers firma, þeg- ar miðað er við samanburðar- grundvöll útboðslýsingarinnar: Canadian Hoosier Engineering Company Ltd„ Kanada: krónur 147.603.853,—. Starkstromanlagen-Gemeinschaft, V-Þýzkal. kr. 122.865.733,—. Carczynski & Traploir ásamt 3 öðrum frönskum firmum: kr. 114.281.115,—. Compagnie Generale d’Entrepris- es Electriqucs, Frakkland: kr. 163.397.950,—. Transelectric AB, Svíþjóð: krón- ur 151.531.022,—. Societa Anonima Elettrificazione, Italíu kr. 124.088.228,—. Tilboðin verða metin bæði tæknilega og fjárihagslega með hliðsjón af útboðslýsingunni og Eiríkur Smith sýnir í London Eiríkur ^mith. N.k. mánudag, 5. júní, opnar Eiríkur Smith listmálari mál- verkasýningu í Alwinggaller.y í London og verða þar til sýnis eftir hann tæplega 20 málverk. Mun sýningin standa út júní- mánuð- Þetta er fyrsta sjálf- stæða sýningin sem Eiríkur hef- ur haldið erlendis en hann átti 3 málverk á Norðurlandasýn- ingunni um daginn. Hér heima sýndi hann síðast í Bogasalnum í fyrra. verkið síðan veitt að því loknu, en bjóðendur eiga að standa /ið tilboð sín í sex mánuði. (Frétt frá Landsvirkjun.) Willy Brandt ti! Islands 24. jnní BONN 30/5 — Willy Brandt, ut- anríkisráðherra og leiðtogi vest- urþýzkm sósíaldemókrata, kemtir til íslands í opinbera hei-msókn 24. júní. Til Rvíkur kemur hann frá Stokkihólimi, en áður mun hann hafa dvalizt í Kaupmanna- höfn og Helsinki og frá Rvík fer hann til Oslóar. 16 fyrirtæki í 7 löndum sendu tilboð til SVR í gær voru opnuð tilboð sem Innkaupastofnun Rvík- urborgar hafði auglýst eft- ir í smíði 38 strætisvagna fyrir Strætisvagna Reykj-a- víkur. Alls sendu 16 fyrirtæki frá 7 löndum tilboð en þar sem sum tilboðin eru margskipt eru þau í raun- inni alls um 30. Eitt íslenzkt fyrirtæki, Sameinaða bílasmiðjan, sendi tilboð og er það í fernu lagi. Önnur fyrixrtæki sem buðu í verkið eru frá Bretlandi, Noregi, Þýzka- , landi, ' Tékkóslóvakíu, Belgíu og Svíþjóð. Forstjóri Innkaupastofn- unar Reykjavíkurborgar skýrði Þjóðviljanum svo frá í gær að ænn væri ekki hægt að segja til um hvaða tilboð væri lægst þar eð eftir væri að umreikna verðið í íslenzkar krónur. Þá væri heldur ekki víst að lægsta tilboðinu yrði tekið þar eð önnur gætu verið hagkvæmari, t.d. að því er varðar lán o.fl. Bjóst hann við að það tæki hálf- an mánuð til þrjár vikur að yfirfara tilboðin og samningar yrðu væntan- lega ekki gerðir fyrr en um mánaðamótin júní—júlí. I /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.