Þjóðviljinn - 24.06.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.06.1970, Blaðsíða 4
4 SlÐA — MÖÐVILJINN — MiðVikUdagUr 24. jútil 1970. — Málgagn sósíalisma, verkalýSshreyfingar og þjóðfrelsis — Utgefandi: Lltgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Úlafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. in afíeiðing 0ft hefur verið vakin athygli á því hér 1 blaðinu að fátt sé ósæmilegra í íslenzku þjóðfélagi en þau kjör sem öldruðu fólki, öryrkjum og öðrum viðskiptavinum almannatrygginga hafa verið bú*- in. Á því sviði höfum við dregizt stórlega aftur úr grannþjóðum okkar hlutfallslega; m.a, eru ellilaun og örorkubætur naumast nema helmingur þess seim óhjákvæmilegt er talið annarstaðar á Norður- löndum. Gerð var hörð hríð að ríkisstjórninni á síðasta þingi af þessu tilefni, en það var eins og að tala við steina — allir þingmenn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins felldu þá tillögu um 15% hækkun á bótunum og töldu 5,2% hækkun rétt hæfilega handa þeim sem búa við skarðastan hlut í þjóðfélaginu. Opinberar umræður um þetta stór- mál síðan hafa ekki borið neinn árangur. Til þess að fá tryggingamálin tekin á dagskrá þurfti verk- fall láglaunafólks á fjórðu viku; sú 20% hækkun á bótum almannatr.ygginganna sem nú kemur loks til framkvæmda’er bein afleiðing af sigri verklýðs- félaganna — og ein ánægjulegasta^ afleiðmgin. Þessi óhjákvæmilega íéíðrétting Kreytir hins veg- ar engu uim þá staðreynd að endurskoða verður tryggingakerfið allt frá rótum og búa þeim sem af- skiptir eru í þjóðfélaginu mannsæmandi kjör. og öryggi. .. v ' Óþolandi seinagangur 1’ Iceland ögrum skorið — Við heimtum þær þýzku aftur Fyrra bréfið, sem við birt- um í dag, er frá fyrirbæri, sem kallar sig Hvít, og tilefni bréfsins er hvítvínsflaska, sem hann hefur væntanlega gert góð skil, þ.e.a.s. innihaldinu, en það er hins vegar flaskan tóm, sem hann gerir að um- talsefni. — Síðiara bréfið er frá Lumma og segir hann sán ar farir ekki sléttar í við- skiptum sínum við Fóstur- landsins Freyju og vill skella skuldinni á útlendinga. Kæri Bæjarpóstur! Ég keypti mér á dögunum flösku af hvítvíni en nokkru síðar gæddi ég mér á henni. og ©r hvorugt í frásögur fær- andi. En þegar ég ætlaði að kasta glerinu varð mér litið á miða sem íímdur var á flöskuna, og þá varð ég svo undrandi að ég get ekki orða bundizt. Áletrunin á miðan- um var svohljóðandi: AFENGIS- OG TOBAKS- VERZLUM RIKISINS REYKJAVIK — ICELAND. í þessum stutta texta eru hvorki meira né minna en fimm prentvillur, og er slík- ur sóðaskapuir þeim mun furðulegri sem í hlut ó arð- bærasta ríkisfyrirtæki hér á landi. fyriirtæki sem sannar- leiga ætti að hafa efni á því að ráða próf-arkalesara í þjón- ustu sín,a þegar á þarf að halda. Þó kom mér það mest á óvart að róðamenn fyrir- tækisins vi-rðast ekkr þekkja nafnið á landi siínu. Það heit- ir , ,sem kunnugt er ísland. ö’rffoiyndin Iceland er hin's vegair notuð í enskúmæliandi þjóðfélögum, og þá orðmynd notum við að sjálfsögðu ef við eigum samsikipti við Eng- ilsaxa. En hvítvínsflaskan var ekki nein útflutningsvara. heldur var hún flutt inn alla leið frá Júgóslavíu og boðin . föl íslendingum. Ég veit að áfengisverzlunin er ekki ein urn þessa smiekkleysu, held- ur veður hún uppi hjá fjöl- mörgum fyrirtækjum, og ein- mitt þess vegna er sérstök óstæða til að viara menn við þeirri ósvinnu að gleyma na-fninu á landinu sínu. Að öðrum kosti kann svo að fara að innan skamms kyrji menn á þjóðlegum tyllidögum: Ice- land ögrum skorið. — Hvítur. Kæri Bæjarpóstur! Eftir stríðið, þegar Bret- inn og Kaninn höfðu fleytt rjómann ofan af íslenzkum kvennablómia, var gripið til þess ráðs að flytja inn þýzkar valkyrjur handa bændum og öðrum. sem höfðu lent utan- garðs í slagnum. Þær kærðu sig kollóttar um úníform og heiðursmerki og skutu rótum í fögrúm íslenzkum fjaUadöl- um, siem íslenzkar meyjar höfðu vanrækt, og sennilega hefur þetta verið obkar heppi- legasta innflutningsgrein. Hún h-efur þó lagzt alve-g niður að undanförnu, og væri þó ekki vanþÖirf á að hefja hana til vegs og virðingar á nýjan leik. því að út um land allt er hö-rgull á konum fyrir kjarnakairla, sem gjarnan vilja s-tofna heimili og stuðla að fjölgun mannkýnsins. Ekki svo að skilja, að kvenþjóðin sé mikl-u fá-mennairi en við karlmennirnir hér á landi. Ga-llinn er b-ara sá, að þær vilj-a oft og tíðum alls ekki líta við okkur. Við erum „sveitó. lásý og lummó“ svo að ekki; Séu tilfærð verri ó- nefni, —- um mannkostina er ekki spurt, h-eldúr aðeins út- litið. búninginn, hárgreiðsl- una. o-g ef við fyllum ekki hinar ströngu kröfur stúlkn- ann-a. eigum við okku-r elvki viðreisnar von. Þæsf erú telj- andii á fingrum manns, sem vilja búa úti á lanöi. Allar kjósa þær að halda suður í glauminn og gleðina, þar sem úr nó-gu er að velja. Og nú er é-g loks kominn að því atriði, sem var raunar tilefni þessara hugleiðinga. Ég átti e-rindi til hö'fuðiborgairinn- ar fyrir skömm-u og lagði leið mína á sjúkraihús í borginni til þess að heilsa upp á gaml- an sveitunga. Á göngunum sá é-g þennan líka rokna stélpna- fans og fór að ve-lta því fyrir mér, hvort kennurinn þeirra læ-gi veikur. Óe-kkí, það kom upp úr kafinu, að sjúklingur- inn var útlenzkur dáti. auk- inheldur franskuir, sem hafði k-omið hingað til lands m-eð sikipi nokkrum dö'gum áður og svo meitt si,g e-itthvað, þann- ig að h-ann þurfti að le-ggjast inn. Á þessum fáu dö'gum ís- landsdval-ar sinnar, hafði hann greinilega kynnzt fleiri íslenzkum stúlkum, en ég síð- , an é-g hæ-tti í skóla og eru þó allmöirg ár síðan. Mér féll- ust algerlega hendur. Þú sérð það, Bæjarpóstur minn. að þessar línur eru skrif-aðar í léttu-m dúr, ekki þýðir ann-að en bafa kímnina í lagi, en þetta er orðið alv- a-rlegt mál með stúlkurnar. Eftir hverju eru þæir eigin- lega að slægjast? Hvað er svartur lassaróni e-i-ginlega m-eiri m-aðuir, en venjulegur íslenzkur m-aður, þó að bann eigi hvorki úníform né heið- ursmerki? Ef þessu heldur á- fram heimtum við bar-a, að haldið verði áfram að flytj-a þær þýzku inn. — Lummi. Þe-ssu er hér með komið á framfseri og sárt ertu léikinn Sámur frændi, en ég veit e-kki, hvort þ-ær þýzk-u geta bórið smyrsli á sá-r þín. ’%>að sem olli hingaðkomu þ-eirra á árunum. var stórfelld kiarl- mannaekla í þeirra heimáhög- um af völdum stríðsiils, en nú spretta upp kairlkynsþjóð- verjar eins og gorkúl-ur og vilj-a vænt-anlega sitja að sínu e-ins og þú að þinu. og segja mæt-ti mér, að sumir þeirr-a eigi við svipuð vandamál að etj-a og þú. — Bæjarpósturinn. Opið bréf til ritstjóra Alþýðublaðsins gá seinagangur sem einkenndi samningana við al- mennu verklýðsfélögin heldur enn áfram. Enn eru í verkfalli um þrjár þúsundir manna, málmiðn- aðarmenn, byggingariðnaðarmenn og rafvirkjar. Mjólkurfræðingar eru enn í takmörkuðu verkfalli, og nú hafa yfirmenn á farskipum bætzt við. Ekki verður um það deilt að það er Vinnuveitenda- samband íslands sem dregið hefur samningana við iðnaðarmenn á langinn. Á meðan samið var við almennu verklýðsfélgin var ekkí einu sinni látið svo lítið að ræða við iðnaðarmenn, og hefði þó;ver- ið einsætt að nota tímann til þess að fjalla m.a. um sérkröfur og önnur atriði sem ekki eru almenns eðlis. Eftir að viðræður hófust loks hefur komið í ljós að lítil klíka sem stjórnar Vinnuveitendasam- bandinu vill hafa öll ráð í sínum höndum, og ein- stakir atvinnurekendur í málmiðnáði og bygging- ariðnaði hafa í rauninni engin völd. Er þetta ein- ræðisfyrirkomulag í Vinnuveitendasambandi ís- lands gerólíkt því aukna lýðræði sem verklýðsfé- lögin hafa tamið sér við samningagerðina í vor. Kunnugir fullyrða að búið væri að semja við iðn- aðarmenn, ef ekki hefðu komið til þessi annarlegu afskipti Vinnuveitendasambandsins, en ráðamenn þess virðast ekki enn hafa neinar áhyggjur af því þótt þúsundum manna sé haldið verklausum og afköst þjóðarbúsins lömuð að sama skani. — m. Missagnir um ísEenzkupróf Herra ritstjóri! í Alþýðublaðinu birtist á for- síðu hinn 13. þ.m. frét-t með fyrirsö-gninni „Ólg-a út af ís- lenzkuprófi", og er þ'air vikið að fjaðrafoki því, sem orðið hefiur út af kandídatsprófi í ís- lenzkri málf-ræði á þessu vori. í frétt þessari gæ-tir svo m-argr a missagna, að undrum sæti-r, og kemur slík fáfræðj um skipulag og starfsemi Háskóla íslands ekki sízt á óvart, þe-ga-r hún birti-st í málga-gni sjálfs mennta- málaráðherra. Við einstök efnisatriði frétt- arinnar viljum v-ið undirritaðir prófessorar í íslenzkri mál- fræði, sem mál þetta vairðar, ge-ra eftirfa-randi athugasemdir: 1) — í blaði yðar segir: „Fyr- ir nokkrum dögum gengu nem- endur í heimspe-kid-eild Háskóla íslands u-ndir próf ; málfræði. se-m er hlu-ti af lokaprófí þeirra í íslenzkum fræðum og féllu tveir þeir-ra á pró-finu, sem bæð'i var munnlegt og skriflegt. en þriðji prófmað-urinn náði pró-finu með nau-mindum.“ Hið rétta er, að fjórir stúd- entar gengu undir prófið, tveir þeirra stóðust það (annar með I, einkunn, hinn með II. eink- unn) en tveir luku ekki pró-f- inu (kom-u ekki ti-1 munnlegs pró-fs). Því er held-ur eigi um það að ræða, að þessir tveir stúdentar hafi eigj staðizt próf- ið i skilningi 61. gr. há-skól-a- reglu-gerðár. Þeir gengu f-rá prófinu. 2) — Þé segir: „Málfræði er aukágrein allr-a þeirra, sem gengu undir þetta próf, en að- algreinar þei-rra eru bókmennt- ir og sa-ga.“ Hið rétta er, að engin hinn-a þriggja prófgreina er „auk-a- grein“ eða „aðalgrein“, sbr. 53. gr. háskól-aireglu-gerðar nr. 76/ 1958. Hins vegar er ein grein- in „kjörsviðsgrein“ með (heim-a- ritgerðarefni). og h-a-fa þessir nemend-ur kjörsvið í bókmennt- um eða sö-gu (ekki bó-kmennt- um og söigu). Einkunnir i skrif- legu og munnlegu prófi í hverri hinna þriggja prófgreina vega ja-fnmikið, hvort sem greinin er kjörsviðsgrein eða e-i-gi. Sérstö-k einkunn er síðan fyrir heim-a- ritgerð. 3) — Enn segir: „Allir stúd- entamir, sem hér eiga hlut að máli hafa stundað nám við háskólann í sjö ár eða lengur og hafa gengið undir fjölda- möirg „síupróf" á námisle-ið sinni gegnurn háskólann . ..“ Hið rétta er, að þessir nem- endur h-afa aðeins gengið und- ir eitt próf í ísIenZkum fræð- um, áður en til lokaprófs kem- ur, sem sé hið svokallaða fyrra hluta próf skv. 53. gr. reglu- geirðar nr, 76/1958, en í því ar (auk heimiairitgerða í mál- firæði og bókmenntum eða sö'gu) aðeins próíað i þéim h-lut-um m-álfræðinnar (se-tn- ingafræði, merkingarfræði, hljóðfræði islenzk-s nútíma- máls), sem ekki eru námsefni til lokaprófs. Hjá þeim nemendum, siem hér um ræðir, hafði liðið ó- venjusk-ammuT tími (miðað t,d. við nemendur, sem gengu un-d- ir þetta pró-f á siðasta á-ri), frá því er þeir luku fyrra hlu-ta pró-fi, þa-r til þeir gen-gu undir lokapróf í málfræði. Athugun sýnir og, að tímiasókn þeirra allt frá 1964 hefu-r verið mjo-g óregluleg í kennslu í því náms- efni. sem er til þessa prófs, einkum þeirra tveggja stúd-entá, er gengu frá prófinu á þessu vori, auk þ-ess sem tveir af þeim þremur stúdentum, sem um er ræt-t ; nefndri frétt, höfðu fal'lið á fyrra hlu-ta prófi. 4) — Þá segir: „Báðir sitúd- entarnir, sem hér um ræðír m-unu vera með 1. einkunn í báðum aðalgre-inum sínum, bók- menntum og sö'gu.“ Hið rétta er, að hvorugur þessa-ra stúdenta h-efur lokið prófi í báðum þessum greiti- um, heldur h-efur aðeins anná-r þeirra lokið pró-fi í annarri Fraflnh-a-ld á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.