Þjóðviljinn - 21.12.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.12.1975, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. desember 1975. Álverið borgaði 31 eyri í fyrra. Aðrir notendur borguðu 327 aura fyrir kílóvattstundina Lífsnauðsyn að móta raunsæja orkumálastefnu íslendingar hafa tapað 5,7 miljörðum á raforkusölunni tii álhringsins miðað við orkuverðið að Grundartanga SVAVAR GESTSSON: Verðið enn langt undir framleiðslukostnaði 1969 hóf álbræðslan i Straums- vik starfrækslu sina. Hún hefur siöan sett mikiB mark á þjóðlifiö, hefur haft áhrif á umræðu um stjórnmál, kjarasamninga, nátt- úruvernd og siöasten ekki sist um orkumál. A fyrstu árum verk- smiðjunnar og eins á árum að- dragandans héldu andstæöingar verksmiðjubyggingarinnar þvi fram að fyrirhugað orkuverð til hennar væri allt of lágt, undir framleiðslukostnaðarverði. Þeir héldu þvi fram að það væri hneyksli aö ekki væri gert ráð fyrir hreinsitækjum við verk- smiðjuna og þeir lögöu áherslu á að álsamningurinn væri háskalegt fordæmi: yrðu gerðir fleiri slikir samningar væri islensku sjálfstæði stefnt i voða. Hvað segir reynslan? Ég hygg að á þeim árum sem liðineru frá þvi að álbræöslan tók til starfa hafi æ fleiri gert sér grein fyrir þvi hneyksli sem ál- samningarnir eru, enda dettur engum lengur i hug að verja þá samninga. Morgunblaðiö, Eyjólf- ur Konráö og félagar hans vilja helstaf öllu gleyma þeim samn- ingum. A þá er ekki lengur minnst sem fyrirmyndarsamn- inga. Fyrir þá sem kannski muna ekki eftir umræðunni um álsamn- ingana fyrir 6—10 árum skal það undirstrikaö hér aö það voru til menn á Islandi sem héldu þvi fram i fullri alvöru að það væri Is- lendingum ákaflega hagstætt aö losna við raforkuna á 2,5 mills kilóvattstundina eöa sem svarar 43 aurum á núverandi dollara- gengi. Islendingum væri brýn nauðsyn að losna við alla raforku sina hiö skjótasta — vegna þess að kjarnorkan myndi leysa virkj- anir vatnsfalla af hólmi innan skamms. Þeir sem einkum héldu fram þessum sjónarmiöum voru Jóhannes Nordal og Eyjólfur Konráð Jónsson. En hver hefur reynslan orðið? Litum fyrst á reynsluna gagnvart raforkunot- endum i landinu. I fyrra, 1974, voru seldar is- lenskum orkuverum 2.123 giga- vattstundir raforku. Fyrir þetta var alls greitt kr. 3.475 milj. eða sem svaraði 164 atu'um d hverja kflóvattstund.Á þessu sama ári, 1974, fékk álverið af allri raforku- sölunni 1.171 gigavattstundir, sem kostuðu álverið aðeins 359 milj. kr. eða 31 eyri kflóvatt- stundin. Vegna þessa lága verðs til álbræðslunnar urðu aðrir raf- orkunotendur i landinu að greiða 327 aura á kflóvattstundina eða rúmlega 10 sinnum meira en ái- verksmiðjan. Þannig borguðu is- lendingar miljaröa meö raf- magninu til tsals I fyrra eins og jafnan áður. Vissulega er það verð sem hér hefur veriö nefnt verö frá dreifiveitum og þvi má halda fram með réttu að eðlilegt sé að selja stórfyrirtækjum raf- magn á lægra veröi en almennt gerist þar sem þau séu svo stór viöskiptaaðili. En framleiðslu- verð á raforku varð i fyrra að meðaltali 60 aurar á kflóvatt- stundina.Þá vantaði 29 aura upp á verðið fyrir hverja kflóvatt- stund frá Isal eöa hvorki meira né minna en um 250 milj. kr. I viöbót við orkuverðið á þessu eina ári. Það er ennfremur fróölegt að hafa það i huga aö hefði álverinu veriö seld orkan á sama veröi og málmblencUverksmiðjunni hefur verið ætlað, þá værum við islend- ingar 5,7 miljörðum króna rikari i dag en raun er á. Þessar tölur sýna hversu óhag- stæður álsamningurinn um raf- orkusölu hefur orðið okkur. Það er svo lærdómsrikt i ljósi þessara staöreynda að rifja það upp sem fyrr var nefnt um vantrú nokk- urra islendinga á islenskum orku- gjöfum og það er einnig fróðlegt að minnast þess að þessir aöilar reyndu að gera orkusölusamning- inn sem allra dýrlegastan i aug- um alþjóðar meö þvi að ljúga til um ýmsar forsendur hans. Til viöbótar við þennan smán- arlega samning um orkuverðið sem hér hefur veriö rakinn aðnokkruber að nefna aö samn- ingurinn gerði ráð fyrir þvi aö raforkuverðið til auðhringsins lækkaði um þessar mundir i 2,5 mills eða um sjötta part. Þá leit dæmið enn hrikalegar út en áöur. Nú hafa þau tiðindi gerst aö for- ustumenn Sjálfstæðisflokksins hafa kosið aö reyna að breiða yfir misgjörðir viðreisnarstjómar- innar. Þeir hafa þvi farið á flot meö nýtt frumvarp á alþingi sem felur i sér verulegar úrbætur frá núgildandi samningi, þrátt fyrir fjölmarga annmarka, sem áfram eru á álsamningnum. Magnús Kjartansson hreyföi þvi sem iðnaðarráðherra á slnum tima að álhringurinn hækkaði raforkuveröið frá þvi sem var i gildandi samningi. Jafnframt var gert ráð fyrir sömu skattaupp- hæðum og áður hafði Verið gert ráð fyrir. Magnús Kjartansson flutti mál sitt á sanngirnisgrund- velli, með tilvisun til þess hve mikið orkuverð heföi hækkað i heiminum. Augljóst var að for- svarsmenn álhringsins töldu málaleitan islenska ráðherrans langt frá þvi að vera fráleita; hins vegar fóru ekki fram hjá þeim blaðaskrif og ræður manna á Is- landi þar sem þvi var haldiö fram af stærsta stjórnmálaflokknum að álsamningurinn væri i alla staöi einstaklega hagstæöur. Að sjálfsögðu er forsvarsmönnum álhringsins ljós valdaaðstaða hinna ýmsu stjórnmálaflokka á Islandi, og þeir gátu sem best bundið vonir sinar við Sjálf- stæðisflokkinn eins og fyrri dag- inn. Einhvern timann kæmist hann til valda á nýjan leik og þvi var sjálfsagt að hinkra. Auð- hringurinn hafnaði málaleitan Magnúsar Kjartanssonar. En svo fór að lokum aö forustumenn auö- hringsins — kaupendur rafork- unnar — töldu það fullkomið blygðunarefni orðið, aö greiöa ekki hærra verö fyrir raforkuna hér á landi. Þeir voru likastir manni sem gerir reyfarakaup, en kann ekki viö aö segja frá verö- inu, vegna þess að seljandinn hef- ur veriö féflettur. Alhringurinn heimtaöi aö fá að borga hærra verö — og islenska rikisstjórnin féllst á það! Þar með viður- kenndu Ragnar Halldórsson og Gunnar Thoroddsen i sameiningu alla gagnrýni sósialista á ál- samningana frá upphafi vega. 22 miljaröa tap 1 hinum nýja samningi felst þó aðeins viðurkenning en þvi miöur leiðréttir hann ekki þær skekkjur sem eru i álsamningnum og allar eru okkur I óhag. 1 nýja samn- ingnum er gert ráð fyrir að orku- veröiö verði minnst 3,5 mills, en siðan er reiknað með hækkunum á álverði og orkuverði breytt eftir þvi, upp á við og niður á við, en þó aldrei niður fyrir 3,5 mills. Mill er einn þúsundasti úr bandarikja- dollar, eða 17 kr. hvert mills miðað við gengið 1$ = 170 kr. I öll- um opinberum útreikningum rikisstjórnarinnar er gert ráð fyrir aö þessar hækkanir verði 2,5—5,0% á ári út samningstim- ann eöa til ársins 1994. Þessir opinberu útreikningar breyta þó engu um þá staðreynd að við samanburð á þessum samningi og orkuveröi I dag er sjálfsagt aö miða jafnan viö núviröi.Ef gert er ráð fyrir aö álhringurinn kaupi 1125 gigavattstundir á ári kaupir hringurinn alls 21.375 glgavatt- stundir til loka samningstimans, 1994. Miöaö viö að hringurinn greiði 4 mills fyrir hverja kfló- vattstund veröur heildargreiðsl- an fyrir 85,5 miljónir dollara á timabilinu öllu. Þaö er vissulega veruleg hækkun frá þvi sem verið heföi að óbreyttum samningi, 2,5 mills á kilóvattstundina. En þaö er ekki slik viömiöun sem islend- ingar nota; þeir hljóta aö miöa viö það hvaö kostar aö framleiöa orku i landinu. Kostnaðarverð á framleidda kilóvattstund i fyrra var 60 aurar en þessi upphæð er áreiöanlega mun hærri i ár. 1 fyrra var hallinn frá þessu meðaltalsframleiöslukostnaðar- verði 250milj. kr. sem fyrr segir. Ef hins vegar er miöaö viö allan timann fram til 1994 reiknast tap- ið i miljörðum hvort sem miðaö er við meðaltal framleiðslukostn- aöar eða annað. 1 samningunum um málmblendiverkmiöjuna var reiknað með 10 mills á kvst. fyrir forgangsorkuna. Ef miðað er við þetta verö annars vegar og hins vegar hið nýja samningsverð fyrir álverksmiöjuna, 4 mills, er tapiö á raforkusölunni til auö- hringsins um 22 miljaröar Is- lenskra króna á öllum timanum eöa sem svarar kostnaöarveröi tveggja Sigölduvirkjana. Undir framleiöslu- kostnaði Þegar Sigölduvirkjun er komin i notkun kostar kvst. á núviröi reiknaö kr. 1.80. Þar meö hækkar meðaltal framleiöslukostnaðar á kvst. raforku hér á landi um 60% og þegar Hrauneyjarfossvirkjun er komin með inn i myndina hækkar meöaltalsverðið enn. Gera má ráö fyrir, aö þá yröi — enn á núvirði — meöaltalskostn- aöur á kvst. um 1,38 kr. Sé miðað við þetta verð og borið saman við 4 mills á kvst. til álbræðslunnar — en 4 mills eru nú 68 aurar — sést aö veröiö til álbræöslunnar veröur langt undir meöaltali framleiöslukostnaöar á raforku hér á landi. Þannig hefur þaö ver- iö I enn rikari mæli, en svo mun veröa um enn ókomna framtiö allt þar til smánarsamningur þessi er á enda runninn undir aldamótin. UM NÝJU ÁLSAMNINGANA Til 1994 — þegar samningurinn viö álhringinn rennur út — tapa íslendingar sem svarar andviröi tveggja Sigölduvirkjana á nýja samningnum við álverksmiðjuna miðað við samninginn við járnblendiverksmiðjuna Dollarinn kostar nú 79% fleiri krónur íslenskar en 1969, svissneski frankinn kostar hinsvegar 189% fleiri krónur íslenskar. Snilldarbragð að semja í dollurum!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.