Þjóðviljinn - 22.10.1970, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.10.1970, Blaðsíða 10
10 SlÐA — ÞJÓÐVITJINN — Fimmtudagur 22. aktóber 1970 NICHOLAS BLAKE DYPSTA UNDIN 48 Skömmu seinna gekk ég út á landareignina og tók meö mér gamla kíkinn hans Flurrys. Þetta var einn af þessum undarlegu morgnum, þegar náttúran viröist hafa sofiö yfir sig, allt var svo óhugnanlega kyrrt, þungt og þjakandi. Kýrnar hengdu haus- ana ot uörðu sljólega á grasið eins og þær stæðu frammi fyrir óleysanlegu vandamáli. Það hefði mátt ætla að allir fugHar hefðu flúið burt, því að hvorki heyrðist tist né vængjablak. Hið eina af rúmhelgu h/ljóðunum var niður- inn í Lissawn-ánni sem var mjög greinilegur í logninu og skömmu síðar heyrðist bíll koma akancii upp trjágöngin. Það var bíll Kevins. Ég stöðv- aði hann og Maire, sem sat við stýrið, stakk höfðdnu út um gluggann. — Er faðir Bresniitian liér? — Já, Ftlurry fór með honum niður að ánni. — Ég hringdi til hans í gær- kvöldi, en Kathleen sagði að hann væri svo þreyttur, að ekki mætti ónáða hann. Og þegar ég Ziringdi aftur í morgun sagði hún mér að hann heifðd faiið hingað í heimsókn. — Það liggur varla lífið á ? Stígðu út og vdð skuium labba pður að ánni og ná honum þar. — Ég verð að tala við hann um Kevin, sagði Maire með ákafa. — Ég er svo örvíinuð og 'mér Zíður svo illa, Dominic. Hún ók bílnum út i grasið hjá veginum og rak stuðarann í tré áður en hún stöðvaðd bíiinn og steig út. — Það fer ailt í handa- fflJogice W EFNI SMÁVÖRUR I TÍZKUHNAPPAR HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó ^augav. 188 ni. hæð (lyfta) Síml 24-6-16. Perma Hárgrciðslfu- og snyrtistofa Garðastræti 21 SÍMI 33-9-68. skolum hjá mér núna, sagði hún og virtist gráti nær. Hún forðað- ist að iíta á mig; það var eins og það sem okkur fór á milli daginn áður hefði aldrei gerzt. Hún var aftur orðin stolt og fálát kona. Mér datt í hug, að ég ætti að fara með Maire á staðinn við fljótið þar sem hún hafði séð Harriet og morðingjann — eða hún hafði séö Harriet og ráðizt sjálf á hana. Ef ég hagaði því svo til að atvikið rifjaðist greini- lega upp fyrir henni, þá kæmi hún ef til vill upp um sig. Með- an við gengum saman yifir grasið án þess að ræðast við, reyndi ég að setja sjálfan mig í spor hins stranga lögreglumanns sem lét spumingarnar dynja á Maire, enda þótt ég yrði að viðurkenna að ég heföi ekki minnstu hug- mynd um, hvað ég ætti að spyrja hana um. Ég var í umdarlegu sálarástandi, ég var tauigaóstyrk- ur og forlagatrúar um leið og mér fannst einhvern veginn sem óvænt lausn á málinu væri á nassta leiti. — Ég hef ekkert heyrt frá lögregXui'u lltr ú anum, var hið fyrsta sem Maire sagði eftir langa þögn. — Kevin er tekinn fastur fyrir einhvers konar stjórnmálastarf- semi, svaraði ég dálítið vand- ræðalegur. — Bkkd fyrir morð. — Þetta skil ég ekfci. Stjórn- málastarfsemi? En Maire gafst ekki tóm til að spyrja mig allra þeirra spurninga sem hijóta að hafa brunnið á vörum hennar. Þegar við komum að trjábeltinu, sem hún hafði áður minnzt á, sáum við svo kynlega sjón, að ég hélt fyrst í stað að ég væri að missa vitið. Á árbakkanum í svo sem fimmtíu metra fjarlægð stóð Flurry og sneri að okkur baki; hann hélt á veiðistöng. Straum- iðan var svo makil að í fynstu kom ég ekki auga á svartklæddu mannveruna sem buslaði úti í miðri ánni, hvarf undir yfir- borðið í djúpa strengnum, birtist síðan aftur og kom vaðandi í átt til lands og hélt á einhverju í uppréttri hægri hendi. Ég beindi sjónaukanum þangað og stillti hann. Svartklædda veran var faðdr Bresnihan í rennvotri hempunni og vatnið streymdi niður andlit hans, sem var af- myndað af skelfingu og sádar- kvöl eða einhverju öðru. Maire rak uipp hljóð og ætlaði að æða af stað, en ég greip þétt um handlegg hennar og hélt aftur af henni. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi BRETTI —• HTJRÐIR — VÉLALOK og GEYMSLIILOK á Volkswagen í allflestum iitum. — Skiptum á einum degi með dagsfyriirvaira fyrir áteveðið verð. — REYNIÐ VIÐSKII’TIN. Bílasprautun Garðars Sigrnundssonar. Skipholti 25. — Símá 19099 og 20988. Því, sem á undan þessu var gengið, get ég aðeins lýst með því að endursegja frásögn Flurr- ys, sem Concannon sagði mér í meginatriðum daginn eftir. Skömmu áður en ég kom niöur í morgunkaffi halfði faðir Bresni- han komið í Lissawn House. Hann sagði við Flurry að hann yrði strax að tala við hann undir fjögur augu. Flurry var að búa sdg undir að „berja ána“ eins og hann tók til orða, og bað því föður Bresniihan að koma með sér. — Þér hafið auðvltað heyrt að búið er að taka bróður minn fastan? — Já, Kathleen sagðd mér það. — Veslings aulinn sá ama — hann fiækti sér í dálítið sem hann réð ekki við. Það eru stjórnmálin sem eyðileggja þetta land. Þér iátið ekki sérlega vel út, faðir Bresnihan. Þetta ferða- lag hefur ekki haft góð áihrif á yður. Þér eruð næstum eins og draugur upp úr öðrum draug. Þér fyrirgefið þótt ég segi það upp í opið geðið á yður. Faðir Bresnihan svaraði ekki. Þegar þeir komu niður að grös- uga oddanum, nam hann staðar. — Jæja, æruverðugi faðir, sagði Flurry góðlátlega. — Eruð þér kominn hingað til að reyna að lokka upp úr mér játningu? — Mér finnst ekiki viðeigandi að vera með skop í sambandi við þetta mál sagði faðir Bresni- han fálega. — Nú, jæja, en hvað viljið þér mér þá? Presturinn leit beint á fylgdar- mann sinn. Það var eins og and- ht hans væri útslókknað, en í augunum var dýpsta örvænting. — Ég er kominn til að gera játn- inigu mína, Flurry. Það var ég sem varð konunni yðar að bana. — Þér? — nei, heyrið mig nú, faðir Bresnihan, þér hljótið að vera eitthvað lasinn. Þér vitið víst ekki hvað þér eruð að segja. — Já, en ég fullvissa yðuir um að það var ég sem drap konuna yðar. Þér verðið að trúa mér. — Ég veit vel að þér mynduð aldrei gera slíkt og þvílíkt. Auð- vitað trúi ég yður ekiki. Flurry fór að fitla við veiðidótið í vand- ræðum sínum. — Látið þetta eiga sig og hlustið á mig, sagði presturinn skipandi. — Verið nú bara rólegur. Ég skal ná í lækninn. Hann sér um að þér fáið sálarfrið. — Ekkert getur framar veitt mér sálarfrið! Þetta lét í eyrum eins og kveinstafir fordæmdrar sálar. — Elkki einu sinni Guð getur fyrirgefið mér. Hvemig get ég þá beðið yður að gera það? Hið eina sem ég bið yður um er að reyna að skilja mig — hvers vegna ég gerði það. Svo gef ég mig fram við lögregiuna. — Allt í lagi, svaraði Flurry og rödd hans var eins og hann væri að róa geðsjúkiing. — Þér drápuð sem sé Harriet. Hvernig atvikaðist það? Hann settist í grasið við hlið- ima á föður Bresnihan sem byrj- aði að segja sögu sína og reyndd eftir megni að hafa taumihald á krampakippunum í andlitinu. Stundum var rödd prestsins ekki annað en hvískur, svo að Flurry gat naumast greint orðaskil, en þess á milli varð fallega röddin há og skýr eins og hann gerði sitt ýtrasta til að Flurry skildi hvert einasta orð. — Þegar ég fór frá yður um kvöldið — munið þér það? — datt mér í bug að ég ætti heldur að stytta mér leið meðfram ánni. Ég var þreyttur. Ég þurfti að fá mér ferskt loft. Ég var einmitt kominn að staðnum — það var hér, var það ekki? sagði faðir Bresnihan eins og hann væri fyrst nú að taka eftir því. — Ég sá konuna yðar liggja í gras- inu. Nakita. Það var blygðunar- laust. Ég stanzaði hjá henni til að gefa henni áminningu. Það var skylda mín að gera það. Skylda mín, þér skiljið það? — Auðvitað, sagði Flurry og tal- aði eins og hann hélt að bezt ætti við. — Þér getið ektei látið berar konur liggja í grasinu úti um allar jarðir í sókninni yðar. — Og það var skylda yðar — eins og ég hafði sagt við yður háiftíma áður — að gæfa kon- unnar yðar betur. Faðir Bresni- hán strauk hendinni yfir and- litið eins og hann væri að strjúka burt köngurlóarvef. — Konan var drukkin og ósvífinn. Hún reyndi að umfaðma á mér hnén. Ég hélt fyrst að hún væri að sárbæna mig um fyrirgefn- ingu. En mér skjátlaðist. Hún var að reyna að tæla mig. Presturinn sat nú og talaði við sjálfan sig — eins og Flurry væri hvergi nærri. — Ég fylltist ofsa- legum viðbjóði á henni. Þad var áfengisþefur af henni. Lík- ami hennar lyktaði af ódýru ilmvatni. — Erfið reynsla fyrir yður, æruverðugi faðir. — Hún vildi ekki sleppa mér. Hún tfiór að hella yfir mig fúk- yrðum og klámi. Hún engdist eins og eiturnaðra. Hún var ofsareið vegna þess að ég hafði komið Dominic Eyre í skilning um að hann væri komin út í kviksyndi og hann hafði lofað méc því, að láta hana aldrei framar tæla sig út í ósóma sið- leysisins. Ég sagði henni að hún hefði drýgt fjöldann allan af dauðasyndum. Það var skylda mín, enda þótt hún væri ekki sömu trúar og við. Ég sagði henni að hún væri skækja og hún myndi brenna upp í hel- víti ásamt öðrum fordæmdum, ef hún lofaði ekki bót og betrun. — Hörð orð, æruverðugi faðir. — Hún hæddist að mér — sagði við mig að ég væri enginn karlmaður, ekki annað en geld- ingur, geldingur! Auðvitað hefði ég þá átt að snúa við henni bakinu. Faðir Bresnihan leit tryllingslega á Flurry. — En hún var skelfilega sterk. Hún dró mig niður til sín. Ég geri mér ljóst nú að hún var staðráðin í að hefna sín á mér. Hún ætlaði að eyðileggja sál mína. Hold mitt. Æ, þetta veika hold. Það var skelfilegt. Konan var eins og villidýr, hún hlykkjaðist bókstaf- lega utan um mig og reyndi um leið að fletta mig klæðum. Ég gat ekki slitið mig af henni. Hún var sterk eins og kvendjöf- ull. SINNUM LENGRI LÝSING neOex 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bsrgstaðastr. 10A Sími 16995 Látið ekííi skunmdar kartöiSnr koma yður I vont skap. Notið COLMAIVS-kariölludutt EUROPRIJS 1969 MÁLVERKA- SÝNING MATTHEU JÓNSDÓTTUR í Bogasal Þ’jóðminjasafns- ins er opin daglega frá klukkan 14 til 22 til og með sunnudeginum 18. október n.k. SÓLÓ-eldavélar Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum stærðum og gerðum. — Einkum hagkvæmar i^rir sveita- bæi, sumarbústaði og báta. VARAHLUTAÞJÓNUSTA. Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavéla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði ELDAVÉLAVERKSTÆÐI JÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 . Sími 33069 FYRIR SKOLAFOLKIÐ: Buxur, skyrtur. peysur, úlpur. nærföt. sokkar og margt fleira. — Fjölbreytt og fallegt úrvaL PÓSTSENDUM. Ó.L. Laugavegi 71 — sími 20141. TRÉSMIÐIR >1U9 * Til sölu er sambyggð RECORD-trésmíða- vél — þykktarhefill — afréttari — hjólsög — fræsari og bor. Upplýsingar í síma 25283 eftir kl. 19 á kvöldin. Hver býður betur? Það er hjá okkur sem þið getið fengið AXMINSTER teppi með aðeins 10% útborgun. AXMINSTER — annað ekkL ANNAÐ EKKI Grensásvegi 8 — sími 30676. Laugavegi 45 B — sími 26280. BILASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32. MOTORSTILLINGAR 1 HJÖLASTtLLINGAH LJÚSASTILLIJNGAR : •. . »;kr- Simi Látió stilla i tíma. 1 1 1 r i n Fljót og örugg þiónusta. | U • IIJ I U Auglýsingasími Þjóðviljans er 17500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.