Þjóðviljinn - 21.12.1975, Síða 4

Þjóðviljinn - 21.12.1975, Síða 4
4 StÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 21. desember 1975. DJOÐMMN mAlgagn sösíalisma VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS (Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiösia, auglýsingar: Skóiavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. MEÐ FYLLSTU HÖRKU Alþingi hefur lokið störfum fyrir jól. 1 siðustu viku voru samþykktar þar með at- kvæðum stjórnarmeirihlutans álögur á al- menning, sem nema munu á næsta ári mörgum miljörðum króna. Þessar hækk- anir stafa af hækkuðum útsvörum, hækk- uðum söluskatti, hærri greiðslum fyrir læknisþjónustu, hærra verði landbúnaðar- afurða á næsta ári og framlengingu vöru- gjalds. Allar þessar hækkanir eru þvi bein árás á verkalýðssamtökin og þau hljóta að svara þessum árásum af fyllstu hörku. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands íslands , sagði i viðtali við Þjóðviljann i gær, að þessar miljarðaálögur væru nokkurn veginn eins þungt högg á stefnu verkalýðshreyfingar- innar og hugsast gæti. Þvi það er ekki nóg með það að þessar álögur séu þungar sem slikar, þær eru einnig olia á verðbólgubálið og þær kynda og trylla verðbólgudansinn svo notuð séu enn orð Guðmundar J. Guðmundssonar úr viðtalinu við Þjóðviljann i gær. Verka- lýðshreyfingin hefur lýst þvi yfir að hún sé reiðubúin til viðræðna um ýmsar hliðar- aðgerðir i efnahagsmálum sem meta mætti til jafns við kauphækkanir. Þessum yfirlýsingum hefur verið fagnað há- stemmdum orðum i stjórnarblöðunum, en þegar að athöfnunum kemur beitir stjórn- in sér fyrir þvi að ögra verkalýðssamtök- unum með þvi að hunsa allar kröfur þeirra og stefnu samtakanna i heild. Þessi viðbrögð rikisstjórnarinnar nú þegar samningaviðræður eru að hefjast við verkalýðshreyfinguna eru dæmalaus ósvifni. En það var ekki aðeins forusta verka- lýðshreyfingarinnar sem var undrandi og hneyksluð á vinnubrögðum rikisstjórnar- innar á alþingi siðustu daga. Ekki færri en 10 sveitarstjórnir sáu ástfeðu til þess að mótmæla mjög harðlega ákvörðun rikis- stjórnarinnar um að hækka útsvörin um 10% og sveitarstjórnir mótmæltu einnig harðlega frumvarpinu um verkaskiptingu rikis og sveitarfélaga sem samið var og framlagt gjörsamlega án nokkurs sam- ráðs við sveitarfélögin eða samtök þeirra. Kvað svo rammt að óánægju með þessi vinnubrögð rikisstjórnarinnar að borgar- stjórnarmeirihlutinn i Reykjavik þorði ekki annað en að mótmæla gerræðinu með þvi að standa að mótmælasamþykkt um þau efni i borgarstjórn á fimmtudags- kvöldið. öll framkoma rikisstjórnarinnar að undanförnu ber þess vitni að hún hyggst fara sinu fram og i engu að skeyta um við- horf almennings. Hún er siðustu dagana að framkvæma þau vinnubrögð sem Morgunblaðið hótaði þegar stjórnarflokk- arnir knúðu i gegn samningana við vestur- þjóðverja, þá lýsti Morgunblaðið þvi yfir að samskonar vinnubrögð yrðu viðhöfð i efnahagsmálum, þvi styrkur rikisstjórnar hefði reynst slikur að henni væru allir veg- ir færir, einnig i efnahagsmálum. Vinnubrögð rikisstjórnarinnar undan- farna daga sýna að valdahrokinn er ein- kennið á öllum athöfnum hennar. Hún ætl- ar sér i krafti mikils meirihluta á alþingi að knýja verkalýðssamtökin til undan- halds. Hún hyggst sýna hver það er sem valdið hefur i þjóðfélaginu. Með miljarðaálögunum siðustu dagana hefur rikisstjórnin verið að svara i verki siðustu ályktunum verkalýðssamtakanna. Nú er það verkalýðshreyfingin sem á leik- inn, hún hlýtur nú um áramótin að svara árásum rikisvaldsins af fyllsta þunga. ögranir rikisstjórnarinnar kalla á hörð viðbrögð verkalýðssamtakanna. —s. Siðlausar aðfarir sagði Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verkamanna- sambands Islands um uppsagnirnar á Kirkjusandi — Þetta sýnir það bara gleggst hvað verkafólk og þá ekki sist það sem vinnur i fisk- vinnslunni býr við lítið öryggi og það fer ekki hjá þvi að þessi mál verði að taka fastari tökum en gert hefur ver- ið, strax nú i komandi samningum, sagði Guð- mundur J. Guðmunds- son formaður Verka- mannasambands Is- lands er við leituðum á- Guðmundur J. Guðmundsson. lits hans á uppsögnum frystihússins Kirkju- sands h.f. á starfsfólki sinu yfir þá helgidaga sem nú fara i hönd. — Þetta eru náttúrulega sið- leysisaðfarir hjá fyrirtækinu, það sér hver maður, og það rétt fyrir jólin, þegar fólkið hefur hvað mesta þörf fyrir það kaup sem það getur aflað sér. — Fyrirtækið ber þvi við að það skorti hráefni, og að það komi ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir ára- mót, og jafnvel ekki fyrr en um miöjan janúar. Astæðan fyrir þessum hráefnisskorti mun vera sú að togararnir muni sigla með afla, það séu uppi óskir hjá Hagsmunanefnd Stúdentaráðs: Mótmælir harölega Þjóöviljanum hefur borist eftir- farandi samþykkt frá Hagsmuna- nefnd Stúdentaráðs Háskóla ts- lands.: Fundur hagsmunanefndar stúdentaráðs Háskóla Islands, haldinn 16. des. 1975 mótmælir harðlega þeim ráðagerðum rikis- stjórnarinnar að fella úr gildi lög um hlutdeild rikisins I byggingu og rekstri dagvistunarstofnana frá 1973. Hagsmunanefnd S.H.l. vill vekja athygli á þeirri staðreynd að frá setningu fyrrgr. laga 1973 hafa 39 dagvistunarstofnanir fengið greitt stofnframlag úr rikissj., en á áratugnum áður en lögin um hlutdeild rikisins i bygg- ingu og rekstri dagvistunarstofn- ana tóku gildi voru aðeins 20 dag- vistunarheimili byggð. Það er þvi ljóst, að lögin hafa stuðlað að verulegri fjölgun dagvistunar- stofnana fyrir börn. Þaö skýtur þvi skökku við, að lögin skuli felld úr gildi þegar eftirspurnin eftir plássum er hvað mest. Sér- stakl. er þess er gætt, að nú um ára mótin koma til framkvæmda reglur um hámarksfjölda barna á fermetra á dagvistunarstofnun- um. Reglugerð þessi hefur þau áhrif, að fækka verður á flestum dagheimilum Sumargjafar, sem þýðir að biðtimi eftir plássi leng- ist enn frá þvl sem nú er. Meðalbiötimi barns námsmanna i Háskóla Islands hefur verið 1—1 1/2 ár, en verður a.m.k. 2 eftir breytingu Það er öllum ljóst, sem til þekkja, að það má alls ekki draga úr byggingu dagvistunar- heimila fyrir börn. Hagsmunanefnd S.H.l. skorar á rikisstjórnina að tryggja áframhald þeirrar sóknar, sem hafin var i byggingarmálum dag- vistunarstofnana 1973 með setn- ingu laganna um hlutdeild rikis- ins I byggingu og rekstri dagvist- unarstofnana. Hagsmunanefnd S.H.l. vill vekja sérstaka athygli á samþykkt, sem gerð var á fundi borgarstjórnar Reykjavikur um niðurgreiðslu á dagvistunar- kostnaði barna á einkaheimilum. Samkvæmt upphaflegum tillög- um, sem lagðar voru fyrir borgarstjórn, var gert ráð fyrir þvl að borgarsjóður greiddi niður dagvistunarkostnað barna skóla- fólks og einstæðra foreldra, sem eru i gæslu á einkaheimilum. Borgarstjórnarmeirihluti Sjálf- stæðisflokksins lét sig hafa það, að taka skólafólk út úr tillögunni. Þannig aö samþykkt var, að greiða niður dagvistunarkostnað einstæðra foreldra, en ekki skóla- fólks. Hagsmunanefnd S.H.l. vekur sérstaka athygli náms- manna á þessari jólagjöf, sem þeir fá frá fulltrúum Sjálfstæðis- flokksins i borgarstjórn. mmmmrnmmmmmmmmmmm Í mm§ Þannig verður umhorfs I frystihúsi Sverris Hermannssonar alþingis manns og StS að Kirkjusandi strax næsta mánudag og jafnvel alit fram I miðjan janúar. togarasjómönnunum um að fá eina eða tvær siglingar á ári. Og það er eflaust rétt að þeir óska eftir þvi, en hinsvegar nær það auðvitað engri átt að láta þá alla sigla i einu, þannig að á annað hundrað manns missi vinnu sina I landi eins og nú er að gerast. — Mér sýnist að erfitt sé að setja fyrir þennan leka, að hægt sé aö segja fólki upp með aöeins viku fyrirvara ef togarar eru látnir sigla með afla — varla með öðru móti en þvi að lengja upp- sagnarfrestinn i einn mánuð. Með þvi móti myndi þessi ljóti leikur ekki verða leikinn. — Að lokum má svo geta þess, að þarna er að visu ekki um allt starfsfólkið að ræða, konur verða mest fyrir barðinu á þessum upp- sögnum, flestir karlmenn munu halda vinnu sinni og einhverjar konur lika, en það afsakar það á engan hátt að reka á annað hundrað manns heim, eins og þarna er gert. —S.dór öryggið umfram allt Klausa úr Lundúnablaðinu Sun- day Timers: Það hefur spurst i tryggingaheiminum að hr. J.P. Gardener, eigandi útlánastofnun- ar, hafi tryggt sig fyrir uppákom- um sem gætu átt sér stað að hon- um látnum. Maður þessi hefur tryggt sig fyrir skemmdarverk- um sem unnin kunna að verða á bautasteini hans.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.