Þjóðviljinn - 31.05.1967, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.05.1967, Blaðsíða 7
Miðvikudagur SX. maí 1<)67 — ÞJÓÐVIUTIWN — SlÐA ^ EinhUKa þjóð stóð að lýðveldisstofn uninni á Þingvöllum fyrir 23 árum. Stórsigur G-listans er krafa þjóðarinnar um að ísland verði oftur hlutlaust land! •• •••• •• •<> <•$■•*.•. •>• -V;v í'; § on 'j:s -'j \ - s- ^ % • ilMiip IPÍIiÍl ■ ' ■ ■ : <y * : • • • •: > > ■ ■■■ iiii 11111 Island aftur frjálst og friðhelgt! S alþmgiskosninguimm 11. júní er kosið um það, hvort Island skuli vera áfram í Atlanzhafs- bandalaginu eftir 1969 og leyfa áfram herstöðv ar hér á landi. Loksins eftir 20 ár getur þjóðin losað sig við smán og skömm hernámsins, sem svikið var upp á þjóðina fyrir tveim áratugum. Arið 1918 aeröi Island samning til 25 ára við Danmörku um viss mál. Þjóð vor varð sam- mála um það, — næstum öll, — að taka öll sín mál í eigin hendur og stofnaði lýðveldi 1944, er samningstíminn var útrunninn. Árið 1949 var ísland að þjóðinni forspurðrj svikið inn í hernaðarbandalag nýlenduvelda. Á alþingi stóð aðeins Sósíalistaflokkurinn og 3 aðrir þingmenn gegn þessu illa verki. Árið 1951 var síðan landið hernumið með samþykki her- námsflokkanna þriggja. Þingmenn Sósíalista- flokksins stóðu nú einir gegn því hermdarverki — Nú er tækifærið komið til að lesna við her- námið og veru í hernaðarbandalagi með því að veita Alþýðubandalaginu, G-listanum. stórsigur í þingkosningunum, því að Alþýðubandalagið er eini aðilinn, sem stendur heill og óskiptur gegn hemámi og Atlanzhafsbandalagi. Það er mikill prófsteinn á þroska þjóSar vorar, hvernig hún stendur í þessu þjóðfrelsismáli. Hin fá- tæka þjóð, er byggði ísland 1944, varð sammála um að binda enda á aldalanga sjálfstæðisbaráttu við Dani með stofnun lýðveldisins. Nú er ísland ríkt. Hinir voldugu aðilax, er náö liafa ítökum hér undanfarinn aldarfjór&ung, hafa á- stundaö pað að spilla þjóðinni og reyna að hernema huga hennar, villa henni svo sýn, að hún gerist band- ingi ameríska hervaldsins. Þeir erlendu drottnar, er ráða vilja íslandi og hagnýta þaö í sína þágu, eiga sér því erindreka í öllum hemámsflokkunum þremur. Aðeins Alþýðu- toandalagið, G-listinn, og þeir aðilar í öörum flokk- ............ | Innan raóa Samtaka hernámsandstæðinga hafa menn úr öllum flokkum sameinazt til baráttu gegn hernáminu og hættum þess. — Myndin var tekin á útifundi í Lækjargö tu að lokinni velheppnaðri mótmælagöngu. um sem haft hafa hugrekki og ættj arðarást til að rísa gegn valdi flokksforingja sinna, og sameinazt hafa t.d. í SamtÖkum hernámsandstæðinga, — tek- ur ótvíræða afstöðu með úi'sögn íslands úr Atlanz- hafsbandalaginu og torottflutningi hersins af íslandi * Nú reynir á aö kynslóð vor kunni, eigi síöur en pœr, sem gengnar eru, að standa vörð um frelsi lands vors og friðhelgi — og láti ekki villast né spillast af öllum fagurgala og blekkingum banda- rísku áróðursmeistaranna og erindreka pelrra. Allar ,,forsendurnar“, sem forsvarsmenn NATO blekktu þjóðina með 1949 og 1951, eru nú afhjúpaðar sem áróðurslygar. En herveldi Bandaríkjanna, sem þóttist vera málsvari þjóðfrelsis og lýðveldis, stendur nú blóðugt upp fyrir axlir við að reyna að murka lífið úr þjóð Víetnam, af því hún vill koma á lýðræði og þjóðfrelsi í landi sínu, eftir að hafa áður rekiö frönsku nýlendukúgarana og japanska innrásarher- inn á torott. i Allir þeir, sem vilja Island frjálst af erlend- um her og hlutlaust í styrjöldum, eiga nú aS sameinast í þessum kosningum um Alþýðu- bandalagið, um G-listann. Aðeins stórsigur G-listans getur bretið hlekki erlends hervalds af Islandi!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.