Þjóðviljinn - 22.10.1970, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.10.1970, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÖÐVHjJINN — Fímmtudiaigiur 22. októlber 1970 Vaxandi áhugi í heiminum á hagnýtingu jarðvarma Sagt frá þátttöku íslendinga í ráðstefnu á vegum SÞ Dagana 22. sept. til 1. ofct. 1970 víir haldin í Pisa á Ítalíu ráðsteína um jarðvarma og nýtingu hans. Þetta er í ann- að skipti, sem Sameinuðu þjóð- irnar s'tanda að slifcri ráð- stefnu; fyrra skiptið var í Róm 1961 Nýting jarðvarma í heámin- um hefur farið vaxandi á þessu tíu ára tímabili, þó að sú þróun hafi ekki orðið jafn Morð sem stóriðja Um þessar mundir tíðkast mjög mannrán og morð á gíslum seim þættir í pólitísifcri baráttu. Hermdarverk aí því tagi eru engin nýlunda í stjómmálaátöfcum í mann- kynssögunni, m.a. var slífcur andi uppi á öndverðri þessari öld. Þvílík ofbeldisverk hafa 1 hins vegar átt sér fáa for- mælendur, m.a. bafa samtök sósíalista ævinlega fordæmt þau, jaifnvel í þjóðfélögum þar sem eðlileg stjómmála- barátta var bönnuð. Hxyðju- verk eru til manfcs um ör- væntingu og siðferðilega upp- gjaf, enda vinna þau gegn þeim málstað sem hermdar- verkamennixnix þykjast vilja þjóna. Pólitísk ofbeldisverk um þessar mundir eiga sér þó nærtækarj ástæður en göm- ul fordæmi úr sögu mann- kynsdns Á okfcar tdmum er ríkisvaldinu beitt til ofbeld- is á stórfæfcari hátt en dæmi eru um áður. Efcki sízt hefur árásarstyrjöld Bandaríkjanna í Víetnam haff mikil og margvísieg éhirif á fólk; á því er enginn vafi að í henni má finna sálfræðilegar for- sendur þeirrar ofbeldisaldax sem nú einkennir mannlifið í Vesturheimi. Það eru til að mynda býsn mikil, þegax Nix- on Bandaríkjaforsefi heldur rseðu, fordæmir óhæfuverkin í Kainada og segir að Það ör og margir bjuggust við 1961. Þó er í mörgum löndum undirbúningux jarðvarmavirkj- ana nú á lokastigi og má bú- ast vúð verulegri aukningu slíkna virkjana á næstu árum. Er hér aðallega um að ræða nýtingu jarðvarmans til raf- orkuvinnslu. Sameinuðu þjóðimar hafa stutt mjög að nýtingu jarð- varma til raforkuvinnslu í megi ekkj þola að menn reyni að knýjia fram vilja sinn með þvi að skipuleggja manndráp og ógnaröld. í meira en fimm ár hafa Bandarikjamenn ein- mitt beitt þednri aðferð í Víetnam. Styrjöldin viðux- styggilega hefur einvörðungu haft þann tilgang að knýja ínam póiitískum váíja með ógn- aröld og morðum. í hvert skipti sem sprengjum hefur verið kastað yfir Víetnam, í hvert skipti sem bensínhlaupi, eit- urgasi og nálaisprengjum er varpað yfir þorp, er verið að dæma vamarlaust fólk til dauða og örkumla, ekki einn mann eða tvo heldur þús- undir. Tortimingarvopnin bitna jafnt á öllum sem fyrir þeim verða, þau spyrja hvoriri um ábytrgð né skoðanir; hinir myrtu hafá Það edtt til saka unnið að vera til. Með stefnu sinni í Víetnam hefur Bandia- ríkjastjóm beitt persónuleg- um hermdarverkum í stór- iðju, styrjöld hennar er manndrápin í Kanada marg- földuð með miljón. Hermdarverkin í Kanada eiga sér að vonum fáa for- mæiendur hér á landi. En morð sem stóriðja í Víetnam er skemmtiefni í kvikmynd sem menn gleðja augu sín við að skoða kvöld eftir kvöld. Og málgögn Sjálfstæð- isflokksdns, Morgunblaðið og Vísir, eru afar hlynnt mann- drápum og ógnaröld, ef þau eru flutt af handiðnaðarstigi yfiir í tæknilega fullkomnun stóriðjualdar. — Austri. I þróunarlöndum, þar sem jarð- hitasvæði eru, en aðrar orku- lindir óhagkvæmari. Nú sem stendur eru þær með slík verk í gangi i fimm löndum, E,1 Sal- vador, Tyrklandi, Chile, Etióp- íu og Kenya. Er hið fyrst- nefnda lengst á veg komið. Á þinginu í Pisa voru lagð- ar fram 200 greinar, þax af 15 frá íslandi. Þátttakendur voru um 320. frá 46 löndum, þar af yfir 200 '"á löndum utan Ítalíu. Frá íslandi sóttu þingið 8 menn; auk þess einn íslendingur búsettur erlendis. Skipulag og framkvæmd ráðstefnunnar Ráðstefnunni var skipt nið- Ur í 11 fundi sem fjölluðu um ýmis svið jarðvarmamála. Voru fundimir haldnir hver á .eftir öðrum, en ekki samihliða. svo að menn gætu fylgzt með öllu því sem fram fór. Hver fundur stóð að jafnaði um 3 klst. Hér fer á eftir listj yfir efni fundanna. 1. Jarðhitakerfi. 2. Þróun jarðvarmamála. 3. Þýðing jarðfræðinnar við jarðhitaleit. 4. Jarðeðlisfræðilegar aðferð- ir við jarðhdtaleit. 5. Notkun jarðefnafræði við leit að og nýtingu jiarð- varrna, 6. Bortækni. 7. Eðli j arövarm ageyma neð- anjarðar og vinnslutækni. 8. Söfnun og flutningur heits vatns og gufu. 9. Notkun gufu og háhita- vatns. 10. Notkun lághitavatns til húshitunar, iðnaðar afcur- yrkju o.fl. 11. Hagikvæmni jarðvarma til raforkuvinnslu. Auk ofangreindra funda voru haldnir 2 sérfundir, annar um jarðvaimmamál í þróunariönd- um og hinn um samnýtingu j arðvanna til margiskoinar nota. Fyrir hvem fund hafði ver- ið fenginn sérsitakur ritari, sem gerði útdrá'tt úr þeim greinum sem sendar höfðu verið inn, og gerði hann greim fyrir þeim i byrjim fundar. SíCan fóru fram umræður um efni grein- anna og amnað skylt efni. Ein- stakar greinar voru ekki flutt- ar í erindisformi. Meðan á ráðstefnunnj stóð, var farin kynnisferð til jarð- hitaorkuveranna við Larder- ello, sem eru um 70 km sunn- an við Piza. Raforkuverin við Larderello og nágrenni geta framleitt um 400 MW raforku og eru enn þau stæxstu sinn- ar tegundar í hedminum. þó að j arðhitaorkuverin í Kalifomíu séu á hraðri leið framúr. Þátttaka íslands Af um 200 greinum, sem lagðar voru fram á ráðstefn- unni, voru 16 ritaðar af ís- lenzkum höfundum að nokkru eða öllu leyti. Liisti yfir þessar greinar fer hér á eftir 1. Ágúst Valfells: Vinnsla þungs vatns með jarðgufu. KÓPA V0GSBÚAR seljum næstu daga alLskonar utanyfirfatn- að barna á verksmiðjuverði. T.d. buxur, peysur, galla. Allt á að seljast á verksmiðjuverði. PRJÓNASTOFAN, Hlíðarvegi 18, Kópavogi. 2. Baldur Líndal: Notfcun jarð- gufu í kísilgúrverksmiðju. 3. Baldur Líndal: Efnavinnsla úr jarðsjó og sjó með notk- un jarðvairmia. 4. Bragi Ámason og Jens Tómasson: Þungt vetnj og klór við rannsóknir á jarð- hita á fslandi. 5. Guðmund'ux Pálmason og Jóhannés Zoega: Þróun jarðvarmamála á íslandi 1960-1969. 6. Guðmundur Pálmason, J.D. Friedman, R. S. Williams, Jón Jónsson og Kristján Sæmundsson: Innrauð loft- myndun af jarðhitasvæðum á Reykjanesi og við Torfia- jökuL ,7. Guðmundur E. Sigvaldason og G. Cuéllar: Jarðefna- fræði Ahuacbapan jarð- hitasvæðisins, E1 Salvador, C. A. 8. Gunnar Böðvarsson: Mat á orkuforða og vinnslugetu jarðhitasvæðis á íslandi. 9. Karl Ragnars, Kristján Sæ- mundsson. Sigurður Bene- diktsson og Sveinn S. Ein- arsson: Nýtin jarðvarma á Námafjallssvæðinu. 10. Stefán AmórssO'n: Dreifing nokkurra sporefna í heitu vatnj á íslandi. 11. Stefán Amórsson: Hiti djúpvatos á jarðhitasvæð- um, á íslandi út frá kísil- innibaldi vatnsins. 12. Stefán Arnórsson: Jarð- efnafræðilegar rannsóknlr á hejtu vatni á Suðurlandi. 13. Svavar Hermannsson: Málm- tæring og myndun vemd- arhúðar innan á heitavatos- rörum hjá Hitaveitu Reykjavíkur. 14. Sveinbjöm Björnsson: Á- ætlun um rannsókn háhita- svæða á íslandi. 15. Sveinbjöm Bjömsson, Stef- án Arnórsson og Jens Tóm- asscm: Rannsókn jarðhita- svæðisins á Reykjanesd vegna sjóefnaiðju. 16. Þorsteinn Thorsteinsson og Jórras Elíasson: Vataskarfi Lauigame's-jarðhitasvæðis- ins í Reykjavík. Þá flutti Sveinn S. Einars- son sem var ritari á fundi nr. 10. yfirlitserindj um notkun lághitavatns til húshitunar, iðnaðar. akuryrkju o.fl. Á tveimur af fundum ráð- stefnunnar voru íslenzkir fund- arstjórar, Jóhannes Zoega á fundi nr. 8 og Guðmundur Pálmason á fundi nr. 10. Níu fslendingar sóittu ráð- stefnuna, þar af einn búsettur erlendis. Þeir vocru: Ágúst Val- fells, Baldur Líndal, Guðmund- ur Pálmason, ísleifur Jónsson, Jóhanneis Zoega, Karl Ragn- ars, Stefán Amórsson, Sveinbj. Björnsson oig Svednn S. Ein- arsson. Verður að telja mjöig gagnlegt fyrir ísienzka stairf- seimd á þessu sviði, a® hægt skuli hafa verið að senda svo rmarga þátttakendur. Miðað við íslenzkt framlag til ráðstefn- unnar í formi greina var þó fjöldi þátttakenda héðan sízt meiri en frá öðrum löndum. ís~ lenzku þátttakendumir tóku allir meiri og minni þátt í þeim umræðum, sem fram fóxu á funduim ráðstefnunnar. Niðurstöður Á þessu stigi er ekki unnt að segja í einstökum atriðum, hverjar hafi or’ðið helztu nið- urstöður ráðstefnunnar. Allar Framhald á 9 síðu. Aðvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti. Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík Dg heimild í lögutn nr. 10, 22. marz 1960, verður at- vinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu, sem enn skulda söluskatt fyrir júlí og ágúst sl. og söluskatt frá fyrri tíma, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar, Arnarhvoli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 21. okt. 1970. Sigurjón Sigurðsson. Ráðstefna um þök Byggingaþjónusta Arkitektafélags íslands efnir til ráðstefnu dagana 29.-31. þ.m. Væntanlegir f 1 takendur tilkynni þátttöku sína sem allra fyrst, eða í síðasta lagi 26. októþer, til skrifstofu B^g- ingaþjónustunnar, Laugavegi 26, símar 14555 og 22133. Byggingaþjónusta Arkitektafélags íslands. LÆKNASKIPTI Þeir samlagsmenn Sjúkrasamlags Reykjavíkur, sem óska að skipta um heimilislœkni frá nœstu áramótum, gefi sig fram í afgreiðslu samlagsins, Tryggvagötu 28, fyrir 15. nóvember. Skrá um heimilislœkna, sem um er að velja ligg- ur frammi í afgreiðslunni. Samlagsskírteini óskast sýnd þegœr lœknaval fer fram. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. UNGLINGAR ÓSKAST til sendiferða hálfan eða allan daginn. Þarf að hafa hjól. Kaupum hreinar léreftstuskur PRENTSMIÐJA ÞJÓÐVILJANS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.