Þjóðviljinn - 31.05.1967, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.05.1967, Blaðsíða 5
▼ Miðvikudagur 31. jruaí 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA g LANDSLEIKURINN ÍSLAND - SPÁNN: Hallur Símonarson Einar Björnsson Iþróttafréttaritarar blaðanna svará spurningunni: Hver verða úrslit í kvöld? Mikil þátttaka í hópíþrótt- um á landsmóti UMFÍ '68 FrímaiiM Hclfrasou Sigurður Sigurðsson Örn Eiðsson Frímann Helgason, íþróUagagnrýnandi Þjóð- viljans: Ég kalla það góða frammi- stöðu ef við töpum ekki með meir en 2ja marka mun. Ann- ars fer það eftir því hversu vel liðið nær saman og eins eftir baráttuhug piltanna- Sigurður Sigurðsson, íþróttafréttaritari sjón- varpsins: Það er erfitt að segja um það, maður þekkir Spánverjana svo lítið. Þó held ég að við getum ekki gert okkur vonir um nein stór afrek. Ég mundi segja að við slyppum vel ef við töpum ekki með meira en 3ja-4ra marka mun. Alfreð I»orsteinsson, íþróttafréttaritari Tímans: Við þekkjum þetta spánska iið svo Íítið, að það er erfitt að spá nokkru. Þó held ég, að ef strákamir sýna baráttu- vilja þá þurfi maður ekki að vera svartsýnn'. Islenzka vörn- in er sterk svo við ættum ekki að þurfa að fá á okkur mörg mörk. — Ég spái 2—1 fvrir Island. Jón Ásgeirsson, íþróttafréttaritari útvarpsins: Þetta er ægileg spuming. Ég veit ekki hvaði skal segja. Það eina sem ég veit um þetta spánska lið^er að þeir hafa í ár unnið áhugamanriaiið Itala, Frakka og Portúgala alla með sömu markatölu 2:1. Það er engin ástæða til að vera mjög svartsýnn. Við eigum marga góða karla í okkar liði og ef þeir ná saman þá geta þeir komið á óvart. Annars, ef ég á að spá, þá held ég að leik- urinn fari 2:1 fyrir Spán. Örn Eiðsson, íþróttafréttaritari Alþýðu- blaðsins: Það er alveg út í bláinn að spá , nokkru. .Við þekkjum Spánverjana ekkert. Ætli við töpum samt ekki eins og vant er, svóna 3-1. Einar Björnsson, íþróttagagnrýnandi Alþýðu- blaðsins: Ég tel það nokkuð gott ef við töpum ekki með meir en eins marks mun. Þó er ayð- vitað bezt að sigra. Annars þekkir maður hvorki haus né sporð á þessum körlum. Ég held ég spái 2-1 fyrir Spán. Hallur Símonarson, íþróttafréttaritari Tímans: Ég hef aldrei heyrt þess getið að Spánverjar hafi stað- ið sig vel í knattspyrnu á- hugamanna. Þeir hafa t. d. aldrei komizt langt í Olymp- íukeppninni. Hins vegar er knattspyrnan.á mjög háu stigi meðal atvinnumanna á Spáni. Þess vegna er ekki ástæða til að vanmeta þetta lið sem hingað kemur. íslenzkur sig- ur 3-2. Jón B. Pétursson, íþróttafréttaritari Vísis: Ég er mjög bjartsýrin. Að vísu var ég heldur svartsýnn fyrst í vor, en eftir síðasta úrvalsleikinn við Skotana hef- ur bjartsýnin aukizt, hann' gaf góðar vonir. Ef baráttu- andinn verður eins pg í þeim leik, þá fer allt vel. Ég spái 3:2 fyrir Isiand. Atli Steinarsson, fréttaritari Morgunblaðsins: Ég mundi segja að þessi leikur yrði jafn og góður. Allstaðar þar sem atvinnu- mennska er í knattspyrnu eru áhugamannaliðin ekki mjög sterk. Beztu mennirnir eru alltaf keyptir úr áhuga- mennskunni. Annars. stendur knattspyrna mjög hátt á Spáni svo þetta er eflaust gott lið. Ég spái jafntefli 2:2. S.dór. Frestur til að tilkynna þátt- töku í hópíþróttum Islandsmóls UMFÍ að Eiðum 1968 rann vít 1. maí s.i. 12 héraðssambönd tilkynntu þátttöku í knatt- spymu, 9 í handknattl. kvenna og 7 í körfuknattleik karla. Samkvæmt reglugerð hefur þátttökuliðum verið raðað í þrjá riðla í undankeppni. Körfuknattleikur karia: 1. riðill: UMSE, UMSS, USVH. 2. riðill: HSH, UMSB. 3. riðill: UMSK, HSK. Handknattleifcur kvenna.; 1. riðill: UÍA, HSÞ, UMSE. 2. riðill: UMSS, HSH, UMSB. 3. riðill: UMSK, UMFK, HSK. Framhald á 9. síðu. isa ,j. V ■ FLOGI0 STRAX * FARGJALD GREITT SlÐAR NQREGUR — DANMQRK 17. júní til 3. júlí. 'verð kr. 15.000,00. 17 daga ferð. Onnur fjórðungsglíma Aust- urlands ágætlega heppnuð önnur fjórðungsglíma Ung- menna- og íþróttasambands Austurlands var haldin í Fé- lagslundi Reyðarfirði, sunnu- daginn 21. maí sl. Þátttakend- ur voru frá 3 félögum, Umf. Val Reyðarfirði, Iþróttafé- laginu Huginn Seyðisfirði og Umf. Austra Eskifirði. Keppt var í 2 flokkum. í kárlaflokki voru keppendur 12 en 10 lufcu keppni. 1 sveinaflokki voru keppend- ur 9. Bkki hefur áður verið keppt í sveinaflokki á fjórð- ungsglímu Austurlands'. Kristján Ingólfsson, formaður ÚÍA, setti mófið með snjallri rasðu. Glímustjóri var Krist- inn Þ. E'inarsson yfirdómari og Aðalsteinn Eiríksson, en með- dómendur Mifcael Jónson og Steindór Einarsson. I karlaifllokfci var keppt um horn mifcið og fagurt sem Öl- afur Ólafsson útgerðarmaður é Seyðisfirði gaf fyrir 1. fjórð- umgS'glímuna 1966. Þá vann það Háfsteinn Steindórsson, Iþrótta- félaginu Huginn, >>g aftur nú. Urslit í kariaflloiliki: Hafst. Steindórss. Huginn 9 V. Jón Sigfússon Huginn 7 v Magnús Friðberggs., Val 6+1 v. Þorvaldur Aðalsteinss Val 6 v. Páll Ágústsson, Huiginn 5 v. , Árna V. Elísson Val 4 v. Rúnar Olsen, Vall 3 v. 7.—8. Rúnar Ólsen, Val og Einar Friðbergss. Val 2 v. 9. Bjarni Hagen, Huginn 2 v. 10. Kristinn Valdimarss. H. 0 v. I sveinaflok'ki var keppt uin fagran silfurbikar gefinn af keppendum og starfsmönnum 1. fjórðungsglímu Austurlainds og vannst hann til eignar af sig- urvegara í þeim fllokki. Únslit urðu þessi: Hilmar Sigurjónsson Val 8 v. Björgúlfur Kristinss. Austra 6 v. Kjartan Arniþórsson Val 5+2 v. 4.—5. Björn Hanss., Huginn og Sig. Aðalsteinss. Val 5 v. 6. Þráinn Ragnarss. Huginn 4 v. 7. Maignús Einarsison Hug. 2 v. 8. Guðltáugur Valtýsson Val l v. 9. BjarniSteingrímsson Val 0 v, Að keppni lofcinni sýndu þeir Hafsteinn Steinþórsson og Jón Sigfússon glímu við mikinn fögnuð áhorfenda. Þá fór fram verðlaunaafhending og að því loknu sleit Marinó Sigurbjöms- ^ son verzlunarfulltrúi, mótinu með nokfcrum hvatningarorð- um tiil gilimumanna. Umf. Valur sá um mótið, sern var í alla staði hið ánægjuleg- asta. Áhorfendur voni niargir. Aðmótinu lokmu bauð hrepps- nefnd Reyðarfjarðar keppend- um og starfsmönnum mótsins til kaffidrykkju. Var það hið ánægjulegasta samkvæmi og margar ræður fluttar óg. þeim Aðalsteini Eiríkssyni og Haf- steini Steindórssyni þakkað ó- mctanlegt starf i þágu glímunn- ar á Austuriandi. Það hefur farið heldur lítið fyrir glirnu hér . á Austurlandi nú um margra ára skeið. Sagn- ir ern þó um marga góða glímu- menn hér eystra áður fyrr. Er það mjög ánægjulegt að þessi fagra iþrótt er að ná aft- ur vinsældum hér, og ber á5 þakka það þeim Aðalsteini Ei- ríkissyni og Hafsteini Stedn- dórssyni, sem báðir hafa unnið mikið og óeigirigjarnt starf við að kenna þessa fornu þjóðar- íþrótt íslendiniga, hvor á sín- um stað. Enda voru nær allir keppendur í þessari fjórðungs- glímu frá tveim stöðum, Seyð- isfiriði, þar sem Hafsteinn hefur átt heima nú um nokkurt skeið, og Reyðarfirði þar sem Aðal- steinn hefur verið óþreytandi við að hvetja unglingana og kenna þeim. Reyðarfirði, 22. maí 1967. — B.J. Es Fararstjóri: Hallgrímur Jónasson. = Flogið til Oslo 17. júní og daginn eftir lagt upp = í 7 daga ferð um fegurstu fjalla- og fjarðasvæði — Noregs. svo sem Harðangur, Sognsæ, Norðfjörð — og Geirangursfjörð, einn alfegursta fjörð Noregs. = Komið til Osló 24. júní og lagt upp i 7 daga ferð j==j um Danmörku og Svíþjóð daginn eftir m.a. farið — um Jótland og eyjarnar og dvalizt 2 daga í Kaup- E mannahöfn, en ekið síðasta daginn norður eftir E Sjálandi og yfir til Svíþjóðar með viðkomu i E Gautaborg. í lok ferðarinnar verður dvalizt 2 E sólarhringa j Oslo. Gisting og matur ásamt far- E arstjórn og akstri er innifalin í verði, nema i E Oslo þar sem aðeins er um morgunmat og gist- E ingu að ræða. Þátttaka í ferðina tilkynnist skrif- E stofu okkar fvrir næstp mánariamnt LANDSBN ^ FERÐASKRIFSTOFA = = Laugavegi 54 — Simar 22875 og 22890. lllllllllilliliílllllllllllllllkllllílllllllllllllllllíllllllílilllilillllllll^lllllilli Leiðrétting I Þjóðviljanum í gær var ranghermt að Vestmannaeying- ar hefðu sigrað Viking í fyrsta Ieik Islandsmótsins í 2. deild sem fram fór í Vestmannaeyj- um um síðustu helgi. Crslit leiksins urðu jafntefii, 1 mark gegn 1. Þjóðviljinn biðst af- sckunar á þessum mistökum. Gerið við bílana ykkar sjálf — Við sköpurr , aðstöðuna. Bílaþjónustan Auðbrekku^3. Sími 40145. Kópavogi. Bóistruð húsgögn SEL Á VERKSTÆÐISVERÐI: Svefnbekki, 4 sæta sófa og 2 stóla — Tek klæðningar. Bólstrunin, Baldursgötu 8. Látið stilla bílinn fyrir vorið Önnumst hjóla-. Ijósa- og mótorstillingar. Skiþtum um kertt. platínur. ijósasamlokur o.fl — Örugg þjómista. BÍLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32. sir^I 13100 « t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.